Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 42

Dagblaðið - 04.12.1978, Blaðsíða 42
Kóngur í New York Sprenghlægileg og fjörug ádeilukvik- mynd, gerð af Charlie Chaplin. — Ein- hver harðasta ádeilumynd sem meistari Chaplin gerði. Höfundur, leikstjóri og aðalleikari: Charlie Chaplin. Sýnd kl. 3,5,7,9 og II. salur Makleg málagjöld Afar spennandi og viðburðarík litmynd, með Charles Bronson og Liv Ullmann. Islenzkur texti. Bönnuð innan 14ára. Endursýnd kl. 3,05, 5,05, 7,05, 9.05 og 11,05. ■salur Smábær í Texas An AMERICANINTERNATIONAL Picture STARNING TIMOTHY SUSAN BG BOTTOMS * GEORGE * HOPKINS Hörkuspennandi Panavision-litmynd. Bönnuðinnan lóára. íslenzkur texti. Endursýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. salur Ekkl núna, lélagll Sprenghlægileg ensk gamanmynd. Islenzkur texti. Endursýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. 1 GAMLA BÍÓ I SMU47B Vetrarböm VETRARBÖRN Ný, dönsk kvikmynd gerð eftir verð- launaskáldsögu Dea Trier Mörch. Aðalhlutverk: Ann-Marie Max Hansen, Helle Hertz, Lone Kcllcrmann. Islenzkur texti Sýnd kl. 5,7 og 9. i HAFNARBÍO Convoy CONIIOf 0001 ERNISI mY00NGJ000NINI. Afar spennandi og viðburðarik alveg ný ensk Panavision-litmynd, um mjög óvenjulegar mótmælaaðgerðir. Myndin er nú sýnd viða um heim við feikna aðsókn. Leikstjóri Sam Peckinpah. Islenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 4.50,7,9.10og 11.20. Kvikmyndir AUSTURBÆJARBÍÓ: Sjö menn við sólarupprás sýndkl. 5,7.10og9.15. GAMLA BtÓ: Sjá auglýsingu. H AFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Saturday Night Fever sýnd kl. 9. HÁSKÓLABÍÓ: Eyjar i hafinu sýnd kl. 5,7 og 9. LAUGARÁSBÍÓ: Nóvemberáætlunin sýnd kl. 5, 9 og 11. FMsýndkl. 7. NÝJA BÍÓ: Þrumur og eldingar sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum innan 14ára. REGNBOGINN: Sjá auglýsingu. STJÖRNUBÍÓ: Goodbyc Emanuelle sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. TÓNABÍÓ: Imbakassinn sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14ára. Til leigu iðnaðar- eða skrifstofuhúsnæði Til leigu iðnaðar- eða skrifstofu húsnæði í Síðumúla, á 2. hæð, 207 ferm, laust nú þegar. Upplýsingar í síma 21635. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 1978. Útvarp Sjónvarp ÍÞRÓTTIR—sjónvarp kl. 20.35: Asgeir Sigurvinsson stjama þáttar- íþróttaþáttur Bjarna Felixsonar er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 20.35. Meðal efnis i þættinum í kvöld eru nokkrar svipmyndir frá Evrópuleikjun- um i knattspyrnu. Einnig verður sýnd mynd frá leik Standard Liege og Manchester City, sem var nú fyrir skömmu, en sá leikur fór 2-0 fyrir Standard Liege og var það Ásgeir Sigurvinsson sem skoraði bæði mörkin. Án efa verða aðdáendur Ásgeirs ánægðir með það hjá Bjarna að sýna þennan leik, en margir hafa látið i Ijós áhuga fyrir að sjá mynd með Ásgeiri. Fleira efni verður i íþróttaþættinum i kvöld, s.s. körfubolti og blak, en það eru íþróttagreinar sem keppt var í nú um helgina. Einnig ætlar Bjarni að sýna mynd um hestaíþróttir sem tekin var upp í septem- ber sl., sú mynd sýnir gangskiptingar og gæðingaskeið. Bjarni sagði að annað efni yrði bara að ráðast en þátturinn hans er alltaf i beinni útsendingu, og er hann þriggja stundarfjórðunga langur. - ELA Ásgeir Sigurvinsson verður stjarna 1 iþróttaþætti Bjarna Felixsonar i kvöld, en Bjarni ætlar að sýna mynd frá leik Ásgeirs og liði hans Standard Liege á móti Manchester City. ÁTÍUNDA TÍMANUM—útvarp kl. 21.10: Á Akureyri í góðum félagsskap í kvöld kl. 21,10 er á dagskrá útvarps- ins þátturinn Á tíunda tímanum, í umsjá Guðmundar Árna Stefánssonar og Hjálmars Árnasonar. Þeir félagar brugðu sér um helgina norður til Akureyrar og tóku upp þáttinn þar. Er DB hafði samband við Hjálmar Árnason nú fyrir helgi var ákveðið að taka upp eitthvað á leiðinni i flugvélinni. Ræða við áhöfn vélarinnar og farþega. Og meðal annars sagði Hjálmar að þeir ætluðu að spyrja farþeganna um flughræðslu. Þegar komið væri til Akureyrar, sagði Hjálmar að margt lægi fyrir t.d. ætluðu þeir að heimsækja skóla þar og ræða við nemendur um unglingaskemmtanir og fleira á Akureyri. Dynheimar, félagsheimili unglinga verður heimsótt og athugað hvað fram fer þar, og rætt við nokkra unglinga um starfsemi staðarins. Einnig sagði Hjálmar að rabbað yrði við vegfarendur á götu úti og þeir spurðir ýmissa spurninga. Ákveðið hafði verið að hafa Akureyrarferðina i síðasta þætti en þá var ófært, svo ferðinni seinkaði um viku. Af öðrum dagskrárliðum i þættinum í kvöld má nefna leynigestinn og topp 5. Þátturinn stendur í 45 mínútur. -ELA Á leið til Akureyrar. DB-mynd R.Th. Sig. I-- % Útvarp Mánudagur 4. desember 12.25 Veöurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Litll barnatíminn. Unnur Stefánsdóttir sér um timann. 13.40 Vlð vinnunvTónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Blessuð skepnan” eftir James HerrioL Bryndls Vlglundsdóttir les þýðingu sina (12). 15.00 Miðdegistónleikar. íslenzk tónlist. a. Dúó fyrir óbó og klarinettu eftir Fjðlni Stefánsson. Kristján Þ. Stephensen og Einar Jóhannesson leika. b. Lög eftir Karl O. Runólfsson. Ólafur Þorsteinn Jónsson syngur. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. c. „Dauði og lir, strengjakvartett op. 21 eftir Jón Leifs. Kvartett Tónlistarskólans i Reykjavík leikur. d. Syrpa af lögum eftir Emil Thoroddsen úr sjónleiknum „Pilti og stúlku" í hljómsveitar- búningi Jóns Þórarinssonar Sinfóniuhljóm- sveit íslands leikur; Páll P. Pálsson stj. • 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.30 Poppbom: Þorgeir Ástvaldsson kynnir. 17.20 Framhaldsleikrit bama og unglinga: „Anna í GrænuhUð” eftir Ed Montgomery og Muriel Levy. Áöur útv. 1963. Þýðandi: Sigriður Nieljohniusdóttir. Leikstjóri: Hildur Kalman. Leikendur i 2. þætti af fjórum: Krist- björg Kjeld, Nina Sveinsdóttir, Gestur Pálsson, Jóhanna Norðfjörð, Guðrún Ásmundsdóttir og Gisli Alfreðsson. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. TUkynningar. 19.35 Daglegt mál. Eyvindur Eiríksson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Bolli Héðinsson for- maðurstúdentaráðs talar. 20.00 Lög um unga fólksins. Ásta R. Jóhannes- dóttir kynnir. 21.10 Á tíunda tímanum. Guðmundur Ámi * Stefánsson og Hjálmar Ámason sjá um þátt fyrir unglinga. 21.55 Sónata I G-dúr (K301) eftir Mozart. Dénis Kovacs og Milhály Bacher leika saman á fiðlu og píanó. 22.10 nLeir”, smásaga eftir James Joyce. Anna María Þórisdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona les. Orð kvöldsins á jólaföstu. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.45 Myndlistarþáttur. Hrafnhildur Schram hefur umsjón meö höndum og talar við Hjörleif Sigurðsson listmálara. 23.00 Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands í Háskólabiói á fimmtud. var; — siðari hluti. Sinfónia nr. 3 i Es-dúr „Eroica” op. 55 eftir Ludwig van Beethoven. Hljómsveitarstjóri: Jean-PierTe Jacquillat. Kynnir: Jón Múli Árnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 5. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 LeikfimL 7.20. Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. r Sjónvarp ** *_____ j Mánudagur 4. desember 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Felixson. 21.15 Sýníngin. (The Collection). Leikrit eftir Harold Pinter, búið til flutnings í sjónvarpi af Sir Laurence Olivier, sem jafnframt leikur aðalhlutverk ásamt Alan Bates, Helen Mirren og Malcolm McDowell. Leikstjóri Michael Apted. Hjónin James og Stella eiga góðu gengi að fagna í tískuiðnaðinum. James fær grun um aö kona sin eigi ástarfundi við tískuteiknara og fyliist afbrýðisemi. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.25 Sjónhending. Erlendar myndir og málefni. UmsjónarmaöurSonja Diego. 22.45 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.