Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. I Iþróttir Iþróttir 21 Iþróttir Iþróttir I UMFN á toppinn í úrvals- deildinni eftir sigur á KR —Úthald Njarðvíkinga reyndist betra og þeir sigruðu með 96-92 Korfuknattleikur Útvabdsild, UMFN = KR, 96 = 92(52 = 44) Greina mátti á einbeittum svip leik- manna UMFN, þegar þeir stikuðu inn á leikvöllinn i iþróttahúsinu i Njarövik á laugardaginn, að nú væri að duga eða drepast til að missa ekki af lestinni í úrvalsdeildinni. Mótherjinn var að þessu sinni KR, sem oft hefur orðið UMFN að fótakeOi, þegar um meistaravon hefur verið að ræða. En á æsispennandi loka- sekúndum tókst heimamönnum að knýja fram sigur — með körfu Jónasar Jóhannessonar svo að lokatölurnar urðu, 96 = 92. Framan af voru KR-ingarnir yfirleitt fyrri til að skora en smám saman fóru Njarðvíkingar að ná betri tökum á leiknum. Guðsteinn Ingimarsson var látinn gæta lykilmanns KR-inga, Jóns Sigurðssonar, og hélt honum i járn- greipum alveg þar til Jón varð að yfir- gefa völlinn með fimm villur um miðjan seinni hálfleik. Guðsteinn var mjög virkur í leiknum. Auk frábærs varnar- leiks, skoraði hann 12 stig. Ted Bee reyndi að kveða Hudsón tiinn hittna í kútinn en það gekk fremur ilia — skot hans svifu beirtt í körfuna, stundum án þess að snerta rammann. Samtals skoraði Hudson 41 stig, nærri því helming allra stiga KR-inga en Ted mátti bita í það súra epli að verða að yfirgefa völlinn með fimm villur i seinni hálfleik. Eigi að síður var hann stiga- hæstur UMFN, með 28 stig, enda hafði hann lagt sig mjög fram i leiknum. Njarðvíkingamir lögðu alla áherzlu á að halda sem mestum hraða í spilinu og í Bikarkeppnin íV-Þýzkalandi: Áhugamanna- lið sló ef sta lið l.deildarút! Ijós kom að KRingarnir höfðu ekki út- hald á borð við UMFN — virtust nokkuð þungir á köflum, kannski þreyttir eftir írlandsferðina. UMFN-. liðið var mun samstilltara en það hefur verið á þessu leiktímabili. Oft brá fyrir skemmtilegum fléttum og mistökin færri, sérstaklega í sóknarleiknum. Geir Þorsteinsson var að vanda harður i vörninni og djarfur í sókn svo og Jónas Jóhannesson, sem óðum er að komast í æfingu og er liðinu mikill styrkur vegna hæðar sinnar. Þorsteinn Bjarnason var drjúgur í sókninni, skoraði 19 stig, þrátt fyrir ómjúkar viðtökur varnarmanna KR-Njarðvíkingar tefldu fram sínum reyndustu mönnum i upphafi og skiptu lítið inn á fyrst að vel gekk en það sýnir vel, að þrekið vantar ekki hjá liðinu. KR-ingarnir reyndu að halda hraðanum niðri og treystu meira á lang- skotin, enda erfitt að brjótast gegnum UMFN-vörnina. Auk Hudsons skoraði Árni Guðmundsson, margar fallegar körfur úr langskotum. Garðar Jó- hannesson, ungur piltur.vakti athygli skoraði 7 stig, — en lenti í villuvand-- ræðum. Stig UMFN: Ted Bee 28, Þorsteinn Bjamason, 19, Geir Þorsteinsson 18, Guðsteinn Ingimarsson 12, Jónas Jóhannesson 11, Gunnar Þorvarðarson 8, Stig KR. Hudson^íí, Árni Guðmunds- son 15, Jón Sigurðsson 14, Garðar Jóhannesson 7, Einar Bollason 4, Gunnar Jóhannsson 4, Eiríkur Jóhannesson, 3, Kristinn Stefánsson 2 og Birgir Guðbjömsson 2. Dómarar Guðbrandur Sigurðsson og Erlendur Eysteinsson og dæmdu ágætlega . -emm Staðan er nú þannig: UMFN 8 5 3 771-748 10 Valur 7 5 2 604-603 10 KR 6 4 2 547-483 8 lR 7 4 3 624-594 8 ts 5 1 4 429—446 2 Þór 7 1 6 553-654 2 Það kom mjög á óvart I 3ju umferð bikarkeppninnar i Vestur-Þýzkalandi á laugardag að efsta liðið I Bundesligunni, Kaiserslautern, tapaði fyrir áhuga- mannaliðinu Suð-vestur Ludwigshafen 2—1 i Ludwigshafen. Litla liðið komst þvi i 16-liða úrslit bikarsins. Tvö lið utan Bundesligunnar náðu og athygUsverðum árangri gegn liðum I BundesUgunni. SSV Ulm gjörsigraði Darmstadt 5—1 þó svo leikið væri i Darmstadt og Bayer Uerdingen sló Schalke út. ÚrsUt urðu annars þessi. Homburg FC-Bochum 0—0 Holstein Kiel-Karlsruher 5—2 Darmstadt-Ulm 1—5 Neuendorf-Bocholt 3-1 Diisseldorf-Aachen 2—1 Duisburg-Waldhof 2-1 Dortmund-Offenbach 6—1 Bayer Uerdingen-Schalke 2-1 Hertha-Gladbach 2—0 Frankfurt-Baunatal 4-1 Leverkusen-Bayreuth 1-0 Osnabruck-Fortuna Köln 2-1 FC Köln-Brunschweig 3-2 urslitin um helgina Tveir leikir voru háðir f 1. deild i körfuknattleiknum um helgina. Ármann vann Snæfell 124—64 og ÍBK vann ÍV 80-70. Í 3. deild i handknattleiknum vann Akranes Njarðvik með 29—16 (13—4) og á Akureyri sigraði Grótta Dalvik 22-17. Í 1. deild í blakinu unnu LaugdæUr UMFR3—1. Niarövikinear fagna sigri i leiksiok. '' mm Per Honsson Ógnardagar í október 1941 ógnardagar f október er hlaðin spennu, — óhugnanlegri viti firrtri spennu! Bókin segir frá óhugnanlegustu fjöldamoröum heimsstyrjaldarinnar siðari, þegar allir karlmenn sem bjuggu f bænum Kragujevec I Júgóslaviu voru teknir af lffi. Moröin áttu aö brjóta baráttuþrek Serbanna en sameinaöi þá i staö þess aö sundra. Og þeir sem eftir liföu I þessum draugabæ, bi&u þess aö skæruli&arnir kæmu, — og svo sannarlega komu skæruliöarnir. Þessi bók er mikilfengleg lýsing mannlegrar reynslu, stórfeng- legur vitnisburöur um sérstaka hetjudáö. Höfundurinri er mörg- um kunnur af fyrri bókum hans: Tefltá tvær hættur, Tiundi hver maöur hlaut aö deyja, Höggviö f sama knérunn og Trúnaöar- ma&ur nasista nr. 1, en ógnardagar i októbér er snjallasta bók hans, — hún er snilldarverk. PER HANSSQN ÖGNAR- QAOARI OKTÖBíR Knut Houkelid Baróttan um þungavatnið Baráttan um þungavatniö er æsispennandi! Hver si&a bókarinn- ar speglar haröfengi og hetjulund, sálarþrek og járnvilja, ógnir og æsilega spennu. Bókin segir frá baráttu norskra skæruli&a, er þeir sprengdu þungavatnsverksmiöjuna I Vemork f loft upp, — en Þjóöverjar þurftu þungt vatn til aö geta framleitt vetnis- sprengju og þetta var elna þungavatnsverksmiöjan I Evrópu. Norsku skæruli&arnir voru Þjóöverjum fremri aö einbeitni, hug- kvæmni og kænsku og þeir máttu þola hverskyns haröræ&i 1 ill- viörum á öræfum uppi á meftan þeir biöu færis. Þrekraun þeirra er talin meö meiri hetjudá&um heimsstyrjaldarinnar sföari — og enn æsilegri vegna þess aö hún er sönn. Þessi hetjusaga á vart sinn llka 1 stri&sbókmenntum, svo æsileg er hún. ÞUNGAVATNIO éi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.