Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. Menning Menning Menning Menning Fjölskylda riðar tilfalls Jófríður er send inn í þennan heim og inn í söguna til að prófa siðferðis- þrek karlmannanna og til að láta reyna á samheldni fjölskyldunnar og vináttubönd við Áskel formann (stjörnufræðing í Reykjavík) og fjölskyldu hans. Bók n?enntir ÁLFAKROPPURINN OGÁUÐ Stjömuglópar Jóns Dan / Jón Dan: STJÖRNUGLÓPAR, skáldsaga. Almenna bókafélagið, ReykjavBt 1980.248 bb. Höfuðviðfangsefni Jóns Dan í skáldsögurni Stjörnuglópar er siðræns eMis. í þessar sögu, eins og reyndar 1 mörgum f' ri verkum sín- um, le' st höfund’ við að kryfja mannlegt eðli og hvernig lausbeislun lastanna steypir mönnum í glötun og veldur saklausum sorg. Sögusviðið er Skerjabyggð á Suðurnesjum, einhvers staðar á ströndinni milli álversins (vitaðsgjafans) í Straumsvík og her- stöðvarinnar á Miðnesheiði. Skerja- byggð er orðin nær mannlaus. Hver á fætur ölðrum hverfa íbúarnir til vinnu í vitaðsgjafanum eða á vellinum. Eftir verða einungis gamalmenni og aumingjar, sem kroppa í tún með Þjóðleg menning og alþjóðleg Bræðurnir eru fulltrúai hinnar þjóðlegu, íslensku menningar, sem um leið er samnefnari allrar alþýðu- menningar, hvar sem er í heiminum, menningar, sem byggist ásambýli við náttúru og einföldum lífsháttum, menningar, sem hvarvetna er á und- anhaldi fyrir hinni alþjóðlegu „menningu”. Guðvarður, sem jafnframt búskap stundar barnakennslu á vetrum, á Rannveigu fyrir konu. Hún er steypt í hið sama far og bræðurnir, umburðarlynd og nægjusöm, en hana skortir kímnigáfu þeirra. Þau hjón eru barnlaus en hafa alið upp Hallvarð, bróður Guðvarðar, sem er nær helmingi yngri en fóslrinn.og Teit, son Þorvarðar, fjórum árum yngri og nú horfinn aö heiman til mennta. Þau búa í timburhúsi, þægindalaus á nútímavísu, — utan eins — þau hafa griskt bað. Þorvarður er ekkjumaður og býr með bróður sínum, Hallvarði, í sjóbúð í grenndinni. Náin vinátta og samgangur er með heimilunum og fjölskyldan stendur saman sem einn maður. Sagan hefst að hausti er Teitur, svarti sauðurinn í fjölskyldunni, geysist í hlað og biður föður sinn að taka af sér kvenmann 1 geymslu um stundarsakir. Þó Þorvarður þverneiti að geyma kvenmanninn fer það nú samt svo að sendingin kemur til hans nokkrum dögum siðar — skilin eftir uppi á vegi ásamt tveimur þungum ferðatöskum — mjó og föl og stendur vart undir sjálfri sér. Þetta er Jófríður. Jófríður verður kveikja þeirra at- burða, er koma róti á fábreytt líf fólksins í Skerjabyggð. Hún er frá höfundarins hendi næstum per- sónulaus, allt að því loftkennd. Les- andi sér hana aðallega með augum annarra, blíða, ástfúsa, vitgranna, vinnufúsa, lítinn álf í fagur- sköpuðum líkama, sambland af hóru og dýrðlingi. „Kynlífskroppinn” kallar Teitur hana en í augum lesanda er hún frekar „álfakroppurinn”. Skerjabyggð á í vök að verjast fyrir nútíma íslendingum eins og Teiti. Hann stingur upp á því að þeir bræður hætti hokrinu: „En nú er Haddi frændi kominn í álið. Hvernig væri að þú færir líka? Eða suður á völl?”. Þorvarður faðir hans svarar: „Þá bættist enn við þann stóra hóp af íbúum Skerjabyggðar, sem farinn er að vinna hjá erlendu riki”. (194). Höfundur lýsir menningu í hnignun og tortímingin blasir við. Úlfurinn bíður fyrir utan, tilbúinn að gleypa leifarnar af okkur, þegar upplausnin er orðin algjör. Og hann hefur agnið tilbúið, treystir á græðgi okkar og sundurþykkni. — Enn er þó lítil von. í sögulok lætur höfundur vini sættast og Þorvarð segja: „Það verða engin vandræði með þrjá hesta”. (248). Ekki öll þar sem hún er sóð Ég held að það sé ýmislegt á bak við þessa sögu sem ég hef ekki skilið til hlítar. Höfundur hefur uppi tvenn megintákn um freistingu: stúlkuna Jófríði og stóriðju Svissara (auk vallarvinnu herliðsins, sem gegnir sama hlutverki og stóriðjan). Hann leggur einnig áherslu á ýmis önnur tákn, svo sem stjörnukíkinn sem veitir bræðrunum hvort tveggja í senn sameiginlegar ánægjustundir og einangrun frá öðru fólki. Á erfiðum stundum efast Þorvarður um einlægni sjálfs síns gagnvart fjölskyldu sinni sem honum finnst hann hafa vanrækt vegna barnalegr- ar gleði yfir stjörnuuppgötvunum sínum og þeim mikla tíma, sem hann hefur fórnað í tómstundagaman sitt. 1 bókinni er mikil lífsfílósófia sem liggur ekki öll i augum uppi við fyrsta lestur. Það væri því að gera verki höfundar rangt til að reyna í stuttri blaðaumsögn að koma með einfaldar lausnir á sögunni (þó ég hafi reynt eitthvað í þáátt hér að framan). Því ráðlegg ég ykkur — sem þetta lesið — að útvega ykkur Stjörnuglópa og ráða sjálfir í stjörnu- tákn höfundar sem birtast á nætur- blárri festingu frásagnarinnar. Rannveig. orfi og leggja grásleppunet. Sagan segir frá þremur bræðrum og skylduliði þeirra. Bræðurnir eru taldir sérsinna, jafnvel taldir bjálfar af því þeir vilja ekki „ koma sér á- fram” L lífinu. Við nánari kynni kemur í ljós að þetta eru engir kjánar, allt vel sjálfmenntaðir menn á gamla, íslenska visu. Elsti bróðirinn, Guövarður, er bráðfær í sögu Grikkja og Rómverja, hinna fornu, miðbróðirinn, Þor- varður, sjálfmenntaður stjörnu- fræðingur og hinn yngsti Hallvarður vel heima í hvoru tveggja, en honum háir óframfæmi og stam. Bræðurnir leggja stund á smábúskap og kar- töflurækt og róa til fiskjar þegar fært er á bátkænu sem þeir fá að láni. Lengst af una þeir samt við að skoða fegurð himinsins að næturlagi. Rannveig Ágústsdóttir Sú saga verður ekki rakin hér — en því skal lesanda lofað að þar fer höfundur á kostum, þvi hann er mikill sagnamaður eins og alþjóð er kunnugt. Persónusköpun er heilsteypt þó sjálfar persónurnar séu sumar langt frá því að vera heilsteyptar (Teitur o. fl.). Bræðurnir eru ljóslifandi i frá- sögninni og vekja samúð lesanda, minna hann á persónur sem hann hefur sjálfur kynnst á lífsleiðinni. Sama er að segja um Rannveigu. Aðrar persónur eru dregnar einfald- ari dráttum, en skýrum þó. Sumar eru eins konar persónugerfingar svo sem Ketilríður slúðurberi. Árekstrar verða margir og alvar- legir og fjölskyldan riðar til falls. „Þjóðfélag sem er sjálfu sér sundur- þykkt mun hrynja sagði Guðvarður með vísifingur á lofti”. (191). Og það eru orð að sönnu. Fjölskyldan í Ljósin í lagi - lundin góð Slík áhrif hafa rétt stillt Ijós í umferðinni. u DEMANTUR: Demantur í skartgrip er draumur konunnar. Úr og Skartgripir Jón og Óskar Laugavegi 70, sími 24910. TO YOTASALURÍNN Nýbýlavegi 8 (íportinu) Opið laugardaga kl. 1—5. Ekinn Verð Nýkr. Árg. þús. km millj. þús. Toyota Carina 79 13 7 70 Toyota Carina 79 26 6.8 68 Toyota Cressida 4ra dyra, 5gira 78 96 5.6 56 Toyota Cressida 4ra dyra, S gira. 78 100 5.6 56 Toyota Cressida station 78 84 5.7 57 Toyota Cressida hardtop, 2ja dyra 78 56 6.2 62 Toyota Cressida sjatfsk. 4ra dyra 77 60 6 60 Toyota Crown super saioon 75 73 5.8 58 Mazda 929 station, sjátfsk., 78 48 5.8 58 Toyota Landcruiser, styttri gerð. 76 30 7.3 73 Honda Civic station 78 24 6.3 63 Volvo343 77 41 4.8 48 Skipti möguieg á ódýrari. TOYOTASALURINN NÝB ÝLA VEG/ 8, KÓP. SÍMI44144. RÍKISSKIP Sími : 28822 BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK: VESTFIRÐIR: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag NORÐURLAND: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða föstudaga AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: Alla fimmtudaga Biöjið um áætlun vo

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.