Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.12.1980, Qupperneq 1

Dagblaðið - 17.12.1980, Qupperneq 1
9 4 4 4 6. ARG. - MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980 - 286. TBL. RITSTJÓRN StÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. HEFVR ALUSUISSE KOUH) 5 MILUÖRÐUM UNDAN SKATTIHÉR? I —sú væri raunin ef taka ber tölur iðnaðarráðuney tisins bókstaf lega —sjá svör forstjóra ÍSALá baksíðu Alusuisse, eigandi ISAL, hefði komið 5-6 milljörðum undan skatti til ísl. ríkisins, á núvirði dollars, síðustu 6 árin, ef tölur iðnaðarráðu- neytisins standast bókstaflega. Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráðherra sagði í viðtali við DB i morgun að skattgreiðslur álmanna hefðu þá auk- izt um nálægt 10 milljónum dollara eða hátt í 6 milljarða króna, en ef miðað væri við meðalútflutningsverð á súráli frá Ástralíu hefðu skatt- greiðslurnar átt að verða um 8 millj- ónum dollara hærri en þær voru. Hjörleifur segir að þetta mál liggi þó ekki þannig að fullyrða megi að lokaniðurstaðan verði þessi. Könnun iðnaðarráðuneytisins hefur leitt í ljós, að sögn ráðherra, að innflutningsverð álverksmiðjunnar á súráli frá Ástralíu sé miklu hærra en útflutningsverðið á þessu súráli, sem gefið er upp í Ástralíu. Á tímabilinu janúar 1974 til júní í ár hafi þetta verð hækkað ,,í hafi” um 54,1% að meðaltali eða samtals um 47,5 millj- ónir dollara á verðlagi hvers árs. Heildargreiðslur ÍSAL fyrir raforku voru á þessu tímabili 31,5 milljónir dollara. Alusuisse kaupir „af sjálfu sér” þetta súrál. Það á félagið Austraswiss í Ástralíu, sem er 70% eignaraðili að súrálsverksmiðjunni þar, sem súrálið kemur frá. Alusuisse kaupir súrál af verksmiðjunni og endurselur til ÍSAL. Iðnaðarráðuneytið byggir niður- stöður sínar á áströlskum hagskýrsl- um, en sérstök lög í Ástralíu banna stjómvöldum þó upplýsingagjöf til þriðja aðila um útflutningsverð ein- stakra fyrirtækja. Niðurstöður hafa verið bornar undir alþjóðlegt endur- skoðunarfyrirtæki, Coopers & Lybrand í London, sem staðfestir þær. Svipuð athugun ráðuneytis 1974 leiddi í ljós, að þá þegar var mis- munur á verðunum, sem íslenzk stjórnvöld nýttu við endurskoðun samninga um álverið 1975, en þá var meðal annars veruleg hækkun á raf- orkuverði til álversins. Ríkisstjórnin krefst einnig nú endurskoðunar á samningnum og sérstakrar athugunar á súrálsviðskiptunum. - HH HITACHI DB BACSUm ■ ■ > ■■................. ■ • wzmmm Skúli lék á als oddi þegar hann haföi slegið heimsmetið svo glœsilega i gœrkvöld, stökk hœð slna l loft upp og hljóp á höndum fyrir áhorfendur I Iþróttahúsinu á Sel- fossi. DB-myndir: S. Glæsilegt afrek Skúla Óskarssonar: LYFTIMEIRA EN GILDANDIHEIMSMET Hróp 700 áhorfenda hvöttu Skúla Óskarsson til dáða á Stjörnukvöldi íþróttafréttamanna á Selfossi i gær- kvöld er heimsmethafinn lyfti 320 kiló- um upp af gólfinu með tilþrifum. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út á meðal áhorfenda og var Skúli ákaft hylltur. Þetta glæsilega afrek hans fæst þó ekki staðfest sem heimsmet þar sem ekki var um löglegt mót að ræða. Heimsmet Skúla er sem kunnugt er 3IÍ,5 kg, en greinilegt er að hann getur bætt það hvenær sem er á næstu vik- um. -SSv. Umhverfis jörðina á20dögum: Hefðumekki viljaðmissaaf þessu — viðtalvið hnattfara DB ábls. 12-13 Tilmikilsað vinnaíjóla- getraunDB Heildarverðmæti vinningaerum sextán hundruð þúsund kránur — sjá bls. 31 Togarakaupin á Þörshöfn: Mestafjár- málahneyksli síðariára” — sjábls.6 99 Tiiraunir kínversks læknis: Hyggstbúa til mannapa Gíslamirheim fyrirjól? — sjá erlendar fréttir bls. 8-9 DAGARTILJÓLA

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.