Dagblaðið - 19.11.1979, Síða 48

Dagblaðið - 19.11.1979, Síða 48
_____---------- Samþykktir f iskiþings: Takmarkanir á þorsk- veiði á vetrarvertíð — verði ekki meiri en 50% af áætlaðri ársveiðinni. Sala veiðileyfa og kvótaskipting felld á þinginu Fiskiþing, sem lauk í gær, hafnaði tillögum um kvótaskiptingu veiða á einstök veiðiskip og einnig sölu veiðileyfa til takmörkunar á þorsk- veiðum. Miklar og heitar umræður voru um málið og voru haldnar rúmlega fjörutíu ræður um skipulag fiskveiða á þinginu. Umræðurnar voru lokaðar fjölmiðlum, samkvæmt sam- þykkt þingsins. Athyglisverðasta samþykkt þingsins þykir að líkindum sú, að þorskveiði fyrstu fimm mánuði ársins fari ekki upp fyrir helming af áætlaðri veiði ársins. Miðað við aflatölur í ár mundi þetta tákna nærri þrjátíu þúsund tonna samdrátt á vertiðarafla. Svarar það til þess að engar veiðar yrðu í maímánuði en í ár komu 25 þúsund tonn af þorski á land í þeim mánuði. Fiskiþing telur að ókostir og annmarkar á sölu veiðileyfa með svonefndri verðlagsaðferð séu of miklir til að það komi til greina. Þingið vill að þegar sé sagt upp öllum samningum við erlendar þjóðir um veiðar innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu. Einnig að veiðitakmarkanir hvers árs verði ákveðnar fyrir ársbyrjun hvers árs og síðan haft stöðugt sam- band við hagsnunaaðila á sviði fiskveiða. Fiskiþing leggur til að algjört þorskveiðibann verði tiu daga um páska og frá 20. desember til áramóta. Einnig að togveiðiskipum verði bannað að veiða þorsk frá 1. júlí til 10. ágúst. Haldið verði áfram verðbótum á karfa, ufsa og grálúðu, þegar hag- stæðast sé að veiða þessar fisktegundir. Takmörkunum á sérstökum veiðisvæðum eins og frímerkinu svokallaða verði haldið áfram. -ÓG. Fokkervélin á Egiisstaðaflugvelli eftir óhappið. Á innfelldu myndinni sjást skemmdimar neðarlega á skrokk vélarinnar. DB-myndirRagnarTH. Færibandavél á Egilsstaðaflugvelli: ÓK MANNLAUS Á FOKKERINN Talsverðar skemmdir urðu á Fokker Friendshop, vél Flugleiða, TF-LMN á Egilsstaðaflugvelli í gærmorgun er færibandavél sem notuð er við af- greiðslu á flugvellinum keyrði á hana. Færibandavélin var i gangi á athafnasvæði sínu er hún af ókunnum ástæðum hrökk í gír og fór mannlaus af stað og lenti á flugvélinni við framhurð og skemmdi hana talsvert. Flugvélin var nýlent á Egilsstaðaflug- velli og var verið að vinna að afferm- ingu á henni er óhappið varð. Vélin átti síðan að fara til Færeyja en vegna óhappsins var fengin vél frá Flugfélagi Norðurlands til að hlaupa í skarðið og flytja farþegana til Færeyja. í gærdag var unnið að bráðabirgða- viðgerð á flugvélinni á Egilsstaðaflug- velli þannig að hægt yrði að fljúga henni til Reykjavíkur þar sem frekari; viðgerð fer fram á henni. -GAJ. Magnús H. Magnússon: 13£ PROSENT KAUP- HÆKKUN TIL ALLRA —leggur til að búvaran hækki sem nemur kauphækkun til bænda Sennilega fá allir launþegar 13,2 prósent kauphækkun 1. desember, að sögn Magnúsar H. Magnússonar ráðherra í morgun. Yrði þá valin hærri talan af þeim, sem til greina kæmu. Kauphækkun , hinna lægra launuðu yrði hækkuð upp um tvö prósent, svo að hún yrði hin sama og kauphækkun hinna hærra launuðu. Ríkisstjórnin mun ákveða kauphækkunina á stjórnarfundi í morgun. Magnús H. Magnússon hefur lagt til, að búvöruhækkuninni 1. desember verði ekki algerlega frest- að, heldur verði búvara hækkuð sem nemur kauphækkun til bænda. Sú kauphækkun verði i nokkru samræmi við kauphækkun annarra stétta. öðrum þáttum búvöru- verðsins, sem hefðu hækkað það, verði skotið á frest. Magnús sagði í morgun, að það væri í samræmi við, að öðrum hækkunum hjá at- vinnuvegunum hefði verið frestað síðustu vikur. Ef bændur fengju 13,2 prósent launahækkun; mundi bú- vöruverðið hækka um 7,2 prósent, sagði Magnús H. Magnússon. -HH. frfálst, úháð daghlað MÁNUDAGUR19. NÓV. 1979, 15og20daga gæzluvarðhald — tveir teknir í nýju fíkniefnamáli Tveir liðlega tvítugir Reykvíkingar voru handteknir á föstudagskvöldið, grunaðir um innfíutning og dreifingu fíkniefna, aðallega hass. Þeir voru úr- skurðaðir í 15 og 20 daga gæzlu- varðhald á laugardagsmorgun. Hefur verið unnið að rannsókn máls þeirra yfir helgina, skv. upplýsingum fikni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík. Ekki er enn ljóst um hversu mikið magn er að ræða en reikna má með að það sé nokkuð, og jafnframt að einhver fleiri efni en kannabis komi þar tilsögu. -ÓV. Afgreiðsla veðbókarvottorða: Ekki tekið við símapöntunum Yfirborgarfógetinn í Reykjavík hefur skrifað fasteignasölum bréf þar sem tilkynnt er, að frá og með deginum i dag, 19. nóvember, verði hætt að taka við símapöntunum á veðbóka- vottorðum, þar sem reynsla þessa árs hafi sýnt, að mörg hundruð slíkra veðbókarvottorða séu hvorki sótt né greidd. Framkvæmdin verður því hér eftir sú, að þeir sem þurfa á veðbókarvott- orðum að halda verða að mæta á skrif- stofu yfirborgarfógetans, panta og staðgreiða. Fá þeir þá númeraða greiðslukvittun sem þeir frámvísa þeg- ar þeir sækja vottorðið. Ákvörðun þessi er tekin í framhaldi af athugun embættisins á því, hvernig stytta megi biðtíma eftir afgreiðslu veðbókarvottorðum, sem ýmsum hefur þótt ærinn. -BS/GAJ. Snorri Sigfinnsson: Ósáttur við stefnu Alþýðu- bandalagsins og sagði sig úr f lokknum „Ég var alla tið andvígur aðild Alþýðubandalagsins að ríkisstjórninni og sætti mig ekki við margt það sem flokkurinn var neyddur til að gera í stjórnarsamstarfinu. Það er lítið sam- ræmi á milli sósíalískrar stefnuskrár og verka Alþýðubandalagsins. Sú er á- stæðan fyrir úrsögn minni úr flokknum,” sagði Snorri Sigfinnsson, bifvélavirki á Selfossi í samtali við Dag- blaðið i morgun. Snorri hefur verið þekktur tals- maður Alþýðubandalagsins á Suðurlandi, en sagði sig úr flokknum fyrir skömmu. „Úrsagnarbréfið er dagsett 6 dögum fyrir fund kjördæmisráðsins, þar sem framboðslisti Alþýðubanda- lagsins var endanlega ákveðinn. Ég vil taka það fram að úrsögnin er að öllu leyti óviðkomandi framboðinu, enda álít ég það hlægilegt og smávægilegt mál hvaða menn veljast til að rétta upp hendur á alþingi. Ástæðan er sú að ég er ósáttur við pólitík Alþýðubanda- lagsins allt frá því í stjórnarmyndunar- viðræðunum í fyrra,” sagði Snorri Sig- finnsson. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.