Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. I Iþróttir Iþróttir 29 Iþróttir Iþróttir D Glæsileg fimleika- sýning íHöllinni — Fjölmenniá fimleikasýningu FSÍ Fimleikasamband íslands hélt veglega og glæsilega fimleikasýningu i Laugar- dalshöll i gær. Áhorfendur sem voru um eitt þúsund kunnu vel aö meta — en styrkur sýningarinnar í gær var einmitt breiddin. Allt frá byrjendum til skemmtilegra og vel útfærðra atriða og greinilegt að hið unga fimleikafólk hafði lagt hart að sér svo vel mætti takast. Ásgeir Guð- mundsson kynnti atriðin af stakri prýði og Hornaflokkur Kópavogs lék. Sýningaflokkar frá Gerplu, Iþrótta- bandalagi Akureyrar, Mýrarhúsaskóla, Fylki, ÍR, Björk, Gerplu aftur og Ármanni sýndu atriði fyrir hlé. Sérstaka athygli vakti atriði frá Björk en 5—7 ára stúlkur sýndur þar „fyrstu lexíuna". Eftir hlé sýndu Gerpla, Ármann, Reyk- holt, Fylkir, KR og sýninguna enduðu nemendur Reykjaskóla. Um 100 piltar og stúlkur sýndu og hljómsveit skólans lék undir. H M KR f ór létt með Þróttara Nemendur Höskuldar Goöa Karlssonar I Reykjaskóla I Hrútafiröi sýndu glæsileg tilþrif á sýningunni. Fóttu inn albezti flokkurinn sem þar kom fram og var fagnað innilega af fjölmörgum áhorfendum. Myndin að ofan cr af einu sýningaratriði flokksins. DB-mynd Bjarnleifur CITROÉNA — í2. deild í Laugardalshöll i gærkvöld KR-ingar áttu ekki í neinum erfiðleik- um með að sigra Þrótt i 2. deild í gær. Lokatölur 28—22 i Laugardalshöllinni og ákaflega þýðingarmikill sigur fyrir KR, sem nú hefur tekið forustu í deild- inni með níu stig eftir sex leiki. Hins vegar virðist sem Þróttur hafi litla mögu- leika til að blanda sér i toppbaráttuna — hefur aöeins fjögur stig úr fimm leikjum. Leikurinn í gær var þriðji tapleikur liðsins. KR náði fljótt tökum á leiknum eftir að Þróttur hafði komizt i 2— 1 i byrjun. Eftir 10 min. stóð 5—3 fyrir KR og sá munur jókst i fjögur mörk, 9—5, þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Staðan í hálfleik 14—11 fyrir KR. Þriggja til fjögurra marka munur hélzt framundir miðjan siðari hálfleikinn en þá tóku KR- ingar góðan sprett og gerðu út um leik- inn. Skoruðu fjögur mörk í röð og komust I 23—15. Þar með var spennan þúin — öruggur sigur KR i höfn. Loka- tölur 28—22. Mörk KR skoruðu Björn Pétursson 8/3, Ingi Steinn 4, Simon Unndórsson 4, Haukur Ottesen 3, Sigurður Páll 3, Ólafur Lárusson 2, Kristinn lngason 2, Friðrik Þorbjörnsson og Jón Hróbjarts- son. Mörk Þróttar skoruðu Konráð Jóns- son 10/2, Einar Sveinsson 4, Sigurður Ragnarsson 2, Halldór Harðarson 2, Lárus Lárusson 2, Jóhann Frímannsson og Oddur Jakobsson. - HJ Anderlecht Liverpool íkvöld Liverpool og Anderlecht leika í stór- bikar Evrópu i knattspyrnunni í kvöld. Leikurinn verður háður á leikvelli Anderlecht í Brussel. Það er fyrri leikur liðanna. Liðin verða þannig skipuð: Anderlecht: De Bree, van der Elst, Broos, Dusbaba, Thissen, Haan, Coeck, Vercautern, Nielsen, Geels og Rensen- brink. Liverpool: Clemence, Neal, Alan Kennedy, Hughes, Hansen, Ray Kenn- edy, Dalglish, Case, Heighway, McDer- mott og Scouness. Hægt er að hlusta á lýsingu á leiknum á miðbylgjunum. TÆKNILEG FULLKOMNUN STANDARD VANN Litil breyting var í 1. deildinni i gær. Efstu liðin sigruðu, Beveren Lierse á úti- Anderlecht 15 39-18 19 Antwerpen 15 18—11 19 velli og Anderlecht vann stórsigur á Waterschei 15 19-13 18 Waregem. Standard sigraði 1 heimaleik Molenbeek 14 22—18 17 sínum en Lokeren gerði jafntefli. Standard 14 22-16 17 Úrslit 11. deild í Belgiu urðu þessi: FC Brugge 15 20-15 17 Beerschot — La Louviere 3-0 Lokeren 15 19—17 17 Anderlecht — Waregem 5-0 Beringen 15 18-17 17 Charleroi — FC Brugge 2-1 Beerschot 15 20—19 15 Beringen — FC Liege 2—0 Winterslag 15 20—20 14 Lokeren — Antwerpen 2—2 Lierse 15 20—21 14 Winterslag— Waterschei 5—1 Waregem 15 13—21 13 Lierse — Beveren 0-1 Charleroi 15 16—24 12 Standard — Berchem 1-0 Berschem 15 11—21 11 La Louviere 15 21-36 10 Staðan er nú þannig: FC Liege 15 15—28 9 Beveren 15 25-11 21 Courtrai 14 7—19 8 Citroén GS er sá bttl sem hlotiö hefur flestar viðurkenningar fyrir útlit, öryggi, aksturseiginleika og síðast en ekki sízt spameytni, enda hefur hann verið kjörinn bttl ársins. Citroén GS er með framhjóladrif, sjálfstæða vökvafjöðrun á hverju hjóli og því sérlega hentugur í snjó og hálku. Komið, reynsluakið og sannfœrizt. VELKOMIN í TÆKNIVERÖLD CITROEN Gtobus? LAGMULI 5. SIMI81555

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.