Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 36
40 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. MJRSINH [\D& \ 50 AR U|in ■ — viss um að stýrimenn íslendingasagnanna hafa haft einhvers konar áttavita —hafa sannarlega verið siglingaf ræðingar Gripið simann Seriðgóð kaup ' '1 ' '' ' ' ' ’ ' Jff Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 „Ég fæ að rétta neðri kompásinn, það er minni vandi,” segir Konráð Gislason, „maður byrjar sem sendi- sveinn og endar sem sendisveinn. Son- ur minn er tekinn við,” sagði Konráð Gíslason kompásasmiður þegar við brugðum okkur með honum i sjóferð út á ytri höfnina i Reykjavik fyrir nokkrum dögum. Um þessar mundir eru rétt 50 ár síðan hann setti auglýsingu i Morgun- blaðið þess efnis, að hann tæki að sér að gera við kompása. Og frá þeirri stund hefur hann verið önnum kafinn við að finna réttu stefnuna fyrir aðra. Lengi var hann eini maðurinn á land- inu, sem kunni á kompásana. Og það var oft mikið að gera, sérstaklega fyrir sildarvertiðirnar. Hann komst upp í það að leiörétta kompásana i 24 bátum í röð án þess að hvila sig á milli. „Það er hristingurinn á skipinu sem ruglar áttavitann og setur hann út af laginu, — það þarf að réttast einu sinni eða tvisvar á ári.” En það er margt fleira sem getur ruglað áttavita. „Til dæmis þegar skip siglir lengi í sömu stefnu, þá myndast i því segulskaut, og þegar þú breytir um stefnu, getur segulnálin truflast. Það kalla ég, að hún sé orðin hysterísk. Ef þú siglir frá Suður-Afríku til Englands verðurðu að vara þig á þessu, mann- eskja.” Ég lofa því. 1sekúnda á 120 árum „Þegar jörðin snýst, þá hristist grauturinn innan i henni og myndar rafmagnsstraum, sem veldur segul- skautum," segir Konráð, og ennfrem- ur að fyrsti áttavitinn hafi verið stein- moli á spýtu, sem flaut á bala af vatni, Konni kompás er búinn að klifra upp á margt stýrishúsið um dagana, og er ekkert hik á honum, þótt hann sé komin yGr sjötugt, og farinn að missa sjón. Opið til kl.10 í kvöld Það er mikil ábyrgð, sem hvilir á þeim sem réttir kompás, þvi minnsta skekkja getur orðið til þess að skipið stcytir á skeri. Guömundur hefur lært listina hjá föður sinum, og þarna standa þeir feðgar efst uppi á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni við þetta trúnaðarstarf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.