Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAOUR 4. DESEMBER 1978. Bakað með Dagblaðinu Notaði aðeins 11.813.- kr. á mann íoktóber: Kaupir kindakjöt af f ullorðnu hakkar það og býr til pylsur „Ég reyni að eyða eins litlu og ég get,” sagði Þórunn Ingólfsdóttir, 24 ára gömul húsmóðir á Akureyri, sem var með langlægstan meðalkostnað innan þriggja manna fjölskyldu- stærðarinnar. Hún og maður hennar, Kristinn Ásgeirsson, búa ásamt 2ja ára gamalli dóttur á Akureyri. Þórunn vinnur ekki utan heimilisins. „Við kaupum sjaldan kjöt, en þó er inni í þessari tölu i október einn kinda- skrokkur. En ég kaupi alltaf kjöt af fullorðnu frekar en lambakjöt og hakka það næstum allt og bý til pylsur úr hakkinu. Á haustin kaupum við hrossakjöt til vetrarins. Við fáum stundum fisk gefins i matinn en fiskur er ekki vinsæll á mínu heimili,” sagði Þórunn. „Ég kaupi aldrei brauð úr bakarii nema heilhveitibrauð og stöku sinnum rúgbrauð. Franskbrauð kaupi ég aldrei.” Sagði Þórunn að maður hennar kæmi heim í allar máltiðir. Sagðist hún ekki kaupa inn til heimilisins í stórum slumpum heldur aðeins eftir hendinni. Þórunn sagðist hafa haldið búreikninga lengi og teldi það ágætt. Ætlar hún að halda því áfram. Þórunn er Borgfirðingur að ætt en hefur verið búsett á Akureyri sl. 4 ár og kann vel við sig í höfuðstað Norðurlands,- A.Bj. Smáköku- baksturinn Einhleypingurinn: FRÍTT FÆÐIÁ VINNUSTAÐ Einn upplýsingaseðill barst frá ein- staklingi í Reykjavík með einungis meðaltalskostnað upp á 11.087 kr. í október fyrir „mat og hreinlætis- vörur”. Einhleypingur þessi reyndist vera fjörutíu og þriggja ára gamall karl- maður. Við hringdum til hans til þess að leita frétta af því hvemig einn maður getur lifað af ekki hærri upp- hæð yfir heilan mánuð. Þá kom í Ijós að maðurinn er í friu fæði á vinnustað og eldar næstum því aldrei heita máltið heima hjá sér. Fyrir þessa upphæð hefur hann einungis keypt sér „brauð og snarlmat" eins og hann komst aðorði. Fdu ci cugu uu aiuui iuiiygusverl aO maður þessi skuli skrifa niður hjá sér matarkostnaðinn og senda inn upplýs- ingaseðil. Þetta sýnir okkur að sjálf- sagt er að meta til fulls ef fólk er í friu fæði (eða getur borðað i mötuneyti fyrir „kostnaðarverð”). • A.Bj. SPARNAÐURINN KOM EKKI TIL AF GÓDU „Það kom ekki til af góðu að við eyddum ekki meiru. Allir aðrir pen- ingar fóru einfaldlega í eitthvað ann- að,” segir fulltrúi þeirrar 5 manna fjöl- skyldu sem fór með lægsta peninga- upphæð i mat, 12.303 krónur á mann. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. „Ég færði þetta allt saman í bók áður en það fór upp á spjaldið og get sent ykkur Ijósrit ef þið trúið því ekki að við eyðum ekki meiru. Að visu fáum við gefins fisk öðru hvoru og gefins kartöflur líka. Og við borðuðum oft fisk og kartöflur i siðasta mánuði. Við borðum aðeins eina heita máltíð á dag og svo snarl hina máltíðina. Hreinlætisvörur eru ekki taldar með í útreikningunum hjá okkur, aðeins matur. Þess má geta að lokum að börnin eru öll litil og þurfa lítið.” - DS Fátt er heimilislegra en ilmurinn af nýbökuðum jólasmákökunum. Flestar húsmæður baka nokkrar tegundir fyrir jólin, — sumar láta það nægja fyrir allt árið. Auðvitað er hentugast að standa ekki í smákökubakstrinum þegar komið er fram á siðustu stundu. Kökurnar geymast vel i luktum dósum eða jafnvel í frysti. Það er þó orðið það áliðið að engin ástæða er til að vera að frysta smákökurnar. Margar húsmæður eru staðfastar með að gefa engum að smakka fyrir jól, en persónulega finnst mér engin ástæða til að „innsigla” kökudósirnar, heldur gefa stundum eina og eina köku dagana fyrir jól. Enda kemur oft á daginn að það er svo margt annað góðgæti sem er á borðum á sjálfum jólunum að heimilisfólkið hefur varla lyst á smákökunum. Ætlunin er líka fyrst og fremst að gleðja heimilisfólkið með kökunum, en ekki bara sjálfan sig, með því að vita að maður hafi bakað svo og svo margar tegundir! Við erum búin að verða okkur úti um nokkrar uppskriftir sem við munum birta næstu daga. Heillaráð Ýms góð ráð eru til þegar smáköku- baksturinn stendur fyrir dyrum. Sem „gömul” húsmóðir get ég ráðlagt þeim sem yngri eru, að búa til deigin einn daginn eða kvöldið, sem er vana- legast sá tími sem útivinnandi húsmæður verða að notast við — og baka svo allt næsta dag, eða siðar. Það er svo miklu betra að vinna við heitan ofninn þegar eldhúsið er tiltölulega hreinlegt, en ekki allt útatað í smjörlíki og hveiti. Áður en byrjað er á nokkrum bakstri eða deig- tilbúningi verður að ákveða hvaða tegundir á að baka — hvað vantar af því sem i kökurnar fer, huga að köku- kössum, þvo þá og gera „klárt” fyrir nýjar kökur. Þegar byrjað er á bakstrinum er gott að hafa tvenna skó til skiptana. Smá- kökubakstur er heilmikil raun fyrir fæturnar og gott að bregða sér í kalda skó, á meðan staðið er við sjóðheitan ofninn. Hér kemur svo fyrsta uppskriftin: Finnsk jólalauf 375 gr. hveiti 250 gr smjörl. lOOgr sykur Smákökurnar frá Frón eru mjög góðar og gott að eiga þær I kistuhandraðanum ef óvænta gesti ber að garði. Þær eru mun ódýrari en kökur úr bakarii, — en dýrari en hcimatilbúnar kökur. DB-mynd Jim Smart Borgar sig betur að baka jólasmákökurnar sjálf ur Nú fer i hönd jólabaksturinn. Vaknar þá sú spurning hvort borgar sig betur að baka sjálfur heima eða kaupa tilbúnar kökur, annað hvort i bakaríi eða smákökurnar frá Frón. Við fyrstu yfirsýn sýnist okkur hér á Neytendasíðunni að það borgi sig betur að baka sjálfur smákökurnar. Smákökur eru yfirleitt ekki mjög eggjafrekar og yfirleitt ekki bakaðar úr smjöri, þannig að þær eru í rauninni alls ekki dýrar. Þar að auki er ekki vani að reikna þeim sem bakar þær nein laun og heldur er ekki tekið tillit til rafmagnskostnaðar. Ef svo væri gert, yrði dæmið sennilega öðru visi. Hins vegar eru smákökurnar frá Frón virkilega góðar. og alls ekk óheyrilega dýrar. Stk. af vanillukröns unum ksotar tæpar 16 kr„ kókostopp unum rúmlega 15 kr„ stykkið af spesi unum rétt um 14 kr. og rétt um 11 kr. stykkið af kókoskökunum. — Þessar smákökur eru mun ódýrari en þær sem fást í bakaríum. Þar kosta smá- kökur yfirleitt 30—35 kr. stykkið. A.Bj. 50 gr möndlur lOOgrsykur 1 cgg Hveiti og smjör er mulið saman. Sykrinum er hnoðað í. Ef deigið er of þurrt má bleyta það með 1—2 msk. af rjóma. Geymið deigið á köldum stað. Það er flatt út og stungnar út lauf- lagaðar kökur (það má auðvitað nota hvernig form sem vera skal). Eggið er þeytt lítillega og borið á kökurnar sem siðan er stráð söxuðum möndlum og grófum sykri ofan á. Kökurnar eru síðan bakaðar í ca. 8 mín. við 200°C hita. — Úr þessu fást um 125 stk. sem kosta samkvæmt okkar útteikningi tæplega 300 kr. samtals eða um 2,40 kr. stk. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.