Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 12.05.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 12.05.1980, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. MAl 1980. !0i 'Útgafandh Dagblaðið hf. Framkvamdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. 'RhstjómarfulttrúL Haukur Helgason. Fréttastjórí: ómar Valdimarsson. SktVStofustjórí rítstjómar. Jóhannes ReykdaL íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrímur Pálsson. Hðnnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli RCinar HalldórssonL Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðssorí, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Ema V. íngóífsdó'ttir, Gunnlaugur A. Jónsson/ ÓCafur Geirsson, Sigurður Sverrísson. Ljóemyndir. Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóösson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. GjakJkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjórí: Ing^r Sveinsson. DreHing arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Rttstjóm Siöumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalslmi blaðslns er 27022 (10 inur). Setnlnftog umbrot Dagblaöið hf., Siðumúla 12. Mynd» og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Arvakur hf., SkeHunnl 10. Gabbið i Osló íslenzku samningamennirnir voru illa ginntir í samningunum í Osló. Þeir komu heim í gær með samning, sem inniheldur víða áferðarfalleg orð en geymir, þegar betur er að gáð, ekkert sem heldur. Þeir, sem standa að samningnum, telja sig hafa náð nokkrum árangri með ákvæðum hans um loðnuveiði. Þar segir, að hlutdeild Noregs í heildarafla loðnu á Jan Mayen-svæðinu skuli fyrstu fjögur árin vera 15 prósent. ísland geti ákveðið leyfi- legan hámarksaflá á loðnu. íslenzku samningamenn- irnir töldu sig undir lok viðræðnanna hafa tryggt sig gegn þeirri hættu, að Norðmenn næðu með samning- um við Efnahagsbandalagið til sín stærri hluta af loðnustofninum. Þetta átti að gerast með orðalagi í 8. grein samningsins, þar sem segir: „Aðilar viðurkenna að nauðsynlegt kunni að vera vegna raunhæfrar vernd- unar og skynsamlegrar nýtingar flökkustofna að ráðg- ast við önnur lönd og samræma fiskveiðiráðstafanir hlutaðeigandi landa, þar á meðal ákvörðun leyfilegs hámarksafla og skiptingu hans í samræmi við 63. grein texta hafréttarráðstefnunnar og ákvæði bókunar þess- arar. Þá gerðist það í lok viðræðnanna, að norskir embættismenn lýstu yfir ,,fyrir hönd norsku samninga- nefndarinnar”, að þeir teldu þetta ákvæði ekki taka til loðnunnar. Norðmenn hafa því ekki aðeins neitunarvald gagn- vart ákvörðunum íslendinga um hámarksafla af loðnu. Þeir geta beinlínis, þegar Danir færa út við Austur- Grænland eftir nokkrar vikur, samið við Efnahags- bandalagið, þannig að loðnusamningurinn við íslend- inga nú verði gjörsamlega að engu gerður. Um aðra fiskstofna en loðnu er í samningnum farið orðum, sem í engu munu halda, þegar á reynir. Þar segir: ,,Að því er tekur til annarra flökkustofna, skal tekið sanngjarnt tillit til þess, hve ísland er almennt háð fiskveiðum . . . Af þeim aflahlut, sem íslandi er veittur með samningagerð við Noreg og önnur lönd, mega íslendingar veiða sanngjarnan hluta á Jan Mayen-svæðinu . . .” Augljóslega tryggir þetta orða- lag íslendingum engan öruggan rétt. í samningnum eru ákvæði um fiskveiðinefnd ríkj- anna, en þar er engin negling á rétti íslendinga. Ekki er betur samið um tryggingu á landgrunnsrétt- indum íslendinga. Skipa skal sáttanefnd til að fjalla um afmörkun landgrunnsins. Tillögur nefndarinnar verða þó ,,án skuldbindingar fyrir aðilana, en þeir munu taka sann- gjarnt tillit til þeirra í frekari málsmeðferð”, eins og þar segir. íslenzku samningamennirnir bundu vonir við það, sem þeir töldu vera loforð norska utanríkisráðherrans, þess efnis, að hann mundi í bréfí lýsa yfir, að Norð- menn færðu efnahagslögsögu við Jan Mayen ekki út, fyrr en samningar lægju fyrir um landgrunnið. ! reynd fólst í bréfinu aðeins loforð um að færa ekki út efna- hagslögsögu ,,á þessu ári”. Réttindi íslands í land- grunnsmálum eru því í engu tryggð með þessum samn- ingi. Varðandi mengunarhættuna er aðeins talað um ,,náið samstarf” en ekkert bindandi. Norðmenn fengust í þessum viðræðum jafnvel ekki til að setja á blað, að þeir „viðurkenndu” 200 mílna efnahagslögsögu íslands í átt til Jan Mayen. íslenzku samningamennirnir vildu sumir hverjir hætta viðræðum í fyrradag, þegar Norðmenn „kipptu út” því, sem helzt var talið bitastætt. Eftir að „línan” barst héðan að heiman frá flokksforingjunum stóðu þeir þó að samningnum, nema fulltrúi Alþýðubanda- lagsins. Brian Pilkington ásamt einu málverka sinna. Úr myndskreyt- ingu í myndverk Brian Pilkington < ^fteitjý ’ »ánnar tveggja ungra ' Brqtá' sem;. hingað komu fyrir fjórum ár.um tií aö vinna á íslenskum auglýsingastofum. Hinn heitir Miles Parnell. Báðir hafa þeir ílenst og gert hreint ágæta hluti á sinu sérsviði. Einkarlega hafa bókakápur batnað til muna við tilkomu þeirra. Þeir hafa sömuleiðis talsverðan metnað á myndlistarsviði og hafa sýnt verk sín sjálfstætt á nokkrum stöðum i borginni. í umtali hafa menn haft tilhneigingu til að spyrða þá saman, sem er að mörgu leyti óréttlátt því vinnubrögð þeirra eru alls ekki sambærileg. Pilkington hefur nú um skeið sýnt ein 19 verk eftir sig i Djúpinu við Hafnarstræti og ég held að sú sýning hljóti að krefja mann svars við spurningunni: Hver er munurinn á myndlist og myndskreytingu? Tímabundin athygli Myndskreytingin hefur væntanlega ákveðið markmið, hún er háð for- skrift eða einhverri vöru, þar má beita frásögn og sniðugheitum til að vekja timabundna athygli, og þar veltur mikið á vandaðri tækni. Mark- mið myndlistar eru hins vegar alls- endis óviss, hún er engu öðru háð en sannfæringu og útsjónarsemi skapandans. Hún stefnir að varan- legri áhrifum en myndskreytingin og tæknin sjálf skiptir ekki höfuðmáli. Þegar auglýsingateiknarar hyggjast skapa myndlist gera þeir yfirleitt þá skyssu að beita tækninni sem inntaki. Allt um það fannst mér flest fyrri Myndlist AÐALSTEINM INGÓLFSSON r HVAÐ VERÐUR UM LAUNIN? Umræða um skattamál og skatt- heimtu hefur verið mjög á döfinni að undanförnu í kjölfar örra skatta- hækkana. Að vonum finnst mörgum nú nóg um, þegar hið opinbera er farið að ráðstafa allt að 50% tekna einstaklinga og stundum meiru. Er bent á, að kjarasamningar standa nú yfir, og hækkun skatta og álagning nýrra sé því óheppileg, sérstaklega þegar haft er í huga stöðnun hag- vaxtar og minnkandi þjóðartekjur íslendinga. Hið opinbera gerir þannig skiptingu kökunnar mun erfiðari en ella með sífelldum skatta- hækkunum, enda hafa þegar komið fram mótmæli gegn skattheimtunni frá báðum aðilum vinnumarkaðar- ins. Stjórnvöld kvarta undan því, að mikil verðbólga rýri skatttekjurnar og því þurfi að hækka skatta. í þessu sambandi má benda á, að á þessum áratug hefur verðbólga verið 30% að meðaltali á ári. Um fátt hefur verið rætt meira eða ritað. Ríkisstjórnir hafa atlar ætlað að ráðast gegn verð- bólgunni. Mikil vinna hefur verið lögð í að lýsa og greina vandamálið, en að sama skapi lítið orðið í|j Kjallarinn Bjami Snæbjörn Jónsson aðgerðum. Hins vegar hafa stjóéó- völd verið ötul við að1 auka jkatt- heimtu, að sögn til að vernda tekjur sínar fyrir verðbólgunni. Þegar tekið er tillit til, að rauntekjur hins opin- bera hafa aukizt mun meira en raun- tekjur einstaklinga, má þó ætla að skattheimtumennirnir hafi gert gott betur en að vega upp verðbólgurýrn- unina. Verzlunarráð Íslands hefur nýlega tekið saman yfirlit yfir hversu stór hluti launakostnaðar í þjóðfélaginu fari til hins opinbera. Niðurstaðan, sem fram kemur á línuritinu, er fróð- leg og ástæða til að skoða hana nokkru nánar. Launatengd gjöld Til viðbótar við útborguð laun starfsmanns þarf fyrirtækið að inna af hendi margvísleg gjöld, sem tengd eru launakostnaði þess, í daglegu tali nefnd launatengd gjöld. Er hér um að ræða upphæðir, sem nema um 29— 32% ofan á útborguð laun. Þannig eru launatengd gjöld vegna starfs- manns, sem fær 7,7 millj. í árslaun, 2,3 milljónir. Kaupgreiðandinn þarf að skapa tíu milljón króna verðmæti til að geta greitt starfsmanni sinum 7,7 milljónir i laun. í fréttabréfi Kjararannsóknar-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.