Dagblaðið - 19.11.1979, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
ER RIBUVEIKT SAUBFÉ
HÆFT TIL MANNELDIS?
Grandvar skrifar:
í fréttum hefur annað veifið verið
sagt frá því að skera hefði þurft fé
bænda vegna riðuveiki. Nú í vikunni
var sagt frá bæ í Dölum vestur, þar
sem allur bústofn tveggja bænda var
skorinn vegna „hættu” á þessari
veiki.
Þó höfðu ekki fundizt veikar
kindur hjá bændum þessum síðan í
Raddir
lesenda
GUNNLAUGUR
A. JÓNSSON
fyrra, og þá aðeins tvær! Það væri
þvi ekki úr vegi að einhverjir ábyrgir
aðilar lýstu því fyrir fólki hvað um er
að vera og hvort kjöt það sem fæst
þegar heill bústofn er skorinn niður
er sett á neytendamarkað.
í einu dagblaðanna hér var t.d.
sagt: „Er þessi pest ólæknandi enn
sem komið er, og raunar lítið um
hana vitað, svo segja má, að baráttan
gegn henni sé í blindþoku.” Að boði
Sauðfjárveikivarnarnefndar (ekki
vantar nú nafnið!) er öllu fé bænda
slátrað ef riðuveiki kemur upp í
bústofninum, jafnvel þótt ekki
finnist sú veiki nema i 1—2 kindum
eins og áður er getið.
Nú segir fréttin að í fyrra hafi
fundist tvær kindur með einkenni
riðuveiki. Því er spurt: Hversvegna
var ekki ákveðið að skera bústofninn
niður þá? Hver getur gefið skýringu á
þessu? Annars eru það tvær megin
spurningar sem ég tel að Dagblaðið
ætti að upplýsa, úr því það hefur nú
tekið þetta mál fyrir.
Sú fyrri er þessi: Hversvegna er
kjöt af riðuveiku fé sent á almennan
markað með kjöti af öðru heilbrigðu
fé og hver ákveður slíkt?
Síðari spurningin er þessi: Hvaða
aðili hérlendis vill ábyrgjast að kjöl
af riðuveiku fé sé heilbrigð neyzlu-
„Úr þvl að enginn veit neitt um þessa veiki, þá er sömuleiðis ekki hægt að sanna
eða afsanna að kjöt af þessu veika fé sé hæft til manneldis,” segir bréfritari.
vara? Þessu verður almenningur að
fá svarað.
Ætli fólk myndi t.d. ekki velja kjöt
af heilbrigðu fé fremur en af því riðu-
veika þegar það kaupir kjöt í heilum
skrokkum ef það ætti kost á að velja
um slíkt?
Það er þessvegna ekki hægt að
sniðganga fólk með því einu að segja:
„Enginn veit neitt um veikina”. Og
úr því enginn veit neitt um þessa
veiki, þá er sömuleiðis ekkert hægt
að sanna eða afsanna að kjöt af
þessu veika fé sé hæft til manneldis.
Almenningur hlýtur að krefjast þess
að slíkt kjöt sé ekki sett á markað á
meðan riðuveikin er flokkuð undir
hiðóþekkta.
Spurning
dagsins
Hvaða bók
ertu að lesa?
F.gill Örn Egilsson: Enga. Ég rnan ckki
hvaða bók ég las síðast. Stundum lcs ég
líka skólabækurnar.
Styrmir Sigurösson: Enga. Ég lcs ol't
myndabækur, Astcrix og svoleiðis.
Jón Sólnes, efsti maður á S-listanum
Framboð
L.S.D.
R. hringdi:
Þessi vísa varð til eftir framboðs
ræður stjórnmálaflokkanna í sjón
varpinu:
Það væri að fara úr ösku í eld,
ýmsir telja að myndi skc,
yrði þjóðin ofurseld
áhangendum L, S, D.
Eigin
lög?
S.G.Þ. Vestmannaeyjum skrifar:
Þannig er mál með vexti að ég
keypti þurrkurofa í bíl minn, sem er
Mazda 818 árgerð 1978, hjá Bílaborg
h/f þann I. þ.m. Þegar til kom
þurfti ég ekki að nota rofann en þar
sem ég bý i Vestmannaeyjum bað ég
mágkonu mína að skila rofanum
fyrir mig en hún býr í Reykjavik.
Þegar hún kom með rofann aftur
mánudaginn 6. þ.m. var hún spurð,
hvort hún væri ekki læs, því að á
nótunni stóð, að varahlutir væru
ekki teknir aftur eftir 48 klst. frá því
þeir væru keyptir og rafmagnsvörur
alls ekki.
Endaði þetta þjark með því að
þeir tóku rofann aftur með 10% af-
föllum. Ég spyr: Eru þetta lög sem
þeir setja sér sjálfir eða eru þetta þau
liðlegheit sem þeir kjósa helzt að sýna
viðskiptavinum sínum?
Einnig langar mig að spyrja þessa
liðlegu verzlunarmenn hvort þeir
treysti sér að koma fljótar til skila
hlutum, sem sendir eru milli lands og
Eyja.
^jóölöa
^Tö^tir
V Al^ '
FOlK'SONcs nr ""
---NGS OF icelANd
1 1
• K \
ISLENZK ÞJOÐLÖG
Sungin af Guðrúnu Tómasdóttur við píanóundir-
leik Olafs Vignis Albertssonar.
Þessi hljómplata tveggja af fremstu tónlistar-
manna okkar er án efa ein merkasta þjóðlaga-
plata sem út hefur komið hérlendis.
I einstaklega vönduðu umslagi plötunnar er að
finna skýringar og Ijóð prentuð bæði á íslenzku
og ensku.
Þetta er hljómplata sem á erindi til allra tónlistar-
unnenda, áhugamanna um íslenzka menningar-
arfleifð og er jafnfamt tilvalin gjöf til vina og
kunningja erlendis. Heildsölubirgðir fyrirliggjandi.
Suðurlandsbraut 8 — Sími 84670 Vesturveri
Laugarvegi 24 — Sími 18670
Sími 12110
5 i
zS
€>
Helgi Hjálmarsson arkitekl: Hún hcilir
Eálækt fólk eftirTryggva Emilsson.
Margrét Stefánsdótlir skrifstofumaö-
ur: Ameríska sögu eftir Harold Robins.
Ég les mesl erlendar vasabroisbækur.
Helga Kristjánsdóttir: Enga sem
stendur.
Guörún Helga Guöbjörnsdóttir:
Beverley Grey. Mér finnst hún
skemmtileg.