Dagblaðið - 17.12.1980, Side 13

Dagblaðið - 17.12.1980, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. 13 ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ AUSTURSTRÆT118 - SÍMI 25544 SKEMMUVEGI 36, Kóp. - SÍMI 73055 Lidrforinqjanum ber/t aldrei bréf hurðum sem ekki hleyptu neinu hljóðiígegn.” - Þægilega heitur sjór og sól Á Hawaii var tíminn notaður til skoðunarferða og sólbaða. „Sjórinn var svo þægilega heitur að það var bókstaflega kalt að koma upp úr honum. Fyrsta daginn vorum við eitt- hvað um tvo tima við sjóinn. Það var mistur og okkur fannst ekki svo mikil sól. En við sólbrunnum verulega samt. Á Hawaii var allt alveg fádæma snyrtilegt. Maður sá fólk aldrei reykja á götum úti og ekkert rusl eða pöddur neins staðar. En þar voru kannski myrtir einn og tveir menn á dag af glæpaflokkum, það sá maður í sjónvarpinu. Ástandið í Hong Kong var svo gjörólíkt þessu. Okkur furöar ekki á því, eftir að hafa komið þar, þótt sjúkdómar þjái fólkið. Við sáum hús- bátana sem fólkið bjó í. Það notaði sama vatnið til allra hluta bursta tennurnar, þvo þvotta og sjóða fisk. Allur úrgangur frá borginni fór í þetta sama vatn. Upp úr því var líka veiddur fiskur til matar. Þetta fólk borðaði bókstaflega allt: hunda, ketti, rottur, kanarífugla og hænu- Höllin i Agra, 200 km frá Delhi. Hún er byggð til minningar um drottningu Ind- lands og byggingameistarar konungs notuðu einungis i hana marmara og eðal- steina. Slöngur og krókódílar Þegar við komum til Thailands eftir að hafa verið í Hong Kong og farið þessa löngu ferð til Kína voru allir svo þreyttir að þeir höfðu ekki orku til að fara í ferð sem búið var að skipuleggja inn í landið. Því var hætt við hana en við fórum aðeins út fyrir Bangkok. Þar sá maður aftur báta- fólk og í vatninu I kringum bátana syntu krókódílar og slöngur. En fólkið tíndi ávexti af trjánum við vatnið og lét þessar skepnur ekkert trufla sig,” sögðu þau Guðmundur og Magnea. Þau sögðust ekki ennþá vera búin að átta sig á öllu sem fyrir augun hefði borið og svona eftir á væri mikið af því næsta ótrúlegt. -DS. Í sólinni á Hawaii. Guðmundur stendur þarna með Gold- en Gate brúna i San Francisco í baksýn. Veðrið er greinilega eins og bezt verður á kosið. unga nýkomna úr eggjum. Enginn kælir eða önnur geymsla var á bátun- um svo þessum kvikindum var slátrað jafnóðum. f Hong Kong var hægt að gera verulega hagstæð kaup á öllu mögu- legu ef maður hafði tíma til að prútta. En við vildum heldur fara i allar ferðir og slepptum því nær alveg að verzla. Það var líka erfiðara fyrir okkur að kaupa en ferðafélaga okkar af því að við höfðum ekkert krítar- kort og takmarkaðan gjaldeyri. Svíarnir og Danirnir gátu keypt eins og þeir vildu fyrir krítarkort I nær öllum búðum eða notað sína eigin peninga. Okkur tókst hins vegar ekki að koma út íslenzkum krónum og reyndum það varla. Ógleymanleg Kínaferð Ferðin, inn fyrir landamæri Kína verður ógleymanleg. í rauninni skildi maður það fyrst á eftir hversu allt var ólíkt þar því sem við eigum að venjast. Það fólk sem við hittum starði á okkur stórum augum og ólíkt, því sem var í löndunum í kring var betl óþekkt. En maður sá að fátæktin var mikil. Við komum í smábarna- skóla þar sem börnunum voru kenndir leikir og dans. Þau voru á aldrinum 4 til 9 ára og alveg ótrúlega flink. Þau létu það ekkert á sig fá þó við stæðum og gláptum á þau. Við fengum einnig að sjá mikla stíflugerð í Kina. Hong Kong-búar eiga ekkert ferskt vatn en kaupa vatn af Kínverjum fyrir okurverð. f á einni I Kína höfðu verið reistar 9 stíflur með lónum á milli og var vatn- inu dælt upp eftir hæðinni. Allt þetta mannvirki tók ekki nema 9 mánuði áð reisa. Greinilegt var að það hafði að mestu verið gert með hándafli því gróðurinn náði alveg niður að mann- virkjunum og engu hafði verið spillt í náttúrunni. Kínverjar eru að byrja að byggja hótel fyrir ferðamenn og eru frægar hótelsamsteypur 'eins og Holiday Inn og Sheraton að byrja að byggja þar. Greinilegt er að það á að fara að bjóða ferðamenn velkomna. Allt var einstaklega fallegt og hreinlegt I Kitra en vegurinn til baka til Hong Kong var eins og hann lægi um samfelldan ruslahaug. Þvílíkur munur.” Heiðmyrkur Ijóð — Steingrimur Baldvinsson. Sleingrimur í Nesi er störmerkilegt skáld, og móðurmálið lék honum á tungu. Hér er að fínna afburðakvæði, svo sem Heiðmyrkur, sem hahn orti cr hann beið dauða sins i gjá I Aðaldalshrauni i fímm dægur og var þá bjargað fyrir tilviljun. FRANK PONZI: ísland á 18. öld Strápiisameyjar frá Noröurlöndum á Hawaii. Prinsessan sem hljóp að heiman Marijke Reesink Francoise Trésy gerði myndirnar Þessi fallega og skemmtilega myndabók er eins konar ævintýri um prinscssuna sem ckki gat fellt sig við hefðbundinn klæðnað, viðhorf og störf prinsessu og •ekki heldur við skipanir sins stranga fóður, konungsins. Þess vegna hljóp hún að hciman. Liðsforingjanum berst aldrei bréf skáldsaga eftir Gabriel GarciaMarques í þýðingu Guðbérgs Bergssonar Liðforinginn hefur í 15 ár beðið eftirlaunanna sem stjórn- in hafði heitið honum, en þau berast ekki og til stjórnarinnar nær enginn, og alls staðar, þar sem liðsforinginn knýr á, er múrveggur fyrir. Matur — sumar, vetur, vor og haust Sigrún Daviðsdóttir Þetta er önnur matreiðslubókin sem Almenna bókafélagið gefur út eftir Sig- rúnu Daviðsdóttur, hin fyrri heitir Matreiðslubók handa ungu fólki á öll- um aldri, kom út 1978 og er nú fáanlcg í þriðju útgáfu. Flcstum fínnst ánægju- legt ið borða góðan mat. cn færri hafa ánægju af þvi að búa hann til. En hug- leiðið þetta aðeius. Matreiðsla er skap- andi. Það er þvi ekki aðeins gaman að elda sparimáltið úr rándýrum hráefn- um, heldur einnig að nota ódýr og hversdagsleg hráefni á nýjan og óvænt- an hátt. Nýjasta bók Grahams Greene Sprengjuveislan eða Dr. Fisher í Genf Dr. Fisher er kaldhæðinn og tilfínninga- laus margmilljónari. Mesta Ufsyndi hans er að auðmýkja hina auðugu „vini” sina. Hann býður þeim reglulega i glæsilegar veizlur og þar skemmtir hann sér við að hæða þá og niðurlægja. ísland I siðari heimsstyrjöid Óf riður í aðsigi eftir Þ6r Whitehead Ófriður í aðsigi er fyrsta bindi þessa rit- Meginefni þess er samskipti við stórvcldin á timabilinu frá komst til valda I Þýzkalandi (1933) og þangað til styrjöld brauzt út (1939). Þjóðverjar gáfu okkur þvi nánari gaum sem nær dró ófriðnum, og valdsmenn þar sendu hingað einn af gæðingum sinum, SS-foringjann dr. Gerlach, til að styrkja hér þýzk áhrif. skáldsaga eftir Jón Dan Stjörnuglópar -Jón Dan er sérstæður höfundur og alltaf nýr. Nú verður honum sagnaminnið um vitringana þrjá að viðfangsefni — fært i islenzkt umhverfi bænda og sjómanna á Suðurnesjum. Jónas Hallgrímsson og Fjölnir eftir Vilhjálm Þ. Gíslason ltarlegasta ævisaga Jónasar Hallgrims- sonar, sem við hingað til höfum eignazt. Sýnir skáldið I nýju og miklu skýrara Ijósi en viQ höfum átt að venjast. HELGIFER GÖNGUR ALMI'NNA hOKÁi KL.\<IU: Helgi fer í göngur Svend Otto S. Svend Otto S. er viðkunnur danskur teiknari og barnabókahöfundur. Siðast- liðið sumar dvaldist Svend Otto S. umi tima á Islandi og birtist nú sú barnabók sem til varð i þeirri ferð. i* ■ Veiðar eftir Guðna Þorsteinsson nskifræðing Bókin lýsir i rækilcgum texta veiðiaðferðum og veiðarfærum, sem tiðkazt hafa og tiðkast nú við veiði sjávardýra hvar sem er i heiminum. Bókin er með fjölda mynda og nákvæmum skrám yfir veiðarfærí, nöfn þeirra bæði á ensku og islenzku. Hún er 186 bls. að stærð og i sama bókafíokki og Fiskabók AB og Jurtabók AB. ísland á 18. öld er listaverkabók með gömlum tslandsmyndum. Þær eru allar úr tveimur visindaleiðöngrum sem hingað voru farnir frá Bretlandi á 18. öld — leiðangri Banks 1772 og lciðangri Stanleys 1789. Flestar þessara mynda eru nú i fyrsta sinn prentaðar beint eftir frum- myndunum. Sumar hafa aldrei birst áður i neinni bók. Þessar gömlu Islandsmvndir eru mcrkilcg listavcrk. En þær eru einnig ómetanlegar heimildir um löngu horfna tið, sem ris Ijóslifandi upp af siðum bókar- innar. Frank Ponzi listfræðingur hefur haft allan veg og vanda af bókinni og ritar formála um þessa tvo íslandsleiðangra og þá listamenn sem myndirnar gerðu. ifwgSwar

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.