Dagblaðið - 19.11.1979, Side 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
31
„Hauskonzert” í hádeginu
Hódogistónleikar Söngskóians ( ReykjavBt (
Tónleikasal skólans vlö Hverfisgötu, 7. nóvem-
ber.
Flytjendur: Már Magnússon tenórsöngvari og
Jónfna Gfsladóttir pianóleikarí.
Verkefni: Fimm IjóÖ úr Malarakonunni fögru,
eftir Franz Schubert; Adelaide, eftir Ludwig
van Beethven; Minnelied og Standchen, eftir
Johannes Brahms, og Auch kleine Dinge og
Nimmersatte Liebe, eftir Hugo Wotf.
Hádegistónleikar Söngskólans
virðast vera orðnir fastur punktur í
tónlistarlífi höfuðborgarinnar. Þeir
eiga sér þegar orðið fastan sækjenda-
hóp, og vonandi er, að þeir séu
orðnir fastir í sessi. Verkefnaskrá
vetrarins spannar einnig býsna vítt
svið, svo að ótrúleg fjölbreytni nær
að ríkja.
Ekki dús
Nú var komið að Má Magnússyni
og Jónínu Gísladóttur að spreyta sig.
Mér finnst ég vera tilneyddur að geta
UTUSKATTUR
Hódegistónleiker Söngskólans ( ReykjavBc (
Tónloikasal skólans viÖ Hverfisgötu.
Flytjendur: Guöný Guðmundsdóttir fiöluleikarí
og Halldór Haraldsson planóleikari.
Verkefni: Frítz Kreisler, Liebesiied og Liebes-
freud; Niccolo Paganini, Sónata op. 3 nr. 12;
Henryk Wieniawsky, Polanaise Brílliante op.
21 nr. 2; Josef Suk, Pisen Eósky; og Camille
Saint Saöns, Introduction et Rondo
Capríccioso.
Skilyrðing
útvarpsins
Það var ágætlega til fundið hjá
Guðnýju og Halldóri að hefja há-
degistónleika á þessum litlu perlum
Kreislers. Ótal margir íslendingar
tengja þessi lög ósjálfrátt hádeginu,
síðan á dögum frá þeim tíma, að
þulir Ríkisútvarpsins tóku sér smáhlé
fyrir fréttalesturinn. Létu þeir þá
gjarnan Kreisler og fleiri snjalla
menn stytta mönnum biðina. Svo
skilyrtust ýmsir við þetta athæfi út-
varpsins, að mörgum finnast þessi
lög tilheyra hádeginu öðrum stund-
um dagsins fremur. Á eftir þessum
hádegisinngangi fylgdi svo hver sí-
græninginn á fætur öðrum.
Að láta gamminn
geysa
Sónata Paganinis með öllum sínum
Tónlist
glæsileika og, að mér fannst í anda
höfundarins, sem sé gammurinn lát-
inn geysa og ekki hirt um endalaust
öryggi í tóni heldur allt gefið fyrir
túlkunina. Sama er að segja um póla-
nesu Wieniawskys, hún var eins og
nafnið segir til um, „brillíant”,
kannski svolítið flausturslega leikin á
smákafla, en ekki var það að ráði til
lýta. Pisen Esásky gáfu þau, sem
aukalag, á tónleikum sínum i
Norræna húsinu í sumar, ef mig
minnir rétt. Og eins og þá, léku þau
þetta litla lag af stakri snilld.
Efnisskráin var svo tæmd með Intro-
duction et Rondo Capriccioso, Saint
Saéns. Mér fannst hálfpartinn, eins
og þetta verk væri ekki jafnvel sam-
æft og hin, en kannski hefur þreytu
fremur verið um að kenna. Hvað um
100. Færeyingurinn á flod f Hafnarfjaröarhöfn. Nú er búiö aö þjappa saman stýrishúsi
og káetu tíl að auka dekkpláss og hækka öldustokkinn frá upprunalegri mynd.
Hundraðasti
Færeyingurinn
kominn á flot
Hundraðasti Færeyingurinn, eða 24
feta smábátur úr trefjaplasti fram-
leiddur af Mótun hf. í Hafnarfirði, var
afhentur kaupendum í gær.
Þetta er tvímælalaust vinsælasti smá-
bátur sem hér hefur verið framleiddur,
þvi ekki er lengra síðan en í júli '11 að
fyrsti Færeyingurinn hljóp af stokkun-
um.
Hann er kallaður Færeyingurinn af
þvi byggingarlagið er sótt til Færeyja,
/
þrautreynt trillulag þar í áratugi.
Bátar þessir eru bæði til gagns og
gamans, notaðir á grásleppu, skak,
skytterí o.fl. auk skemmtisiglinga.
Þykir hann láta mjög vel í sjó af svo
litlum báti að vera. Fyrirtækið er nú að
framleiða upp i 40 samninga sem fyrir
liggja. Auk þessa framleiðir Mótun 5,5
og 6 tonna fiskibáta og 23 feta fjöl-
skyldusportbáta.
-'GS
Smurbrauðstofon
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Simi 15105
þess strax, að ég hef aldrei verið dús
við þá „uppgötvun”, að Már væri
tenór. Ég hef alltaf álitið hann
baríton, miklu fremur. En gott og
vel, mér söngfróðari menn hafa fellt
þennan úrskurð og það sem meira er,
Már hefur sjálfur farið eftir þessu.
Schubert fór þokkalega af stað
með Das Wandern en fljótlega komu
þó í ljós aðalveikleikar flytjendanna
tveggja. Jónina var of þung á sér í
undirleiknum og Már klemmdi um of
í hæðinni. Malarakonuljóðin voru
misjafnlega flutt, en tvö þeirra báru
af, Wohin? og Mein.
í Adelaide Beethovens brá fyrir
góðum köflum, en þegar mest á
reyndi brást gæfan og risið lækkaði.
Þetta Ijúfa ljóð reyndist þvi í heild
heldur þvingað, því miður.
Nýr tónn
orsökina — ekki var samleikur þeirra
alveg með sama glæsibrag og í fyrri
verkum á efnisskránni. En líflega
léku þau samt, það vantaði aðeins
síðustu fínpússninguna. Aukalag
léku þau að sjálfsögðu. Meditation
eftir Jules Massenet. Þessi litla
íhugun í tónum er meitlað verk, hver
tónn á sínum stað, ekkert of eða van.
Slík verk verða einungis áheyrileg í
meðförum snjallra flytjenda, eins og
til dæmis Guðnýjar og Halldórs. Þar
með höfðu tónleikagestir meðtekið
sinn litlaskatt af snjöllum leik.
í Brahmsljóðunum kvað svo við
annan tón. Þar féll túlkun beggja í
sama farveg, og ekki reyndi eins á
sömu veiku hlekkina og áður. Lög
Brahms hæfðu rödd Más mun betur
en fyrri verkefni. I lögum Hugos
Wolfs bættu þau Jónína og Már
síðan fyrir hnökrana á fyrstu verk-
efnunum. Síðasta lagið, um fjöl-
þreifni Salomons konungs hins vitra,
söng Már með allri þeirri kímni, sem
tilefniðgaf. Frábær framburður hans
naut sín þar lika hvað best. Aukalag
tóku þau — Mein Mádel hat einen
Rosenmund — þjóðlag í útsetningu
Brahms. Þar tókst Má allra best upp
og missti í engu marks, hver hending
og hver tónn.
Vandinn að velja
Verkefnavalið, og kannski naurnur
undirbúningstími, settu sitt leiðinda-
mark á þessa tónleika. Því er ver og
miður, þvi að á stofutónleikum,
Hauskonzert, hef ég heyrt Má syngja
hvað best. Honum tókst að færa
okkur inn i þann hcini undir lokin.
Betur að svo hefði verið alveg Irá
upphafi tónleikanna.
-EM
þjónustu hjá
mönnum MAZDA verk
Pantiö tíma
81
simum: