Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978.
Steindór Ölafsson, hótelstjóri og Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða skála I
jólaglöggi. Að baki standa Guðmundur Thorarensen þjónn og Snorri Bogason
matsveinn. DB-mynd Bjarnleifur
Frumkvöðlar jólaglöggsins á íslandi:
HEFÐÁ
HÓTELESJU
„Við byrjuðum með þetta fyrir þrem
árum og það er okkur auðvitað ekkert
launungarmál, að þessu hefur verið
ákaflega vel tekið. Ég var sjálfur á ferða-
lagi i Danmörku og kynnist þessum sið
þar og ákvað að bjóða upp á glöggið hér
heima. Við íslendingar ætlum að taka
þessum jólasið vel, ef marka má viðtök-
urnar,” sagði Steindór Ólafsson, hótel-
stjóri á Hótel Esju á fundi með frétta-
mönnum þar sem boðið var upp á jóla-
glögg. Fyrir þá, sem ekki vita er jóla-
glögg hitað rauðvín með kanel og
rúsínum út i og er stór þáttur í jólagleði
manna i Evrópu, sérstaklega á Norður-
löndunum. Með glögginu eru bornar
fram piparkökur.
Fleiri veitingastaðir hafa fylgt i
kjölfar hótelsins með veitingu jóla-
glöggs, en á Hótel Esju verður það veitt i
hádeginu og á kvöldin fram til jóla. Þá
leikur Jónas Þórir jólalög á bíó-orgel i
matartimum á laugardögum og
sunnudögum.
-HP.
Og blaðamönnum var boðið til borðs til að bragða á jólaglögginu.
Ný bók:
MANNTAUÐ Á
ÍSLANDI1801
Manntal á Islandi 1801 nefnist bók
sem Ættfræðifélagið hefur gefið út og
notið til þess aðstoðar Þjóðskjalasafn
íslands og einnig fjárstyrks úr rikissjóði
og þjóðhátíðarsjóði.
Manntalið 1801 erelzta manntal sem
til er á öllu landinu, annað en manntalið
1703, sem Hagstofa Islands gaf út á
sínum tíma.
Manntalið 1801 er ekki aðeins
mikilvæg heimild fyrir þá sem mann-
fræði stunda, heldur veitir hún einnig
margvíslegar hagfræðilegar og félags-
legar upplýsingar um þjóðina fyrir 180
árum.
Manntalið er 492 bls. Júníus
Kristjánsson skjalavörður hefur búið
bókina til prentunar en prentsmiðjan
Hólar hefur prentað bókina og bundið.
Ættfræðifélagið ætlar að halda útgáfu
manntalsins áfram og er gert ráð fyrir
þrem bindum. -ELA.
Félag refa- og minka-
veiðimanna stof nað
Félag refa- og minkaveiðimanna á
íslandi var stofnað 19. nóvember sl.
Markmið félagsins eru í sex liðum; að
sameina þá menn sem eiga sömu hags-
munaaðgætatilaðstanda vörðumrétt
þeirra, að halda ref ogvilliminkialgjöru
lágmarki um allt land, því þessi dýr eru
miklir skaðvaldar bæði sauðfé og fugla-
og fiskalífi, að viðhalda ræktun og
þjálfun á góðum veiðihundum til refa og
minkaveiða, að stuðla að fækkun veiði-
bjöllu og annars álika vargfugls, að
stuöla að hækkun verðlauna fyrir unn-
inn ref og mink og að þau fylgi kaupvísi-
tölu eöa verðlagi i einhverri mynd, að
beita sér'fyrir þvi að hreppsfélög geti
leitað til félagsins um aðstoð við eyðingu
áðurnefndra dýrategunda.
Formaður félagsins er Hörður Sævar
Hauksson er aðrir i stjórn Oddur örvar
Magnússon og Helgi Backmann.
Heimilisfang félagsins er að Garðvík 13
Borgarnesi og sími 7582 og þeir sem vilja
gerast félagar geta haft samband við ein-
hvern stjórnarmanna.
r
Framtiðarþróunin
í fyrri grein gerði ég grein fyrir í
stórum dráttum hvernig efnisheimur-
inn hefur þróast i núverandi mynd.
Visindamenn láta ekki staðar
numið eftir að hafa leyst fortíðina.
Framtíðarþróun heimsins hefur valdið
þeim heilabrotum um áratuga skeið og
ekki að árangurslausu þvi segja má að
aðeins tvær kenningar komi nú til
greina i þessa átt, studdar svo hald-
bærum rökum að aðrar leiðir hverfa
þar i skuggann. Önnur þessara kenn-
inga er sérstaklega sannfærandi þar
sem hún fellur undir náttúrulögmálið
og afstæðiskenningu Einstein, en þar
er breytileikinn allsráðandi, krefjandi
og kallar á að öll sköpun hverfi aftur
til uppruna síns. Samkvæmt henni þá
mun heimurinn dragast saman eftir að
ákveðinni þenslu er náð og þar með
eiga vetrarbrautirnar að snúa við á
ákveðnu stigi og leita aftur til miðju-
staðar síns, þjappa sér þar saman i
einn ógnar eldhnött með tilheyrandi
sprengingum og hitamyndun þar sem
efnið mun þá leysast upp að nýju i
Kjallarinn
SigurðurJónsson
grundvallarfrumefni sitt, vetni, og
samfara vaxandi hita hlaða sig
orku til nýrrar þenslu. Samkvæmt
þessu þá er hvorki um upphaf né endi
að ræða, heimurinn þenst út og dregst
saman endalaust. Það má líkja honum
við innöndun og útöndun. Komið
hafa fram tilgátur um að til sé annar
efnisheimur aðskilinn okkar heimi sem
dragist saman meðan þessi heimur
þenst út. Slíkir heimar gætu allt eins
verið fleiri en tveir.
Samkvæmt útreikningum á heildar-
efnismassa hins þekkta efnisheims, þá
vantar örlítið uppá að þessi kenning
standist stærðfræðilega, en það bendir
allt til þess að ennþá séu til staðar
óþekktir efnismassar innan hans, af
þeirri stærðargráðu sem á vantar til að
hún hljóti almenna viðurkenningu.
Hin kenningin hljóðar á þá leið að
heimurinn haldi stöðugt áfram að
þenjast út. Stærðfræðilega stefnir
þróunin í þá átt meðan hinn kritiski
lágmarksmassi finnst ekki. Samkvæmt
því ætti heimurinn að hafa átt sér
upphaf og upphafi hlýtur að fylgja
endir, en slikt er vísindamönnum alger
ráðgáta að útskýra. Þessi kenning
leiðir þar með ekki til neinnar niður-
V
r
Friður og friðrof
Ólafur Jóhann SjgurSason: VIRKIOG VÖTN.
M6I og menning. Reykjavtk 1978.127 bls.
Þessi nýja ljóðabók Ólafs Jóhanns
sver sig í ætt við eldri Ijóð hans sem
vænta má. Að þeim beindist slík at-
hygli með bókmenntaverðlaunum
Norðurlandaráðs um árið að þarflaust
er að lýsa þeim einu sinni enn. Inntak
Ijóða Ólafs er vegsömun kyrrláts sam-
býlis manns og umhverfis, hylling al-
þýðlegs húmanisma. Þetta er heimur á
hvörfum enda tregi og angurværð yfir
mynd hans i Ijóðum skáldsins, sbr
t.a.m. Máltið á engjum í þessari bók,
einkar næmlegt og látlaust kvæði.
Andspænis þessum heimi, jafn-
vægum og traustum, þar sem fólkið
hefur lært nægjusemi og þrautseigju í
sambúð við náttúruna, stendur önnur
veröld. Það er samtíðin, gráðug, óheil,
glamursfull og vélráð. Skáldið skelfist
hið menningarlega rof sem orðið hefur
og óttast að þau verðmæti sem standa
hug hans næst verði fyrir borð borin.
Týra í glugga
Þessari afstöðu, sem að sjálfsögðu
er íhaldssöm eins og allt það sem eink-
um miðast við siðferðislegar undir-
stöður, lýsir Ólafur hvarvetna í
ljóðum sínum. Sem dæmi má taka
Athvarf i Virkjum og vötnum. Gestur-
inn kemur „frá athvarfsleysi i borg og
harðlæstum dyrum” og leitar að lág-
reistum burstabæ með týru í glugga:
Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöfundur.
Hann nemur staðar sem finni hann ylinn þar inni
umfaðma sig og kærlcikann til sin streyma,
sem kenni hann öryggishlifa I illskiftaveröld
og upprunans friður liði um hrakið brjóst.
minning, ó minning... Nú skelfur skammdegishiminn
og skeyti stálguðsins splundrast án afláts I fjarska.
En hvað «r orðið um athvarf draumóramanns,
lágreistan bæ með logandi týru i glugga,
landinu samgróinn, sterkari öllum veðrum,
— er hann brotinn, hruninn, horfinn um eilífð í myrkur?
Bók
menntir
Glamurfurstar
og hrossagaukur
Á þennan tregastreng slær Ólafur af
listfengi sem áður. En tvennt virðist
mér einkenna nýju ljóðin sérstaklega.
Annars vegar er eins og boðskapur
þeirra eða boðunarvilji höfundar hafi
sótt i fyrirrúm þar sem áður mátti
segja að hann hafi samsamazt list-
rænni gerð Ijóðsins, táknmáli þess. Nú
lætur skáldið uppi með berari orðum
það menningarlega viðhorf sem það
vill koma á framfæri. Þetta hefur
stundum verið orðað svo að skáld segi
hug sinn fremur en að sýna hann, og
þá er list Ijóðsins hætt. I annan stað
kemur óbeit Ólafs á neyzluþjóðfélag-
inu nú glöggar fram en áður, öllum
öfugsnúningi samfélagsins eins og það
horfir við. Andstæður þess og hins
friðsæla náttúrulega lifs teflir Ólafur
saman með einfaldari hætti. Kveðið
við dengaling:
í dag er engin hætta á því,
dengalingur minn,
að grammófónsins
glamurfurstar
glepji huga þinn,
vciði þig og villi,
töfri þig og trylli,
beizli þig við baulið sitt,
brelli þig og véli:
þú ert að hlusta
á hrossagauk
með hörpu i sinu stáli!
Kjörbúðar-
varningur
Annar kafli bókarinnar er einkum
heimsósómi af ýmsu tagi. Hér er að
finna tvö Ijóð i langlokustíl, með
óreglulega hrynjandi, og þvi að formi
til ólík obbanum af Ijóðum Ólafs.
Annað þessara Ijóða, Úr naustum, er
sagt tilbrigði við kvæði eftir Thorkild
Björnvig. Skáldið ávarpar höfrungana
og varar þá við mannskepnunni:
„Treystið ekki dreyrugri og valdóðri
tegund minni!" Enda er „hún reiðubú-
in að svíkjahvern eiðstaf, / rifta hverj-
um sáttmála himins og jarðar / fyrir
-ASt.
i