Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. Sauðárkrókur: Beðið eftir útibústjóranum Spurning dagsíns Einn að norðan skrifar: í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki virðist það látið viðgangast að banka- stjórinn þar reki allumfangsmikla einkastarfsemi í sínum fasta vinnu- tíma í bankanum. Mun það eigi fátítt að viðskiptavinir bankans, sem erindi eiga við bankastjórann þurfi að biða tímum saman vegna viðskiptavina sem erindi eiga við sama mann varðandi einkareksturinn. Það sem hér er átt við, er að hann mun hafa á hendi umboðsstörf á Sauðárkróki fyrir Sjóvátryggingafélag íslands. Ekki skal því haldið fram hér, að hann mis- noti þá aðstöðu sem hann hefur þarna, en Ijóst er að skammt er orðið milli hans eigin hagsmuna og hagsmuna bankans, t.d. varðandi útlán vegna bílakaupa. En óskað er svara við eftir- farandispurningum: 1. Hvaða tengsl eru milli Búnaðar- bankans og Sjóvá? 2. Hefur bankastjórinn leyfi bankans til þess að reka Sjóváumboðið á þennan hátt? 3. Heimila reglur um aukastörf bankastjóra og annarra embættis- manna þetta? 4. Er starfsemi Sjóvá víðar um land með þessum hætti? DB leitaði til útibústjóra Búnaðar- bankans á Sauðárkróki og bar efni bréfsins og spurningarnar undir hann. Hann taldi ekki ástæðu til þess að svara bréfi manns, sem ekki vildi skrifa undir fullu nafni. Þá taldi hann rétt að ef einhver viðskiptavinur bank- ans væri óánægður með þjónustuna þá væri eðlilegra að leita til hans beint heldur en í gegnum Dagblaðið. Heimffls- iæknir svarar Ttaddir lesenda taka við' skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislœknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. LELEG ÞJÓNUSTA LEIGU- MIÐLUNAR María Sveinsdóttir hringdi: Ég vil koma á framfæri óánægju minni með leigumiðlun hér í bæ. Ég lét skrá mig í Leigumiðluninni Húsa- skjól, sem var til húsa að Hverfisgötu, en er nú flutt á Vesturgötu 3. Þegar ég lét skrá mig þar og borgaði tiu þúsund kr. lofuðu starfsmenn leigumiðlunar- innar að hringja í mig. Nú hef ég verið þrjá mánuði á skrá og aldrei hefur verið hringt til mín og ég var heldur ekki látin vita að leigu- miðlunin var flutt. Þegar ég var búin að hringja ótal sinnum í leigumiðlun- ina án árangurs, gerði ég mér ferð á Hverfisgötuna, en þá kom í Ijós að hún var flutt þaðan en ekki upplýs- ingar um hvert hún flutti. Ég fékk siðan upplýsingar um það i gegum þjónustu símans að leigumiðl- unin væri flutt að Vesturgötu 3. Ég fór þangað og þar stóð á miða að opið væri frá 1—6. Ég var þar kl. 2 en þá var lokað. Síðan hef ég oft komið þangað en alltaf er lokað. Ekki ber árangur að hringja. Ég hef nú fengið húsnæði i gegnum DB. Ég veit um fleiri sem eru óánægðir með þjónustu þessarar leigumiðlunar, því þar er aldrei neinn við. Dagblaöió reyndi að hafa samband viö leigumiðlunina Húsaskjól til þess að bera efni bréfsins undir starfsmenn þar. Það reyndist árangurslaust þar sem ekki var svarað i sima. Hringið í síma 27022 milli kL 13 og 15 Áfengis- varnarráð verði lagt niður — og þess ístað stutt við AA samtökin ogSÁÁ K.S. skrifan Ég skora á hina ungu og glæsilegu þingmenn úr öllum flokkum, að bera fram þá tillögu á Alþingi, aö Áfengis- varnarráð verði lagt niður. Við viljum öll að rikið spari og ég fæ ekki séð að Áfengisvrrnarráð g?ri gagn. Með því að leggja það niður má spara milljónir eða milljónatugi. Í ráðinu eru menn sem skilja ekki vandann vegna ofstækis sem blindar augu þeirra. Vafalaust vilja þeir vel en ráðin eru úrelt. Vilji ríkið hins vegar leggja fram fé til áfengisvarna er nær að styðja við bakið á AA samtökunum og SÁÁ. Þar er drykkjufólki hjálpað og bjargað. Hver hefur heyrt dæmi þess að templarar byðu drykkjumenn vel- komna í stúkur? r HOOVER MEÐ 1000 W MÓTOR, ELEKTRÓNÍSK SOGSTILLING! Meðlagið helmingur framfærslukostnaðar Anna Reynisdóttir hringdi: Nýlega var þvi haldið fram i grein í DB að barnsmeðlag föður væri aðeins fjórðungur framfærslukostnaðar barns. Þessu mótmæli ég, því ef svo væri,væri framfærslukostnaður barns á mánuði 98.148 krónur og það sér hver kona, að ekki er rétt. Þá segir og að meðlagið dugi ekki fyrir gæzlu barnsins. Ef barnið er i einkagæzlu fær einstæð móðir endur- greiðslu kr. 20.700 á mánuði, þá eru eftir 23.550 kr. og dugir meðlagið fyrir því. Ég tel að meðlagið frá föður nægi fyrir helmingi framfærslukostnaðar barnsins. Það má ræða þann möguleika að meðlag minnki ef konur gifta sig.aftur og þá i sæmileg efni. Það má þó ekki verða til þess að tengslin milli föður og barns minnki. Þau tengsl má ekki rjúfa. / hvert sinti sent þú notar “HOOVER CONGO“ verðurþérljósar, hve val þitt á ryksugu var rétt. Hún er falleg og hefur alla þá kosti sem ryksugu má prýða. Sjálfvirkt snúruinndrag. Gefur merki þegar skipta þarf um poka. Stór hjól og m. m.fl. Auk þess býr “CONGO“ yfir nokkrum sérstökum kostum sem ekki finnast samankomnir hjá neinni annarri ryksugu á sambcerilegu verði. Ifyrsta lagi er sogstyrknum stjómað elektrónískt, svo hcefir hvort sem er þykkasta teppi eða viðkvcemasta lampaskermi. í öðru lagi er “CONGO“ búin sérstakri “HOOVER-pokalosun", þú þarft aldrei að snerta fullan pokann við tcemingu, hreinlegt ogþœgilegt. íþriðja lagi fylgir “HOOVER-tcekjaberinn“, hann ersettur ofan á ryksuguna svo öll hjálpartceki séu við hendina rneðan unnið er. Hann má svo hengja upp í skáp. HOOVER er heimilishjálp FÁLKIN N* SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Meö ,JtOOVEK CONGO“ getur þú samtimis uttrtið erfiðustu verkin jafnt og þau viðkvcemustu, eins og t.d. að hreinsa viðkvœman lampa- skerm. Þú ákveður sogstyrk- inn með þvt að stilla hnapp- inn sem stýrir mótornum elektróniskt. ✓ Hvað borðarðu á jólunum? Vilhjálmur Guðmundsson leigubilstjóri: islenzkan mat. Alltaf hangikjöt og eitt- hvað í sambandi við svín. Nei, ég borða ekki rjúpur, einfaldlega af þvi að ég hef aldrei vanizt þcim. Guðmundur Adólfsson málari: Rjúpur eru alltaf vinsælar hjá mér. Svo er það hamborgarhryggur og skilyrðislaust hangikjöt á jóladag. Kjartan Gunnarsson lyfsali: Rjúpur, það hef ég gert lengi. Með þeim hef ég rauð- kál og slíkt. Svo hef ég hangikjöt á jóla- dag. Ástbjörg Haraldsdóttir nemi: Ham- borgarhrygg á aðfangadagskvöld . og hangikjöt á jóladag. Jón Gunnlaugsson: Ég borða oft rjúpur. Og svo hangikjöt á jóladag. Ég er aftur ekkert fyrir svinakjöt. Ásmundur Danielsson flugvélstjóri: Hangikjöt. Og gjarnan rjúpur. Nei, ég veiði þær ekki heldur kaupi í búðum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.