Dagblaðið - 19.11.1979, Page 2
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
Um f ramkomu gagnvart geðveikum:
Farísealykt af málinu
Einn með erfðasyndina (n. 1934—
8717) skrifar:
Þann 5. þ.m., birtist í Dagbl.
grein, undirrituð af 8 starfsmönnum
á Kleppsspítalanum, þar sem lýst er
vítaverðri framkomu sjoppueigand-
ans á Kleppsvegi 150. Er sú grein
mjög vel orðuð og stóryrðalaus. En
þann 12 þ.m. birtist svo grein eftir
K. J. til varnar sjoppuhaldaranum.
Sú grein er dæmigerð tilraun til að
fara kringum kjarna málsins. Þar er
snúið út úr og misskilið viljandi.
Kjarni málsins er sá, hvort fram-
koma sjoppuhaldarans hafi verið
afsakanleg eins og á stóð. Við skulum
nú athuga stöðu hans: Hann hefur í
mörg ár selt geðsjúklingum varning
sinn. Þeir eiga því drjúgan þátt í vel-
gengni hans.
Ekki veit ég til þess að sjúkling-
arnir hafi valdið skaða eða haft uppi
óspektir í þessum innkaupaferðum
sinum enda er þess vandlega gætt að
gæzlumaður eða gæzlumenn, eftir
ástæðum, fari með sjúklingunum ef
minnsti grunur er um að „slegið geti
út í” fyrir viðkomandi sjúklingum.
Sem sagt: Annaðhvort fá sjúkl-
ingar að fara einir, þeir sem eru það
hressir að geta það, eða í fylgd með
gæzlumanni ef þeim er ekki fyllilega
treystandi. Ég er viss um að sjoppu-
eigandanum fyndist skarð fyrir skildi
ef allar sjoppuferðir frá Klepps-
spítala yrðu lagðar niður, svo mikið
veit ég eftir meiri og minni Klepps-
spítalavist síðastliðin 20 ár.
Það er svo annað mál, að má vera
að illa hafi staðið í bæli sjoppueig-
andans og honum því orðið á þessi
mistök í fljótfærni, og það er fyrir-
gefanlegt, þótt erfítt sé þegar sjúkl-
ingar eru annars vegar. En að neita
að taka sönsum þegar honum gafst
tækifæri til þess að halda mannlegri
reisn sinni, það er of langt gengið og
mjög svo ámælisvert.
Mér finnst vera „farísealykt” af
þessu máli af hálfu manns sem er því
vanur að umgangast geðveika. Auð-
vitað gerir maður meiri kröfur til
skilnings slíkra manna.
Ekki vildi ég vera í sporum sjoppu-
haldarans þegar hann að loknu dags-
verki telur saman gróða sinn af okkur
og þakkar Guði sínum gjafir Hans,
meðan hann neitar að viðurkenna
„mistök” sin gegn okkur í þessu
máli.
AÐLEIKA
JÓLASVEINA
Jóhanna Gísladóttir skrifar:
Mér finnst meginspurningin, sem
kjósendur verða að svara i þessum
kosningum, vera þessi: Eiga ríkis-
stjórnir að leika jólasveina og gefa
öllum allt, eins og vinstri flokkarnir
virðast boða? Því er stundum gleymt
í þeim herbúðum að þessar gjafir
eru, þegar öllu er á botninn hvolft,
keyptar fyrir fé alls almennings.
Ríkissjóður er fjármagnaður með
tillögum okkar venjulegra manna i
landinu. Og han'n er ekki ótæmandi
uppspretta lífsgæða. Þetta benda
Sjálfstæðismenn á með sinni nýju
frjálshyggjustefnu. Ríkisstjórnin
verður að hætta að gefa jólagjafir og
leika jólasveina á kostnað al-
mennings. Við skattborgararnir
krefjumst skattalækkana. Við ráð-
stöfum fé okkar betur en stjórnmála-
mennirnir. En eini stjórnmála-
flokkurinn sem lofar skattalækkun-
um er Sjálfstæðisflokkurinn.
Ein sem finnst nóg komið af skatt-
álögum.
Ólafur Jóhannesson.
HARTOPPAR
FYRIR KARLMENN
Sérfrœðingur frá hinu heims-
fræga TRENDMAN hártoppa-
fyrirtæki verður til viðtals á
rakarastofu minni laugard., 24.,
sunnud. 25., og mánud., 26. nóv.
Pantið tíma í síma 21575 eða
42415. Komið, skoðið ogathugið
verð og gæði. Verið ungir og
glœsilegir eins lengi og hægt er.
VILLI RAKAFtl
MIKLUBRAUT 68
Arnheiður Sigurðardóttir skrifar:
Það leynir sér ekki á skrifum Þjóð-
viljans og Morgunblaðsins að bæði
kommar og íhald óttast framboð
Ólafs Jóhannessonar í Reykjavík
enda mega þeir það vissulega.
Ólafur hefur borið höfuð og
herðar yfir alla aðra stjórnmálafor-
ingja síðustu árin og áunnið sér bæði
traust og virðingu landsmanna án
tillits til pölitískra skoðana.
Sé viðrinisstjórn kratanna, sem nú
situr, ekki talin með hafa þrjár rikis-
stjórnir verið við völd á íslandi frá
1971. Allar þessar ríkisstjórnir hefur
Ólafur Jóhannésson myndað og
meira að segja tvær hinar síðari eftir
að aðrir flokksformenn höfðu gefizt
upp við stjórnarmyndun. Að sjálf-
sögðu er það Ólafi hagstætt að
foringjar hinna flokkanna eru ekki
miklir bógar, svo sem margoft hefur
sýnt sig.
Benedikt Gröndal er enginn Jón
Baldvinsson, Geir Hallgrímsson
enginn'• Ólafur Thors né Ragnar
Arnalds nokkur Einar Olgeirsson.
Allt eru þetta sjálfsagt beztu menn en
engir pólitískir leiðtogar.
Ég tel að á Alþingi vanti trausta,
heiðarlega, lífsreynda og hyggna
menn. 'Vissulega á þetta allt við um
Ólaf Jóhannesson. Því er það
fagnaðarefni að hann hefur boðið sig
framaðnýju.
Hringið
ísíma
27022
millikl. 13
og 15,
eða skrifið
Fred Flintstone i jólaskapi með fjölskyldunni. E.t.v. birtist hann á sjónvarps-
skerminum um jólin.
Flintstone
fyriryngstu
áhorfenduma
Móðir í vesturbænum hringdi:
Það hafa orðið talsverðar umræð-
ur á lesendasíðu Dagblaðsins og
víðar um Stundina okkar. Mig
langar að segja það, að mér finnst
Bryndís Schram sérstaklega góður
stjórnandi þessa þáttar. Um leið verð
ég að segja það, að mér finnst al-
mennt of lítið af efni fyrir yngstu
börnin i sjónvarpinu. Þar mundi
hjálpa mikið upp á sakirnar að hefja
sýningar aftur á hinum vinsælu
teiknimyndum af Fred Flintstone og
félögum sem voru upp á sitt bezta á
frumskeiði íslenzka sjónvarpsins.
Það er mjög skemmtilegt efni fyrir
yngstu áhorfendurna. Eins og er hafa
þeir lítið við að vera annað en Barba-
papa.
Dagblöðin hlífa litilmótlegum ofbeldismönnum:
Nöf n og myndir af
ofbeldisseggjum
— til að hægt sé að vara sig á þeim
Herdís Hermóðsdóttir, Eskifirði,
skrifar:
Tilefnið að ég hef nú samband við
Dagblaðið er forsíðufrétt á mánu-
daginn (12. nóv.) um níðingslega árás
tveggja ungra manna, ef menn skyldi
kalla, á 14 ára ungling. Þriðja
„hetjan” horfði á hinn ójafna leik og
hló að. Sögur af þvílíkum „hetjudáð-
um” ungra manna eru að verða ærið
algengar.
Lyddur og ærulaus lítilmenni
ráðast í flokkum á lítilmagnann, svo
sem gamalt fólk, og nú þennan
ungling án svo mikið sem eitt for-
dæmandi orð sé látið falla um
þennan óþverraverknað í fréttaflutn-
ingi.
Það stóð ekki á fordæmingu
fréttamanna er kettlingar voru aflif-
aðir með gasi fyrir nokkru, svo ætla
má að fréttamenn hefðu tekið
öðruvísi á málinu ef drengurinn hefði
verið hundur og hlotið þessa
meðferð.
En því miður höfum við lesendur
dagblaðanna alltof margra hiið-
stæðra dæma að minnast. Ég spyr:
Hvers vegna? Er verið að ala upp hér
á landi óþokka, sem geta skákað í því
skjólinu að þeim sé alltaf hlift, sama
hvað þeir geri?
Nöfn svona litilmenna á að birta
og sömuleiðis myndir af þeim svo
fólk geti í það minnsta varað sig á
þeim. Þeir yrðu þá ef til vill líka
færri, sem legðu slík óþverraverk
fyrir sig. —
Flugeldasýningar
G. B. skrifar:
Ég, sem gamall kjósandi Alþýðu-
flokksins, get ekki lengur orða
bundizt yfir allri þessari auglýsinga-
starfsemi ráðherranna okkar. í stað
þess að standa fyrir öllum þessum
flugeldasýningum, eins og Ragnar
Arnalds orðaði það um daginn, ættu
þeir að snúa sér að því að móta
ákveðna stefnu í landsmálunum. Það
má þó blessað íhaldið eiga að þeir hafa
þó lagt fram ítarlega stefnuskrá í
efnahagsmálum. Þar er þó að finna
upplýsingar um hvað þeir ætla að
gera ef þeir komast í stjórn.
Almenningur er orðinn leiður á þessu
sífellda rifrildi um liðna tíð og vill nú
frekar en nokkru sinni áður taka
hreinskilnislega afstöðu til málefna.
Eitt er víst, það þýðir ekki að nota
nein vettlingatök lengur. í tuttugu ár
er búið að staglast á verðbólgunni án
þess að gera nokkuð raunhæft.
Hættið þið nú þessu auglýsinga-
skrumi, ágætu Alþýðuflokksráð-
herrar, og snúið ykkur að þvi að
kynna okkur kjósendunum hvað þið
ætlið að gera!