Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. 1 Erlent Erlent Erlent Erlent ( Jólasveinar eru vlflar í ferli en i þald Kökuhússins f Reykjavik þessa dagana. Myndin af þessum föngulega jólasveini var tekin á Strikinu i Kaupmannahöfn þar sem hann heilsaði upp á börn sem voru á ferli i miðbænum. Gíslarnir heim fyrirjól? Mohammed Ali Rajai, forsætisráð- herra írans, sagði í gær að íranir hefðu undirbúið lokasvar sitt við síðasta til- boði Bandaríkjastjórnar til lausnar gíslamálinu. Hann sagði að gíslarnir 52, sem nú hafa verið í haldi i fran í þrettán mánuði, gætu verið komnir heim fyrir jól ef Bandaríkjastjórn legði fram fjárhagslega tryggingu. Hann út- skýrði ekki nánar hvað hann ætti við. Ummæli hans nú vekja vonir um að hægt verði að finna lausn á deilu þjóð- anna. Embættismenn í Washington vöruðu hins vegar enn einu sinni við bjartsýni. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Jody Powell, varaði við að opinberar yfirlýs- ingar frá Teheran væru túlkaðar af of mikilli bjartsýni. „Við höfum ekki minnstu hugmynd um hvað þeir eiga við,” sagði hann. REUTER Þjóðareiningaðskapastí Póllandi: ^ FULLVELDIPOLLANDS ERSTEFHT í HÆTTU ef f ríður kemst ekki á innanlands, sagði Lech Walesa við minningarathöfnina í Gdanskígær, sem hálf milljón manna sótti „Ég hvet ykkur til að varðveita friðinn og lögin og að sýna ábyrgðar- tilflnningu. Ég vil að þið séu varkár og ábyrg í öllum ykkar gerðum vegna föðurlandsins,” sagði Lech Walesa, leiðtogi Einingar, sambands hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga i Gdansk í gær. Talið er að um hálf milljón manna hafi verið saman komin til að verða vitni að afhjúpun minnisvarða um verkamenn í Gdansk, sem pólska lög- reglan og hermenn drápu í óeirðum árið 1970. Þátt í minningarathöfn- inni tóku leiðtogar ríkisvaldsins, kirkjunnar og hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga auk áðurgreinds mannfjölda. Óttazt hafði verið að til uppþota kynni að koma við minningarathöfn- ina en svo fór ekki og fór hún mjög friðsamlega fram. Leiðtogar ríkis, kirkju og verka- manna lögðu allir áherzlu á nauðsyn þjóðarsáttar og sérstaka athygli vakti hógvær ræða Lech Walesa. Hann lagði áherzlu á að fullveldi Póllands væri í hættu ef ekki kæmist á friður innanlands og endi yrði bundinn á starfsemi öfgamanna og tók þar með undir yfirlýsingu kaþólsku kirkj- unnar i landinu frá því um helgina. Þessi orð Walesa þóttu benda til að hann ætlaði að gera sitt til að draga úr áhrifum þeirra er lengst vilja ganga innan hinna sjálfstæðu verka- lýðsfélaga i kröfum sinum gagnvart stjórnvöldum. Tadeusz Fiszbach, leiðtogi komm- únistaflokksins í Gdansk, 'tók undir orð Walesa og hvatti til einingar með þjóðinni. Meðal þeirra, sem við- staddir voru minningarathöfnina var forseti Póllands, Henryk Jablonski. Afhjúpun minnismerkisins var ein af aðalkröfum hinna sjálfstæðu verka- lýðsfélaga í ágústmánuði síðastliðn- um. Lech Walcsa hvatti til einingar pólsku þjóóarinnar i ræðu sinni og sagði meðal annars, að starfsemi öfgamanna gæti reynzt fullveldi þjóðarinnar hættuleg. --------- ^ Ómetanlegt heimildarrit um samtímann Ein þeirra bóka sem vakiö hafa hvaö mesta at- hygli á jólabókamark- aðinum að þessu sinni er bókin: HVAÐ GERÐ- IST Á ÍSLANDI 1979. í bók þessari eru helstu at- burðir ársins 1979 raktir í máli og myndum, svo ýtarlega, að þar á að vera unnt að fmna heimildir um flest það er gerðist í íslensku þjóðlífí á árinu og markvert var talið. Efni bókarinnar er flokkað eða skipt í efnis- þætti, sem gerir hana mjög aðgengilega og auðveldar notkun hennar. Þessi bók sem er fyrsta bókin í bókaflokki, verður óskabók heimil- anna í ár, — bók sem gripið verður til aftur og aftur, þegar eitthvað sem gerðist á árinu 1979 ber á góma. Höfundur bókarinnar: HVAÐ GERÐIST Á ÍS- LANDI 1979 er Steinar J. Lúðvíksson, en myndaritstjóri er Gunnar V. Andrésson. Ljósmyndir eru eftir flesta þekktustu blaðaljósmyndara landsins í bókinni. AÐALATRIÐIN í ÖNDVEGI 1 ritdómi er Erlendur Jóns- son skrifaði um HVAÐ GERÐIST Á ÍSLANDI 1979, og birtist í Morgunblaðinu 4. desember sl., segir hann m.a. svo: „ ... Af starfi sínu sem blaðamaður hefur Steinar fengið á tilfinninguna hvað fréttnæmt telst í dag. Af sögu 1979 Kápa bókarinnar: HVAÐ GERÐIST Á ÍSLANDI1979 ritun sinni hefur hann svo öðl- ,ast reynslu af hinu — hvað markvert telst af fréttum gær- dagsins. Hvor tveggja reynslan hefur komið honum að góðu gagni við samantekt þessa rits. Hér er sleppt þess konar smá- fréttum sem undirrituðum finnst ávallt munu til komnar sem fyllingarefni í dagblöðin. Marktæku fréttirnar og stór- tíðindin eru vinsuð úr og gerð hér skil á einkar skipulegan hátt þannig að unnt á að vera að fletta upp 1 ritinu og finna hvaðeina sem hugurinn girnist í andartakinu ...” ... Ég met þessa bók sem uppsláttarrit öllu fremur en sem bók til að lesa 1 lotu frá upphafi til enda. Hún er líka einkar handhæg til að blaða í henni, bæði svona nýrri af nál- inni og verður það ekki síður, hygg ég, þegar stundir líða og atburðir þeir, sem hún greinir frá, taka á sig blámóðu fjar- lægðarinnar.” JAFNOKI TVEGGJA EÐA ÞRIGGJA MEÐALBÓKA í ritdómi Andrésar Krist- jánssonar, sem birtist i Vísi 11. desember sl. segir m.a. svo: „ ... Þetta er stór og nýstár- leg bók, fullar 230 blaðsíður í stóru broti, eins og tímarit, leturflötur geysimikill í tveim- ur breiðum spöltum á síðu, og letur þétt Og haganlega sett. Að lesmáli er hún vafalaust jafn- oki tveggja eða þriggja meðal- bóka eins og þær gerast nú. Þá Opna úr bókinni: HVAÐ GERÐIST Á ISLANDl 1979, er gefur hugmynd um uppsetningu bókarinnar. er í þessari bók fullt hálft þús- und mynda ...” „ ... Frásagnirnar eru í samþjöppuðu máli, flestar stuttar en þó mislangar eftir gildi og lýstar efnislegum fyrir- sögnum innan flokka sinna. Val og samantekt virðist mér ÖRN OG ÖRLYGUR StÐUMÚLA 11 StMI 84866 bera vitni góðri yfirsýn og glöggskyggni. Gerð slíkrar bókar er vitan- dega ekkert áhlaupaverk, en vinnst vafalaust best með því að taka það til handargagns dag hvern eða því sem næst og rita megindrætti þótt síðar sé snyrt. Ég tel víst, að þannig hafi verið að unnið, enda eru það trúverðugust vinnubrögð. Af hverjum meginkafla bókar- innar er yfirlitsformáli um efni hans og ársuppskeran skil- greind í stuttu máli, en síðan er atriðum raðað að mestu 1 tima- röð innan kafla. Loks er mjög ýtarlegt efnisyfirlit, þar sem fljótlegt er að renna augum yfir atriðin og finna það, sem leitað er að, Mér virðist Steinar J. Lúðvíksson hafa gott vald og mat á fráságnarhætti, sem þessari framsetningu hæf- ir. . . ” AUGLÝSING

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.