Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 4
Rúml. 47 þús. á mann „Heil og sæl. Þá koma reikningarnir. Liðurinn matur og hreinlætisvörur er bara hóf- legur, en ekki er hægt að segja það sama um annað,” segir í bréfi frá hús- móður í þorpi á Norð-Austurlandi. Meðaltalið hjá henni er rúml. 47 þús. kr. á mann en fjölskyldan er ólatilboð Seljum í dag á stórlækkuðu verði REIÐHJÓL og aukahluti. Verð frá kr. 89.500 - nýkr. 895,00 Takmarkað magn. Greiðslukjör. Einnig úrval vandaðra leikfanga. Opið laugardag til kl. 10. Bíla- og hjólabúðin sf. Kambsvegi 18 — Sími 39955 OPIÐ DAG KL. 6 fjögurra manna. Liðurinn annað er upp á 947.462 kr. „Þar er m.a. víxill upp á 400 þús. kr., kostnaður við húsið upp á 50 þús., gluggatjöld fyrir 90 þús., sængur og koddar í tvö rúm 55 þús, kr., fatnaður á fjölskylduna um 80 þús., slökkvitæki og reykskynjarar um 63 þús. auk margra annarra nauðsynjahluta.” Það er nokkuð óvenjulegt að bera fram ferskan ananasávöxt hér á landi en ekki er svo ýkja langt siðan slíkir fóru að flytjast hingað til lands. Ferskur ananas er ekkl aðeins sérlega bragðgóður heldur einnlg „sniart” á að líta. Þegar ávöxturinn er valinn á hann að vera frekar linur og á að Ivkta mjög sterkt! Nammi namm. DB-mynd Einar Ólason Sitthvað er hangikjöt og hangikjöt: Nærri helmings verðmunur á úrbeinuðu kjöti og kjöti með beini Ung stúlka f kjötbúð vegur hér i höndum sér hangikjöt með beini annars vegar og úrbeinað kjöt hins vegar. DB-mynd Einar Olason. GLÆSIR Fylltur ananasávöxtur ísrétturinn Glæsir var sannariega glæsilegur á að líta. Höfundur hans var Ásthildur Sigurðardóttir Reykja- vik. Einn heill ferskur ananasávöxtur Fylling Ananaskjötið, 2—3 msk. sherrý eða púrtvín (má sleppa) 30 g suðusúkkulaði, 25 g valhnetur 1 Itr. Emmess vanilluís. Ananasávöxturinn er holaður að innan, þ.e. lok er skorið ofan af. Ananaskjötið tekið innan úr og skorið í litla bita. Víninu hellt yfir, ef á að nota það, látið standa í skál í kæliskáp þar til rétturinn er borinn fram. Rifnu súkkulaði eða söxuðu er blandað saman við gróft saxaðar hneturnar. ísinn er tekinn úr frysti 10—15 mín. áður en á að bera hann fram, þá er auðveldara að skafa hann meðskeið. Ananasinn er fylltur. Neðst er sett íslag, þá ananasbitar og síðast er súkkulaði og hnetum stráð yfír. Endurtekið í þessari röð þar til búið er að fylla ananasávöxtinn og fylling- in er látin ná 2—3 cm upp yfir brúninaáávextinum. Lokið er lagt á og ísréttur aldarinnarer til. -A.Bj. Þrátt fyrir allar ljúffengu steik- urnar af kindum, svínum, nautum og fuglum er hangikjöt og verður líklega sá matur sem órjúfanlegast fylgir jól- unum. Flestir borða hangikjöt að minnsta kosti einu sinni um hver jól, þó hér á síðunni hafi komið fram að hamborgarhryggur væri vinsælli meðal unga fólksins. En hangikjötið tilheyrir á jólunum hvað sem hver segir. En því er minnzt á þetta hér að sitt- hvað er hangikjöt og hangikjöt. Flestir eiga val á að minnsta kosti tvenns konar hangikjöti í verzluninni sem þeir skipta við. Annars vegar er hangikjöt með beini, fitu og öllu tilheyrandi. Hins vegar er svo hangi- kjöt sem búið er að úrbeina, taka af mestu fituna og snyrta til. Utan um það er teygja þannig að það helzt saman í pylsu í suðunni. Mikill verö- munur er á þessum tveim tegundum. Ef við tökum hangilæri sem dæmi kostar það í heildsölu með beini 4.361 kr. kílóið og í smásölu 4.850 krónur. Úrbeinað kostar þetta sama læri hins vegar 6.810 krónur kílóið í heildsölu. Á það má svo bæta því sem hver kaupmaður vill því frjáls álagning er á þessum mat. Heildsölu- verðið er reyndar einnig frjálst. Það 'verð sem hér er gefið upp er fengið hjá Afurðasölu Sambandsins og sagöi Magnús Magnússon deildar- stjóri þar að sér hefði sýnzt verðið hjá öðrum sem úrbeina kjötið næsta svipað. Venjuleg álagning með öllu er svo á milli 20 og 30%. Kjötlærið fer því upp í 8172—8853 krónur kílóið. Frampartur kostar með beini 2630 krónur kílóið í heildsölu og 2990 krónur í smásölu. Úrbeinaður kostar hann 4.863 krónur kílóíð í heildsölu eða 5835—6322 krónur kílóið í smá- sölu. Á þessum tölum sést að varan hækkar ekkert smávegis við vinnsl- una. Enda sagði Magnús að inn i dæmið þyrfti að reikna vinnulaun, rýrnun sem verður við að beinið og fitan er fjarlægð, húsnæði og hvers kyns kostnað annan. Vanur kjöt- iðnaðarmaður er hins vegar skot- fljótur að úrbeina, sérstaklega læri, þannig að okkur reiknast til hér að ekki geti verið að kjötiðnaðarmenn og þó enn síður kjötiðnaðarstöðvar tapi á því að úrbeina fyrir fólk. Margir eru á því máli að það spilli kjötinu að úrbeina það. Það verði bragðminna og einhvern veginn ekki eins gott. Auðvitað eru menn ekki allir á sama máli þar um og einhverjir eru greinilega á gæðum úrbeinaða kjötsins því mikið meira selst af því en með beini. Það er líka óneitanlega þægilegra að sjóða kjöt sem búið er að úrbeina. Soðið of hratt En matreiðslan er þó það sem ræður úrslitum um það hvernig hangikjötið bragðast. Magnús sagði að það sem verst færi með hangikjöt á þessum timum nútímahraða væri að það væri soðið allt of hratt. Bezt væri að sjóða það hægt og rólega, við þetta 85—90 gráðu hita. Þá þornaði það sízt upp og rýrnaði. En þá þarf líka að lengja suðutímann ögn, jafn- vel sjóða það í eina tvo tima, láta það moðna eins og kallað var í gamla daga. Margir hafa líka þann háttinn á aö vefja kjötinu í álbréf og baka það i ofni. Þá gildir sama reglan um langa suðu en lítinn hita. Ef soðið er í ofni tapar kjötið minna bragði og þá getur verið að sumum heimilismönnum finnist það of salt. Ef kjötið er með beini í er hægt að smakka á því ósoðnu og ákveða hvor matreiðslu- aðferðin hentar betur en erfiðara er að smakka á því sem er úrbeinað og uppvafið. Matreiðsluaðferðin að láta kjötið bullsjóða i klukkutíma og kæla það svo í soðinu er als ekki nógu góð. Þá rýrnar kjötið, missir úr sér rakann og verður þurrt og rýrt. á flutningskostnaði Það kostar 6 þús. kr. úr Kópavogi og niður á Reykjavíkurhöfn, en 6.800 kr. f rá Reykjavík til ísafjarðar ,,Ég fékk hálfgert áfall um dag- Pökkun .. 13.500 leið vestur á ísafjörð? inn, ” segir m.a. í bréfi frá konu sem Vextir og kostn. 15.640 Mig vantaði smávegis í skápinn, ég búsett er á ísafirði. Akstur úr Kóp. þurfti að panta fjórar hillur í viðbót. „Við keyptum fataskápa frá, fyrir- til Reykjavíkurhafnar. 6.000 Nú er ég spennt að vita hvort ég þurfi tæki í Kópavogi. Þeir áttu að kosta Flutn. með skipi. 6.800 að greiða sams konar kostnað fyrir 352 þús. kr. En þegar þeir voru það. komnir hingað voru þeir komnir upp Getið þið skilið hvernig á því Það er drjúgt sem maður þarf að í 400.980 kr. 48.980 kr. fóru í flutning stendur að ekki munar nema 800 kr. greiða í flutningskostnað. Ég ætla að og kostnað. á flutningskostnaði úr Kópavogi og gamni mínu að taka það saman um Það sundurliðast þannig: niður á Reykjavíkurhöfn annars áramótin hvað ég hef greitt í flutning Trygging........ 7.040 vegar og á flutningi sjóleiðina alla og kostnað i kringum hann áárinu”. Hóf legur matarkostnaður: DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. Dóra m Stefansdóttir DB á ne vtendamarkaði Dularfullur mismunur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.