Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 41
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978.
Fjöldi umslaga með
sígarettuauglýsingum
er á markaðinum hér
45
Sígarettum bregður oft fyrir á erlendum
plötuumslögum. Engin þeirra mun þó
vera eins kirfileg og á plötunni
Serpentine Fire með saxófónleikaranum
Mark Colby. Reyndar er framan á þvi
umslagi aðvörun sem hljóðar eitthvað á
þá leið að læknar telji að Serpentine Fire
sé hættuleg heilsu manna.
DB-mynd Ragnar Th.
.. .og sama mynd úr auglýsingu á síðasta
þriðjudag er búið var að fjarlægja
sígarettuna.
Bannaða myndin
á umslagi plöt-
unnar Þegar
mamma var ung.
Frá því var skýrt á poppsíðu
Dagblaðsins á föstudag að Samstarfs-
nefnd um reykingavarnir teldi að
umslag reviuplötunnar, Þegar mamma
var ung, bryti aðra grein laganna um
ráðstafanir til að draga úr tóbaks-
reykingum. Ekki reyndist unnt að fá álit
Steinars Berg útgefanda plötunnar þá
þar eð hann var staddur erlendis. Er
hann kom heim hafði hann eftirfarandi
um máliðaðsegja:
„Á umslaginu er portretmynd af Agli
Ólafssyni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur
sem reynt var að hafa eins einkennandi
fyrir stríðsárin og hægt var. í þvi skyni
er Egill órakaður, með hatt á höfði og
sígarettu dinglandi i munnvikinu.
Við höfðum satt að segja ekki
hugmynd um að það bryti i bága við
nokkur lög að hafa sígarettu með á
myndinni, hvorki ég né Pétur Halldórs-
son hönnuður umslagsins,” hélt Steinar
áfram. „Samstarfsnefnd um reykinga-
varnir hafði samband við mig vegna þess
og ég kvaðst fús til að sjá svo um að
V___
sigarettan kæmi ekki fram á auglýsing-
um mínum um plötuna Þegar mamma
var ung. Hins vegar get ég ekki með öllu
hindrað að sígarettumyndin birtist þvi
að aðrar verzlanir auglýsa plötuna.
Sennilega get ég ekki fyrirbyggt nema
um þrjátiu prósent af þeim auglýsingum
sem eiga eftir að birtast um plötuna.”
Steinar bætti þvi við að sér þætti
umrædd lagagrein frekar loðin og ekk
alls kostar réttlátt að umslag hans vær
tekið sérstaklega út þegar fjöldi annarr;
— erlendra — væri á markaðinum.
„Sjálfur reyki ég ekki né heldur Egil
Ólafsson sem myndin er af,” sagð
Steinar. „Sem bindindismanni á tóbal
þykir mér lagagreinin I það þröng
sýnasta og ólíklegt að hún eigi nokkun
tima eftir að hafa einhvern tilgang. Ei
meðan hún stendur mun ég forðast þai
eins og heita glóð að hafa tóbaksvörur i
plötuumslögunum frá mér.”
Útveggjasteinn Þakpappi Eldhúsinnréttingar Veggfóður
Milliveggjaplötur Múrnet Plaströr & fittings Veggstrigi
Spönaplötur Rappnet Gluggaplast Gólfflísar
Grindaefni Skrúfur Álpappír Veggflísar
Plasteinangrun Þakrennur Garðastál Lím
Glerullareinangrun Hreinlætistæki Lamir & skrár Gólfdúkur
Steinullareinangrun Blöndunartæki Rafmagnsverkfæri Korkflísar
Glerullarhólkar Viöarþiljur Málningarvörur Saumur
Þakjárn Baöskápar Verkfæri
ALLT UNDIR EINU ÞAKI
húsió
BYGGINGABVORUDEILD
JÓN LOFTSSON HF.
HRINGBRAUT121
VIÐ STÆKKUM
OG BREYTUM
bjódum við flestar byggingavörur á
sama stað í nýinnréttuðu húsnæði á 1.
og 2. hæð, samtals 600 m2.
Komið og skoðið.
allt á sama stað.
Það er hagkvœmt að verzla
-ÁT