Dagblaðið - 19.11.1979, Síða 10

Dagblaðið - 19.11.1979, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. —síðari hluta f lugsins lýkur 5. desember Flugleiðir fluttu alls 15.620 píla- gríma í fyrri hluta pílagrímaflugsins. Frá Alsír flutti DC 8 þota félagsins 6.500 pílagríma í 26 ferðum til Jeddah á tímabilinu frá 3. til 22. okt. Þá tók við skoðun í Luxemborg og nokkrir dagar í áætlunarflugi á Atlantshafsflugleiðum Flugleiða. Frá 30. okt. til 4. nóv. var vélin i áætl- unarflugi innanlands og til Evrópu fyrir Air Algerie, en síðari hluti píla- grímaflugsins hófst 5. nóvember og stendur til 24. nóv. nk. Þá á Air Algerie aftur kost á að leigja vélina í nokkra daga til áætlunarflugs og síðan kemur vélin inn í flugáætlun Flugleiða undir mánaðamót. DC 10 þotan er í flutningum píla- gríma ntilli Surabaya og Jeddah. Farnar voru 24 ferðir á 26 dögunt og flutti þotan 9.120* indónesíska píla- gríma í þessum ferðum. Flugtíminn í hverri ferð er 22 tímar fram og til baka með millilendingu. Síðari áfangi pilagrímaflugs tíunn- ar hófst 7. nóvember og stendur til 5. desember. Daginn eftir er áætlað að þotan verði komin til Luxemborgar. Þar fer fram skoðun á henni og síðan fer hún inn á áætlunarflugleiðir Flug- leiða. - JH DC 10 breiðþota Flugleiða er drjúg I piiagrímafluginu og flutti 9120 farþega i 26 ferðum. FLUGLEIÐIR FLUTTU NÆR16 ÞÚSUND FARÞEGA í FYRRI ÁFANGA PÍLAGRÍMAFLUGS Kosningar byrjaðar á mörgum vinnustöðum um allt land í skoðanakönnun, sem fram fór nýlega í Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi, féllu atkvæði þannig milli flokka: Alþýðuflokkur 10, Framsóknarflokkur 7, Sjálf- stæðisflokkur 22 og Alþýðubandalag 7. Skoðanakannanir eru nú vinsælar á vinnustöðum víðs vegar um land. Óvíst er hversu áreiðanlegar slíkar at- kvæðagreiðslur eru, þótt leynilegar séu. Þó er það mál manna, að þær gefi ótvíræða vísbendingu um fylgi flokka þegar margar eru skoðaðar í sömu kjördæmum. Þær eru að minnsta kosti meinlaus skemmtun og áreiðanlegar fregnir af vel gerðum leynilegum atkvæða- greiðslum eru eins frásagnarverðar og ýmislegt annað. - BS Kaupgaróur auglýsir Höfum lokað verslun okkar að Smiðjuvegi 9. HÖFUM OPNAÐ matvöruverslun í nýju ogglœsilegu verslunarhúsnœði v/Engihjalla í Kópavogi. Bijreiðastœði eru norðan við húsið — Ekið frú Nýbýlavegi norðan bensínstöðvar ESSO. Nú sem fyrr leggjum við áherslu á lágt vöruverð og góða þjónustu. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. Munið að Kaupgarðsverð er kjarabót Kaupgardur V/ENGIHJALLA — / leiðinni heim — H/F Hliðarspor Unuhúss Unuhús, aðsetur bókaútgáfunnar Helgafells, hefur nú brugðið undir sig betrí fætinum og flutt sig um set. Ekki er þó um langt ferðalag hússins að ræða, og raunar væri nær sanni að tala um hliðarspor hússins, þvi það flyzt aðeins innar i lóðina þzr sem það fær nýjar og væntanlega traustari undirstöður. Er ekki að efa að bókaútgáfan á sér langa framtið fyrir höndum þar sem undirstaða hennar hefur nú verið treyst. -GAJ/DB-mynd Hörður. Lét reiðina bitnaá húsgögnunum íbúa einum við Nóatún sinnaðist eitthvað við sjálfan sig síðastliðið laugardagskvöld. Lét hann reiðina bitna á húsgögnum sínum og tók að henda þeim út um gluggann á íbúð sinni og út á Nóatúnið. Vakti þetta framferði mannsins athygli lögreglunn- ar, sem taldi hér um óeðlilegan flutning húsgagna að ræða, jafnframt því sem bilaumferð kynni að stafa hætta af þessum sendingum sem bárust út um gluggann á umræddu húsi. Tókst lögreglunni að fá manninn ofan af þessu tiltæki en hann hafði þá þegar eyðilagt talsverðan hluta af inn- anstokksmunum sínunt. Maðurinn mun hafa verið undir áhrifum áfengis. -GAJ Veturinn hefur óneitanlega sfnar failegu hliðar. Þessi hlið er ein þeirra, fallegur snjór á húsþaki og trjám. Slikar myndir minna óneitanlega á komu jólanna i næsta mánuði. DB-mynd Hörður. Rækjan í Axarfirði ekki til skiptanna Rækjuveiðar hófust frá Kópaskeri 2. okótber og var allgóð veiði fyrstu dag- ana en síðan hefur hallað undan fæti. Er nú svo komið að 'áfli er kominn langt niður fyrir 100 kg á togtima. Lítur ekki út fyrir að veiðanlegt magn hér úr flóanum á þessari vertíð verði lifibrauð fyrir mörg byggðarlög. Heilsufar hefur verið hér gott og menn reyna að bera sig vel þótt á móti blási. - A.B. Kópaskeri. Kosningamáí Hins flokksins: Frumvarpsþjónusta Komi Hinn flokkurinn manni að í al- þingiskosningunum, sem þeir félagar telja næsta víst, þá verður eitt aðalmál þeirra að koma á fót Frumvarpsþjón- ustunni hf. Telja jreir það vera ekki minna mál en þegar vinstri stjórnin kom á Framkvæmdastofnun í upphafi þessa áratuga. Frumvarpsþjónustan á að tryggja lýðræðið. Geta minnihlutahópar komið þar skoðunum sinum á fram- færi og skiptir innihald frumvarpanna þáekki meginmáli. - JH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.