Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 32
Sauðárkrókur:
LOCREGLUMANNINUM
VIKID ÚR STARFI
Dómsmálaráðuneytið ákvað í gær,
að Eyjólfur Örn Jóhannsson, lög-
reglumaður á Sauðárkróki, sem
borinn hefur verið þungum sökum
um fíkniefnabrot, skyldi þegar í stað
láta af störfum. Eins og DB greindi
frá í gær hefur maðurinn starfað við
löggæzlu i afleysingum i sumar, en í
fyrra sat hann í gæzluvarðhaldi í 45
daga meðan mál hans var rannsakað.
Lögreglumaðurinn er sonur sýslu-
mannsins á Sauðárkróki, eins og
fram kom í gær. DB ræddi í morgun
við Jóhann Salberg Guðmundsson
sýslumann um málið. Sýslumaður
sagðist hafa óskað eftir því við ríkis-
útvarpið í gær, að fram kæmi eftir-
farandi vegna fréttar útvarpsins um
málið. Ósannindi væru að skamm-
byssur hefðu fundizt við heimkomu
lögreglumannsins frá Bandaríkjun-
um 20. júní ’78. Hann hefði haft með
sér haglabyssu og riffil, sem leyfi
hefðu verið fyrir. Þá hefði lögregíu-
maðurinn farið með fúsum vilja til
Reykjavíkur en ekki verið handtek-
inn.
Þrjú filmuhylki með fíkniefnum,
sem fundust við húsleit, væru
væntanlega lögreglumanninum óvið-
komandi, þar sem hann hefði aldrei
verið spurður um þau við rannsókn
málsins. Þá hafi hvorki sakadómur
né hæstiréttur fjallað efnislega um
málið. Grundvallarregla í réttarríki
væri sú að maður væri saklaus þar til
sekt hans væri sönnuð.
„Eftir að ég í gær,” sagði sýslu-
maður, „hrakti þá ósönnu frétt ríkis-
útvarpsins að maður þessi hefði flutt
inn tvær skammbyssur í óleyfi,
heldur flutt inn með löglegum hætti
með sér til íslands 20. júni 1978,
haglabyssu og riffil, hefur ríkisút-
varpið borið á hann að hafa haft í
fórum sínum tvær skammbyssur án
leyfis og er um þetta vitnað til
skýrslu rannsóknarlögreglumanna,
sem gerðu húsleit fyrir rúmum 15
mánuðum 1 herbergi því sem maður-
inn hafði til umráða á Sauðárkróki.
1 þeirri skýrslu er skammbyssum
þessum eigi lýst eftir tegund og gerð.
Skýrsla þessi, sem er dagsett í októ-
ber 1979, barst dómsmálaráðuneyt-
inu fyrst í gær 16. desember 1980 og
hefur hún aldrei verið lögð fram í
dómi við rannsókn máls þess er hér
um ræðir, né heldur hafði maðurinn
— 3 skammbyssur
fundustvið
húsleitígær
— tvær leikfanga-
byssur,
segir sýslumaður
nokkurn tíma verið spurður um
neinar byssur.
Við rannsókn, sem nú hefur verið
framkvæmd að tilblutan ráðuneytis-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu af 2
dómarafulltrúum og lögreglu á
Sauðárkróki, hefur komið í ljós að í
umræddri vistarveru lögreglumanns-
ins voru 3 skanlmbyssur. Ein þeirra
er upptæk skammbyssa í vörzlu lög-
reglunnar, en tvær byssurnar eru
leikfangabyssur og er hvorug þeirra í
eiguumræddslögreglumanns.” -JH.
Nú erhúngamla Grýla dauð...
Nei, sú gamla sást í Öskjuhlíðarskóla ígær og hefur víst blíðkazt
með aldrinum því hún var ekkert vond við börnin heldur stökk
um með pilsaþyt og gaf krökkunum mandarínur úr stórum poka.
Með henni voru jólakötturinn og þrír óþekkir synir og ætlar
þetta lið að stunda jólaböllin næstu vikurnar undir leiðsögn Al-
þýðuleikhússins. DB-mynd: Gunnar Örn.
Höf undur fagnaðarboðskaps um
f jöldamorð Hitlers-nazista:
NAZISTALEIÐTOGI
KOMÍSENDI-
RÁÐIÐ í PARÍS
—og vildi fá hæli á íslandi sem
pólitískur f lóttamaður
Franski nasistaforinginn Marc
Frederiksen birtist í íslenzka sendi-
ráðinu í París í gærmorgun og kann-
aði möguleika á þvi að fá hæli á Is-
landi sem pólitískur flóttamaður.
Frederiksen þessi er af mörgu illu
þekktur í Frakklandi og víðar um
Evrópu. Hann er foringi 1 FNE,
stærstu samtökum nýnasista þar í
landi, sem meðal annars eru orðuð
við hermdarverk við bænahús
gyðinga i París 1 október sl. Þar létust
fjórir og margir slösuðust. Flokkur
Fredriksens er bannaður í Frakklandi
og hann sjálfur er með dóma á bak-
inu fyrir áróður gegn gyðingum í
blöðum og fagnaðarboðskap um
fjöldamorð Hitlers-nasista á gyðing-
um i Þýzkalandi.
Engin skýring virðist tiltæk á land-
vistarbeiðni nasistaforingjans,
hvorki f upplýsingum utanrikisráðu-
neytis né í frönskum fjölmiðlum sem
gréindu frá þessu í gær. Franska
fréttastofan AFP sendi fréttina út um
heim. Meðal annars hafði stórblaðið
Le Monde samband við lögfræðing
Frederiksens, sem þrætti hástöfum
fyrir að hafa beðið um hæli á íslandi.
íslenzka sendiráðið í París neitaði
Iíka i gær að staðfesta fréttina í sam-
tali við blaðamann hjá Le Monde og
varð blaðið að leita eftir staðfestingu
á lslandi. Sendiráðsmenn munu hafa
óttazt að eiga eftir að lenda í árekstr-
um við nasistana og lögreglan í Paris
hyggst efla öryggisgæzlu við sendi-
ráðsbygginguna.
Marc Frederiksen er sagður í
fremstu röð nýnasista í Evrópu.
Hann ferðast um Evrópulönd til
fundar við skoðanabræður sina sem
láta að sér kveða víða, meðal annars í
Bretlandi ogNoregi. -ARH
„POUTISK BARATTA
Á BAK VIÐ ÞETTA”
— segir RagnarS.
Halldórsson
forstjóri ÍSAL
„Á bak við þetta er pólitísk bar-
átta,” sagði Ragnar S. Halldórsson,
forstjóri ÍSAL, í viðtali við DB í
morgun um fullyrðingar iðnaðarráð-
herra um verðið á súráli. Ragnar
telur að alþýðubandalagsmenn vilji
hindra frekari uppbyggingu álverk-
smiðjunnar.
Sem skýringar á mismun á útflutn-
ingsverði súráls frá Ástralfu og inn-
flutningsverði þess hér nefnir
Ragnar, að útflutningsverðið byggist
eingöngu á almennum rekstrar-
kostnaði. Kostnaður vegna afborg-
ana og vaxta af lánum og afskriftir
að hluta séu þar ekki inni í en komi
síðan ofan á útflutningsverðið. ,,Út-
flutningsverð á súráli frá Ástralíu er
því ekki marktækt varðandi súráls-
verðið,” sagði Ragnar. Hann sagði
einnig að ÍSAL greiddi minna fyrir
súrálið en Alusuisse greiddi óskyld-
um aðilum fyrir súrál.
Ragnar sagði að ekki væri óeðli-
legt, að íslenzk stjórnvöld reyndu að
fá hækkað raforkuverð en áliðnaður
annars staðar sem byggði á útflutn-
ingi teldi sig ekki geta tekið á sig
slíkar hækkanir. Álverðið hefði
hækkað heldur minna en orkuverð
síðustuárin.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra sagði að athyglisvert væri,
að álmenn vefengdu ekki upplýsingar
iðnaðarráðuneytisins um samanburð
á fob-verðunum frá Ástralíu. Mikil
spurning væri, hvort Alusuisse gæti
staðið undir eignamyndun annars
staðar með súrálsverði sínu til ÍSAL.
Ekki væri óeðlilegt að miða verðið
við Ástralíu.
-HH
frfálst, úháð dagblað
MIÐVIKÚDAGUR 17. DES. 1980.
iRúsínan í
pylsuendanum
ítaugarverð-
lagsstjóra
Verðlagsskrifstofan hefur kært
Ásgeir Hannes Eiríksson pylsusala i
Austurstræti fyrir meint brot á lögum
um verðlag og samkeppnishömlur.
Telja kærendur að gullrúsínan sem
Ásgeir Hannes lét smíða fyrir ærið fé,
og setja í enda einnar pylsu sem seld
verður í desembermánuði, brjóti gild-
andi lög.
Arnar Guðmundsson deUdarstjóri
ihjá RLR sagði í morgun að rannsókn
;málsins hæfist í dag með yfirheyrslum
iyftr Ásgeiri Hannesi.
-A.St.
náðist út
— eftir strand í ísaff jarð-
ardjúpiígærkvöld
Sex farþegum og meginhluta 16
manna áhafnar djúpbátsins Fagraness
frá ísafirði var bjargað í gær, eftir að
Fagranesið hafði siglt í strand við
Arnarnes, innanvert við mynni
Skutulsfjarðar í ísafjarðardjúpi.
Sæmilegt veður var á milli hryðja og
ekki er annað vitað um orsök óhapps-
:ins. Tókst björgunarmönnum greiðlega
að bjarga farþegunum sex og þrettán
manns úr áhöfn, en þrír áhafnarmenn
urðu eftir um borð í gærkvöldi og
hugðust aðstoða við tilraunir til björg-
unar.
Skipið náðist síðan á flot á háflæði
um kl. 4 í nótt og verða nú skemmdir
kannaðar. Skipið lá í ísafjarðarhöfn
k!.9ímorgun. -A.St.
„Þreifing-
ar” við
stjórnina
— vegna bátakjara-
samninga
Undirmenn á farskipum eru í dag á
fundi með atvinnurekendum undir
stjórn sáttasemjara. Búizt er við að
reynt verði til þrautar að ná samkomu-
lagi í deilu þeirra í vikunni. Ósamið er
enn við bensinafgreiðslumenn, en
áfram verður haldið viðræðum þeirra
og atvinnurekenda síðar i þessari viku.
Af bátakjarasamningum er það helzt
að frétta að nýr fundur hefur ekki verið
boðaður, en „þreifingar” í gangi við
ríkisstjórnina vegna þeirra samninga.
-ARH
LUKKUDAGAR:
17. DESEMBER 29839
Sharp vasatölva m/klukku og
vekjara,
Vinningshafar hringi
í síma 33622.
^rirþáN&^
f sem meta
W fagra muni ^
„TEKK*
KKISI7ILI
Laugavegi 15. Reykjavik
sími 14320