Dagblaðið - 19.11.1979, Síða 22
22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
Iþróttir
Fram-vélin
bræddi úr
sér í lokin
—og Valur sigraði Fram 19-16 í 1. deild
íslandsmótsins íhandknattleik
íslandsmeistarar Vals voru lengi að
ná sér á strik gegn Fram í 1. deildinni í
handknattleiknum á laugardag. Lcngi
vel virtist stefna í annan ósigur þeirra
— Fram náði fjögurra marka forskoti
— cn það varð þó ekki. Fram-liðið féll
Öruggt hjá Ár-
manni og Fylki
Tveir leikir voru háðir í 2. deild
íslandsmótsins i handknattlcik um
helgina. Að Varmá léku Afturelding og
Fylkir. Fylkismenn sigruðu örugglega
24—17. Þá léku í Laugardalshöllinni
Ármann og Þór frá Vestmannaeyjum.
Það varð leikur kattarins að músinni og
Ármann vann yfirburðasigur, 31—15.
Best til
Hibernian
Georges Best, fyrrum leikmaður
Man. Uld. og Norður-írlands, hefur
gert samning við skozka félagið
Hibernian sem er í neðsta sæti í úrvals-
dcildinni skozku. Hibernian keypti
samning hans við Fulham fyrir 50 þús-
und sterlingspund þó svo Best hafi ekki
lcikiö með Fulham í tvö ár. Hann var
skráður leikmaður hjá félaginu.
Reiknað er með að Best hefji fljótlega
að lcika með Hibernian og þá á sér-
samningi fyrir hvern leik. Edinborgar-
liðið mun greiða honum 2000 pund
fyrir lcik — 1,8 milljónir isl. króna.
alveg saman lokakafla leiksins, skoraði
aðeins þrjú mörk siðustu 12 mínúturn-
ar. Slíkt dugar ekki gegn jafn leik-
reyndu liði og Vals. Valsmenn unnu
upp muninn og vel það Stóðu uppi í
leikslok sem sigurvegarar 19—16 og
skoruðu níu mörk gegn fjórum síðustu
18 minúturnar.
I heild var leikurinn heldur slakur og
víst er að bæði lið geta sýnt miklu bctri
leik. Tveir menn björguðu Val öðrum
fremur, — Jón frambjóðandi Karls-
son, sem skoraði llest mörkin, og
ungur piltur, Brynjar Harðarson.
Þegar hann loks kom inn á skoraði
hann fjögur ntörk i röð. Erfitt er að
skilgreina slaka frammistöðu Frant
þegar á leikinn leið. Það var ckki
aðeins að sóknarloturnar misfærust
flestar heldur varð og vörnin slök. Það
var ekki nógu gott eftir góðan leik
framan af.
Þorbjörn Guðmundsson skoraði
fyrsta niark leiksins fyrir Val úr vita-
kasti en síðan tók Fram við og skoraði
næstu þrjú mörk, Atli Hilmarsson,
Sigurbergur Sigsteinsson og Andrés
Bridde úr víti. JónKarlsson minnkaði
muninn fyrir Val cn Andrés svaraði
með vitaksti. 4—2 fyrir Fram og róleg
var markaskorunin. 16 mínútur af leik.
Val tókst að minnka muninn í eitt mark
cn þá kom góður kafli hjá Fram. Liðið
skoraði fjögur mörk gegn einu Vals og
flestir í Laugardalshöllinni voru nú
farnir að reikna mcð sigri Frarn.
Staðan 8—4 og sex mínútur eftir
af hálfleiknum. Valur minnkaði aðéins
muninn fyrir leikhléið. Staðan í hálf-
leik 10—7 fyrir Fram.
Sami munur hélzt fyrstu 12 mínút-
Egill Jóhannesson, ungi leikmaðurinn hjá Fram brýzt inn á linu og skorar. Bjarni og Steindór, Val, og Andrés fylgjast með.
DB-mynd Bjarnleifur.
urnar í síðari hálfleik. Brynjar skoraði
þrjú fyrstu mörk Vals í hálfleiknum en
Andrés svaraði jafnharðan fyrir Frant,
skoraði þrjú fyrstu mörk Fram úr víta-
köstum í hálfleiknum. 13—10 og
staðan ekki beint glæsileg hjá Val.
Bjarna Guðmundssyni vikið af velli. Þá
varði Sigurður Þórarinsson, mark-
vörður Frani, vítakast frá Brynjari. En
Valur fékk aftur viti og úr þvi skoraði
Þorbjörn Guðmundsson. Stefán Hall-
dórsson, vitaskytta Vals, brákaðist á
fingri í leiknum við FH og leikur ekki
með Val næstu vikurnar.
•Eii^inmitt þegar neyðin var stærst
var 'hjalpin næst Valsmönnum. Leik-
nienn Fram stöðnuðu algjörlega, tókst
ekki að skora, en á sama tima var Jón
Karlsson drjúgur fyrir Val. Valur
komst yfir, 15—14, þegar tæpar tíu
mínútur voru til leiksloka. Áfram
héldu Valsmenn að skora meðan
sóknarmenn Fram hikstuðu meir og
meir. Valsmenn komust meira að segja
fjórum mörkum yftr, 19—15, en Birgir
Jóhannsson skoraði síðasta mark leiks-
ins fyrir Fram. Það er mikið rann-
sóknarefni fyrir þjálfara Fram, Karl
Benediktsson, hvers vegna leikntenn
hans missa svo þráðinn lokakafla leikj-
anna. Fyrst i Hafnarfirði gegn
Haukum og nú gegn Val.
Mörk Vals í leiknum skoruðu Jón H.
Karlsson 6, Þorbjörn Guðmundsson
5/3, Brynjar 4/1 , Steindór 2, Bjarni 1
og Björn Björnsson 1. Mörk Fram
skoruðu Andrés 7/7, Atli 3, Egill 2,
Theódór, Sigurbergur og Birgir citt
hver.
- HJ
Fram-Valur 16-19 (10-7)
Islandsmótið, 1. dolld karla. Valur — Fram 19—16 (7—10), LaugardabhöN 17. nóvambar.
Baztu laikmann (haata ainkunn 10), Bryi^ar Harðarson, Val, 7, Jón H. Kadsson, Val, 6, Atli
Hilmarsson, Fram, 6, Stafán Gunarsson, Val, 5, Stalndór Gunnarsson, Val, 5.
Vakjr Brynfar Kvaran, Bjami Guömundsson, Jón H. KaHsson, Þorhjöm Guðmundsson, Þor-
bjöm Jansson, Stafán Gurmaraaon, Staindór Gurmarsson, Bjðm Bjömsson, Ólafur Benadikts
son, Brynfar Harðarson, Gunnar Lúðvfksson og Hörður HHmarsson.
Fram: Sigurbargur Sigstainsson, Atti HHmarsson, Gissur Agústsson, Sigurður Þórarinsson,
Birglr Jóharmsson, Theodór Guðfinnsson, Rúnar Guðiaugsson, Gústaf BJÖmsson, EgHI Jóhanrv
asson, Eriandur Davfðsson, András Bridda og Hannas Letfsson.
Dómarar Gunnar KJartansson og ólafur Staingrfmsson.
Valsmann fangu 6 vftaköst I laiknum — mlsnotuðu 2. Fram fákk 7 vftf — skoraði úr öllum.
Áhorf andur voru um 300.
Olga í Firðinum þegar FH vann
—FH sigraði HK 23-17 í 1. deild karla í handknattleiknum
Þaó var mikil ólga lokaminúturnar í
leik FH og HK i 1. deild karla á
íslandsmótinu í handknattleik í
Hafnarfirrti á laugardag — jafnt á
áhorfendasværtunum scm á leikvellin-
um. Mikil spenna mertal hafnfirzku
áhorfendanna, sem voru í meirihluta,
og vildu beinlinis art FH „slátrarti”
Kópavogslirtinu. Þart sinitarti út frá sér
— formartur HK og formartur hand-
knattleiksdeildar FH voru farnir að ýta
hvor virt örtrum og þart alls ekki í górtu.
Beint fyrir framan nefirt á blartamönn-
um. FH vann öruggan sigur — sex
marka munur í lokin 23—17.
Æsingur varð þegar Kristján Þór
Gunnarsson einn bezti leikmaður HK,
var borinn af velli á böruni vegna
meiðsla sem hann hlaut í samstuði við
samherja en áhorfcndur gerðu sér al-
niennt ekki grein fyrir því. Einn leik-
manna HK var meðal þeirra scnt báru
börurnar og leikurinn hófst án þess
hann væri aftur kominn inn á. FH
skoraði og HK-menn voru alls ekki
sáttir við þann gang mála. Það cndaði
með.því að Óli Olsen dómari vísaði
Hilmari Sigurgíslasyni af bekknum til
búningsherbergja. Aganefnd HSÍ mun
taka mál hans fyrir og Hilmar á ef til
vill yfir höfði sér leikbann. Áhorf-
endur, sem voru talsvert á þriðja
hundrað, fengu því talsvert fyrir pen-
inga sína í þeim ólgusjó sem rikti loka-
kaflann.
Leikurinn í heild var hins vegar
aldrei vel leikinn eða sérlega spennandi.
Kópavogs-strákarnir komu þó á óvart i
byrjun og skoruðu tvö fyrstu mörk
leiksins, 0—2, og höfðu tvívegis eftir
það tveggja marka forustu, 1—3 og 2—
4. FH jafnaði hins vegar i 4—4 og
komst síðan yfir 7—5. Eflir það má
segja aðt sigur FH hafi aldrei verið í
hættu. Leikur liðsins var þó mun lakari
en i sigurleiknum gegn Val á dögunum
— Geir Hallsteinsson lék litið með og
var tekinn úr umferð þann tíma sem
Styrkiö og fegríð líkamann
Dömur og herrar!
Ný 3ja vikna námskeið hefjast 26. nóvember. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.
Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi
æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira.
Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar i baki eða þjást af
vöðvabólgum.
Vigtun — mæling — sturtur — ljós — gufuböð — kaffi — nudd
, Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 321
hann var inná — og auk þess var mark-
varzlan i molum hjá FH í fyrri hálfleik.
Tveggja marka munur FH í vil i hálf-
lcik, 11—9.
FH-ingar juku þann mun i fjögur
ntörk strax í byrjun síðari hálfleiks og
lengi vel hélzt sá munur, þó svo HK
minnkaði tvivegis í þrjú mörk. En um
miðjan hálfleikinn náðu FH-strákarnir
að hrista HK alveg af sér — komust í
20—14 eftir 15 min. Lokakaflann
skoraði hvort lið aðeins þrjú mörk
hvort. Timinn fór þá mest í alls konar
pústra og var mikið um tafir.
Leikurinn var aldrei mikilla sæva en
þó brá fyrir fallegum köflum —
einkum var Pétur Ingólfsson góður hjá
FH og Hafnfirðingar hafa þar fengið
góðan liðsauka. Þá var golfmaðurinn
kunni, Ragnar Ólafsson, mjögöruggur
í vítaköstum fyrir lið sitt — en það at-
riði varð HK einmrtt að fallli i fyrsta
leik sínum á mótinu, gegn ÍR. Þjálfari
FH, Geir Hallsteinsson, vildi greinilega
fylgjast með leikmönnum sinum frá
bekknum — og var þvi litið inná enda
þurfti hans ekki við til að sigur ynnist.
Hann sá þar að ýmislegt má laga i lcik
sinna ungu leikmanna.
Veturinn verður erfiður hjá HK-
liðinu og vafasamt það fái stig í I.
deildinni. Það hefur orðið fyrir miklum
áföllum —aðalmarkaskorarinn á
siðasta leiktimabili, Stefán Halldórs-
son, genginn í Val og Karl Jóhannsson
hefur lagt skóna á hilluna. Þeirra skörð
verða vandfyllt fyrir HK — þrátt fyrir
nýja menn á liðið langl i að ná sama
styrklcika og áður.
Mörk FH skoruðu Pétur 5, Kristján
Arason 5/3, Valgarður 3, Guðmundur
Magnússon 3, Geir 2, Sæmundur 2,
Eyjólfur Bragason, Magnús Teitsson
og Hafsteinn Pétursson eitt hver.
Mörk HK skoruðu Ragnar 8/6,
Hilmar 3, Kristján Þór 3, Kristinn
Ólafsson 2 og Bergsvcinn Þórarinsson
eitt.
- hsim.
FH-HK 23-17 (11-9)
IslancUmótSö i 1. ctold karia. FH — HK 23-17 (11-9) i 9>róttahúsinu i Hafnarflröi 17. nóvamber.
Baztu laNcmann: Pétur Ingólfaaon FH, 6, Ragnar Ólafaaon HK, 6, Guðmundur Magnúaaon FH,
5, Kriatjén Araaon FH, 5, Kriatján Þór Gunnaraaon HK, 6.
FH: Bvainn Krtatínaaon, Guömundur Magnúaaon, Kriatján Araaon, 8aamundur Stafánaaon,
EyJÓKur Bragaaon, Ami B. Amaaon, Pétur Ingólfaaon, Valgaröur Vaigaröaaon, Magnúa Tahaaon,
Gair Haftatainaaon, Hafatainn Péturaaon, Birgir Flnnbogaaon.
HK: Elnar Þorvaröaraon, Ragnar ólafaaon, Hilmar Sigurgialaaon, Magnúa Guðfinnaaon, Eriing
Siguröaaon, Friöjón Jónaaon, Kriatján Þór Gunnarsaon, Bsrgsvainn Þórarinaaon, Kriatínn ólafa-
aon, Giaaur Krtatínaaon, Már Bjömaaon, öm Jónaaon.
Dómarar BJÖm Kriatjánaaon og ÓU Otaan. Tvaimur FH-ingumvar viklð af vaUi, Pétri tvivagia,
og GuÖmundi MagnúaaynL Einum HK-manni, HUmari, — brottvflcning af bakknum. HK fékk aax
vftaköat - ÖN nýtt. FH þrjú- Ahorfandur 260.