Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. 15
ÁBYRGÐARVIÐCERÐA
Talsvert er um það, að senda þarf
til viðgerðar til útlanda hluti, sem eru
í ábyrgð. íslensk tollalög kveða ekki
sérstaklega á um það, hvernig skuli
tollafgreiða slikar viðgerðarsend-
ingar. Hins vegar eru almenn ákvæði
1 4. gr. laga um tollskrá o.fl., nr.
120/1976 um tollafgreiðslu á vörum,
sem sendar eru til útlanda til við-
gerðar. Samkvæmt þessari grein skal
greiða aðflutningsgjöld af sendingar-
kostnaði báðar leiðir ásamt við-
gerðarkostnaði, sama hundraðshluta
og sams konar erlend, aðflutt vara
ber, þó ekki lægri verðtoll en 5%,
enda hafi vörunni verið framvísað
fyrir tollstarfsmanni við útflutning
og gerð útflutningsskýrsla á til þess
gert eyðublað.
Tollyfirvöld búa til
viðgerðarkostnað
Þegar vara, sem gert hefur verið
við, eiganda, að kostnaðarlausu,
kemur aftur, kemur enginn reikn-
ingur fyrir viðgerðarkostnaði en í
flestum tilvikum staðfesting á því, að
um viðgerð sé að ræða án endur-
gjalds. Samkvæmt 4. gr. tollalaga ber
þá að greiða aðflutningsgjöld ein-
ungis af sendingarkostnaði báðar
leiðir og þykir mörgum nokkuð langt
gengið í skattpíningu, þar sem ekki er
um að ræða neina verðmætaaukn-
ingu.
Þegar greinarhöfundur lagði ný-
lega inn hjá tollstjóraembættinu í
Reykjavík tollskýrslu yfir hlut, sem
var að koma úr ábyrgðarviðgerð frá
Bandarikjunum, kom í ljós hin óbil-
gjarna og að mati undirritaðs ranga
túlkun tollyfirvalda á 4. gr. tollalaga,
sem beitt hefur verið árum og jafnvel
áratugum saman.
Um var að ræða mælitæki og
hafði verðmæti þess verið gefið upp í
útflutningsskýrslu kr. 530.000. Kom
nú í ljós, að sé viðgerðarkostnaður
enginn, er hann búinn til skv. ein-
faldri reglu, sem fjármálaráðuneytið
mun hafa sett, þ.e. 10% af verðmæti
hlutarins. Leiðrétta þurfti því toll-
skýrsluna á þann hátt að setja fob-
verðmæti, þ.e. viðgerðarkostnaðinn
kr. 53.000 og skyldi síðan greiða af
þeirri upphæð 7% toll, 24% vöru-
gjald og 25,85% söluskatt í tolli, eða
samtals 67,0% aðflutningsgjöld, sem
nema kr. 35.510. Auk þess komu svo
67,0% aðflutningsgjöld á flutnings-
kostnaðinn báðar leiðir.
Tvítollun
Þegar erlendur framleiðandi selur
vöru sína með ábyrgð, reiknar hann
inn í vöruverðið áætlaðan heildar
viðgerðarkostnað á ábyrgðartíman-
um og deilir honum síðan á hvert ein-
tak vörunnar. Þegar slík vara er flutt
til landsins, eru greidd aðflutnings-
gjöld af heildarverði vörunnar, þar
með talinn áætlaður meðal við-
gerðarkostnaður. Reynist varan
gölluð við móttöku eða hún bilar á
ábyrgðartímanum, hefur kaupandinn
ekki fengið allt það, sem innifalið var
í kaupverðinu og sem greidd hafa
verið aðflutningsgjöld af. Þegar hann
svo fær gert við hlutinn án endur-
gjalds, er seljandinn að láta í té það,
sem á vantaði í kaupunum. Sé
viðgerðin tolluð, er verið að leggja
aðflutningsgjöld á verðmæti, sem
áður hafa verið greidd full aðflutn-
ingsgjöld af og er þá um tvítollun að
ræða.
Vafasöm túlkun fjár-
málaráðuneytisins
Undirritaður sneri sér til fjármála-
ráðuneytisins til að fá skýringar á
heimild þess til að áætla viðgerðar-
kostnað 10% af verðmæti vörunnar,
enda þótt fyrir lægi, að viðgerð hafi
verjð framkvæmd án endurgjalds
vegna ábyrgðar. Var þá vísað til 10.
gr. tollalaga, en þar er fjallað um
heimild tollyfirvalda til að meta inn-
flutta vöru, liggi verðmæti hennar
ekki fyrir eða ef talið er, að uppgefið
verð séekki rétt.
Tilvitnun þessi er í meira lagi
hæpin. Ljóst er, að allar innfluttar
vörur hljóta að hafa eitthvert verð-
gildi og þar sem um verðtoll er að
ræða, hlýtur að þurfa að meta verð-
gildi, liggi það ekki fyrir. íslensk toll-
yfirvöld virðast hins vegar ekki skilja
eða vilja ekki skilja, að viðgerðar-
kostnaður er allt annars eðlis og getur
hæglega verið núll enda skapar við-
gerðin í þeim tilvikum ekki aukin
verðmæti.
Það má segja að starfsmenn fjár-
málaráðuneytisins hafi verið nokkuð
seinheppnir að vitna í 10. greinina,
því í niðurlagi hennar segir: ,,Nú fær
innflytjandi bætur fyrir rýrnun eða
skemmdir, sem verða á vöru á leið
hingað til lands, við affermingu, í
vörslu tollyfirvalda eða í viðurkennd-
um geymslum farmflytjanda, áður en
hún er afhent honum, og hann eða
Komi í ljós, eftir að vara hefur
verið tollafgreidd, galli i henni eða
hún bilar á ábyrgðartíma, hefur inn-
flytjandi ekki fengið það verðmæti,
sem hann hefur greitt aðflutnings-
gjöld af. í stað þess að greiða inn-
flytjandanum bætur er nú gert við
vöruna honum að kostnaðarlausu.
Hér er því um að ræða samsvarandi
málsatvik og um ræðir f síðustu máls-
grein 10. gr. tollalaga og vilji löggjaf-
ans því sá, að ekki séu greidd aðflutn-
ingsgjöld af ábyrgðarviðgerðum.
Danir tolla ekki
ábyrgðarviðgerðir
Þegar verið er að réttlæta ýmsar
skattaálögur, er gjaman vitnað til ná-
grannaþjóðanna. En því ekki að gera
það einnig, þegar um er að ræða rétt
hins almenna borgara. 1 dönskum
Kjallarinn
Gísli Jónsson
Flestir starfsmenn tollyfirvalda eru allir af vilja gerðir að sýna sem mesta sanngirni og velvilja en verða iðulega að Iram
kvæmda fyrirmæli, sem þeir eru alls ekki sáttir við, segir greinarhöfundur.
aðrir eiga ekki sök á rýrnuninni eða
skemmdunum, og má þá tollyfirvald
lækka tollverð vörunnar sem svarar
bótunum, enda hafi tollstarfsmenn
verið viðstaddir skoðun og mat
vörunnar og telji bæturnar ekki of
háar miðað við ástand hennar. ”
í þessari málsgrein 10. gr. tollalaga
kemur skýrt fram sá vilji löggjafans,
að fái innflytjandi ekki það verð-
mæti, sem felst 1 fullu verði vörunn-
ar, skuli tollverð ákveðið lægra til
samræmis við raunverulegt verð-
mæti.
tollalögum nr. 19 frá 1972 , 27. gr.
segir m.a. (þýðing undirritaðs):
„Tollfrjálsar eru vörur, sem vegna
ábyrgðar eða framleiðslugalla er gert
við utan tollsvæðisins, án kostnaðar,
enda hafi ekki verið tekið tillit til
galla vörunnar við upphaflega toll-
meðferð hennar né heldur hafi farið
fram tollendurgreiðsla við útflutning
vörunnar.”
Eitt sinn er undirritaður ræddi við
einn af yfirmönnum tollstjóraemb-
ættisins í Reykjavík um, að ekki væri
hægt að krefjast aðflutningsgjalda af
viðgerð, sem kostaði ekkert, fékkst
það svar, að ávallt kostaði eitthvað
að gera við bilaðan hlut þótt eigandi
hans væri ekkert látinn greiða. Fróð-
legt er að bera þennan furðulega
skilning á orðinu „viðgerðarkostn-
aður” við það orðalag í dönsku lög-
unum, þar sem fjallað er um vöru,
sem gert er við ,,án kostnaðar”.
Frumvarp um
brey tingar á
tollalögum
Alþingismennirnir Friðrik Sophus-
son, Matthías Á. Mathiesen, Árni
Gunnarsson, Albert Guðmundsson
og Sverrir Hermannsson hafa nýlega
flutt á Alþingi frumvarp til laga um
breytingar á lögum um tollheimtu og
tolleftirlit, nr. 59 frá 28. maí 1969
með síðari breytingum. Frumvarpið
gerir ráð fyrir nýju lagaákvæði, sem
hljóði svo:
„Nú er vara send til útlanda til við-
gerðar á kostnað framleiðanda, sem
tekið hefur ábyrgð á vörunni, og skal
þá ekki heimta toll af vörunni, þegar
A „Leiðin er sú að biðja söluaðilann að
^ gera svo vel og gera manni að greiða ein-
hvern óverulegan viðgerðarkostnað, til dæmis
einn Bandaríkjadal. Tollyfirvöld yrðu að taka
slíkan reikning gildan.”
hún er flutt inn aftur eftir að viðgerð
er lokið, hvort sem um sama hlut er
að ræða, viðgerðan, eða annan hlut
ógallaðan, sem kemur 1 hans stað,
enda séu færðar sönnur á, að við-
gerðin hafi verið ókeypis og ábyrgðin
innifalin 1 upphaflegu tollverði vör-
unnar.”
í greinargerð með frumvarpinu
segir um þennan lið þess:
„Þessum tölulið er ætlað að koma
í veg fyrir tvítollun af vörum, sem
sendar eru til viðgerðar á kostnað
seljanda. Eru fyrst og fremst höfð í
huga nákvæmnistæki, sem vand-
kvæði eru á að gera við hérlendis og
seijandi hefur selt með ákveðinni
ábyrgð. Tillit til þessarar ábyrgðar
hefur að sjálfsögðu verið tekið í upp-
haflegu verði vörunnar og tollur þar
með greiddur af ábyrgðinni í upphaf-
legu tollverði. Eigi að greiða toll á ný
af ókeypis viðgerð, er um tvítollun að
ræða.”
Á það má benda, að einn af flutn-
ingsmönnum frumvarpsins er fyrr-
verandi fjármálaráðherra, sem er
æðsta yfirvald tollamála. Hér er því
talað af meiri reynslu í tollamálum en
undirritaður hefur.
Hér er mikið réttlætismál á ferð og
reyndar mikið nauðsynjamál til að
stöðva hina óbilgjörnu og óréttlátu
framkvæmd tollyfirvalda á núgild-
andi lagaákvæðum um tollmeðferð á
vörum, sem sendar eru utan til við-
gerðar og eru í ábyrgð. Er því hér
með skorað á alla hæstvirta þing-
menn landsins að samþykkja þessi
nýmæli.
Ábending til
innflytjenda
Á meðan tollyfirvöld fást ekki til
að beita núgildandi tollalögum með
meiri réttsýni en raun ber vitni og þar
til sett hafa verið skýrari ákvæði um
tollmeðferð ábyrgðarviðgerða eins og
framangreint lagafrumvarp gerir ráð
fyrir, virðist ekki vera um að ræða
nema eina leið til þess að komast hjá
því að greiða aðflutningsgjöld af
.10% af verðmæti vörunnar, enda
þótt viðgerð hafi verið frí skv.
ábyrgð. Leiðin er sú að biðja sölu-
aðilann að gera svo vel að gera manni
að greiða einhvern óverulegan við-
gerðarkostnað, t.d.einn Bandaríkja-
dal! Tollyfirvöld yrðu að taka slíkan
reikning gildan.
Niðurlag
í umræðum manna á milli kemur
oft fram það álit, að tollyfirvöld séu
einhver hinn óbilgjarnasti aðili, sem
hinn almenni borgari á viðskipti við.
Það er mat undirritaðs, að orðrómur
þessi eigi við mikil rök að styðjast,
enda þótt flestir starfsmenn tollyfir-
valda séu allir af vilja gerðir að sýna
sem mesta sanngirni og velvilja í
störfum. Þeir verða hins vegar iðu-
lega að framkvæma fyrirmæli, sem
þeir eru alls ekki sáttir við.
Til réttlætingar á þessari hörðu
gagnrýni skal að lokum nefnt atvik,
sem er harla ótrúlegt. Fyrir nokkrum
árum fékk innflytjandi nokkur vörur
erlendis fá. Þegar aðflutningsgjöld
höfðu verið greidd og sækja átti
vörurnar, fúndust þær ekki. Innflytj-
andinn vildi þá fá aðflutningsgjöldin
endurgreidd, en því var hafnað með
þeim rökum, að talið var að vörurnar
hefðu komið til landsins og því bæri
innflytjandanum að greiða af þeim
full aðflutningsgjöld.
Hér hefðu tollyfirvöld gjarnan
mátt líta til síðustu málsgreinar 10.
gr. tollalaga, sem birt er hér að
framan. Samkvæmt henni má lækka
tollverð vöru, sem rýrnar, áður en
hún er afhent kaupanda, sem nemur
rýrnuninni. Rýrni varan 100%, þ.e.
varan glatast, fæst engin lækkun toll-
verðs. Sé því haldið fram, að toll-
meðferð þessi sé lögum samkvæm,
væri réttara að segja, að hún væri
ólögum samkvæm.
Gísli Jónsson
prófessor