Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 18
18 $& DEMPARAR STÝRISDEMPARAR Fjölbreytt úrval af STEERLINE stýrisdemp- urum fyrirliggjandi, fyrir framdrifsbíla, m.a. JeepBlazer, Trailduster, ICH-ScoutlI, GMC — Jimmy, Wagoneers, Cherokee og Land Rover J. Sveinsson & Co Hverfisgötu 116 Rvík. c-~5 HÁRG REIÐSLUSTO FAN Piro/a Njálsgötu 49 Sfmi 14787 Mikiö permanent Lítiö permanent Froðu permanent Opið laugardaga Náms- og starfsráðgjöf Upplýsingar um námsmöguleika og mennt- unarkröfur til ákveðinna starfa eru veittar á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur sérstaklega með hliðsjón af því námi sem fram er boðið í Námsflokkum Reykjavíkur, en einnig verður leitast við að veita upplýsingar um fleiri þætti fullorðinsfræðslu og framhaldsnám. Þessi þjónusta er miðuð við fólk á ýmsum aldri sem ekki stundar lengur nám í l.—8. bekk grunnskóla. Anna G. Jónsdóttir, námsráðgjafi, er til við- tals í fræðsluskrifstofunni Tjarnargötu 12, á virkum dögum kl. 13— 15, sími 28544. Fræðslustjóri. erum vid komnk með fuKt hús afjó/a- skrauti og jóhpappír sem enginn annar ermeá Opið til 6 í dag MUHÚSIO Laugavegi 178 — Sími 86780 (næsta hús viö Sjónvarpið) DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. TVÆRDANSKAR SKÁLDKONUR DB hefur heðiö Peter Söby Kristen- sen lektor i dönsku við HÍ að fræða lesendur um nokkra þá rithöfunda danska sem hér hafa verið á ferðinni eða eru vel þekktir meðal islenzkra les- enda. Fylgir hér á eftir fyrri grein hans, um tvær danskar skáldkonur, þær Dcu Trier Mörch sem annað kvöld (þriðjudag) flytur fyrirlestur í Norræna húsinu og svo Ijóðskáldið Vitu Andersen. Síðar mun Söby Kristensen ræða um rithöfundana Angelo Njörth og Thorkild Hansen. Fjölhæf listakona „Dea Trier Mörch er Islendingum nú vel kunn, sérstaklega þar sem hægt er að sjá kvikmynd sem gerð var eftir bók hennar Vetrarbörn í Gamla Biói. Á næstunni verður einnig hægt að sjá grafiklist hennar í Norræna húsinu, bæði i kjallara og anddyri. Kannski er þó mikilvægast að hún verður sjálf á Íslandi í vikunni og ræðir um bækur sinar og myndlist. Fyrir þá sem þekkja hana af bókum og kvikmynd er það ómaksins vert að kynnast henni sjálfri og fjölþættum gáfum hennar. Hún er grafíklistamaður að mennt, fædd 1941 og nam bæði i Kaupmannahöfn og i Austur-Evrópu. Á síðustu árum hafa grafikverk hennar verið á fjölda sýn- inga og hún hei'ur kappkostað að ná til sem flestra með pólitískum plakötum sínum. Sem grafiklistamaður fjallar Dea Trier Mörch um manninn og mannlegt umhverfi og hún gerir það af sósíalískri sannfæringu og með sam- blandi af hreinlegri framsetningu og djúpum tilfinningum. í þeirri vinnu Það er athyglisvert að höfundurinn vill ekki leggja blessun sina yfir kvik- myndina sem gerð var eftir bók hennar. Nýjasta bók hennar, Kastanieall en sem byggð er á endurminningum skáldkonunnar, hlýtur að bæta enn við fróðleik okkar um viðhorf hennar. En um þá bók, svo og Vetrarbörn og eflaust margt annað, á Dea Trier Mörch eftir að tala í þessari viku. Það er óvenjulegt að Ijóð seljist i miklu upplagi i Danmörku, en þó hefur Ijóðskáldið Vita Andersen staðið sig með miklum sóma á þeim vett- vangi. Hún vakti fyrst verulega at- hygli árið 1977 með bók sinni Tryg- áfram og lipur, einhvers staðar milli Dan ^Furrélls og Marianne Larsen, — hvoríti of einföld, tilgerðarleg eða erfið. Málið notar skáldkonan til þess að draga fram andstæður umbúða- laust, alls óhrædd við allar þver- stæður. En nú hefur það smátt og smátt gerst að Vita Andersen er aftur farin að leika það hlutverk sem hún áður streittist á móti, en nú í bók- menntalegu tilliti. Hún er einmitt aug- lýst af forlagi sinu með tilvisunum í kvenlegar dyggðir hennar og kyn- þokka og siðan hefur Ekstrabladet tekið upp þráðinn og vafið honum tryggilega utan um hana. Af auglýs- ingunum mætti álykta að lesenda- hópur hennar drægi alrangar niður- Dea Trier Mörch með börnum sínum hedsnarkomaner og er þessa stundina að treysta vinsældir sínar i sessi með ljóðasafninu Hold kæft og vær smuk, sem Gyldendal gefur út og annarri bók, Næste kærlighed sem forlag Bröndums ætlar að gefa út mynd- skreytta, en það fyrirtæki hefur áður staðið að myndskreyttum útgáfum á bókum hennar. Ef nefna ætti einhver höfuðeinkenni á skáldskap Vitu Andersen, þá er það næstum hamslaus barátta hennar við að skrifa sér frelsi i þrúgandi veröld karlmannsins. örvænting Hún örvæntir oft og tiðum og i ör- væntingu sinni hættir henni til að yfir- leika það hlutverk sem karlrnenn ætlast til að frjáls og framsýn kona leiki í lifinu, þvi hún vill vera mann- eskja en ekki kona og vill að hún verði metin fyrir sína verðleika sem ein- staklingur, en ekki sem kynferðisleg verslunarvara. Ljóð hennar eru blátt stöður af Ijóðunum og að þau þyldu ekki endurtekningu. Dýrkeypt velgengni l dag virðist það vera álíka dýrkeypt að verða „success” og að vera óþekktur og vanmetinn. Ekki svo að ég sé haldinn einh'verjum rómantisk- um grillum um að skáldið eigi að svelta á háaloftinu og selja helst ekki neitt, — og ég er ekki að segja að ég sé á móti nokkrum þeirra bóka sem ég hef nefnt á þessum vettvangi. Það væri furðulegt ef ekki mætti selja bækur sem innihéldu marktækan boð- skap. En gjarnan vildi ég að sá mögu- leiki væri fyrir hendi að höfundar og lesendur gætu mæst einhvers staðar á hlutlausu svæði, fjarri sölutækni og hagsmunum forlaganna, — til þess að koma sér saman um bókmenntir sem væru hvoru tveggja í senn, aðgengi- legar og innihaldsríkar. Peter Söby Kristensen sér maður ekki einvörðungu kosti hennar sem grafiklistamanns og plakatahönnuðar, heldur fær maður einnig innsýn í prersónuleika hennar og skoðanirsem rithöfundar. Rauða mamman En Dea Trier Mörch hefur leikið á fieiri strengi. Hin síðustu ár hefur hún gert mikið af því að túlka pólitisk sjónarmið sín í tónlist, i samvinnu við listamannasamtökin Röde Mor. Þau samtök hafa gengist fyrir samkomum og mótmælaaðgerðum, haldið hljóm- leika eða uppákomur þar sem söngur, hljóðfæraleikur, leiklist og myndlist hafa verið notuð i pólitiskum tilgangi. Því miður verður þessi pólitiski rokk- sirkús hennar ekki á ferðinni hér nú i vikunni, en Dea stendur fyrir sinu. Tónlistina má aftur á móti finna á hljómplötum. Það mætti efiaust skrifa langt mál um Deu Trier Mörch, persónuleg við- horf hennar og þjóðfélagsleg. Mikil- vægt atriði í þeirri umræðu hlýtur að vera spurningin um það að hve miklu leyti skarpskyggni og tilfinninganæmi geta sameinað baráttumanneskju í stjórnmálum og vinsælan listamann. Vita Andersen V 4

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.