Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 17
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. 17 I íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir Iþrótfir Iþróttir PRESSAN LAGÐILANDSUÐH) —700 áhorff endur á Selff ossi sáu 24-23 sigur pressuliðsins í gærkvöld „Pressullflið” bar sigurorð af lands- liðinu í handknattlelk, 24-23, i gær- kvöld er liðin mættust á Stjörnukvöldi iþróttafréttamanna á Selfossi. Um 700 áhorfendur sáu leik llðanna og höfðu af hina beztu skemmtun enda var iðu- lega líf f tuskunum. „Pressan”, undir skörulegri stjórn Þórarins Ragnarssonar og Hermanns Gunnarssonar, tók þegar forystu í leiknum og um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan orðin 9-5. Landsliðinu tókst þó að jafna fyrir hlé en þá var staðan 13-13. „Pressan” náði aftur forystunni og um tíma var staðan orðin 22-18 og síð- an aftur 24-21 er skammt var til leiks- loka. Landsliðinu tókst aðeins að rétta hlut sinn undir lokin en sigur „pressu- liðsins” var aldrei í hættu. Það voru fyrst og fremst „gömlu” mennirnir Árni indriðason og Viðar Símonarson, sem stóðu á bak við sigurinn. Árni fór á kostum og var innilega fagnað er Hér fær Rósa Valdímarsdóttir UBK óbliðar viðtökur hjá vörn Ármanns i leik liðanna um sl. helgi. DB-mynd S. hann lyfti sér upp fyrir utan punktalínu og sendi knöttinn með tilþrifum efst í hornið hjá Óla Ben. sem ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið. Viðar lék mjög yfirvegað, en nýtti ekki tvö víti. Þá kom Sæmundur Stefánsson mjög á óvart og Jóhannes Stefánsson átti stór- leik. Einar Þorvarðarson stóð í markinu megnið af tímanum og varði vel. Hjá landsliðinu bar eðiilega mest á Víkingunum, sem þó virtust margir hverjir ekki ná sér á strik. Siggi Sveins var aðeins svipur hjá sjón, en Atli Hilmarsson kom vel frá leiknum. Bjarni Guðm. og Þorbergur léku ekki með landsdliðinu. Mörkin skiptust þannig. „Pressan”. Ámi Indriðason 5/1, Viðar Simonar- son 4/2, Sæmundur Stefánsson 4, Þor- björn Guðmundsson 3, Árni Sverrisson og Jóhannes Stefánsson 2 hvor, Konráð Jónsson, Lárus Karl Ingason, Gunnar Lúðvíksson og Gunnar Gísla- son 1 hver. Landsliðið: Páll Björgvins- son 4/2, Steinar Birgisson 4, Páll Ólafsson 3, Sigurður Sveinsson, Guð- mundur Guðmundsson, Atli Hilmars- son og Ólafur Jónsso'n 2 hver Stefán. Halldórsson 1. -SSv. 2. deild kvenna er til Um siðastliðna helgi lauk fyrri um- ferð í annarri deild kvenna, deildinni er skipt i tvo riðla. í A-riðli léku Suður- nesjaliðin i Keflavik og sigraði lið ÍBK Njarðvikurstúlkurnar með 10 mörkum gegn 5. Að Varmá léku UMFA og Fylkir og sigraði Fylkisliðið 17-9. I Ásgarði sigraði ÍR helztu keppinauta sina, Stjörnuna, 17-7. Staðan i A-riðli ÍR 5 5 0 0 120-38 10 Stjarna 5 4 0 1 63-50 8 Fylkir 5 3 0 2 64-50 6 ÍBK 5 2 0 3 45-69 4 UMFN 5 1 0 4 37-84 2 UMFA 5 0 0 5 48-86 0 Úrslit í leikjum ÍR urðu þessi: ÍR — ÍBK 22-4, ÍR — Fylkir 23-13, ÍR — UMFA 27—11, ÍR — UMFN 31-3 og sigurinn á Stjörnunni. í B-riðli lék Ármann gegn UBK í Laugardalshöll og sigruðu Ármanns- stúlkurnar með yfirburðum, 23-12. Að Varmá sigraði Þróttur hið unga lið HK með 22 mörkum gegn 6. Staðan í B-riðll er nú þannig: Þróttur 4 4 0 0 71-43 8 Ármann 4 3 0 1 74-39 6 UBK 4 2 0 2 59-63 4 ÍBV 4 1 0 3 60-57 2 HK 4 0 0 4 24-86 0 Úrslit í leikjum Þróttar urðu þessi: Þróttur — UBK 16-14, ÍBV — Þróttur 11-18, Ármann — Þróttur 12-15 og HK sigruðú þær 22-6. Með henni fær sparibaukurinn sitt fulla uppeldisgildi á ný. Sparibaukur er því sérlega tilvalin jólagjöf nú, nokkrum dögum fyrir breytinguna. FÆR HANN TROLU NYJA KRONU NÚ ERU AÐ KOMA JÓL GJALDMIÐILSBREYTINGIN HUNDRAÐFALDAR VERÐMÆTI SMÁMYNTARINNAR. ÚTVECSBANKI TRÖLLI OG TRÍNA eru án efa einhverjir vinsælustu sparibaukarnir á íslandi og „Jóakim frændi'' er trúlega þekktasti peningahirðir í heiminum. Þessa frægu sparibauka er einungis að fá í Útvegsbankanum. Þú færð ókeypis sparibauk, TRÖLLA, TRÍNU eða „JÓAKIM FRÆNDA" í hvaða afgreiðslu Útvegsbankans sem er, um leið og þú stofnar þar sparisjóðsreikning í nafni barnsins og greiðir kr 10.000 (nýkr. 100.—) inn á reikninginn. ÍSLANDS I °6 O cr 5 j O Sprækir IR-ingar stóðu í Njarðvík — með smáheppni hefði „ jójóliðið” getað unnið Njarðvíkingur juku enn forskot sitt úrvalsdeildinni er þeir lögðu ÍR-inga að velli í Hagaskólanum í gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 98-88 en sá munur var í það mesta miðað við gang leiksins þvi ÍR-ingar voru allhressir og það var ekki fyrr en rétt undir lok leiksins sem fór að skilja með liðunum. ÍR byrjaði vcl, tók strax frumkvæðið í leiknum og hélt þvi, var yfirleitt 2—4 stigum yfir en um miðjan hálfleikinn ná Njarðvíkingar fyrst að komast yfir. Staðan þá 22—22 er Valur Ingimundar- son skaut um leið og brotið var á honum, boltinn rataði í körfuna, karf- an góð og hann skoraði siðan úr vítinu, 25—22 fyrir Njarðvík. Liðin skiptust síðan á um að skora, aldrei dró í sundur með þeim og staðan í leik- hléi 50—49 fyrir Njarðvík. Gangur síðari hálfleiks var svipaður þeim fyrri, allt upp í 70—70, liðin voru hnífjöfn og allt stefndi í spennandi lokaminútur. En þá kom vendi- punkturinn, ÍR-ingar fóru að gefa eftir. Var eins og þeir héldu að þeim væri ekki ætlað að vinna þennan leik og Njarðvík gekk á lagið, náði 6 stiga forskoti, 78—72, og tók leikinn í sínar hendur. Jók forskotið síðan í 10 stig 90—80 og það hélzt út leikinn. Loka- tölurnar sem fyrr sagði 98—88. Njarðvíkurliðið átti engan stórleik, það var frekar í slakara lagi. Munaði þar mestu um Danny Shouse sem „aðeins” skoraði 31 stig. Þó átti hann að venju nokkrar laglegar sendingar sem gáfu stig. Valur Ingimundarson átti góðan fyrri hálfleik, gerði þá 13 stig en hann lék ekki siðari hálfleikinn enda kominn með fjórar villur. Hinn bráðefnilegi leikmaður, Júlíus Valgeirsson, fékk þá tækifæri og nýtti það vel. Gunnar Þorvarðarson stóð einnigvelfyrirsínu. ÍR-Iiðið átti einn af sínum betri leikj- um í vetur. Það virðist vera hálfgert „jójólið”, nú stóð það vel í Njarðvík- ingum, hefði þess vegna getað unnið leikinn, aðeins viku eftir að hafa stein- legið fyrir ÍS. Mesta „jójóið” í liðinu er án efa Jón Jörundsson. Nú náði hann toppleik, skoraði 26 stig en gegn ÍS gerði hann 6. Andy Fleming gerði einnig 2.6 stig. Stigin. Njarðvík: Danny Shouse 31, Gunnar Þorvarðarson 24, Valur Ingimundarson 13, Guðsteinn Ingi- marsson 12, Július Valgeirsson 10, Jónas Jóhannesson 8. ÍR: Andy Flem- ing og Jón Jörundsson 26 hvor, Krist- inn Jörundsson 14, Sigmar Karlsson 10, Guðmundur Guðmundsson 8, Kristján Oddsson og Óskar Baldursson 2 hvor. -KMU Hamborg efstáný Hamborg komst á ný i efsta sæti Bundesligunnar þýzku er liöið sigraði 1860 Miinchen 4—1 í gærkvöld en leik liðanna var frestað fyrir skömmu. Horst Hrubesch skoraði þrjú marka Hamborgarliðsins. IRyKRogValursigr- uðu rtveimurflokkum Síðasti úrslitaleikurinn á Reykja- víkurmótinu i handknattleik i ár verður í kvöld kl. 21.15 i Laugardalshöll. Þá leika Fram og Valur i meistaraflokki kvenna. í meistaraflokki karla sigraði Víking- ur á mótinu en úrslit í öðrum flokkum urðu þessi. Keppt var í tveimur riðlum og efstu liðin í riðlunum kepptu svo til úrslita. 1. flokkur karla KR — Fram 15-11 2. fiokkur karla Fylkir — KR 17-9 3. flokkur karla Valur — Þróttur 15-13 4. flokkur karla Valur — Fram 11-9 5. flokkur karla ÍR — Valur 9-6 2. flokkur kvenna ÍR — Fylkir 14-6 3. flokkur kvenna KR — Fylkir 6-1 ÍBK-UMFG íkvöld Keflvíkingar og Grindvíkingar leiða saman hesta sína í 1. deildinni í körfu í kvöld kl. 19.30, en leikur liðanna átti upp- haflega að vera á morgun. ÍBK er i toppbaráttunni en Grindavík er á botninum og veitir ekki af sigri ef liðið á að bjarga sérþaðan. Kolbeinn hættur Kolbeinn Kristinsson, bakvörðurinn knái úr ÍR, sleit lið- bönd á vinstra fæti s.l. sunnudag er hann var að leika sér i knattspyrnu. Verður hann varla meira með i vetur og lýsir þvi yfir í viðtali við Tímann i morgun að hann sé hér með hættur í körfubolta. Kolbeinn hefur tvívegis lent i þvi að lið- bönd á hægra fæti hafa slitnað. Holmes til UMFG á ný? Eftir heimildum sem DB hefur aflað sér mun Mark Holmes, sem lék með Grindvikingum í körfunni i fyrra, en leikur nú i Argentínu, hafa haft samband við forráðamenn Grindvíkinga og óskað eftir þvi að fá að leika með Grinda- vík á ný. Mun honum ekki lika dvölin syðra. Ekki er vitafl um viðbrögð Grindvikinga en þeir hafa nú Don Frascella hjá sér sem erlendan leikmann og mega að sjálfsögðu ekki hafa tvo útlendinga. „Það nýtur sín í fallegu umhverfi EVRÓPUEFNIÐ frá Johan Rönning hf.“ Enda hafði kaupandinn glöggt auga fyrir listrænum munum og vissi hvað hentaði best við aðra húsmuni. T.d. við bron- spottinn undir blómið frá ömmu, styttuna frá starfsfélögunum og málverkið sem keypt var fyrir stuttu. Já, konan keypti svo sannarlega inn fyrir heimilið. Ekki bara matvæli. Hún hafði aldrei velt því fyrir sér fyrr en daginn sem hún sá EVRÓPUEFNIÐ á vegg við hiiðina á litríku málverki og fögrum munum, hve þýðingarmikið það er að hafa allt í sam- ræmi. „Glöggt er gests augað“ segir máltækið. EVRÓPUEFNIÐ er nýja línan sem hentar flestum heimilum og býður valmöguleika í útfærslum á rofum, tenglum og ljósastillum. EVRÓPUEFNIÐ er auðvelt í meðförum og hannað með það fyrir augum að vera yndisauki á vegg. EVRÓPUEFNIÐ fæst hjá rafverktökum og í flestum raf- tækjaverslunum. Næst þegar innkaup eru gerð fyrir heimilið ættu flestir að hafa á bak við eyrað: „Það nýtur sín í fallegu umhverfi EVRÓPUEFNIÐ frá Johan Rönning hf.“ 51 Sundaborg HF. Síml 84000-104 Reykjavlk Þelr félagar Sigurður Hafsteinsson, Hannes Eyvindsson og Geir Svansson (taliö frá vinstri) gerðu þaö gott á KAS-mótinu á Spáni fyrir skömmu. DB-mynd Einar Ólason. „Fórum illa af stað” —sögðu þeir f élagar úr GR, Hannes Ey vindsson, Sigurður Pétursson og Geir Svansson um þátttöku sína á KAS- mótinu „Ég held að við getum vel við þennan árangur unað” sögðu þeir félagar úr GR, Sigurður Hafsteinsson, Hannes Eyvindsson og Geir Svansson, er þeir litu inn á ritstjóm DB í gær og spjölluðu við okkur um ferð þeirra á KAS-keppn- ina svonefndu á Spáni fyrir um hálfum mánuði síöan. Strákarnir höfnuðu i 10. sæti — aðeins 15 höggum á eftir sigurþjóðinni, írum, en i fyrra hafnaði islenzka sveitin, sem var skipuö þeim sömu, einnig i 10. sæti en varð þá 39 högg- um á eftir sigursveit V-Þjóðverja. „Allar sveitirnar léku verr í ár en í fyrra og sömu sögu er að segja um okkur. Veðrið á Mallorca var ákaflega óhag- stætt þarna er við kepptum — kalt og mikið rok — og dag- inn sem við héldum heim á leið á ný snjóaði. Við vorum hins vegar ekki óvanir þessum veðurskilyrðum en rokið virtist draga kjarkinn úr sumum sveitanna,” sagði Sigurður. Þarna kepptu sveitir frá 17 þjóðum í Evrópu en mót þetta er haidið fyrir sigurvegara sveitakeppni meistaramóts i hverju viðkomandi landa. Sveit GR hefur sigrað hér heima i mörg ár í röð og farið nokkrum sinnum út til keppni á þessu móti. Ekki þarf að taka það fram að allir kylfingarnir á mótinu þarna eru áhugamenn og i ár gerðu þeir félagar sér lítið fyrir og skutu Finnum og Norðmönnum aftur fyrir sig, en Svíarnir voru í seilingarfjarlægð. Það voru fyrst og fremst fyrri tveir dagarnir, sem skiptu sköpum fyrir GR-strákana. írar náðu þá 20 högga forskoti á þá en GR tókst að ná 5 höggum af þeim á síðari tveimui dögunum. „Við vorum dálítið óheppnir því að það féll niður flug hjá okkur á vegum Iberia og við misstum þar með aiveg af öðrum deginum sem við ætluðum til æfinga. Þá bætti ekki úr skák að við Geir vorum báðir með ný sett og höfðum lítið slegið með þeim,” sagði Hannes. „Minu var stolið og ég hef hvorki séð tangur né tetur af því síðan,” sagði Geir „en mér finnst það mesta furða hvað okkur tókst vel upp því nú höfðum við sama og enga æfingu fengið í tæpa3 mánuði.” Strákunum tókst ekki aðeins að standa sig vel heldur létu þeir sig ekki muna um að ná bezta skorinu 3. dag keppn- innar og sama dag var Hannes Eyvindsson með bezta skor allra keppendanna. „Völlurinn er mjög langur — einn sá lengsti í Evrópu og það var erfitt að ganga hann,” sögðu þeir félagarnir. „Við vorum þó heppnir því með okkur var frábær fararstjóri, Jón Carlsson, og hann gekk alltaf með okkur og læddi í okkur Toblerone og sítrón. Hann hvatti okkur sífellt til dáða og það er svo sannariega gott að hafa slika menn með í svona ferðum”. Keppnisfyrirkomulagið er þannig á þessu móti að allir þrír leika alla dagana, en skor tveggja beztu telja. Hannes var alla dagana með annað tveggja beztu skoranna. Röð þjóðanna varð annars þessi: írland 620 högg 2. V-Þýzkaland 621 3. Skotland 623 4. Frakkland 625 5. Spánn 625 6. Ítalía 625 7. Svíþjóð 627 8. Sviss 630 9. Austurríki 632 10. ísland 635 11. Belgía 638 12. Finnland 646 13. Wales 648 14. Noregur 654 15. Holland 663 16. Portúgal 671 17. Luxemborg 677 -SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.