Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 26
30 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR4. DESEMBER 1978. TIMEX 'Akurnesingar------------ nærsveitamenn! Vélastillingar með nýjum tœkjum. Veitum félagsmönnum FlB 15% afslátt. Bílatækni VaNhotti 1 - Akranesi - Simi 1477 c/oKr. Ingóifsson — Sfmi 2196. 265511 279605 233712 ÚR-VAL PÓSTSENDUM MAGNÚS GUÐLAUGSSON STRANDGÖTU 19 - HAFNARFiRÐI Stal kórón unni og slánni HEiMSFRÆGU ÚRIN - 60 GERÐIR 1 ÁRS ÁBYRGÐ. PANTIÐ í SÍMA 50590 EÐA BRÉFLEGA „Ó , nú á ég allan heiminn.” Það var hin fagra Svinka sem mælti þessi orð. Svinka er eins og flestir munu vita fræg sjónvarpsstjarna sem ryður sér nú braut I kvikmyndaheiminum. Tilefni orða hennar var að kvöldið áður hafði hún læðzt inn á fegurðarsamkeppnina Ung- frú heimur i Lundúnum. Þegar fara átti að krýna „Ungfrú heim" stökk Svínka upp á sviðið. Rudolf Nureyev vinur hennar hefði ekki þurft að skammast sin fyrir slíkt stökk. Þegar upp á sviðið kom greip hún flauelsslá fegurðardrottn- ingarinnar og kórónu og klæddist. Á meðan veröldin laut að klaufum hennar skýrði fegurðardísin frá Skinku- landi hvernig hún lék á forsvarsmenn keppninnar og veðmálaskrifstofurnar líka. „Ég sagði við þá á veðmálastofunni að veðja ekki á mig. Hver myndi veðja á að gylta ynni í fegurðarsamkeppni? En ég var búin að ákveða mig og hinar gátu eins hætt að gefa upp vonina.” Sigur fröken Svinku var kvikmynd- aður og verður sýndur í Prúðu-biómynd- inni. Svinka hefur þegar verið skráð í nýja fegurðarsamkeppni sem býður 100 milljónir dollara i verðlaun, þar af fengi sigurvegarinrl 20%. „Og það er sko ekki efi á því að ég vinn," sagði hún og þaut af stað til að kaupa demanta Elísabetar Taylor og hús Barböru Streisand i Hollywood. Einnig hugðist hún opna fyrirtæki í skattapara- dísinni Liechtenstein. Aðeins einum skugga var varpað á sigur Svínku. Það var þegar umboðs- maður hennar herra Kermit froskur sagði: Það er ekki á hana logið. Hún er svinslega heppin. „Hvað sagðirðu?” æpti stjarnan, og augu hennar skutu gneistum. „Hvernig heppin?” Og með þeim orðum brá hún honum af alkunnri karatesnilli. Roger Moore, sem kenndi henni, þurfti ekki að skammast sin fyrir nem- anda sinn í þetta sinn . Svinka er önnum kafin núna því verið er að taka upp nýja syrpu af Prúðu leik- urunum. Hefur heyrzt að i þeim leiki Raquel Welch móður hennar. Svínku tókst að sanna að fegurðin er afstæo. Krýnd. .. og allir draumar Svfnku rætast. Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1979. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. septem- ber 1977 er tilgangur sjöðsins „að veita styrki til stofn- ana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menn- ingar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á veg- um Náttúruverndarráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og' annarra menningarverðmæta á vegum Þjóðminja- safns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði við- bótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.” Stefnt er að úthlutun styrkja á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 1979. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi i afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykja- vík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Svein- björn Hafliðason, í síma (91) 20500. Þjóðhátíðarsjóður Nýkomið mikið úrval af austurrískum kvenkápum Opið á laugardögum Póstsendum kápan Laugaveg 66 llhœð Sími25980 Lausar stöður Við Þjóðleikhúsið eru lausar stöður leiksviðsstjóra og forstöðumanns saumastofu. Stöðurnar verða veittar frá 1. janúar 1979. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf umsækjenda, berist skrifstofu Þjóðleikhússins fyrir 20. desember nk. Reykjavik, 1. des. 1978 Þjóðleikhússtjóri Svínka—ungf rú heimur Svínka—ungfrú heimur ]

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.