Dagblaðið - 24.03.1980, Side 34

Dagblaðið - 24.03.1980, Side 34
34 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. Útboð Vestmannaeyjar Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir til- boðum í lagningu 10. áfanga hitaveitu- dreifikerfis. Útboðsgögn eru afhent á bæjarskrifstofunum Vestmannaeyjum og verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Álfta- mýri 9 Rvík gegn 50 þús. kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð í Ráðhúsinu Vestmannaeyjum þriðjudaginn 8. apríl kl. 1 Stjórn Veitustofnana Vestmannaeyjabæjar. HEFILBEKKIR Eigum fyrirliggjandi hefilbekki, 212 cm og 130 cm langa, einnig hringsnúrur (úti). LÁRUS JÓNSSON HF., HEILDV. LAUGARNESVEGI59, SÍMI37189 Norræna húsið ÁíSliw Dyveke Helsted, forstjóri Thorvaldsens-safnsins í Kaupmanna- höfn, heldur fyrirlestur með litskyggnum um Bertel Thorvaldsen þriðjudaginn 25. mars kl. 20.30 í fyrirlestrarsal Norræna hússins. Allir velkomnir - MENNTASKÓLA BOLIR ÁPRENTAÐIR MEÐ MR-MH&MS VERÐ AÐEINS 3.600 DOMUS Laugavegi 91 — Simi 22110 BMW320 árg. 1979 BMW 316 árg. 1978 BMW 2800 i árg. 1969 BMW 528 \ árg. 1976 BMW 525 Autom i. árg. 1977 BMW 520 \ árg. 1978 Renault 20 TL ' i árg. 1978 Renault 16 TL árg. 1975 Renault 16 TL árg. 1973, Renault VAN árg. 1975 Renault 14 TL árg.1978 Renault 12 TL árg. 1978 Renault 12 TL árg. 1977 Renault12L árg. 1976 Renault 12 station árg. 1975 Renault 12 station árg. 1971 Renault12TL árg. 1971 Renauit 6 TL árg. 1972 Renault 5 GTL árg. 1978 Renault 4 VAN F6 árg. 1980 Renault 4 VAN F6 árg. 1979 Renault 4 VAN F6 árg. 1978 Renault 4 VAN F4 árg. 1979 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Brennandi áhugi blindra í leirkerasmíðinni: Kjarkurinn kemur mér mest á óvart —segir Herborg Auðunsdöttir kennari „Hér ríkir einstaklega góður andi en það sem kemur mér mest á óvart er hvað þetta fólk er kjarkmikið,” sagði Herborg Auðunsdóttir kenn- ari, þegar við komum til þess að ræða málin við þá blindu sem eru að læra leirkerasmíði. Minna mátti nú sjá og heyra. Áhuginn skein úr hverju andliti, það var keppzt við vinnuna og mikið skrafað og hlegið. Haraldur Örn Haraldsson, sem hefur verið blindur frá fæðingu, var í óða önn að búa til skál en hann þreifar sig áfram með ýmiss konar form af skálum. Hann á þegar orðið nokkurt safn sem Herborg hefur hjálpað honum við því að hann getur ekki málað eða brennt sjálfur. Vandræði með bílferðir Haraldur sagði okkur, og var afar kátur, að hann væri nýkoininn úr flugferð með nýjustu flugvél flug- málastjórnar Beachcraft King Air. Agnar Kofoed-Hansen flugmála- stjóri bauð mér og ég fór lika með fyrri flugvélinni hans, Queen Air,” sagði Haraldur Örn. Hann fræddi okkur líka á að þeir hefðu séð um að sækja hann en það væru nú oft vand- ræði hjá blindu fólki að komast eitt- hvað vegna þess, að þeir hefðu fáa til þess að keyra sig, Rauðakrosskonur gerðu þaðhelzt. ,,Ég veit alveg hvaða gerð af flug- vél fer yfir. Ég heyri það á hljóðinu,” sagði hann. Málar líka, þótt blindur sé „Ég er að búa til fat. Jú, það er eins og fiskur og ætlað undir fisk,” sagði Gunnar Guðmundsson. Hann inálar sína inuni, því hann hefur ekki alltaf verið blindur og sagðist óljóst muna eftir litum. Sverrir Karlsson formaður tóm- Hér er áhugasamur hópur og hillurnar prýða sumt af hinum ýmsu munum, sem gerðir hafa verið. DB-mynd Hörður. Yfir3000 nemendur í Námsflokkum Reykjavíkur: Eíztv nemandinn er nær áttræðu —og Námsf lokkamir að enda sitt fertugasta starfsár „Það allra nýjasta sem kennt er nú i Námsflokkum Reykjavikur er leir- kerasmíði fyrir blinda og sjóndapra og svo að kenna Vietnömum islcnzku.” Þetta sagði Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri Námsflokkanna þegar við litum við hjá henni i höfuðstöðvum þeirra í gamla Miðbæjarskólanum. Þeir eru nú að enda fertugasta starfs- ár sitt. Guðrún sagði að misjafnlega gengi hjá Víetnömunum, en hjá Náms- flokkunum eru þeir fullorðnu. Sumir hefðu verið ólæsir og óskrifandi, aðrir hámenntaðir. Skrítið væri að sjá þá skrifa á kínversku letri frain- burð orðs á íslenzku. Verst ættu þeir með framburðinn ef margir sain- hljóðar kæmu saman, sérstaklega ef þar væri stafinn r að finna. Eins og gengur eru það ungljngarnir sem verst eiga með að sætta við lífið hér og lærdóminn. Starfsnámskeið snar þáttur „Geysilega margt hefur breytzt. Nú eru hér yfir 3 þús. nemendur í ár, en á fyrstu 10 árunum hafa verið u.þ.b. 380 nemendur að jafnaði,” sagði Guðrún og bætti við að starfs- námskeið væru ákaflega, nauðsyn- legur þáttur í kennslu Námsflokk- anna nú. Það væri í samningi að kaup hækkaði t.d. hjá Sóknarkonum sæktu þær starfsnámskeið. Dag- mömmur sækja námskeið og for- stöðukonur dagvistunarstofnana kæmu og tækju þátt í stjórnunar- námskeiðum. Konur sem karlar sækja nám i hagnýtum verzlunar- og skrifstofu- störfum AUs konar prófanámskeið eru í gangi, svo sem forskóli fyrir sjúkraliða. Við fengum að vita að þar væri fólk á öllum þrepum mennta- stigans. Konur eru í áberandi meiri hluta, eða u.þ.b. 3/4 nemenda. Flest- ir eru á aldrinum 25—50 ára, en einn var kominn fast að áttræðu. Sá hafi lagt fyrir sig þýzku og esperantó. Það er af sem áður var að stúlkur hættu við nám eftir barnaskóla því að það lægi aðeins fyrir þeim gifting og bleyjuþvottur. Margar konur eru nú að bæta sér þetta menntunarleysi upp. Háskólalærðir í ætt- fræði og bflaviðgerð- um Háskólalærðir koma og læra ætt- fræði eða taka þátt í námskeiðum varðandi bilaviðgerðir og kvenfólk sækir nú ákaflega i að læra fata- saum, þar eru öll námskeið yfirfull. Mest er þó ásóknin í tungumála- nám, ensku, dönsku, norsku, sænsku, færeysku og ekki sízt í frönsku. Þá má nefna myndvefnað, teikningu á postulín og hnýtingar. „Það er nauðsynlegt að hafa sveigjanleika og sinna kröfum tim- ans,” sagði Guðrún og bætti við að á meðal hugsjónamála sinna væri full- orðinsfræðslan, en hún er i nefnd þeirri sem semur lög uin slíka fræðslu. Námsflokkarnir hafa viða aðstöðu til kennslu. Þeir kenna fyrst og fremst í Miðbæjarskólanum, svo og i Laugalækjaskóla, Breiðholtsskóla, Hátúni 4 og víðar. Einnig hafa þeir aðstöðu í Tjarnargötu 4, gamla Tjarnarbíói, til fyrirlestra og mynd- sýninga. -EVI. V

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.