Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. 21 árs Húsvíkingur í ævintýraferð: BUINNAÐ FERÐAST MEÐ SEGLSKIPIIHÁLFT ÁR FOLK Nokkur íslenzk ungmenni hafa sið- ustu þrjú árin átt þess kost að taka þátt í svonefndum Francis Drake- leiðangri. Drake-leiðangurinn er hnattsigling seglskipsins Eye of the Wind en hún er farin til að minnast þess að 400 ár eru liðin frá því Sir Francis Drake sigldi fyrstur Englendinga umhverfis jörðina. Drake fór þessa siglingu á árunum 1577—1580 á skipi sínu The Golden Hind. Þá réð ríkjum í Englandi Elísabet I en upphaf siglingar Drakes var skipun hennar um að hann gerði skyndiárásir á spánskar nýlendur við Kyrrahafið. Drake lagði upp frá Eng- landi í desember 1577 og sigldi til Suður-Ameríku. Þar herjaði hann á hverja nýlenduna af annarri, réðst á spönsk skip og náði m.a. einu sem var hlaðið gulli á leið frá Perú til Spánar. Frá Kyrrahafsströnd Suður- Ameríku hélt Drake norðar í leit að hugsanlegri siglingaleið yfir í Atlants- hafið og er álitið að hann hafi siglt allt norður þangað sem nú er Washingtonfylki. Aðsjálfsögðu fann hann enga leið i gegnum Ameríku svo hann sigldi þvert yfir Kyrrahafið, kom m.a. við á Filippseyjum og Jövu. Síðan sigldi hann suður fyrir Afríku og til Plymouth i Englandi kom hann 26. september 1580. Þeir fjársjóðir sem Drake kom með úr þessari ferð eru taldir meira en 10 milljarða islenzkra króna virði enda sló Elísabet drottning hann til riddara þegar hann kom heim. Síðustu 7 mánuði hefur 21 árs gamall Húsvíkingur, Börkur Arnviðarson, tekið þátt í þessum leiðangri. Upphaflega átti hann aðeins að vera í þrjá mánuði en þess var farið á leit við hann að hann yrði áfram og þá sem einn af áhöfn skipsins. Að sjálfsögðu tók Börkur þessu boði. Gegnir hann hlutverki bátsmanns og stjórnar hann vinnu- flokki sem sér um viðhald seglskips- ins. Börkur fór um borð i Eye of the Wind 1 Thailandi, þaðan sigldi skipið yfir Indlandshafið, til Mombassa í Kenýa m.a. með viðkomu á Seychell- es eyjum. Var síðan ferðazt um Kenýa í heilan mánuð. Þaðan lá svo leiðin í gegnum Súez- skurð inn á Miðjarðarhaf en ekki var siglt suður fyrir Afríku eins og Drake þurfti að gera fyrir 400 árum. Komið var við í nokkrum Miðjarðarhafs- höfnum áður en lokaáfanginn til Ply- mouth hófst. Til Plymouth kom segl- skipið 5. desember sl. Var síðan aetlunin að Eye of the Wind sigldi til London þar sem Karl Bretaprins mun væntanlega taka á móti seglskipinu með viðhöfn 19. desember nk., þ.e.a.s. áföstudag. Seglskipið Eye ofthe Windsem Börkur Arnviðarson hefur sigtt með undenferna mánuði. Aría leikur í Osló og Kaupmannahöjh — á þorrablótum íslendingafélaganna þar „Ætli við komum ekki fram þrisv- ar eða fjórum sinnum,” sagði Andri Bachmann trommuleikari hljóm- sveitarinnar Aríu er rætt var við hann um fyrirhugaða ferð hljómsveitarinn- ar til Oslóar og Kaupmannahafnar á næsta ári. Aría hefur verið ráðin til að skemmta á þorrablótum íslend- ingafélaganna í borgunum tveimur. „Við léikum á þorrablótunum og auk þess á skemmtistað í Osló,” sagði Andri. „Enn hefur ekki verið ákveðið hvort við komum fram nema einu sinni í Kaupmannahöfn en það skýristánæstunni.” í hljómsveitinni Aríu eru auk Andra þeir Óskar Kristjánsson bassa- leikari og Hörður Friðþjófsson gítar- leikari. Þá æfir söngkona, Valgerður Anna Þórisdóttir, með hljómsveit- inni. Hún hefur ekki, að sögn Andra, sungið áður með hljómsveitum en aðallega verið í kórum. Aría er nú orðin rúmlega eins árs gömul. Að sögn Andra Bachmann er talsvert að gera um þessar mundir. Félög og hópar sem ætla að halda árshátíðir sínar og aðrar skemmtanir í janúar og febrúar hafa mikið leitað til hljómsveitarinnar um spila- mennsku og þegar er byrjað að ráða hana fyrir marzmánuð. <c Hijómsveitin Aria, Óskar Kristjónsson, Andri Bachmann og Hörður Frið- þjófsson. Þeir leggja land undir fót í febrúar og skemmta á tveimur þorra- blótum. Börkur hyggst dvelja í Englandi um jólin og jafnvel eitthvað fram yfir áramót áður en hann kemur heim úr þessari miklu ævintýraferð. -KMU KRISTJAN MAR UNNARSSON heto i hönnu -jtapazt ikveðin h» ólgson. DB-mvn<l:£,na ________ Jónsson asc5*-i Holskefla íslenzku hljómplatnanna á jólamarkaðinn er nú skollin yfir. Unnendur íslenzkrar tónlistar geta nú valið úr yfir tuttugu hljómplötum með alls konar tónlist til að hlusta á, — og alls konar plötuumslögum til að skoða. Skyldu ekki einhverjir velta umslögunum fyrir sér og spekú- lera í því hvort þau teljist til lista- verka eða séu bara umbúðir. „Ég lít á plötuumslögin sem iðn, part af heildinni,” sagði Bjarni D. Jónsson auglýsingateiknari, er blaða- maður DB lagði fyrir hann spurning- una um hvort gerð plötuumslaga telj- ist listsköpun. „Hér á landi hefur skapazt ákveðin hefð í hönnun plötu- umslaga, sem varla kemur fyrir að breytt sé út af. Nær undantekningar- laust skreytir stór mynd af flytj- endunum framhlið umslagsins. Það er kannski ekkert óeðlilegt við að umslögin séu dálítil keimlík þegar á heildina er litið,” hélt Bjarni áfram. „Hér kemur svotil ekkert út ASGEIR TÓMASSON af klassískri tónlist og jassi svo að tónlistarleg breidd í útgáfunni er ekki fyrir hendi.” Bjarni sagði að sum erlend plötu- umslög væru að sínum dómi gífur- Íega góð, sérstaklega þau teiknuðu. Sem dæmi um vandaða vinnu benti hann á umslög hljómsveitarinnar Chicago. „Einnig má nefna Bítlana,” sagði Bjarni. „Umslög platna þeirra voru aldrei unnin af neinum finum fag- mönnum en samt voru þau alltaf svo- lítið sérstök og á undan tímanum. Hverri Bítlaplötu fylgdi ávallt dálítil tízkubylgja í umslagagerð.” Að áliti Bjarna D. Jónssonar hefur hönnun plötuumslaga fleygt fram hér á landi með betri prenttækni og auk- inni getu teiknaranna. Hann var beð- inn .um að nefna nokkur umslög nýrra platna sem honum þættu athyglisverð: „Ernst Bachmann hefur gert skemmtileg albúm fyrir Rut Regin- alds, Geimstein og Gylfa Ægisson, — Ævintýraplötuna hans. Einnig finnst mér Píla pína hans Péturs Halldórs- sonar athyglisverð,” sagði Bjarni. Sjálfur hefur hann unnið þrjú umslög á þessu ári fyrir dúettinn Þú og ég, Halla og Ladda og hljóm- sveitina Pónik. — En hvað gerir hann fleira en að hanna plötuumslög? „Fram á sumar er ég að vinna i bókakápum fyrir jólamarkað. Plötu- umslögin verða stöðugt fyrirferðar- meiri, nú og svo eru stærri fyrirtæki farin að leita hingað með auglýsinga- verkefni. Fram að þessu hef ég aðal- lega rekið teiknistofu og annazt myndskreytingar en reksturinn er smám saman að breytast og auglýsing- arnar að verða fyrirferðarmeiri.” -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.