Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Árni Njálsson
tekur við FH
— og Bjarni Sigurðsson,
unglingalandsliðs-
markvörður ÍBK,
væntanlega til ísaf jarðar
Árni Njálsson, hinn göðkunni þjálfari,
hefur verið ráðinn þjálfari FH nxsta
sumar. Hann tekur viö af Þóri Jóns-
syni er þjálfað hefur FH tvö síðustu árin.
FH fcll niður í 2. deild i haust.
Ljóst er að FH mun verða án Janusar
Guðlaugssonar i sumar. Erlend félög í
Belgiu og Frakklandi hafa sýnt Janusi
áhuga en nánast engar líkur eru á að
Janus fari til Tony Knapp í Noregi. Eftir'
þvi sem bezt er vitað mun FH halda leik-
mönnum sínum en þó mun Ólafur Dani-
valsson hafa mætt á æfingu hjá Viking i
síðustu viku.
Bjarni Sigurðsson, unglingalandsliðs-
maður Keflvíkinga mun væntanlega
leika með Isfirðingum í sumar. Hann er
ættaður af ísafirði, en sem kunnugt er
munu Keflvíkingar hafa yfir að ráða
tveimur landsliðsmarkvörðum, þeim
nöfnum Þorsteini Bjarnasyni og
Ólafssyni. Baráttan um sæti i markinu
hjá ÍBK muh því verða hörð.
Skagamönnum hefur bætzt verulegur
liðsauki. Sigþór Ómarsson, er síðustu
tvö árin hefur leikið með Þór, Akureyri,
hefur snúið aftur til Akraness. Með
honum fer Sigurður Lárusson. Þá hefur
Völsungurinn Kristján B. Olgeirsson
einnig ákveðið að ganga í raðir Skaga
manna í sumar. Og Kristinn Björnsson
mun verða áfram uppi á Skaga, þrátt
fyrir að hann hafi mætt í tvær æfingar
hjá KR. Annar leikmaður er æft hefur
með KR er ísfirðingurinn Jón Oddsson.
H Halls.
KR-stúlkurn-
arsigruðu FH!
KR-stúlkurnar komu heldur betur á
óvart i 1. deild Islandsmótsins í Laugar-
dalshöll í gær. Sigruðu FH 13—11.
Fyrsti tapleikur FH í mótinu. Fram er
efst með 10 stig en FH hcfur 9 eftir 5
umferðir.
KR náði fljótt góðum tökum á leikn-
um. Komst í 4—1 og Hansina Melsteð,
landsliðskonan í KR, var erfið FH-
stúlkunum. Þessi þriggja marka munur
hélzt út fyrri hálfleikinn. Staðan í
leikhléi 7—4 fyrir KR. í síðari hálfleikn-
um byrjaði KR mjög vel. Komst í 10—4,
siðan 12—6 og öruggur sigur var í höfn
en lokakaflann tókst FH mjög að
minnka muninn.
Mörk KR skoruðu Hansína 7/4, Ama
Garðarsdóttir 3, Ellý Guðjohnsen,
Hjördis Sigurjónsdóttir og Anna Lína
Sigurðardóttir. Mörk FH Svanhvít
Magnúsdóttir 4, Sigrún Sigurðardóttir
3, Katrin Danivalsdóttir 3/2, Brynja
Guömundsdóttir.
-HJ.
Tíu unglinga-
met í sundinu
og ÍA sigraði í 2. deild
Akurnesingar sigruðu i 2. deild Bikar-
keppni SSÍ um helgina eftir geysilega
spennandi stigakeppni. B-sveit Ægis
hafði forustu fram á siðustu einstaklings-
grein. Úrslit ÍA 195 stig. B-sveit Ægis
185.5 stig. ÍBK 152 stig. KR 55 stig og
HSK B-sveit 39.5 stig.
Ingólfur Gissurarson, Akranesi, setti
fjögur piltamet, 15—16 ára og árangur
hans i 200 m bringusundi mjög góður,
2:34.7 min. Hann hafði áður sett met i
þeirri grein, 2:36.5 min. Millitími i 400
m. Þar setti Ingólfur met 5:20.2 mín. og
einnig i 200 m fjörsundi 2:22.4 mín.
Eðvarð Eðvarðsson, ÍBK, 11 ára, setti
sex sveitamet i keppninni. Mikið efni.
100 m skriðsund 1:113 min. 200 m
skriðsund 2:33.8 (áður 2:37.1 mín.
millitfmi 1800 m) 400 m skriðsund 5:26.8
min. 800 m skriðsund 10:57.4 min. og
200 m baksund 2:48.2.
Stjórn KSÍ, aftari röð frá vinstri: Gunnar Sigurðsson, Jón Ólafur Jónsson, Bergþór I Fremri röð: Friðjón B. Friðjónsson, Jens Sumarliðason, Ellert B. Schram, formaður,
Jónsson, Hilmar Svavarsson, Gylfi Þórðarson, Jóhann Ólafsson, Karl Guðmunds- Árni Þorgrimsson og Helgi Daníelsson.
son, Aðalbjörn Bjömsson og Rafn Hjaltalin. | DB-mynd Bjarnleifur
ÁrsþingKSI
50 milljón króna velta
en 1.5 milljón halli
— Ellert B. Schram endurkjörinn f ormaður
Ellert B. Schram var endurkjörinn
formaður Knattspyrnusambands íslands
á ársþingi KSÍ sem haldið var að Hótel
Loftleiðum um helgina. Það kom fram,
að í fyrsta sinn í mörg ár var haili á KSt,
um 1.5 milljón króna en velta KSt á sið-
asta ári var um 50 milljónir króna.
Þingið var með rólegasta móti, þeir er
ganga áttu úr stjórn KSt voru allir
endurkjörnir. Þá var vísað til stjórnartil-
lögu um átta liða úrvalsdeild. t tillögu
milliþinganefndar var lagt til, að átta
liða úrvalsdeild með tvöfaldri umferð
yrði komið á 1980. í 1. deild yrðu átta
lið, númer 8, 9 og 10 úr 10 liða 1. deild
féllu niður. í 2. deild yrðu 8 lið og önnur
lið lékju i 3. deild. Þessari tillögu var
vísað til stjórnar og 10 liða deild stendur
þvi óhögguð.
Samþykkt var á þinginu að félaga-
skipti milli landa mættu ekki fara fram
meðan leiktimabil hér á landi stendur
yfir, og að leikmaður er hygðist fara í at-
vinnumennsku skuli tilkynna þá
ákvörðun sína til félags síns.
Þá kom fram á þingi KSt að reynt er
að semja um landsleik við Skota, og
standa vonir til að svo takist. ísland
leikur i sumar sjö landsleiki i knatt-
spyrnu. t mai við Sviss ytra, þá í Reykja-
vík við V-Þýzkaland. Siðan verður leikið
aftur við Sviss i Reykjavík en báðir leik:
irnir við Sviss eru liðir i Evrópukeppni
landsliða. 1. ágúst verður leikið við
Finna i Reykjavík, siðan tveir landsleikir
i Reykjavik meðstuttu millibili. Þann 5.
september við Hollendinga, silfurliðið
frá HM, og við A-Þjóðverja 12. septem-
ber. Síðasti landsleikurinn í sumar
verður i Póllandi, þann 10. október. Að
auki er stefnt að keppnisferð til Banda-
ríkjanna og Bermúda i lok október,
leiknir landsleikir en ferðin fyrst og
fremst hugsuð sem umbun landsliðs-
mönnum til handa. Nánar verður greint
frá þingi KSÍ i DB á morgun. H Halls.
Stenmark reiður
Ingemar Stenmark sigraði i stórsvigi í
heims-seríunni í Fulpmes á föstudag —
og var mjög ánægður með sigur sinn. í
gær var hann hins vegar reiður. Þá var
kcppt í svigi — parallel — I San Vigilio
di Arebba á ítatiu. Þar vann Stenmark
Peter Nally auðveldlega — en dómar-
arnir tilkynntu Stenmark að hann hefði
verið á rangri braut. Sá sænski var á
suðupunkti, þegar þeir kepptu á ný, og
varð um tveimur sekúndum á eftir Nally
I mark. Sigurvegari í keppninni varð
Leonard Stock, Austurriki. Sigraði
ianda sinn Klaus Heidegger i úrslitum.
Feyenoord sigraði á
tveimur mörkum Péturs
r
— og Asgeir Sigurvinsson skoraði sigurmark Standard
„Það var ánægjuleg tilflnning að sjá
knöttinn hafna i marki Nac Breda —
eíki einu sinni, heldur tvisvar. Þar með
voru fyrstu mörk mín hjá Feyenoord
staðreynd og við sigruðum 2—1. Það
voru allir mjög ánægðir að ég skyldi
skora. Gifurlegur fögnuður um 20
þúsund áhorfenda — félagar mínir i
liðinu fögnuðu mér innilega og forráða-
menn Feyenoord eftir leikinn,” sagði
Pétur Pétursson, miðherjinn ungi frá
Akranesi, þegar DB ræddi við hann í
morgun. Pétur var að vonum mjög
ánægður með sinn hlut í leiknum — og i
hoilenzku blöðunum í morgun var ekki
um annan knattspyrnumann meira
skrifað.
Nac náöi forustu eftir aöeins 20 sek. i
leiknum. Pétri tókst aö jafna á 55. mín.
Gefið var fyrir mark Nac — hinn
miðherjinn hjá Feyenoord skallaði til
Péturs, sem þegar skallaði i markið.
Sigurmark Feyenoord skoraði Pétur sjö
mín. fyrir leikslok. Hár bolti kom inn í
vitateig Nac og fór framhjá tveimor
varnarmönnum. Pétur komst á milli
þeirra og markvarðar Nac og renndi
knettinum i netið. Gífurlegur fögnuður
á hinum mikla leikvangi Feyenoord í
Rotterdam — Pétur var hetja liðsins.
Þetta var spennandi og tvisýnn leikur
og vel leikinn. Úrslit i leikjunum i
Hollandi i gær urðu þessi:
AZ '67-Haag 7—1
Deventer-NecNijmegen 2—0
PSV-Maastricht 0—0
Roda-Twente 0—0
Ajax-Volendam 7—3
Haarlem-Sparta 0—0
Feyenoord-NacBreda 2—1
Vitesse Arnheim-Zwolle 3— 1
Venlo-Ultrech 1—2
Staða efstu liða er nú þannig.
Roda 15 9 5 I 29—11 23
Ajax 15 10 2 3 41 — 13 22
PSV 15 9 3 3 29-10 21
Alkmaar’67 15 9 2 4 51—25 20
Feyenoord 15 6 7 2 20—8 19
„Ásgeir Sigurvinsson skoraði sigur-
mark Standard úr vítaspyrnu í I.
deildinni i Belgíu i gær. Ég sá leik
Lokeren og Antwerpen i sjónvarpinu og
Arnór Guðjohnsen stóð sig prýðilega.
Jafntefli varð 2—2 og Arnór átti alveg
fyrra mark Lokeren, sem Lubanski,
Pólverjinn frægi, skoraði — og i síðara
marki Lokeren renndi Arnór
knettinum til þess, sem skoraði,” sagði
Pétur Pétursson ennfremur.