Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. Erlendar fréttir i REUTER D Virginia: Járnbrautar- slysogfárviðri Fimm manns létust og meira en fjórir tugir slösuöust i járnbrautarslysi i Virginíufylki i Bandaríkjunum. Ekki mun það hafa verið eina óhappið á þeim slóðum, því fregnir hafa borizt af dauða tveggja manna og eitt hundrað slösuð- um eftir óveður, sem gekk þar yfir. Tjón á eignum mun nema mörgum tugum milljóna dollara. Namibía: Teheran: Aðeins regn og raf- magnsleysi gat dregið iir óeirðunum —tugir manna haf a fallið og særzt í átökum yf ir helgina Mikil rigning og tveggja stunda raf- magnsleysi dró heldur úr óeirðum i Teheren höfuðborg íran í gærkvöldi og nótt. Mikill fjöldi fólks lét sig engu skipta herlög og útgöngubann og safn- aðist saman á götunum og á húsum uppi og hrópaöi þaðan vígorð. Bar þar einna mest á slagorðum múhameðs- trúarmanna. Nokkuð var um skothríð en þó mun hún hafa verið mun minni heldur en á föstudags- og laugardagskvöldin sið- ustu. Samkvæmt fregnum frá Teheren var i gærkvöldi minna um skot úr hríðskotabyssum og þykir það benda til minna mannfalls en dagana áður. Samkvæmt opinberum tölum féllu þá tólf manns og fimmtíu og fimm særðust. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsum og læknum munu tölur yfir særða og fallna vera í raun mun hærri. Þess hefur ekki orðið vart, að múhameðstrúarmenn hafi neitt dregið úr mótmælum sinum gegn stjórn Iranskeisara þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið, að hér eftir muni farið eftir Kóraninum, helgri bók þeirra, við lagasetningar í landinu. Jafnframt hefur þvi verið heitið, að haft verði samráð við þá þannig að veraldleg rök rekist ekki á siði og venjur múhameðs- trúarmanna. Suður-Afríku kosningar haldnar næstu daga —þrátt fy rir fordæmingu Öryggisráðs og að Swapo fiokkurinn tekur ekki þáttíþeim íbúar í Namibiu eða öðru nafni Suðvestur-Afriku ganga til kosninga dag og eiga þær aö standa i fimm daga. Þessar kosningar eru algjörlega á vegum Bandaríkin: Geimfarið komið að Venusi í dag hófust bandarískir geimvisinda- menn handa um að koma geimfarinu Venus fyrsta á braut umhverfis stjörn- una Venus. Geimfarið var sjö mánuði á leið frá Jörðu að Venusi. Er þetta nákvæmasta og viðamesta rannsókn sem fram hefur farið á stjörnunni til þessa. Venus fyrsti mun tengjast geim- farinu Ve UMöðriipiá laugardaginn en þar verðui uibúnaður til að lenda á stjörnunni. P-pillur fyrir karlmenn á næstunni Annar læknanna sem i sumar vann það afrek að frjóvga egg og siðan koma þvi fyrir í legi brezkrar konu hefur sagt að finna megi leið til að gera getnaðar- varnarpillur fyrir karla. Yrði þá byggt á þeirri reynslu sem vannst við rannsóknir á glasabarninu. Læknirinn vildi ekki segja neitt um hvenær pillurnar yrðu til- búnar. Læknarnir munu gefa út skýrslu um barnið i næsta mánuði. Að sögn líður því eðlilega. Suður-Afríkustjórnar, sem ráðið hefur landinu i áratugi. Stór hluti íbúa landsins mun ekki taka þátt i kosningun- um vegna stjórnmálalegs ágreinings milli Suður-Afríku valdhafanna og Swapo flokksins, sem er ein helzta stjórnmálahreyfing landsins. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt þessar kosningar og jafnframt lýst yfir þeirri skoðun sinni að Swapoflokkurinn sé sá aðili, sem viðurkennast eigi sem opinber fulltrúi ibúa Namibíu. Swapo flokkurinn hefur skorað á stuðnings- menn sina að taka ekki þátt i kosningunum. Þeir flokkar, sem þátt i þeim taka eru að sögn aöallega hægri og miðfiokkar. Swapoflokkurinn mun vera allvinstrisinnaður. Búizt er við þvi að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna komi saman í dag að ósk nokkurra Afrikuþjóða. Mun það þá að öllum líkindum fordæma enn einu sinni kosningar Suður-Afrikustjórnar i Namibíu. Pakistan: Vinstri sinnaður ritstjóri hand- tekinn í gær var ritstjóri vinstri sinnaðs viku- blaðs handtekinn í Lahore í Pakistan. Er þaö gert samkvæmt sérstökum herlög- um, sem þar gilda. Blaöamaður við sama blað var einnig handtekinn. Nýlega var hundruðum blaðamanna sleppt úr fang- elsi en þeir höfðu verið handteknir fyrir síendurtekin hungurverkföll og stuðn- ingsaðgerðir við félaga sína í fangelsi og í útlegð. Efnahagsbandalagið: PRESSAÐABRETA VEGNA GJALDEYRIS- OG FISKVEKJIMÁLA Helmut Schmidt orðinn óþolinmóður vegna samstarf stregðu James Callaghans James Callaghan forsætisráðherra Breta sér fram á erfiðan fund með öðrum leiðtogum Efnahagsbandalags- rikjanna í Brussel. Fundurinn hófst í dag. Höfuðmálið verður að endur- skipuleggja gjaldeyrismál þjóða bandalagsins og jafnvel taka fyrstu spor til sameiginlegs Evrópugjald- miðils. Að sögn mun Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzkalands, vera orðinn helzt til óþolinmóður vegna tregðu Breta til að taka hreina og beina afstöðu til þessa máls. Að vísu er það talið skiljanlegt því segja má að nær ófært sé fyrir Bretland að gangast inn á slíkt kerfi, sem byggist á að skráning gjaldmiðla ríkja bandalagsins verði stöðug og megi ekki breytast án sérstakra leiðréttingaraðgerða. Gjald- eyris- og efnahagsmál Breta munu standa það verr en til dæmis Vestur- Þjóðverja og Frakka að erfitt verður að samræma afstöðu rikjanna. Einnig er talið víst að Callaghan muni fá orð i eyra frá vestur-þýzka starfsbróður sínum vegna fisk- veiðideilu Breta við önnur riki Efna- hagsbandalagsins. Schmidt vissi ekki annað en þeir Callaghan heföu gengið frá þeim málum á fundi sínum í Bremen ekki alls fyrir löngu. Annað kom þó í ljós er John Silkin fiskveiði- ráðherra Breta kom til fundar við aðra ráðherra bandalagsins og í fyrri viku fóru fundarhöld um fiskveiðimálin út um þúfur. Félagar Callaghans I Efnahagsbanda- laginu vilja fá hann til að taka afstöðu til erfiðra mála.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.