Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. Meint f íkniefnabrot lögreglumannsins á Króknum: Fjármálin neitaði lög- reglumaðurinn að ræöa —andvirði kannabis-ef nanna og „græna drekans” sagt lagt inn á bankareikning hans Hæstiréttur staðfesti í tvígang í september og október í fyrra gæzluvarðhaldsúrskurð yfir Eyjólfi Jóhannssyni Sauðárkróki, en bornar voru á hann alvarlegar sakir um fíkniefnabrot. Eins og Dagblaöið greindi frá 1 gær, kærði Eyjólfur, sem gegnt hefur starfi lögreglumanns á Sauðárkróki gæzluvarðhaldsúr- skurðina. Hinn fyrri, sem kveðinn var upp 6. september, hljóðaði upp á 30 daga, en hinn síðari var 15 dagar og kveðinn upp hinn 5. október. í hæstaréttardómi er greint frá málsatvikum sem leiddu til gæzlu- varðhaldsins. Þar segir m.a.: „Aðfaranótt fimmtudagsins 6. sept. sl. (þ.e. 1979) var handtekinn á Sauðárkróki Eyjólfur ö. Jóhannsson og í beinu framhaldi þar af færður hér fyrir dóm til yfírheyrslu. Sömu nótt var leitað í íbúð að Fálkagötu 3 hér í borg, en gögnum samkvæmt dvaldist áðurgreindur Eyjólfur þar tíðum, þá er hann var hér á landi og í Reykjavík. Við leit fundust þrjú filmuhylki, eitt með litilræði af meintu marihuana, annað með fræjum, töldum sömú tegundar og hið þriöja með meintum hassmulningi eða kornum.” Vitni bar síðan að hann, þ.e. vitnið, hefði verið kynntur fyrir Eyjólfi, sem hefði afhent sér til endursölu 400—500 grömm af marihuana í mörgum afhendingum. Snemma á viðskiptatímabilinu kveðst vitnið hafa séð tvo plastpoka með marihuana í fórum Eyjólfs, samtals um 1 kg. Andvirðið lagt inn á bankareikninga Annað vitni ber að hafa kynnzt Eyjólfi og hefði hann boðið sér að dreifa fíkniefnum gegn söluþóknun. Vitnið kveðst hafa séð um 8 g af amfetamini og nokkrar töflur af dexedrini á fyrsta fundi þeirra. Dexedrin eru amfetamin-blandaðar töflur. Samizt hafi um dreifisam- vinnu á marihuanaefnum hérlendis. Eyjólfur hafi í febrúar-marz, þá ný- kominn frá Bandaríkjunum, afhent vitninu mjög nærri 800 g af marihuana til endursölu. Þá hafi Eyjólfur haldið á ný til Banda- ríkjanna og komið aftur nærri mánaðamótum apríl-maí. Á næstu 3— 5 vikum hafi hann afhent vitninu mjög nærri 1500 g af marihuana- efnum til endursölu. Vitnið tilgreinir sérstaklega að hafa tvivegis lagt hluta söluandvirðis marihuanaefna inn á ávísanareikninga Eyjólfs við Landsbankann í Reykja- vík og útibú Samvinnubankans á Sauðárkróki. Þá bætir vitnið því við að hafa nærri jólum keypt af honum 4— 5 g örsmáar LSD töflur, bláar að lit. f marz hafi vitnið síðan keypt af Eyjólfi pappírsræmu með 7 ferning- um af LSD, nefnt Green Dragon. * Ávísanareikningar Eyjólfs voru rannsakaðir. Þar kemur m.a. fram að vitnið hefur lagt inn á sitt hvorn reikninginn, 300 þúsund og 160 þúsund krónur. Eyjólfur Jóhannsson neitaði að svara spurningum dómara um greiðslur þessar. Fram kemur að Eyjólfur kveðst hafa stundað nám í Bandarikjunum frá byrjun árs 1978 til miðs júlí 1979 og á þeim tíma haldið sex sinnum til Bandaríkjanna og jafnoft hingað til lands aftur. Þess utan og í júlí 1978 hafi hann farið tvær skemmtiferðir til margra staða í Evrópu, en til hvorugrar ferðar sótt um né fengið erlendan gjaldeyri. Með í fyrri ferðinni var Holberg Másson. Holberg situr nú í fangelsi, dæmdur í tveggja og hálfs árs vist vegna fíkniefnamisferlis. Ströng ferðalög Fyrri ferðin lá um Kaupmanna- höfn, Lund, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Luxemborg, Brilssel, Rotterdam, Amsterdam, Rotter- dam, London, Luxemborg og síðan til Keflavíkur. Eyjólfur hélt síðan fljótlega eftir heimkomuna í aðra utanför, eða frá Keflavík til Glasgow, London, Rotterdam, Amsterdam, Rottardam, London og til Kennedyflugvallar í New York. Fyrir lá að þegar Eyjólfur kom til New York var hann með 1 fórum sínum 8.500 bandaríska dollara. Eyjólfur neitaði að ræða nánar eða svara spurningum um þessa fjár- muni. Þórður Þórðarson fulltrúi við fíkniefnadómstólinn hélt til Malmö í Svíþjóð, til þess að yfirheyra Holberg Másson, sem þá sat í fangelsi í Sví- þjóð. Frá fulltrúanum barst síðan skeyti: „Yfirheyrsla hafin yfir Holberg Mássyni. Ber Eyjólf Jóhannsson sökum um fíkniefna- brot, cannabis, amfetamín og cocain.” Samkvæmt lögregluskýrslu staðfesti fulltrúi Drug Enforcement Administration í London, að Eyjólfur Jóhannsson hefði verið handtekinn i Bandaríkjunum 21. marz 1978 og þá haft meðferðis 100 stk. lyfjatöfiur en þess utan 8.250 bandariska dollara. Þá kemur fram 1 hæstaréttar- dómunum að Eyjólfur hefur viðurkennt handhöfn og notkun tveggja gildra vegabréfa samtímis. I ljósriti dómara var ekki að finna stimplun dagsetta 21. marz 1978. Eyjólfur dró til baka neitun þess fyrir dómi að erlend yfirvöld hafi utan 3. ágúst 1978 haft afskipti af hans fjár- málum og að hann hafi hlotið refsingu erlendis fyrir meðhöndlun lyfja- og/eða fíkniefna. „í hæpnasta lagi.. Svo sem fram kom í Dagblaðinu í gær hefur Eyjólfur verið lögreglu- maður í afleysingastarfi á Sauðár- króki í sumar og er það enn. Ráðningartími hans rennur út um áramót og verður ekki endurnýjaður að beiðni dómsmálaráðuneytis. Það kom fram hjá Baldri Möller ráðuneytisstjóra í gær að lögreglu- stjóri á hverjum stað hefði með ráðningu afieysingamanna að gera. Lögreglustjórinn á Sauðárkróki, þ.e. sýslumaður og fógeti, er faðir umrædds lögreglumanns. Taldi Baldur Möller í hæpnasta lagi að maður sem lægi undir slíkri kæru og rannsókn gegndi starfi lögreglu- manns. Lögreglumaðurinn hefur frá öndverðu haldið fram sakleysi sínu í málinu. Fíkniefnadómstóllinn hefur nú lokið rannsókn og afhent málið ríkissaksóknara til meðferðar. -JH. Þungar ásakanir á Alþingi: „Togarakaupin á Þórshöfn mesta fjármálaheyksli síðari ára” —kaupverð og brey tingarkostnaður hef ur hækkað um mörg hundruð milljónir f rá því fyrst var um það talað—áhætta eigenda skipsins talin engin Þórshöfn: Kaup togarans dýr aðferð til að leysa litið mál, sagði Magnús H. Magnússon á þingi i gær. -DB-mynd: JBP. Togarinn sem ríkisstjórnin samþykkti að yrði til atvinnuaukningar á Þórshöfn og Raufarhöfn kostaði 21 milljón norskra króna eða rúmlega 2400 milljónir islenzkra á gengi 5. des. sl„ sagði Steingrimur Hermannsson er hann svaraði fyrirspurn Ágústar Einarssonar varaþingmanns á þingi í gær. Auk þess er breytingakostnaður á skipinu áætlaður rúmlega 700 milljónir króna og fellur hann einnig undir framlag rikisins. Ríkisstjórnin samþykkti, sagði Steingrímur, að gangast 1 ábyrgð fyrir 80% af því fé sem skipið kostar og breytingarkostnaöi, en norskur banki lánar þá upphæð. Byggðasjóður Fram- kvæmdastofnunar var beðinn að lána 20% af heildarkaupverði. Kvað Steingrímur það framlag Fram- kvæmdastofnunar skiptast að jöfnu milli lánsfjár og eigin fjár byggðasjóðs. Steingrímur svaraði þeim lið fyrir- spurnarinnar sem snerti framlag eig- enda, að hlutafé útgerðarfélagins hefði verið ákveðið 100 milljónir króna og þar af hefði mátt innkalla 50 mQljónir fyrir áramót. Ráðherrann kvað enga stofnun hafa lánað eigendum fyrir þvi hlutafé sem þeir hefðu skrifað sig fyrir. Ráðherrann upplýsti að hlutur Þórs- hafnar og nágrennis 1 togaranum væri 60%, en eignarhlutur Raufarhafnar 40%. I samningi væru ákvæði um að Raufarhöfn fengi 25% aflans en Þórs- höfn 75%. Sjávarútvegsráðherra sagði að á næsta ári færu 650—700 milljónir króna af aflaverðmæti til greiðslu vaxta og afborgana. Gert væri ráð fyrir að togarinn afiaði 4000 lestir og verðmæti yrði 1000—1100 milljónir króna. Hófust nú fjörlegar umræður sem ekki tókst að ljúka. Dýr lausn á litlu máli Magnús H. Magnússon (A), sem flutti málið fyrir fyrirspyrjanda, sem horfinn er af þingi, sagði aö kaup tog- arans væru dýr aðferð til að leysa litið mál. Keyptur hefði verið rækjutogari sem breyta þyrfti í venjulegan togara með ærnum kostnaði á sama tíma og við breytum venjulegum togurum í rækjutogara. Magnús gagnrýndi að áhætta eig- enda væri engin. 1 raun ætti engin skip að kaupa til landsins og leggja öðrum því veiöiflotinn væri alltof stór. Stefán Jónsson (Abl.) kvað það orka tvímælis hvort rétt hefði verið að kaupa þennan norska togara. Skip hefði hins vegar verið nauðsynlegt að fá til að tryggja þessu landsvæði 3000 tonna afla, ef plássin ættu á annað borð að vera áfram til. 500 milljóna tap á fyrsta ári Kjartan Jóhannsson (A) kvað kaupin alröng og aðferð til að leysa vandamál 1 litlum plássum of dýra. Kjartan sagði að 750—800 milljónir kostaði að reka togara auk fjármagns- kostnaðar. Ljóst væri því að útgerð Þórshafnartogarans myndi kosta 1500 milljónir króna á næsta ári en afla- verðmætið væri 1000 milljónir. Þegar á næsta ári yrði því að hlaupa undir bagga með byggðarlögunum, sem næmi 500 milljónum króna. Friðrik Sophusson (S) kvað það skólabókardæmi sem gera þyrfti upp við þjóöina, en ekki á milli stofnana, að kaup þessa togara leiddu til þess að allir aðrir togarar yrðu 3—6 dögum lengur á „skrapveiðum” á næsta ári. Ofan á þetta bættist aö nú ætti að stefna loðnufiotanum öllum í þorskinn. Krafðist Friðrik að öll bréfa- skipti varðandi togarakaupin sem fram hefðu farið milli stjórnarstofnana ýrðu gerð opinber. Mesta fjármála- hneykslið Karl Stelnar Guðnason (A) kvað togarakaupin mesta fjármálahneyksli á landinu 1 langan tíma. Kvaðst hann hafa mótmælt kaupunum i byggða- sjóði og þau mótmæli væru bókuð. Fleiri hefðu hreyft andmælum og því hefði engin eining verið 1 Fram- kvæmdastofnun um málið. Ríkis- stjórnin hefði hins vegar fyrirskipað Framkvæmdastofnun að leggja fram fé til kaupanna. Stefán Valgelrsson (F) kvað umrætt landsvæði eiga togara skilinn því sjómenn þar ættu langt á miðin vegna friðunaraðgerða. Útgerðaraðilar þar hefðu auk þess verið næstir í röðinni 1977 að fá togara, þegar skorið var á slík kaup. Voru þeir þá neyddir til að kaupa Font. Þakkaði Stefán ríkisstjórn og framkvæmdastjóm að leysaþetta mál. Eggert Haukdal (S) kvað ríkis- stjórnina hafa haft allan forgang um þetta mál og bara sent inn ,,6sk” um að Framkvæmdastofnun legöi fram 20% kaupverðs. Framkvæmda- stofnunin væri undir stjórn ríkis- stjórnarinnar ög hefði því orðið að hlýða. í umræðum, sem fram hefðu farið um kaupverð væru alltaf lægri tölur tilnefndar. Þær hefðu á nokkrum mánuðum hækkað um mörg hundruð milljónir. Karl Steinar (A) benti á að tilboð heföi komið um jafngott skip 1000 milljónum ódýrara. Því hefði ekki verið sinnt. Með þessum kaupum væri aðeins ráðizt á kjör sjómanna í heild, vegna tilkomu fleiri skrapdaga. Fé, sem aldrei f œst aftur Matthias Bjarnason (S) benti á, að það fé sem ríkisstjórn lánaði til togara- kaupa fengist aldrei til baka. Nú væru vanskilaskuldir 8 togara smíðaðra innanlands 1026 milljónir auk dráttar- vaxta. Steingrimur Hermannsson (F), talaði aftur og kvað engan minnast á að 6 togarar, sem væru í smíðum innanlands væru allir viðbót við flotann. Togari BÚR í byggingu myndi kosta 5 milljarða. Fullyrt væri að verð báta smíðaðra innanlands væri 80-90% hærra en erlendis gerðist. Menn væru hættir að treysta sér i það að láta smíða báta innanlands. Iðnaðarvandamál yrðu ekki fiutt yfir á útgerðina. „Áhugi manna á togarakaupum er , endalaus,” sagði Steingrimur. „Það er furðulegt, þegar könnuð er rekstrar- afkoma togaraútgerðar.” Og þegar þessi spaklegu orð iiöfðu verið mælt ákvað forseti að fresta umræðunni um þann hlut sem ríkis- stjórnin er búin að gera, en virðist eiga fáa stuðningsmenn að. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.