Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 10
SKYRTUR í MIKLU ÚRVALI VALLARTORGI AUSTURSTRÆTI 8 Aft nýtt SKOZKAR ULLARPEYSUR OG VESTI NÝJU mjóu hœlarnir eru komnir og tilbúnir undir sköna yðar. Verið viðbúin hálkunni, gúmmígadda- hœlplöturnarfyrirliggjandL Víkkum kuldaskóna um legginn á mjög skömmum tíma. Margftt eda einftt BLÝLAGT GLER Hagstætt verð, stuttur afgreiðslufrestur. LISTGLER Grandagarði 5. Sími 29412. Nýkomin ítölsk leikföng á mjög hagstæðu verði m.a. BRCÐURÓLUR bruðubaðborð bruðukerrur bruðuleikgrindur HAR stóll með góngugrind STRAUBORÐ LEIKFANGAVER KLAPPARSTÍG 40 — SÍMI 12631 DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. Tvær ungar kon- ur f utanríkis- þjónustuna Það þðttu nokkur tíðindi, þegar utanríkisráðuneytið réði til sín tvær ungar konur sama daginn í stórar stöður. Hver veit nema hér séu tilvonandi sendiherrar á ferðinni? Dagblaðið ræddi stuttlega viö ungu konurnar. „SAMSKIPTIÍSLANDS VIÐ ÚTLÖND AÐALÁHUGAMÁL” — segir Sigríður Ásdís Snævarr „Ég hafði strax á fyrstu vikum mín- um i menntaskóla ákveðið að læra eitthvað til þessara starfa, þ.e. að starfa við samskipti íslands við um- heiminn,” sagði Sigríður Ásdís Snævarr, nýráðinn fulltrúi i utanrikis- ráðuneytinu í viðtali við Dagblaðið. „Það aö ég er kona, hefur méf verið Ijóst lengi og ég vona, að það hafi ekki haft nein áhrif i sambandi við ráðn- ingu mina, enda er ég enginn fulltrúi kvenna heldur fulltrúi minnar starfs- menntunar,” sagði Sigríður ennfrem- ur. Sigriður, sem er 26 ára, nam við London school of Economics og síðar lauk hún meistaraprófi frá Fletcher School of Law and Diplomacy í Bandarikjunum. Áður hafði hún lagt stund á ítölskunám og hefur þýtt nokkrar bækur af ýmsum tungumál- um. - HP Sigríður Ásdís Snævarr Nýr blaðaf uHtrúi Utanríkisráðuneytisins: „Umsjón með upplýsinga- streymi frá ráðuneytinu” — segir Berglind Ásgeirsdóttir „Starf mitt verður aðallega fólgið í almennri fyrirgreiðslu upplýsinga frá ráðuneytinu, bæði til innlendra og er- lendra aðila,” sagði Berglind Ásgeirs- dóttir lögfræðingur, sem ráðin hefur verið fulltrúi i upplýsinga- og mennta- deild utanrikisráðuneytisins frá og með næstu áramótum. „Annars er ekki gott að segja nákvæmlega um það í hverju starfið verður fólgið fyrr en maður fer að vinna við það, eins og með öll önnur störf.” Berglind er 23 ára og lauk lögfræði- prófi sl. vor. Hún er gift Gisla Gunn- laugssyni. Hún starfaði mikið að félagsmálum á háskólaárum sínum, átti sæti í Háskólaráði og Stúdentaráði og var formaður Vöku, félags lýð- ræðissinnaða stúdenta, um tima. - HP Berglind Ásgeirsdöttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.