Dagblaðið - 25.06.1979, Side 34

Dagblaðið - 25.06.1979, Side 34
34 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR25. JÚNÍ 1979. Veðnð í dag voröur noröan og noröaustan gola víöast hvar á landinu og á Suður- og Vesturiandinu veröur viöast létt- skýjað, en þó á stöku staö skúrir á Suðvesturiandi. Á Noröur- og Austuriandi veröur skýjaö og síödegis jafnvel dálitíi úrkoma viö austurströndina. Klukkan sex i morgun var hitínn í Reykjavík 6 stíg og léttskýjaö, Gufuskálar 5 stig, hálfskýjað, Galtar- vrtí 3 stíg, heiöskírt, Akureyri 4 stíg, alskýjað, Raufarhöfn 1 stíg, alskýjað, Dalatangi 5 stíg, léttskýjað, Höfn 6 stíg, alskýjað, Vestmannaeyjar 7 stíg, léttskýjað, Kaupmannahöfn 15 stíg, lóttskýjað, Stokkhólmur 20, alskýjað, London 11 stíg, alskýjað, París 12 stíg, hátfskýjað, Hamborg 14 léttskýjað, IVIadrid 18 stíg, léttskýjað, Mallorka 21 stíg, skýjaö, Lissabon 15 stíg, lóttskýjaö. Andlát Gísli Sigurðsson, Búlandi, var fæddur 11. október 1897 að Búlandi i Skaftár- tungu og voru foreldrar hat.s Sigurður Jónsson og Oddný Sæmunds- dóttir. Gísli tók við búi og jörð af for- eldrum sínum árið 1924 og bjó þar með systrum sinum á meðan þær lifðu. Árið 1976 tók fóstursonur hans, Sigurður Pétursson, við búinu. Gisli andaðist á Vifilsstaðaspítala 12. júní 1979. I'órhallur Karlsson skipstjóri lézt 13. mai sl. Hann fæddist i Túnsbergi við Húsavík 5. september 1908. Foreldrar hans voru Karl Einarsson útvegsbóndi og Anna María Arnadóttir. Þegar á ferntingaraldri hóf Þórhallur sjó- mennsku og lauk fiskimannaprófi á Akureyri 1936. Árið 1931 stofnaði Þór- hallur eigin útgerð i samvinnu við Sig- trygg Jónasson o.fl. Var hann skip- stjóri á bátum þeirra allt til 1959 er liann hætti á sjónum vegna veikinda. Eftirlifandi konu sinni, Hrefnu Bjarna- dóttur, kvæntist Þórhallur 21. okt. 1939 og eignuðust þau tvo syni sent báðir urðu skipstjórar, þá Óskar Karl sem búsettur er í Keflavík og Hörð á Akureyri. Einnig reyndist Þórhallur dóttur Hrcfnu, Hjördisi Sævar loft- skeytamanni, setrt bezti faöir. I.aufey l.indal, Arnartanga 76 Mos- fellssveit, áður Háteigsvegi 22 Reykja- vík, andaðist Í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 21. júní. Jóhann Þorsleinsson málarameistari, Kleppsvegi 50, lézt í Borgarspitalanum aðfaranótt 21. júni. Jón Einar F.yvindsson, Karlagötu 16, lézt 14. júni að Hátúni lOb. Útförin hcl'ur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna. Anna Jónsdóttir lézt 13. júni. Hún var fædd á Hóli i Breiðdal 15. des. 1893. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Bjarnadóttir og Jón Halldórsson. Anna lauk kennaraprófi 1921 og kenndi i Breiðdal og sem heimiliskenn- ari á Reyðarfirði. Hún giftist eftirlif- andi manni sínum, Sveini Brynjólfs- syni, 25. maí 1930. Anna og Sveinn áttu 3 börn, en eitt þeirra lézt á fyrsta ári. Einnig átti Anna dóttur áður en hún giftist Sveini. Anna var jarðsungin frá Eydalakirkju. Kári Sumarlidasón, Hólmavik, var fæddur að Gilsslöðum i Selárdal 15. september 1902 og voru foreldrar hans Sumarliði Jónsson og Guðrún Kára- dóttir. Kári kom að Viðidalsá i Hólma- vikurhreppi 18 ára gamall og dvaldi siðan á j)ví heimili í nærfellt tvo og hálfan áratug hjá hjónunum Páli Gisla- syni og Þorsteinsínu Brynjólfsdóttur. Þar kynntist hann konu sinni, Helgu Jasonardóttur, en þau hófu sambúð á Viðidalsá um 1930. Til Hólmavíkur fluttust þau árið 1946. Helga og Kári eignuðust fjögur börn. Kári andaðist 12. júni 1979. Jón Guflmundsson sjómaður lézt 15. júni. Hann var fæddur á ísafirði 23. október 1914. Hann var sonur hjón- anna Guðlaugar Runólfsdóttur og Guðmundar Jónssonar vélstjóra. Eftir- lifandi kona Jóns er Guðmunda Þor- valdsdóttir og eignuðust þau einn son, sem fórst al' slysförum. Þau fluttu til Reykjavíkur um 1950 og bjuggu þar siðan, síðast á Bjargarstíg 6. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. júní kl. 13.30. F.inar J. Keynis, Kleppsvegi 46, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 27. júníkl. 13.30. I.ýður Sætmindsson bóndi, Gýgjarhóli Biskupstungum, andaðist að Reykja- lttndi 22. júní. \anna Þórðardóttir frá Hofsstöðum Gufudalssveit, sem andaðist á Land- spitalanum 20. þ.m. vcrður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudagit.n 26. júni kl. 10.30 f.h. Hilmar Jón Hliðar Lúthersson, sem lézt 18. júni, verður jarðsunginn þriðjudaginn 26. júni kl. 13.30 l'rá Fossvogskirkju. Dagmar Friðriksdótlir. Hjallahraut 3. Hafnarfirði, verðui jarðsungin fra Fossvogskirkju ntánudaginn 25. júni kl. 15.00. Olafur Hannesson, bóndi Austvaðs- holti, er látinn. Hann var fæddur 16. janúar 1920 og voru foreldrar hans Hannes Ólafsson bóndi og lngibjörg Guðmundsdóttir frá Múlakoti. Ólafur stundaði nám i Laugarvatnsskóla og siðar á Hvanneyri. Hann hóf búskap á jörð foreldra sinna, Austvaðsholti, og endurbætti hana mikið. Eftirlifandi kona hans er Unnur Jónsdóttir og eign- uðust þau þrjú börn, Hannes og Jón sem enn eru í heimahúsum og Ingi- björgu sem gift er Halldóri Leifssyni og býr í Reykjavik. Knattspyrna Mánudagur 25. júni. Bjartmar Sveinsson lézt af slysförum 3. júní sl., fjögurra ára að aldri. Hann var sonur Margrétar Bjartmarsdóttur og Sveins Egilssonar, bónda að Sand- hólum á Tjörnesi. 1. deild Laugardalsvöllur Vikingur-Valur kl. 20.00. 3. deild A Stjörnuvöllur Stjarnan-Grótta kl. 20.00. 3. deilá A Njarðvíkurvöllur Njarðvík-Vlðir kl. 20.00. 3. deild A Armannsvöllur Armann-Grindavik kl. 20.00. 3. deild B Melavöllur Óðinn-Leiknir kl. 20.00. 2. flokkur B Þróttarvöllur Þróttur-Reynir kl. 20.00. 2. flokkur B Vallargerðisvöllur IB IIaukar kl. 20.00. 5. flokkur A Vallargerðisvöllur UBK-Fram kl. 19.00. Framhaldsaðalfundur félags starfsfólks 1 veitingahúsum veröur haldinn að Öðinsgötu 7, þriðjudaginn 26. júni kl. 20. Dagskrá fundarins. 1. Lagabreytingar. 2. Félagsgjöld. 3. Breytingar á reglugcrð sjúkrasjóðs. 4, Önnur mál. Stjórnin. Jóninu Hermannsdóttir, kaupkona frá Flatey á Breiðafirði, verður níræð í dag. Hún er dóttir Hermanns Jóns- sonar, skipstjóra frá Flatey. Jónína var gift Friðrik Salómonssyni frá Mávahlíð, hálfbróðir Helga Hjörvar. Jónína missti mann sinn 1971 og hefur lengst af síðan dvalið hjá frú Þorbjörgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi læknis- frú, gift Arngrimi Björnssyni, fyrrver- andi héraðslækni í Ólafsvík. Jónina rak verzlun föður síns í Flatey á meðan heilsan leyfði. Er hún mikilsmetin í Ólafsvík sem annars staðar. Hún dvelst i dag á heimili fósturdóttur sinnar, að Hjarðartúni 10 í Ólafsvik. Alþýðuleikhúsið Lindarbæ Blómarósir eftir Ólaf Hauk Símonarson veröur sýnt mánudaginn 25. júni kl. 20.30. MiÖasala er i Lindar bæ alla daga frá kl. 17— 19 og á sýningardögum frá kl. 17—20.30. Simi 21971. Leikför með Við borgum ekkií Við borgum ekki! eftir Dario Fo Alþýðuleikhúsið er nú að leggja upp i leikferð með hina vinsælu sýningu sina á leikritinu Við borgum ekki! Við borgum ekki! eftir Dario Fo. Leikritið hefur verið sýnt i vetur i Lindarbæ við gifurlegar vinsældir. Eru sýningar orðnar yfir 50 og hefur verið uppselt á þær allar. Ráðgert er nú að fara með sýninguna um Austur- og Norðurland nassta mánuðinn og verður sýnt á einum 20 stöðum. Með hlutverkin i sýningunni fara Kjartan Ragnarsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hanna María Karls- dóttir, Sigfús Már Pétursson, Ólafur örn Thoroddsen og Sigurður Sigurjónsson, sem nú hefur tekið við hlut- verki Gisla Rúnars Jónssonar Leikstjóri er Stefán Baldursson, leikmynd og búningar eru eftir Messiönu Tómasdótturog lýsingu annast David Walters. Fyrsta sýningin í leikferðinni verður Vik i Mýrdal annað kvöld (26. júni), á miövikudagskvöld verður sýnt á Kirkjubæjarklaustri og á fimmtudagskvöld á Höfn i Hornafirði. Siðan verða sýningar sem hér segir: Föstud. 29. júni Stöðvarfjörður Laugard. 30. júni Fáskrúðsfjörður Sunnud 1. júlí Neskaupstaður Mánud. 2. júli Eskifjörður Þriðjud. 3. júlí Reyðarfjörður Miðvikudagur 4. júlí Egilsstaðir Fimmtud. 5. júli Seyðisfjörður Föstud. 6. júlí Vopnafjörður. Laugard. 7. júlí Þórshöfn Sunnud. 8. júli Raufarhöfn Mánud. 9. júlí Skúlagarður. Þriðjud. 10. júlí Húsavík. Miðvikud. 11. júlí Skjólbrekka. Fimmtud. 12. júli Breiðamýri Föstud. 13. júli Köldukinn Laugard. 14. júlí Akureyri Leikferðinni lýkur þvi að öllum likindum á Akureyri i þessum áfanga en ráðgert er að sýna annar staðar úti á landsbyggðinni siðar. Verzlunarráð íslands heldur kynningarfund mánudaginn 25. júní i Kristal- sal Hótel Loftleiöa og hcfst fundurinn kl. 16.00 og stendur til 18.00. Fundarefni er „Hvernig verðbólgan brenglar reikningshald og rekstur fyrirtækja”. Dagskrá: Setningarræða. Hjalti Geir Kristjánsson, formaður V.l. Áhrif verðbólgu á reikninsskil fyrir- tækja. Christopher Lowe, Coopers-& Lybrand. Gildi visitölureikningsskila i verðbólgu. ólafur Haraldsson. forstj. Fálkans hf. Samanburður aðferða við að laga reikningsskil að verðbreytingum. Árni Vilhjálmsson, prófessor. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um þessi málefni. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 11555 , vegna fjölda þátttakenda. Kaffi verðúr borið fram á fundinum. Stjórnmatafundir Fundir f ramsóknarmanna á Vesturlandi Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á eftir töldum stöðum. P'ramsóknarhúsinu Akranesi, mánudaginn 25. júni kl. 21. Lionshúsinu. Stykkishólmi, miðvikudaginn 27. júni kl. 21. Grundarfirði, fimmtudaginn 28. júni kl. 21. Röst, Hellissandi, föstudaginn 29. júni kl. 21. Félagsheimilinu Ólafsvik, laugardaginn 30. júni kl. 14. Breiðablik,Snæfellsnesi,sunnudaginn l.júlikl. 16. Logalandi, Reykholtsdal, mánudaginn 2. júli kl. 21. Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, þriðjudaginn 3. júli kl. 21. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið og málefni kjör- dæmisins. Frummælendur alþingismennirnir: Halldór E. Sigurðsson, og Alexander Stefánsson. Allir velkomnir — fyrirspurnir — umræður. Kjördæmissambandið — Framsóknarfélögin. Ferðafélag íslands 29. júni — 3. júlí. Gönguferð um Fjörðu. Flug til Húsavikur. Þaðan með báti vestur yfir Skjálfanda. 3. júli ódagaferði Esjufjöll. Hornstrandaferðir: 6. júli: Gönguferð frá Furufirði til Hornvikur (9d) 6. júlí: Dvöl i Hornvík (9d) 13. júli: Dvöl i Aöalvík (9d) 13. júli: Dvöl í Hornvik (9d) 21. júli:Gönguferð frá Hrafnsfirði til Hornvikur (8d) Kynnist landinu. Skógræktarferð fyrir alla fjölskylduna Heimdallur SUS efnir til skógræktarferðar nk. fimmtudag, 28. júní, í gróðurreit félagsins i Heiðmörk. F-arið vcrður á einkabílum. Lagt verður af stað frá Nesti við Ártúnshöfða kl. 19.30. Allar nánari upplýsingar i Valhöll við Háaleitisbraut. simi 82900. Ferðir á Hornstrandir Djúpbáturinn Isafirði hefur tekið upp þá nýjung að halda uppi áætlun á Hornstandir. en þangað hefur ekki verið ‘ áætlun siðan byggð lagðist af á Hornströndum árið 1952. Hér verður um ferðamannaferðir að ræða. bæði með crlenda og innlenda ferðamenn. Farnar verða hringferðir. eða mönnum gefst færi á að verða eftir og koma með næstu ferð eða siðar. Farið verður i Jökulfirði 24. júní en þaðcr Grunna vikurferð. Farið verður kl. 10 árdegis. Messað verður að Stað Grunn^vik og komið til ísafjarðar um kvöldið. Veiðer kr. 3000. 28. júni verður ferð um Jökulfirði. Farið vcrður kl. 10 og komið til l^afjarðar kl. 5.30. 19. júlí og 16. ágúst verður farið i Leirufjörð og Bæi. Fleiri ferðir eru ákveðnar. cn hafa ckki verið timasettar. Ferðir á Hc n-trandir verða siðan sem hér ri'gii. júli frá Isafirð; kl. 14. Viðkomustaðir. A»\ilvik. Fljótavík. Ik.rnvik og Furufjöröur. 13.. 20.. og 27. júlí verður farið kl. 14 og eru viðkomustaðir Aðalvik. Fljótavik og Hornvik. 16. og 23. júli er brottför kl. 9 og viðkomustaðir Aðalvik. Fljótavik og Horiivik. Vcrðið i Aðalvik og Fljótavik er 4000 kr.. cn í Hornvik og I uruvik 6000 kr. Auk þessara ferða er djúpbáturinn með ferðir um Isafjaröardjúp alla þriðjudaga og föstudaga. Þess má að lokum geta að 14. júli veröur farið á sveitaball i Bæi og lagt er af stað frá lsafirði kl. 8 um kvöldiö. Félag farstöðvaeigenda FR deild 4 Reykjavík FR 5000 — simi 34200. Skrif stofa félagsins að Siöumúla 22 er opin alla daga frá kl. 17.00—19.00. að auki frá kl. 20.00—22.00 á fimrntu dagskvöldum. Vatnsfirðingar Afkomendur séra Páls ólafssonar og Arndisar Péturs dóttur Eggerz efna til ættarmóts að Vatnsfirði 7. og 8. júli nk. Lagt verður af stað frá Umfcrðarmiðstöðinni föstudaginn 6. júli kl. 18.00. Þátttaka tilkynnist eftir kl. 20.00 í simum 28910, 71775 og 38575. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar óskar eftir sjálfboðaliðum til skógræktarstarfa i girð- ingu félagsins við Hvaleyrarvatn fimmtudag til laugar- dagskl. 17—19. Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna Nr. 114 — 21. júní 1979 gjaldeyrir Eining Kl. 12.00 Kaup Sala Kaup Sala 1 Bandaríkjadoilar 342,80 343,60 377,08 337,96 1 Stariingapund 732,75 734,45* 806,03 807,90* 1 Kanadadollar 291,35 292,05 320,49 321,26 100 Danskar krónur 6389,55 6404,45* 7028,51 7044,90* 100 Norskar krónur 6680,95 6696,55* 7349,05 7366,21* 100 Sœnskar krónur 7951,75 7970,35* 8746,93 8767,39* 100 Finnsk mörk 8720,45 8740,75* 9592,50 9614,83* 100 Franskir frankar 7930,15 7948,65* 8723,17 8743,52* 100 Belg.frankar 1149,35 1152,05* 1264,29 1267,26* 100 Svbsn. frankar 20484,00 20531,80 22532,40 22584,98* 100 Gyllini 16764,90 16804,00* 18441,39 18484,40* 100 V-Þýzk mörk 18426,65 18469,65* 20269,32 20318,62* 100 Lirur 40,83 40,93 44,91 45,02 100 Austurr. Sch. 2502,20 2508,00* 2752,42 2758,80* 100 Escudos 695,70 697,40* 765,27 767,14* 100 Pesatar 519,20 520,40 571,12 572,44 100 Yen 156,62 156,98* 172,28 172,68* *Breyting frá siðustu skróningu. Símsvari vegna gengisskráninga 2219Ö.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.