Dagblaðið - 17.12.1980, Side 7

Dagblaðið - 17.12.1980, Side 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. 7 Jólaösiii minni núna en í fyrra —fólk byrjaði að verzla strax íokt.-nóv., segja verzlunarmenn Dagblaðið kannaði í gær jólasölu í nokkrum verzlunum bæjarins og voru menn sammála um að salan væri ekki eins mikil og í fyrra. Gæti það stafað af því að jólasala hafi talsvert verið komin í gang í nóvember, en dottið síðan niður aftur og þá sérstaklega á meðan á verkfalli bankamanna stóð. f Tómstundahúsinu fengum við þær upplýsingar að frekar væri það í áttina að fólk keypti ódýrar gjaftr heldur en hitt, en annars væri sala mjög svipuð og í fyrra. í barnafataverzluninni Val- borgu var okkur tjáð að foreldrar hefðu byrjað mun fyrr að hugsa til jólafatnaðar á börnin og keyptu núna praktiskari föt en áður, föt sem börnin geta notað oftar en aðeins um jólin. í Vörumarkaðinum er salan svipuð og í fyrra, nema hvað heimilistækjasala er minni og þá sérstaklega á meðan bankamannaverkfallið var. Verzlanir urðu ekki fyrir umtalsverðum erfiðleik- um vegna verkfalls bankamanna, nema þá helzt leikfangaverzlanir sem ekki höfðu fengið afgreiðslu á jóla- leikföngunum. -ELA. Veðurguðir settu f lugið úr skorðum —og f lugf raktin f ór sjóleiðis til ísafjarðar Veðurguðirnir hafa gert Flugleiða- mönnum og farþegum í fluginu innanlands gramt í geði undanfarið. Flugáætlanir gengu úr skorðum vegna veðurs og þess vegna safnaðist upp flugfrakt í Reykjavík sem beið eftir flutningi á áfangastaði á lands- byggðinni. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Fiugleiða sagði að flug til ísafjarðar hefði legið niðri í um það bil viku en var komið af stað á ný í gær. Var brugðið á það ráð að fljúga aðeins með svokallaða forgangsfrakt til ísafjarðar en önnur frakt send ísfirðingum með skipi. Þá hafa flugvélar snúið við yfir Akureyrarflugvelli án þess að hafa lent vegna veðurs, en að sögn Sveins hefur þó gengið einna verst að halda uppi flugsamgöngum við Vestmannaeyjar. Samgöngur í lofti milli landa hafa gengið mun betur og lítið sem ekkert fariðúrskorðum. -ARH. „Bara” unnið 8-10 tíma Síðasta loðnumjölið var flutt frá Eskifirði á mánudaginn. Eftir að loðnuvertíðinni lauk er allt þar í mestu rólegheitum, menn vinna í síld og frystihúsunum og ekki „nema” 8—10 tíma á dag og ekkert á laugardögum og sunnudögum. Menn eru komnir í hreinasta hátíðaskap með þessari litlu vinnu. Snjór hefur verið yfir öllu á Eskifirði síðustu daga. Um helgina gerði þar blindbyl en síðan hafa verið stillur. Hinn ágæti bæjarstjóri Esk- firðinga hefur séð um að halda götum bæjarins opnum. Elztu menn á Eskiftrði muna ekki annað eins gæðahaust í veðri og nú hefur verið. -DS/Regína. s{f*-. Einróma kjör flokkurinn: y fulltrúaráðið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, lög- fræðingur var kjörinn varaformaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og Árni Bergur Eiríksson ritari á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar. Báðir hiutu einróma kjör. ; Vilhjálmur kom inn í stjórn fulltrúaráösins i almennri kosningu til stjórnar fyrir stuttu og hlaut þá næstflest atkvæði allra. Árni Bergur er hins vegar í stjórninni sem form. sjálfstæðisfélagsins i Langholts- hverfi. Guðmundur H. Garðarson for- maður ráðsins, sagði í morgun að framundan væri stóreflt starf, m.a. í tengslum við vinnustaði og eflingu trúnaðarmannakerfis. Þá hefur 'fulltrúaráðið mjög einarða afstöðu til kjördæmamálsins og vill skýra stefnu í því ekki síðar en á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næsta vor. -A.St. Nýja hljóðmerkjakerfið í Minohunni BEEEEEEP gefur til kynna ef birtan er ekki nægileg Minolta vasamyndavélar á viðráðanlegu verði. Nýju Minolturnar eru sjálf- virkar með tvöföldu aflvör- unarkerfi... rautt Ijós og hljóðmerki gefa til kynna ef birtan er ekki nægileg. Þá þarf bara afl þrýsta á hnapp og flassið er til- búifl fullhlaflifl. Með Minoltu fáifl þið ávallt betri myndir, vegna þess afl i Minoltum, stómm og smáum, em alvöm ROKKOR linsur. FILMUR OG VÉLAR S.F. Skólavörðustfg 41 — Sfmi 20235 BARNA- OG TÓMSTUNDABLAÐ Katía María Skátaefni Smásögur Viðtö/ Leikir Föndur Þrautír Myndasögur Ti ABCD, bama og tómatundablafls, Armúla 18. Óska eftir áskrtft Nafn ________________________________________ Heimilisfang________________~ Nafnnr. . _______________________ ■ Simi_____________________ FJÖLBREYTT EFNI Áskriftarsími82300. Fæst á næsta blaðsölustað.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.