Dagblaðið - 19.11.1979, Qupperneq 33
UM
HELGINA
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979.
Langsum og þversum
Nýlcga kom út hjá bókaútgáfunni Bjöllunni bókin
Langsum og þvcrsum sem eru krossgátur og mynda-
gátur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur rithöfund og
kennara. Sigurbjörn Helgason hefur myndskreytt bók-
ina. Gáturnar eru ætlaðar til móðurmálskennslu í.
grunnskólum. 1 formála segir höfundur m.a.: „Við
gerð þeirra hugsaði ég um það fyrst og fremst, að þær
væru skemmtilegar og örvuðu börnin til skapandi
leikja að orðum og myndum. Myndaþrautirnar eru
hafðar margs konar til þess að börnin geti lært af þeim
að ráða hinar ýmsu gerðir þess háttar getrauna og þær _
verði þeim hvatning til að búa sjálf til sams konar
gátur. Loks reyni ég að koma að einföldum málfræði-
reglum og nota málfræðileg hciti. þegar þaðer hægt.
án þess þó að um itroðslu sé að ræóa."
í Langsum og þversum eru 25 gátur á lausum
blöðum og verður verkið einungis selt skólum fyrst
um sinn.
Prentstofa G. Benediktssonar annaðist setningu og
prentun.
Hin týnda borg Inkanna
Út er komið hjá Bókaútgáfunni örn og örlygur fjórða
og siðasta bindið i bókaflokknum t leit aö horfnum
heimi og nefnist það Hin týnda borg Inkanna. Loftur
Guðmundsson þýddi. Áður voru komnar út bækurnar
Leyndardómar Faraóanna, Fall og eyðing Troju og
Hin sagnfrægu ævintýri vikinganna.
Þetta eru rikulega myndskreyttar bækur með
spennandi lesefni sem jafnframt er ætlað að veita
börnum og unglingum innsýn í horfið menningarlif
fyrri kynslóöa.
Búálfamir
Bókaútgáfan öm og örlygur hefur sent frá sér
bamabókina BÚÁLFARNIR eftir Valdísi Óskars-
dóttur með tcikningum eftir Katrínu Jónsdóttur.
Búálfamir eru eins og nafnið bendir til alislenzk
saga um íslenzka búálfa sem eiga heima i veggjum
húsanna okkar og lifa þar sinu mjög svo sjálfstæða og
sérstæöa lífi. Það vissi raunar enginn um tilvist þeirra
þar til hann Svenni komst á snoðir um þá fyrir algera
tilviljun.
Bjarni Jónsson vann kápuna upp úr myndum
Katrínar Jónsdóttur og reyndist honum mjög örðugt
því að álfarnir fengust ekki til þess að sitja kyrrir
meðan hann var að reyna að stilla þeim upp.
J LEITAÐHORFNUM
Hhn týnda bors
Inkanna
Árás f dögun, ný stríðs-
saga eftir Brian Callison
Hjá Iðunni er út komin skáldsagan Árás í dögun eftir
brezka höfundinn Brian Callison. Þetta er þriðja
striðssagan sem út kemur eftir hann á islenzku.
Hinar voru Hin feigu skip og Banvænn farmur.
Árás í dögun lýsir strandhöggi brezkra víkingasveita
I norskum smábæ þar sem þýzka hernárasliöið hafði
herskipalægi. Þótt hér sé um skáldsögu að ræða á hún
sér allnákvæmar hliöstæður i árásum brezku vikinga
sveitanna á St. Nazaire, Lofoten og Dieppc á styrjald-
arárunum.
Árás í dögun er 254 blaðsíðna bók. Andrés
Kristjánsson þýddi söguna. Hún er prentuð af Prent-
rúnsf.
BRIAN CALLISON
ÁRÁSÍDÖGUN
Ný blanda úr Borgarfirði
Borgfirzk blanda III
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja
blöndu af borgfirzku efni. Eins og í fyrri bókunum er
leitazt við aö hafa efnið sem fjölbreyttast. Það skiptist
í þjóðlifsþætti, persónuþætti, t.d. er þáttur um Sigga
ha sem þekktur var í Borgarfiröi, sagnaþættir ýmiss
konar, frásagnir af slysförum, m.a. af síðustu ferð
Bjarna Ólafssonar, hins kunna aflamanns og
sjósóknara, frásagnir af draumum og dulrænum at
burðum, m.a. af dulrænni reynslu Júlíusar Þórðar-
sonar á Akranesi, gamanmál, t.d. sögur af Kristófer á
Hamri i Borgarhreppi, Vísur ólafs Kristjánssonar i
Mýrarhúsum o. fl. Fjöldi mynda er i bókinni, m.a.
teikningar eftir sr. Jón M. Guðjónsson af 32 sveita-
bæjum sunnan Skarðsheiðar.
Borgfirzk blanda III er 240 bs. i stóru broti. Prent-
verk Akraness hf. annaðist prentun og bókband.
Káputeikning er eftir Ragnar Lár.
rítSS
í greipum dauðans
Hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi er nú komin út ný
bók eftir enska metsöluhöfundinn Gavin Lyall. Áður
eru útkomnar eftir þennan höfund bækurnar Tefit á
tæpasta vað , Lifshættuleg eftirför og Viö sigrum
eða deyjum . Gavin Lyall er talinn einn a 5 beztu
..thriller”höfundum sem nú eru uppi.
Gavin Lyall var um tvegr ára bil fiugstjóri i
brezka fiughernum. Hann Ik hlotið ..Silfur
rýtinginn”, sem er vi.dlaun sambánds
a»i.sagna(thriller)-höfunda. Bækur nans hafa verið
þýddará 12 tungumál.
Skúli Jensson þýddi bókina seni er 211 bls. Hún cr
prentuö i Prentverki Akraness hf. og bundin i Arnár
Bergi hf. Hilmar Þ. Heigason gerði káputeikningu. /
Fallð vald
..Hcimur æðri viðskipta og alþjóðlegs leymmáU - .r
lokaður hcimur. þar sem ákvarðanir fárra ut'-aidra
ráða orlógum milljóna einstaklinga i öllu» . hmdum.
Falið vald gefur okkur innsýn i þenna> »’ ilarfulla
heim." Svo segir á kápu nýrrar bókar s m ’ >Kaúigáf
an Örn og örlygur hcfur sent á bókamaj i • >g er eftir
ungan Islending. Jóhannes Björn. Jóþanncs hefur að
mestu verið búsettur erlendis síðustu árin og dvalið
langdvölum i Sviþjóð og Englandi. Hann hefur lagt
stund á félagsfræði auk náms i sundurgrciningu
upf lýsinga (Data analysis) og ''ublic Rclations.
Jól annes hefur einnig lagt stut á á kerfisbundnar
rannsóknir á sviði stjórn og peningamála og birtast
niðarstöður þeirra rannsókna ( pessari bók Ivtta er
önnur bók höfundar, áður he'ir kornið út eftir hann
Ijóðtbókin Blástjörnur. /
Bókin er filmusett, umbrotin og prentuð i prent
stofu G. Benediktssonar, bundin i Arnarfelli og
l/^niimtrnrl nitrAi Prncl Rar'hmQnn
í föstudagsfréttum sjónvarps tal-
aði Ómar Ragnarsson um gildi mann-
brodda og byrjaði á því að detta á
rassinn. Það er ljótt að hlæja að
óförum annarra, en þetta var samt
skemmtilegasta „móment” kvölds-
ins. Svona smáslys gera stofn-
anir mannlegri. En þetta var annars
ekki ýkja skemmtileg helgi hjá
stofnuninni. Um pólitik var ekki
talað nema þá óbeint í Kastljósi sama
kvöld og þar komu aðeins fram fyrr-
verandi stjórnmálamenn. Kannski
var það þess vegna sem maður
hlustaði á mál þeirra með athygli —
og vissulega var málefnið brýnt. í
sama þætti var einnig rætt um
búferlaflutninga íslendinga til
annarra landa og lúbarðar konur.
Kannski eru einhver tengsl þarna á
milli. Marmarahúsið lét lítið yfir sér
sem kvikmynd en hafði þó til að bera
mannlega vídd sem ekki má forsóma.
Laugardagssjónvarp var bærilegt,
en ekki meir. Þeirri yfirlýsingu fylgir
samt eitt neyðaróp: Losið landslýð
við Leyndardóm prófessorins, þér
ráðamenn. .
Leitt er að Flugur skulu á enda,
eða „öllum lokið” eins og glaðbeitt-
ur kynnir þeirra sagði. í þeim þáttum
reyndu aðstandendur að gefa hverju
lagi umgjörð við hæfi, rómantíska,
fáránlega eða eilítið sjúklega, allt
eftir efnum og ástæðum. Sumt fór
fyrir ofan garð og neðan hjá mér í
þessum þáttum, t.d. ástarsöngur í
hjólastól og karlapartí í gróðrarstöð,
en óneitanlega reis maður upp við
dogg við uppákomuna á skerminum,
a.m.k. þar sem hundahald er leyft
(áhrif Brandarabankans. . .).
Ég er orðinn hálfsmeykur við þessi
stóru tónlistar-,,sjó” á laugardags-
kvöldum, en um fyrri helgi upplifði
ég eitt það versta sem hér hefur verið,
frá Berlín. En ELO var ekki þess
eðlis, takk fyrir það, — en býsna
ómerkileg hljómsveit samt. Ekki
tókst mér að greina snefil af sérstakri
tónlistargáfu i piltunum eður
skapandi afl, heldur eru þeir eins
konar hlutlaus sambræðingur af
Beatles, Beach Boys, Motown o.fl.
með miklum gný til viðbótar. Man at
the top er um gamalkunnugt efni, lítt
uppbyggileg eða aðlaðandi mynd
nema vegna kvenfólksins sem er oft
nakið. Einu sinni datt nokkrum póli-
tíkusum í hug að íslenzkt mál væri
sjónvarpsefni, kannski vegna þess að
þeir töldu að æskan hlustaði ekki á
ágæta íslenzkuþætti í útvarpi. Ég
verð að hryggja þá með því að lítil
likindi eru til að æskan unga meðtaki
boðskap efnisins á sjónvarpsskermi,
sérstaklega þar sem sjónræn atriði
samanstanda af drengstaula i báta-
leik, rollum og konu að strokka. Ég
sé fyrir mér unga frændur mína:
,,Vá, mar, kona að strokka. . .". Því
ekki að byggja þessa þætti upp gagn-
gert fyrir þennan miðil, eða fræða
óbeint með því að búa til getrauna-
þætti með orð og orðaleiki? Vísir var
að slíku i keppni dagblaðanna hér um
árið og fylgdist þá alþjóð með og tók
þátt i leiknum. Auk þess búa Bretar
til góða þætti af þessu tagi og fyrst
Bretar gera þetta, nú, þá er auðvitað
sjálfsagtaðprófa þetta hér. . .
KONA AÐ STROKKA
Fyllingarefni - Gróðurmold
Heimkeyrt fyllingarefni og gróðurmold á hagstæðasta verði.
Tökum að okkur jarðvegsskipti og húsgrunna.
KAMBUR
Hafnarbraut 10, Kóp., simi 43922.
Heimasími 81793 og 40086.
ER GEYMIRINN I OLAGI ?
HLÖDUM ENDURBYGGJUM GEYMA
GóA þjónusta - sanngjarnt veró 1
Kvöld og helgarþ|ónusta s 51271 -51030
RAFHIEDSIAN sf
Húseigendur - Húsbyggjendur
Húsgagna- og byggingameistari getur bætt við sig verkefnum.
Vinnum alla trésmiöavinnu, svo sem mótauppslátt, glerísetningar,
glugga- og hurðasmlði, innréttingar, klæðningar og milliveggi og
annað sem tilheyrir byggingunni. Önnumst einnig raflögn, pipulögn
og múrverk. Vönduð vinna, vanir fagmenn. Simi 82923.
Geymið auglýsinguna.