Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.11.1979, Qupperneq 43

Dagblaðið - 19.11.1979, Qupperneq 43
43 N DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1979. séra Guörún Tómasdóttir syngur á plötu sinni 26 islenzk þjöölög, flest úr safni Bjarna Þorsteinssonar. Tvær nýjar plötur frá Fálkanum RÓBERTSYNGUR GYLFA OG GUÐRÚN ÍSLENZK ÞJÓÐLÖG Hljómplötudeild Fálkans sendi í síðustu viku tvær hljómplötur á markaðinn. Sú fyrri nefnist Lestin brunar. Á henni syngur Róbert Arn- finnsson leikari lög eftir Gylfa Þ. Gíslason við ljóð margra helztu skálda þjóðarinnar. Lestin brunar er önnur plata Róberts með lögum eftir Gylfa. Sú fyrri kom út fyrir nokkrum árum. Undirleik á nýju plötunni annast hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Stjórnandi er Jón Sigurðsson. Hin platan sem Fálkinn sendi frá sér í siðustu viku hefur aðgeyma safn af íslenzkum þjóðlögum. Það er Guðrún Tómasdóttir sópransöng- kona sem flytur þau við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Umslag plötunnar er sérlega vandað. Það hefur að geyma texta þjóðlaganna og skýringar á ensku og íslenzku. Flest lögin á plötu Guðrúnar og Ólafs eru úr þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar. Platan var hljóðrituði Útvarpssal. -ÁT- Róbert Arnfinnsson er enn í ferðinni með lög eftir Gylfa Þ. Gislason prófessor. ÍBÚAR SEUAHVERFIS Hef opnað fiskbúð að Tindaseli 3 (sama húsi og verzlunin Ásgeir). Opið daglega kl. 9—12 og 4—6. Býð meðal annars nýja linuýsu, ýsuhakk og ýsufars. GJÖRHD SVO VEL OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN HUSAVIÐGERDIR - BREYTINGAR VANIR FAGMENN. - TILBOÐ EÐA TÍMAVINNA - - ■ UPPL. I SIMA 71796. FATASAUMUR STARFSÞ JÁLFARAR Iðntæknistofnun íslands vill ráða 2 starfs- menn með starfsreynslu við saumaskap eða á skyldum sviðum vegna hagræðingar- verkefnis í fataiðnaði. Starfsmennirnir munu fá þjálfun erlendis og aðstoða síðan finnska sérfræðinga við starfsþjálfun í fataverksmiðju. Nánari uppl. veitir Sigurður Guðmunds- son, Iðntæknistofnun fslands Skipholti 37, sími 81533. Eríc Clapton á hljómleikum í Póllandi: s Aðdáendurvoru dregn- Fyrsta heimsókn Eric Claptons austur fyrir járntjald verður væntanlega einnig hans síðasta. Hann kom fram, ásamt hljóm- sveit sinni, á tvennum hljómleikum í Varsjá, höfuðborg Póllands, og hélt að því búnu til Katowice í sama landi. Þar áttu að verða tvennir tónleikar en þeim seinni var aflýst eftir að allt hafði farið upp i loft í fyrra skiptið. Hljómleikarnir fóru vel af stað. En þegar nokkuð var á þá liðið þusti skari ákafra aðdáenda að sviðinu. Þeir fengu hins vegar varmar viðtökur pólskra öryggisvarða sem gengu hart eftir því að koma fólkinu í sæti sín aftur. Nokkrir voru þó fjarlægðir úr hljómleikahöllinni, sumir meira að segja dregnir út á hárinu. Um tíma var svo fjandsamlegt andrúms- loft í salnum milli öryggisvarðanna, áheyr- enda og sviðsmanna Claptons, að óttazt var að til uppþots kæmi. Ekki batnaði ástandið þegar öll Ijós í salnum voru kveikt. Eftir að hljómsveitin lauk flutningi sínum fór allt upp í loft milli starfsmanna Claptons og pólskra yfirvalda. Framkvæmdastjóri Calptons, Roger Forrester, ásakaði Pólverja um óþarft ofbeldi en hinir neituðu staðfast- legaöllum ásökunum. Deilan endaði með því að Forrester heimtaði að á síðari hljómleik- unum kæmi ekki til neinna átaka.annars yrðu þeir felldir niður. Eftir nokkurt japl og jaml kváðust Pól- verjar ekki geta ábyrgzt neitt slíkt. Forrester aflýsti þvi konsertinum og sagði að aðdá- endur Eric Clapton verðskulduðu betri meðferð en þá sem þeir höfðu sætt fyrr um kvöldið. Eric sjálfur hafði á orði að hann myndi ekki aftur sækja Pólverja heim. „Ég kom hingað vegna þess að ég hef gaman af að prófa eitthvað nýtt, — leika fyrir fólk sem ég hef ekki hitt áður,” sagði hann ,,En fram- koma pólsku öryggisvarðanna fór alveg með löngun mína til að hafa frekari kynni af Pól- verjum. Hvernig getur nokkur maður spilað á meðan aðdáendur hans eru meðhöndlaðir verr en nokkrar skepnur?” Hljómsveit sú sem Eric Clapton hefur með sér núna er sögð sú albezta sem leikið hefur með honum síðan hann hóf að koma fram fyrir sextán árum. Úr MELODY MAKER irútáhárinu ERIC CLAPTON — Fékk sig fullsaddan af fyrstu heimsókn sinni austur fyrir jámtjald. DB-mynd: Hallgrimur Björgólfsson. CO O N.' kimelka Hinir sívinsælu AKKJA kuldajakkar frá Melka eru komnir aftur. Jakkarnir eru vatteraðir og með hettu í kraganum. Margir litir. Nú er Melkavetur í Herrahúsinu. BANKASTRÆTI 7 AÐALSTRÆTI4

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.