Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 8
SANDGERÐI Umboðsmann vantar strax í Sandgerðu Uppl. í síma 92-7696 eða 91- 22078. mmABW verzlunin Höjh Laugavegi 69 Amerísk handklæði Verzlunin Höfhl, Laugavegi 69 - Sími 15859. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. G Erlent Erlent Erlent I Tilraunir kínversks læknis: j HYGGSTBUA TU. MANNAPA —sem ætti að gegna ýmsum óæðri störf um Kínverskur læknir, Ji Yongxiang, hefur greint frá því, að hann hafi um miðjan sjöunda áratuginn gert til- raunir til að búa til mannapa. í þeim tilgangi kveðst hann hafa sætt apa af simpansategund og hafi hann verið kominn „þrjá mánuði á leið” er tilraunastofan var eyðilögð í menningarbyltingunni 1967 og apinn lézt. Tilgangurinn var sá að skapa eins' konar mannapa eða millistig á milli apa og manns, og þessa nýju tegund átti síðan að nota í þjónustu manna. Hinn kínverski læknir greindi frá þessu í blaðaviðtali nýverið og kveðst hafa í hyggju að hefja þessar tilraunir á nýjan leik. Læknirinn segist vera viss um að sér hefði tekizt að koma vísindamönnum á sviði læknisfræði mjög á óvart ef menningarbyltingin hefði ekki komið í veg fyrir þessar til- raunir hans. Hann segist telja að þessi nýja skepna hefði verið fær um að vinna ýmis verk fyrir mennina, svo sem gæta fjár og kúa, og einnig segir hann að þessar skepnur hefði mátt nýta við ýmiss konar tilraunastarf- semi. Viitu bæta hljómburðinn í tækinu..? Við aöstoöum þig við aö velja nákvæmlega réttu hljóödósina fyrir plötuspilarann þinn. Pickering hljóödósirnar eru meö „Dustmatic" bursta sem hindrar aö óhreinindi setjist á nálina. Burstinn dempar jafnframt bjögun. Pickering „Dustamatic" burstinn er einkaleyfisverndaöur. Yfir 20 mismunandi geröir hljóödósa og nála. SENDUMGECN POSTKROFU EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10A - SlMI 16995 Kínversh Antic teppi Kínversk handhnýtt antic ullarteppi og mottur. Gott verö vegna beinna innkaupa frá Peking. Ath. greiðslukjör. SJÓNVAL Vesturgötu 11 Reykjavík sími 22600 Könnuðust ekki viðlandasinn nóbelsverð- launahafann Mikla athygli vakti að þegar Argen- tínumaðurinn Adolfo Perez Esquivel kom til Noregs í síðustu viku til að taka við friðarverðlaunum Nóbels létu starfsmenn argentínska sendiráðsins í Osló sem þeir vissu ekki af honum. Þeir hvorki tóku á móti honum á flugvellin- um né mættu við verðlaunaafhending- una. Esquivel hefur sem kunnugt er barizt mjög fyrir auknum mannréttind- um í Suður-Ameríku og gagnrýnt mannréttindabrot í þessum heimshluta og þá ekki sízt í heimalandi sínu, Argentínu. Greinilegt er, að sú gagn- rýni hefur engan veginn fallið stjórn- völdum landsins í geð. SKIPAN HAIGS GAGNRÝND — Demókratar vilja rannsókn á hlutdeild Haigs íWatergate-hneykslinu Ronald Reagan hefur þegar sætt tals- verðri gagnrýni fyrir að skipa Alexand- er Haig í embætti utanríkisráðherra. Það voru einkum ýmsir leiðtogar demókrata sem gagnrýndu skipan Haigs, eins og raunar var við búizt. Alexander Haig var starfsmanna- stjóri Hvíta hússins á síðustu valdadög- um Nixons og nú vilja demókratar að farið verði ofan í saumana á hugsan- legri hlutdeild Haigs i Watergate- hneykslinu svokallaða, sem varð Nixon að falli ásínum tíma. „Þetta er útnefning sem ekki hefði átt að eiga sér stað,” sagði Alan Cran- son, einn helzti talsmaður demókrata í öldungadeild þingsins og leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, Robert C. Byrd, hefur lýst því yfir að við vitna- leiðslur sem fram fara áður en þingið leggur blessun sína yfir skipan Haigs muni Watergatemálið bera mjög á góma. Alexander Haig. Yoko Ono veröur ekki á flæðlskeri stödd fjárhagslega þvi bóndi hennar ánafnaði henni helmingnum af öllum eigum sínum, sem taldar eru nema 150 milljörðum islenzkra króna. Erfðaskrá Lennons: Yoko Ono fær helminginn John Lennon hafði þegar gert erfðaskrá sína þrátt fyrir að hann væri ekki nema fjörutíu ára gamall er hann lézt. Hann gekk frá erfða- skránni fyrir rúmu ári. Þar kemur fram að hans „heittelskaða eigin- kona”, Yoko Ono, fær helminginn af öllum eigum hans. Afgangurinn á að renna í sjóð þar sem peningarnir verða ávaxtaðir. Ekki hefur verið greint frá hvert markmiðið með sjóðnum er. í erfðaskránni tekur Lennon fram, að allir aðrir sem kunna að gera kröfur dl arfs eftir hann eigi ekki að fá neitt. Þó eru fyrri eiginkonu Lennons tryggðar 200 milljónir ísl. króna á ári svo lengi sem hún lifir svo hún mun vart liða skort. „Ég hef ekki hugmynd um hve eig- urnar eru miklar,” segir Yoko Ono. „Það er svo flókið mál, að það tæki tíu endurskoðendur tvö ár að komast aðþví.” Eins og kemur fram í erlendri grein annars staðar í Dagblaðinu í dag hefur verið gizkað á að eignir Lenn- ons nemi ekki undir 150 milljörðum ísl. króna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.