Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980.
12
HEFÐUM EKKIVHJAÐ
MISSA AF ÞESSU
' ' .........
—sögðu
Guðmundur
og
Magnea
eftir
heimkomuna
V
Þau hjónin settu svo punktinn yfir i-
ið með því að fara til London og vera
þar í viku.
„Hópurinn sem við lentum í var
alveg sérlega samstilltur. Hún sagði,
danski fararstjórinn okkar, að þau 12
ár sem hún hefði farið um hnöttinn
með hópa hefði hún aldrei fengið eins
skemmtilegan hóp. Hún nefndi sem
dæmi um erfiða hópa hópinn sem fór
næst áundan okkur. Meðalaldurinn í
hópnum var 70 ár. Þetta var fólk sem
var búið að safna fyrir ferðinni alla
sína ævi en þegar það loksins komst
var það orðið svo gamalt að allt fór
í tóma vitleysu. Meðalaldurinn í
okkar hópi var talsvert lægri þó við
værum yngst. Allir voru svo sam-
stilltir að ef einhver stakk upp á ein-
hverju vildu allir hinir strax vera
með,” sögðu Guðmundur og
Magnea.
Sáu sigur Reagans
Síðasta daginn sem þau hjónin
dvöldu í San Francisco voru forseta-
kosningarnar í Bandaríkjunum.
,,Við bjuggumst við því að eitt-
hvað væri um að vera. En maður
varð ekki var við neitt slíkt. Fólk
vann sína vinnu og engu var líkara en
ekkert væri að gerast. Þegar við
komum inn á hótel um «kvöldið
kveiktum við af tilviljun á sjón-
varpinu. Þá var Reagan einmitt að
halda sigurræðu sína. Þá voru liðnir
tveir eða þrír tímar frá því að Carter
hafði lýst yfir ósigri sínum.
Þann dag höfðum við einmitt
skoðað þá frægu fangaeyju Alcatraz.
Um hana hefur verið gerð að minnsta
kosti ein kvikmynd með Lee Marvin
og fleirum sem átti að sýna daginn
eftir. I eynni er núna safn og gamlir
fangaklefar hafa verið látnir halda
sér til þess að ferðamenn ged skoðað
þá. Þeir voru óhugnanlegir, sumir
alveg dimmir og með þykkum stein-
DB-mynd Gunnar.
„Fólkið sem var með okkur i ferð-
inni sagði að sér hefði fundizt mest
gaman í San Francisco og á Hawaii.
Og ef okkur stæði aftur til boða að
fara á einhvern þessara staða
myndum við líklega velja annan
hvorn. En á hinum stöðunum var
auðvitað margt merkilegra að sjá og
allt svo ólíkt því sem við eigum að
venjast. Af þeim hefðum við ekki
viljað missa,” sögðu þau Guðmund-
ur Jóhannsson og Magnea Jónsdóttir
Magnea á strætum þorps 1 Kina. Farartækin eru reiðhjól og vegfarendur taka vel
eftir Ijósmyndaranum.
Guðmundur við risastórt veggspjald með mynd af Maó formanni og Sjú Enlæ
forsætisráðherra i Kina. Báðir voru ástsælir leiðtogar og létust fyrir fáum árum.
l ararstjórinn i heimsreisunni í Delhi. „Með beztu fararstjórum i heimi,” sögðu
þau Magnea og Guðmundur.
í viðtali við DB.
Þau hjónin eru nýkomin heim eftir
að hafa ferðazt í kringum hnöttinn á
21 degi. Ferðina unnu þau i verðlaun
í áskrifendagetraun Dagblaðsins.
„Við vorúm alls 57 tíma á flugi,”
sagði Guðmundur. „En eina
seinkunin sem við urðum fyrir var
tveir tímar á leiðinni frá Delhí til
Kaupmannahafnar. Annars small öll
áætlunin saman.”
„Það sem kom okkur mest á óvart
var Bangkok. Við vorum búin að
heyra svo margar sögur af öllu því
sem hægt væri að sjá í Thail^ndi. En
það sem við sáum var líklega versta
hliðin af því öllu, Bangkok. Þar var
ógeðslegt. Börn betlandi á götunum,
allt vaðandi í drullu og skít og
vændiskonurnar í flokkum. Það eina
góða við Bangkok var að þar var
okkur færð góð gjöf. Þegar við
komum inn á hótel einn daginn beið
okkar stærðar karfa með ávöxtum.
Reyndist þetta vera gjöf frá Globet-
rotter, SAS og Dagblaðinu. Hvernig
hægt hefur verið að koma þessu til
okkar skiljum við ekki. En gaman
var að fá það, ’ ’ sögðu þau hjónin.
Kaupmannahöfn '
og Kfna
Hnattferðin hófst í Kaupmanna-
höfn. Þaðan var flogið til San Fran-
cisco. Ferðin lá síðan á hinar sólríku
strendur Hawaii og þaðan til Hong
Kong. Frá Hong Kong var farið í ferð
inn í Kínaveldi en síðan komið við í
Bangkok og síðasti viðkomustaður-
inn var Nýja Delhí. Þaðan lá svo
leiðin aftur ul Kaupmannahafnar. Heima meö börnunum.
Ægifagurt musteri i Bangkok.
/!
Dóra
Stefánsdóttir