Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. / HUNDASKATTUR TEKJU- STOFN SVEITARFÉLAGA? Viö í framkvæmdanefnd Hunda- sýningar 1978 fögnuðum því ákaft, þegar bæjarstjórn Eskifjarðar tók þá ákvörðun að gefa undanþágu til hundahalds til einstaklinga búsettra í bæjarfélaginu, með ákveðnum skil- yrðum. Við fögnuðum því vegna þess, að með því var þungu fargi létt af þeim fáu hundaeigendum, sem höfðu haldið hunda þar, þrátt fyrir bannið, og i stöðugum útistöðum við yfirvöld og ekki sizt fyrrverandi bæjarstjóra sem virðist hafa persónulega óvild gagnvart öllum hundum sem voguðu sér inn fyrir bæjarmörk Eskifjarðar, hvort sem var til skammtima eða lang- tima dvalar. Sem dæmi um ofstæki hans má nefna, að hann sendi bæjar- fógeta harðort bréf og kvartaði yfir hundi, sem hann sá á götu með börnum, sem voru gestir frá Reykja- vík. í sama bréfi setur hann ofan í við bæjarfógeta og lýsir því yfir, að þetta aðgerðaleysi verði ekki lengur þolað, þ.e.a.s. að bann við hundahaldi verði virt. Þetta bréf er dagsett 22. júli 1975. í svarbréfi bæjarfógeta, dagsettu 24. júlí 1975, er sagt meðal annars, að aðkomumönnum verði vart bannað að hafa hunda sína með sér, er þeir heim- sæki Eskifjörð, a.m.k. ef þeir haldi þá rétt. í sama bréfi vekur bæjarfógeti athygli á, að dómsmálaráðuneytið hafi f.h. ríkisvaldsins fyrirskipað öllum lögreglustjórum að beita fyllstu var- færni í útrýmingu hunda. 75 þús. á hund Þessi tvö sýnishorn eru aðeins brot af því, sem gengið hefur á á Eskifirði vegna hunda. Það er gott af því að vita, að gefin hefur verið undanþága til hundahalds á Eskifirði, því þar með hafa öll bæjarfélög og sveitarfélög á svæðinu frá Hornafirði til Raufar- hafnar veitt slíka undanþágu. En þá ber að vekja athygli á því, að um leið og veitt er undanþága til hundahalds, er settur á sérstakur skattur, sem er 75.000 kr. á hund á ári — já, takið eftir, 75.000 kr. — á meðan sams konar skattur er 15—25.000 kr. annars staðar á landinu. Rétt er að Kjallarinn Matthías G. Pétursson geta þess, að í samþykktum margra bæjarfélaga um hundahald, sem sam- þykktar eru af heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, er það tekið fram m.a., að „Árlega skal sveitarsjóði greitt leyfisgjald fyrir þá hunda, sem undanþága er veitt fyrir. Gjaldið, sem sveitarstjórn ákveður fyrir eitt ár i senn, skal renna til þess að standa straum af kostnaði við eftirlit með hundum i bæjarfélaginu og skal upphæð þess við það miðuð. Hundar, sem notaðir eru við búrekstur, eru undanþegnir þessu gjaldi.” Það má furðulegt telja, ef kostnaður við eftirlit á hundum á Eskifirði er 3— 5 sinnum meiri en annars staðar á landinu, auk þess sem í hundaskatti annarra bæjarfélaga er innifalin hreinsun og ábyrgðartrygging, en það er ekki í skatti, sem lagður er á hunda- eigendur á Eskifirði. Af þessu má vera Ijóst, að bæjarstjórn Eskifjarðar ætlar sér að gera hundaskatt að tekjustofni bæjarfélagsins. Og þá fer nú glansinn af því mannlega, sem menn héldu að hefði ráðið ferðinni, þegar bæjar- stjórnin ákvað að gefa undanþágu til hundahalds. Svo langt hefur gengið, að heyrzt hefur, að þeim fjármunum. sem þannig aflast með hundskatti, eigi að verja til kaupa á hljóðfærum fyrir tónlistarskólann á Eskifirði. Ef þetta reynist rétt, þá er spurningin, hvort ekki megi bráðum fara að greiða hundaskattinn með sæmilegu trompeti eða þverflautu. Eina bótin er sú, að beiðni um leyfi fyrir hundaskatti, ásamt samþykkt um hundahald, verður að leggja fyrir heil- brigðis- og tryggingaráðherra til sarn- þykktar, og veit ég að hann er slíkur drengskaparmaður að fara ekki að mismuna mönnum, né hygla þeim ríku, með því að samþykkja slikar álögur sem þessi skattur yrði, ef hann yrði samþykktur. Ég er sammála því að settar séu strangar reglur um hundahald í þétt- býli og gengið sé hart eftir, að þær séu virtar. Við hundeigendur viljum hafa sem mest og bezt samstarf við yfirvöld á hverjum stað. Með því teljum við að hundeigendur og aðrir geti lifað saman i sátt og samlyndi. Matthías Guðm. Pétursson deildarfulltrúi. viðgerðir sé að ræða. Heyrt hef ég þvi fleygt að svo þörf hafi þessi nýbreytni reynst að þangað hringi menn þegar þá vantar smáviðgerðir, jafnvel á pipu- lögnum; þvi að þeir hafi ekki i annað hús að venda. Auðvitað eru það afleiðingar mik- illar þenslu í þjóðfélaginu, og þá ekki sist i byggingariðnaði, sem valda þessu þjónustuleysi, framboð verkefna er svo mikið að þjónustuaðilarnir þurfa ekki að vinna sér traust þeirra einstakl- inga sem byggt er fyrir. Það er meira að segja svo að meistari, sem í upphafi tekur að sér byggingu, telst „eiga” verkið þar til þvi lýkur, honum verður ekki sagt upp með neinum venjulegum hætti, hversu illa sem hann kann að standa sig eða hversu illa honum kann að semja við húsbyggjandann, vinnu- veitanda sinn. Kjallarinn „Ef til vill telja húsbyggjendur bónarveginn eitthvert náttúrulögmál uppmæl- ingarþjóðfélagsins.” „Aðilar bvggingariðnaðaríns mega vel koma niður á jörðina.” „Ég sinni ekki smotteríi ef á að gefa það upp.” ÞJÓNUSTA - ÞÉNUSTA Það leiðir af þeirri „islensku her- skyldu”, þ.e. þeirri kvöð sem á öllum hvílir að eignast þak yfir höfuðið á þessu landi, að á ákveðnu æviskeiði — byggingartimanum — hafa nær allir Islendingar iðnaðarmenn úr hinum ýmsu greinum í vinnu hjá sér og eru á þann hátt atvinnurekendur. Siðan kemur til viðhald húsanna rtieð nauð- synlegu inngripi þessara sömu iðnaðarmanna. Á þennan hátt fá hús- byggjendur innsýn í heim iðnaðar- manna, einokunarkerfi meistara og frumskóg uppmælingaútreikninga. Á byggingartímanum er í mörgu að snúast fyrir húsbyggjandann og þarf hann að njóta þjónustu tuga þjónustu- aðila, en ég leyfi mér að kalla svo einu nafni alla þá sem að byggingunni vinna. Ég kalla þá þjónustuaðila þar sem þeir þurfa að selja starfskrafta sína eins og aðrir selja vörur. En er ekki reynsla allt of margra af þessum þjónustuaðilum sú að i stað þess að hugsa um beggja hag setji þeir allt of oft hagsmuni viðskiptavinarins til hliðar. Hver þekkir ekki loforðin um að „koma i næstu viku” og allar þær afsakanir sem búnar eru til þegar ekki hefur verið staðið við gefin fyrir- heit? Samdráttur hjá iðnaðarmönnum — eða bara uppmælingaaðlinum? Hvers vegna er maðurinn að velta vöngum yfir þessu? kann einhver les- andi minn að spyrja. Þykist han; kannski kunna einhverja lausn sem breytir „náttúrulögmálinu’7 Eða er hann bara svona reiður út i einhverja iðnaðarmenn að hann þykist þurfa að úthúða þeim á einhvern hátt? Nei, lesendur góðir. Tilgangur þess- ara inngangsorða er að opna augu manna fyrir því að efnahagsaðgerðir sem leiða kynnu til samdráttar í bygg- ingariðnaði eru ekki svo alvarlegar í atvinnulegu tilliti sem fulltrúar hans vilja vera láta. Það er viðurkennt að ýmsar fram- kvæmdir — ekki síst nýbyggingar — séu talsvert stór þáttur óðaverðbólg- unnar og væri því ekki óeðlilegt að þar yrði hægt á. En hagsmunasamtök og þrýstihópar uppmælingaraðalsins eru svo sterk að enginn þorir að hrófla við þessum herrum og ríki þeirra. Þeir reka upp kvein um leið og þeir fara að sjá fram úr verkefnum, og vel að merkja eru þaðaðeins verkefni í þeirra augum sem reiknuðeru í uppmælingu. Vissulega yrðu það viðbrigði fyrir þá menn, sem vanir eru knékrjúpandi húsbyggjendum, að þurfa allt í einu að fara sjálfir að sjá sér fyrir verkefnum, sýna lipurð og sölumennsku. Enginn vorkennir kaupmönnunum þegar kaupgeta almennings minnkar og þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér ekki mikill munur á þessum selj- endum vöru eða þjónustu. Aðilar byggingariðnaðarins mega vel koma niður ájörðina, þcir mega vel fara að keppa hverjir við aðra og þeim er ekki nema hollt að þurfa að sýna lipurð og þjónustu. Það er nefnilega ekki bara spaug þegar talað er um „uppmælingaraðal”. Eru skattsvik „náttúrulögmál"? Iðnaðarmenn eru oft vændir um skattsvik og almannarómur segir að skattsvik séu eitt „náttúrulögmál- anna” við húsbyggingar. Eflaust er þetta að nokkru rétt því almannarómur lýgur ekki. Til skattsvika þarf samvinnu beggja aðila, launagreiðandans og þjónustu- aðilans. Það er hins vegar fyrst og fremst hagur þess siðarnefnda að ekki sé talið fram það sem honum hefur verið greitt, sá sem greiðir fær ekki nema i fáum tilvikum frádrátt aðsama skapi og hinn er skattlagður. Kannski fær greiðandinn meira að segja smáaf- slátt — stundum fær hann söluskatt- inn (sem er að sjálfsögðu algjörlega óviðkomandi þjónustuaðilanum) í „af- slátt” og þykist harla góður! En það eru ekki allir, sem betur fer, ginn- keyptir fyrir að hjálpa skattsvikurun- um. En hver er aðstaða þeirra manna sem vilja vera svo heiðarlegir að gefa allt upp til skatts? Því er fljótsvarað: Þeir eiga i hinu mesta basli við að fá þá þjónustu sem þeir þurfa. Þeir fá iðulega svör á þessa leið: „Ég sinni ekki svona smotterii ef á að gefa það upp.” Ætli „samdráttur” i byggingariðn- aðinum gæti ekki gagnað þjóðfélaginu vel i skattalegu tilliti líka? Leó E. Lövc lögfræðingur. Bónarvegur til bankastjóra og iðnaðarmanna Ef til vill eru húsbyggjendur orðnir svo vanir þvi að þurfa að ganga eilífan bónarveg, ekki bara til bankastjóra, heldur líka til trésmiða, múrara, pipu- lagningarmanna, rafvirkja o.s.frv. að þeir telji bónarveginn hinn eina rétta eða eitthvert náttúrulögmál upp- mælingarþjóðfélagsins. Ástandið er svo slæmt, þjónustu- leysið svo algjört, að rafverktakafyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu auglýsir með flannastórum blaðaauglýsingum að það hafi tekið upp þá nýbreytni að veita þjónustu — jafnvel þótt um smá- - LeöLLBve Það er fleira vinna en uppmæiinga- vinna, en nú er erfitt að fá iðnaðar- menn til þess að sinna smáverkefnum — sýna þjónustu. Kannski fellur aðli uppmælinganna ekki að þjóna, á þvf er ef til vill of lítið að þéna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.