Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. 2 —oft hreinn viðbjóður að aka OGEDSLEGAR AUGLÝSINGAR ÍSJÓNVARPI Ásdls Sigurðardóttir, Húsavík, hringdi: Tvær sjónvarpsauglýsingar sem nú ganga eru alveg hryllilegar. Önnur þeirra er um bókina Ljóstoll en þar er strák troðið ofan í disk á hranaleg- an hátt, en hin auglýsir bók um Mar- geir lögreglumann. Þar er sýnt lík í fjöru. Börnum finnst þetta ógeðslegt og þau verða hrædd. Ég vil benda sjón- varpinu á það að það á að vera með skemmtilegar auglýsingar en ekki ógeðslegar fyrir jólin. J. J. hringdi: Fyrir nokkru var lesendabréf í DB um grjót á vegum sem hryndi af vörubílum. Mér fannst tímabært að minnast á þetta því það eru til ailt of mörg dæmi um hvers kyns drasl á vegum. Mjög er t.d. áberandi leiðin upp á öskuhaugana í Gufunesi. Bilar á leið þangað bókstaflega strá rusli, ekki aðeins á Gufunesveg heldur einnig á Vesturlandsveg og sjálfsagt fleiri götur í borginni. Einnig verður maður oft var við fiskslor á götum sérstaklega i sjávarplássum. Fisk ætti að flytja í tönkum en ekki á opnum vörubllum. Oft er hreinn viðbjóður að aka eftir vegum vegna rusls. Götur hér í borginni eru oft slæmar, t.d. hef ég séð yfirfulla steypubíla leka steyp- unni á götur. Þá er algengt að sjá vörubtla með háa stafla af varningi án þess að bundið sé um hann enda eru mörg dæmi til um að hrunið haft af bílum. Svona ástand þekkist ekki í ná- grannalöndum. Þar eru til strangar reglur sem lögreglan fylgir eftir en svo virðist sem lítið eftirlit sé haft með svona hlutum hérlendis. einræðisstjómir þrífast á steinaldarlögum Nokkrir utanbæjarmenn skrifa: Okkur langar Ul að leggja orð í belg vegna þess æsings og ofstopa sem risið hefur upp vegna franska flóttamannsins. Við viljum tjá okkar viðhorf sem því miður virðist vera að kafna í málflutningi fólks sem er greinilega vilhallt undir einræði og ofbeldi. Við erum eindregnir stuðnings- menn málstaðar Gervasonis og um leið allra þeirra sem neita að gegna herþjónustu vegna þess að samvizka þeirra segir þeim að það sé siðferði- lega rangt. Þessir menn hafa ekkert brotið af sér annað en það að neita að viðurkenna lög sem að þeirra mati stefna mannkyninu í voða. Gerva- soni er einlægur friðarsinni sem lætur ekki þegja sig í hel af stríðsherrum og vopnaframleiðendum sem eru reiðu- búnir að fórna honum og milljónum annarra á altari „valdajafnvægis í heiminum” sem aldrei hefur hvort eð er verið til staðar. Við hér teljum að okkur sé bráð hætta búin með því að viðurkenna slík steinaldarlög þvi einmitt á þeim þrífast einræðisstjórnir. Við verðum að stuðla að því að einstaklingurinn verði hann sjálfur, ekki bara hluti af viljalausum fjölda sem hefur ekkert úrslitavald. Verðum við beiðni Gervasonis um pólitískt hæli! Aðeins þannig getum við sýnt styrk okkar í stað þess að gangast undir valdboð erlendra stríðsherra sem hugsa fyrst og fremst um rassinn á sjálf um sér. Ásgeir Jónsson, Hveragerði, Indriði I^ristjánsson, Hveragerði, Gerður Janusardóttir, Hveragerði, Sveinn Gíslason, Hveragerði og Guðjón Jónsson, Selfossi. FÆSTÍFLESTUM LEIKFANGABÚÐUM PÉTUR PÉTURSSOIM HEILDVERZLUN SUÐURGÖTU 14, SÍMAR 21020 - 25101. Reykjavik, eitt sveitarfélaga, greiðir til Sinfóniuhljómsveitar Íslands. Þessi vörubill hafði stráð flsksluri eftir Skúlagötunni endilangri en bilstjórinn má eiga það að hann hreinsaði upp eftir sig. DB-mynd: S. MONTASIGAF LÁGUÍTTSVARI Reykvíkingur (3066—5635) skrifar: Til allra Reykvíkinga! Miklar eru kröfurnar sem gerðar eru á hendur Reykjavíkurborg og margt er greitt sem óþarfi er að greiða. Máþar nefna tap á Listahátíð og þá þjónustu sem við veitum öldr- uðu fólki hvaðan sem það kemur af landinu. Við jafnvel malbikum fyrir nágrannasveitarfélögin. Sinfóníu- hljómsveitin fær fjármuni frá borg- inni og alls konar kórar eru styrktir í sportreisur. Hvernig væri nú að spyrna við? Láta fólkið úti á landsbyggðinni sjá um sitt eldra fólk en ekki sleppa með því að senda það til Reykjavíkur. Einnig mættu Garðabær og Mosfells- sveit og fleiri sveitarfélög greiða sjálf fyrir sína olíumöl. Einnig vil ég að hætt verði að styrkja alls konar hópa í sportreisur. Þá þyrftum við Reykvíkingar kannski ekki alltaf að borga hæstu útsvör landsins og Morgunblaðið gæti sleppt gumi af frábærri stjórn nágrannasveitarfélaganna sem monta sig af lágu útsvari á kostnað Reykvík- inga. - DUKKAN SÉRLEGA FALLEG OG LIFANDI Skemmtileg húsgögn ogfötíúrvali Strídsherrar og vopna- f ramleiðendur þegja Gervasoni ekki íhel VÖRUBÍLAR STRÁ RUSLIÁ VEGINA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.