Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 22
22 1 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. Menning Menning Menning Menning 8 ISLANTILAISTA MUSIIKKIA Skúli Halldórsson soittaa pianolla omia savellyksiaan SHvolmii satujen saarelta eön Sögueyjan, hljómar frá íslandi. Skúli Halldórsson leikur eigin verk á píanó. Hljómpiata ( útgáfu Sauna Records, SAU-LP 259 Það fréttist í fyrra, eða ég man ekki svo nákvæmlega hvenær, að Skúli Halldórsson væri búinn að gera samning við finnskt útgáfufyrirtæki um útgáfu verka sinna bæði á hljóm- plötum og nótum. Var sagt að finnska fyrirtækið ætti Skúla hér eftir með húð og hári, að minnsta kosti utan íslenskrar lögsögu. Eða eins og einn kollegi Skúla orðaði það, að nú hefði hann selt sál sína ein- hverjum finnskum skratta. Var fremur að heyra tón vorkunnar en öfundar í ummælum kunningjans. Eins og heima ístofu En nú er þessi samningur Skúla orðinn heldur betur áþreifanlegur. Það er komin út heil breiðskífa með lögum og píanóleik hans. Á plötunni birtast tuttugu lög Skúla. Flest eru þau íslendingum að góöu kunn og þá sem einsöngslög. Það er dálítið skondið að sjá þessa kunningja undir finnskum titlum. Þannig er Unelma- laulu Draumljóð, Paimenpoika Smaladrengurínn og Rakkauden valssi Steinalle Ástarvals Steinu. Skúli leikur lög sín á sinn geðþekka hátt og upptakan öll og vinnsla plöt- unnar eru fyllilega í samræmi við leik hans. Þannig er varðveittur einfald- leikinn og litt stílað upp á effekta. í raun fmnst manni Skúli sitja við hljóðfærið heima í stofu. Titillinn, í heimsókn hjá Skúla, hefði kannski verið fullt eins vel viðeigandi. Einhœft val Nú veit ég ekki hvernig hljómplata af þessu tagi horfir við útlending- um.Finnski útgefandinn hlýtur að þekkja sinn markað og miða valið við hann. En gagnvart okkur hér heima er valið fremur einhæft og kauðskt. Sönglög Skúla, samin sem slík og þekkt sem slik, eru að sjálfsögðu ekki hin sömu einungis leikin á píanó, þótt með þokka sé gert. En hvað um það, önnur sjónarmið kunna að gilda á erlendum markaði. í bláma ,,Eitt sumar á landinu bláa” kvað Jónas og á umslaginu utan um Sávelmiá satujen saarelta er landið svo sannarlega blátt. Fyrir því sér Mats Wibe Lund á sinn listræna hátt. En bláminn þykir mér fuUmikill þegar titlar og umsagnir á umslaginu eru skoðaöir. Þannig verður, Sögu- eyjan, hljómar frá íslandi — Savel- mia satujen saarelta, en satu minnir mig að sé álfur á finnsku; — enda undirstrikað í enska textanum: Melo- dies from the island of fairytales. Kannski ræður hér tilfinning yfir blá- kaldri skynseminni, því að SkúU segir engar íslendingasögur heldur ævin- týri íslenskrar alþýðu í tónum. Mér virðist af lagavali plötunnar að for- leggjarinn hugsi hana sem eins konar upptakt að annarri og meiri kynningu á tónskáldinu Skúla Halldórssyni. FAGOTT ER UKA □NLEIKSHUÓDFÆRI Tónleikar í Norrœna húsinu 8. desember. Flytjendur: Hafsteinn Guflmundsson, fagott- leikari; Jónas Ingimundarson, pianóleikari og Krlstján Þ. Stephenson, óbólelkari. Efnisskrá. Johann Friedrich Fasch: Sónata; Alvin EtJer: Sónata; WUIson Osbome: Rapsódia og Francis Poulenc: Tríó. Það er ekki á hverjum degi, sem boðið er upp á fagotttónleika hér í höfuðborginni, og jafnvel þótt leitað væri til annarra höfuðborga. Raunar voru tónleikar þessir hinir fyrstu hér í borginni, mér vitanlega. í þessum sökum var dreifbýlið á undan, því að fyrir einum tveimur eða þremur árum riðu Sigurður Markússon og Guðni Guðmundsson á vaðið og héldu tón- leika á nokkrum stöðum á landinu. Egilsstaðir munu því að öllum líkind- um eiga heiðurinn af fyrstu fagott- tónleikum hér á landi. En einu gildir hver var fyrstur til, og þaö var þörf framtakssemi Hafsteins að koma þessum tónleikum í kring í Norræna húsinu. Frumflutningur Að því er best er vitað hefur ekkert verkanna á tónleikum þessum verið leikið hérlendis áður. Þetta var því sannkallaður frumfiutningur. Það var tími til kominn, að Johann Friedrich Fasch yrði kynntur íslendingum. Þetta gleymda tónskáld hefur þó á síðari árum hlotið athygli músíkstúd- enta suður í álfu, kannski mest vegna þess að austan tjalds hafa þeir gefið út verk hans og þar eru nótur ódýrar. Vonandi fáum við að kynnast Fasch betur í tónleikasölum okkar, er tímar líða. Mér varð Hka hugsað til þess, á meðan ég hlustaði á Hafstein brillera á Sónötu Fasch, hvernig fag- ottleikarar öndverörar átjándu aldar hafa fengið að svitna við að koma henni skikkanlega til skila með þeim fagottum, sem þeir höfðu undir höndum. Sprellikarla- hljóðfœril Síðan fylgdi á eftir Sónata Etlers. Bráðfallegt verk, þar sem möguleikar fagottsins eru nýttir til fullnustu og Hafsteinn sá um að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til fagottleikar- ans. Willson Osborne samdi rapsódíu sina fyrir Sol Schoenbach, og sumir sögðu, að hluti af henni væri óspil- andi, þegar hún birdst á prenti. En rapsódían er ákaflega aðlaðandi verk. Hún er ekki aðeins kröfu- Skúli Halldórsson meO hljómplötu sína. Samningurinn (eða sálarsalan) er orðinn áþreifanleg staðreynd og ég tel rétt að óska Skúla Halldórssyni hjartanlega til hamingju með þetta strandhögg sitt á finnska menningar- grund. -EM Tónlist Kristján Þ. Stephensen óbóleikarí — „góö liðveisla”. gerðarverk ál hendur fagottleikaran- um, heldur einnig verk, sem gefur honum færi á að sýna fram á sjarma síns marguppnefnda „sprellikarla- hljóðfæris”. í rapsódíu Osborneseru kostir fagottsins raktir í einni runu án endurtekninga og Hafsteinn sá sam- viskusamlega um að koma þeim öll- um til skila. Endapunkturinn var síðan Tríó Frands Poulenc. Mér er nær að halda að þetta tríó sé ein af betri tónsmíð- um Poulencs. Eitt sinn hlýddi ég á skólabræður leika tríó þetta, þar sem píanóröddin var umskrifuð fyrir gítar. Uppátækið stenst, vegna þess að píanóröddin er afar hljómræn, en Nota Bene, það þarf býsna snjallan gítarleikara til að leika þannig kúnstir, því að nógu vel hljómar stykkið í sinni upprunalegu og réttu mynd. Nú bættist Kristján Þ. Stephensen í hópinn, sannarlega eng- in liðleskja. Hverjum á að þakka? Hafsteini fyrir glæstan fagottleik, Jónasi fyrir snilldarsamleik eða Kristjáni góða liðveislu? Ég geri ekki upp á milli, en þakka einungis fyrir að vera boðið upp á svo óvenjulega tónleika í svo háum gæðaflokki. - EM N „Gershwin, Gershwin, Uber Alles!” Tónloikar Sinfónfuhljómsveitar Islands ( Há- skólabiól 11. dasamber. Stjórnandi: Páll Pamplchler Pálsson. Einsöngvarar: Dlane Jacqueline Johnson, sópran og Michael V.W. Gordon, barítón. Einleikarí á trompet: Viflar AHreflsson. L. Bornstein: Lög úr West Side Story; J. Kem: Old Man Rlver, úr Showboat; R. Rodgers: Vals, úr Love Me Tonight; R. Wright: And This Is My Bolovod, úr Kismet; R. Rodgers: If I Loved You, úr Corousel; Bart / Jeaper: As Long As He Neods Me, úr Oliver; Loewe / Bennett: Sinfón- (sk mynd úr My Fair Lody; G. Gershwin: Atrifli úr Porgy og Bess. In Memoriam Lennon Nú reyndist komið að hinum ár- legu léttu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. En ekki var eins létt yfir upphafinu og að jafnaði. Harma- fregn flaug um heiminn fáeinum dögum áður. John Lennon var allur — fallinn fyrir morðingjahendi. Mikils listamanns var minnst með því að leika Yesterday í upphafi tónleik- anna. Yesterday — samnefnari þess sem mannkynið á látnum ljúflingi að þakka. ópera, efla ekki Margir eiga erfitt með að kyngja því að West Side Story sé ópera. En þeir sem hafa séö hana sem slika á sviði efast yfirleitt ekki. Líkast til eiga vinsældirnar, kvikmyndin og fyrsti uppfærslustaður, þ.e. Broad- way, sinn þátt í skoðanamótuninni. Hljómsveitin fór allþokkalega með Bernstein ef undan er skilið hversu loðinn leikurinn var í Cool og America. Flestir í hljómsveitinni, sér- staklega blikkið, hefðu gjarnan mátt fylgja fordæmi slagverkamanna í skerpu og snerpu í fyrrgreindum lög- um. Michael Gordon sté síðan á stokk og gerði lýöum ljóst, að ekki þarf Tónlist V / George Gershwin við pianóið. nauðsynlega svartasta bassa til að flytja Old Man River svo vel sé. Rödd hans virtist minni en maður átti von á, en þegar fram í sótti söng hann sig upp, lærði á húsjð og röddin óx. Diane Johnson söng And This is my Beloved. Mér varð rétt hugsað til þess, þegar ég heyrði þessa stórsöng- konu upphefja raust sína, hversu mjög ég hefði viljað skipta á atriðun- um úr West Side Story og aríum úr Candide sungnum af henni. Og hljómsveitin hefði fengið heiðurinn af að kynna þjóðinni fieiri af óperum Bernsteins. Allt í gamni öðlingurinn Viðar Alfreðsson tók sér frí af fyrsta horni til að rifja upp hlutverk trompeteinleikarans. Viðar var einmitt fyrsti trompetleikari hljómsveitarinnar þegar hún lék Gershwin, Rapshody in Blue, undir stjórn Wodizko í Þjóðleikhúsinu, sællar minningar. Og í kvöld var blásið létt — allt í gamni, og Viðar hefur engu gleymt af gamla trompet- prakkaraskapnum. Það verður gaman að heyra hann á plötunni, þar sem hann blæs allt heila gillið sjálfur. Sinfóníska myndin úr My Fair Lady var frekar flöt. Hvorki varð hljómsveit né stjórnanda um kennt. Það þarf nefnilega sérstaka töfra- menn til að fá fram dýpt í flatneskju- legri útsetningu. Seinni hluti tónleikanna var helgaður einni af mínum uppáhalds- óperum, Porgy og Bess, Gershwins. Páll sá um að hljómsveitin skilaði fyrsta flokks vinnu og gestirinir, þau Diane Jacqueline Johnson og Michael V.W. Gordon sungu þannig að mér finnst ég vel geta tekið mér í munn orð Weissappels, sem sagði stutt og laggott — „Gershwin, Gershwin, úber alles”. - EM Samhjá/p aug/ýsir: Nýja Samhjálparplatan fœst / afgreiðs/u Samhjálpar Hverfisgötu 42. Opið kl. 13-18. Sendum í póstkröfu um al/t land. Símar 11000 — 66148.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.