Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. .V Veðrið Spáð er norðan átt um allt land, | snjókoma verður é Norðurlandi en bjart veður é Suður- og Suðaustur- iandl. Frost vorður um aHt land. Klukkan 6 var sunnan 2, él og 0 stig í Roykjavfik; sunnan 3, snjókoma og 0 stig á Gufuskálum; norðvastan 2, snjókoma og —3 stig á Galtarvito; noröaustan 3, skýjað og —3 stig é Akureyri; norðeustan 3, skýjað og 0 stig á Raufarhöfn; norðvestan 2, látt- skýjað og 2 stig á Dalatanga; suð- vestan 4, skýjað og 0 stig á Httfn; suö- vostan 5, él og 0 stig á Stórhttföa. ( Þórshttfn var skýjað og 5 otig, létt- skýjað og 1 stig f Kaupmannahöfn, þoka og —14 stig í Osló, helðskirt og —1 stig í Stokkhólmi, súld og 8 stig ( London, skýjað og 2 stig í Hamborg, léttskýjað og -1 stig f Porfs, hoiðsklrt og —2 stig f Madrid, heiöskfrt og -2 stig f Lissabon. Aldís ÖUfsdóttlr, sem lézt 4. desember sl., var fædd 5. nóvember 1920 að Brú i, Biskupstungum. Foreldrar hennar voru Vilborg Loftsdóttir og Ólafur Guðna- son. Hún fluttist ásamt foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó þar alla sína ævi. Aldís stundaði lengst af fram- leiðslustörf bæði til sjós og lands. Sigurður Pétursson fyrrverandi póstaf- greiðslumaður, Bjarkargötu 8, lézt í Borgarspítalanum 16. desember. Sólveig Sigríður Eiðsdóttir, Bergþóru- götu 11A, lézt 15. desember. Sigurfinnur Þorsteinsson lézt 9. desem- ber sl. Jarðarförin hefur farið fram. Pétur Sigurösson bifreiðarstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 19. desemberkl. 13.30. Jóhanna L. Lórusdóttir frá Læk, Skagaströnd, til heimilis að Barmahlíð 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. des- ember kl. 10.30. Þorkell Ólafsson fyrrverandi hús- vörður Hafnarhúsinu, sem lézt 10. des- ember, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 19. desember kl. 10.30. TfSkyiuiingar íþróttafélag fatlaðra, Reykjavík Hvetjum til þátttöku í forgjafarmóti KR i borðtennis 28. desember. Tilkynnið þátttöku fyrir 24. descmbcr. Siðasta æfing í borðtcnnis fyrir jól verður 20, des ember. Byrjum aftur 5. janúar 1981. Foreldraráðgjöfin (Barnaverndarráð Islands). Sálfræðileg ráðgjöf fyrir foreldra og börn. — Upplýsingar í síma 11795. Margar aukaferðir í milli- landaflugi fyrir hátiðir Flugleiðir hafa ákveðið að flugvélar félagsins fljúgi all- margar aukaferðir milli íslands og nágrannalandanna) fyrir jól og sömuleiðis eftir áramót. Aukaferðir verða farnar vegna almikilla farpantana, sem nú liggja fyrir. Félagið býður nú í fyrsta sinn sérstök jólafargjöld milli tslands og allra viðkomustaða í Evrópu og hafa margir notfært sér þau. Aukaferðirnar sem nú hpfa verið ákveðnar bætast að sjálfsögðu við fyrirfram ákveðna áætlun félagsins. Þær verða sem hér segir; Til Kaupmannahafnar verða aukaferðir miðviku' daginn 17. desember, föstudaginn 19. og sunnudaginn 21. desember. Þar að auki eru flugferðir til Kaup- mannahafnar samkvæmt áætlun alla daga nemaj miðvikudaga. Til Gautaborgar verður flogið fimmtudaginn 18., desember. Til Stokkhólms laugardaginn 20. desember og til Osló verður aukaferð sunnudaginn 21. desember. Til New York laugardaginn 20. desember. Aukaferðir til ofangreindra staða eftir áramót verða sem hér segir: Til Osló 4. janúar, til Gautaborgar 8. janúar, til Stokkhólms 10. janúar og til Kaupmannahafnar 7. og ll.janúar. Að venju verður ekkert millilandaflug jóladagana, 25. og 26. desember og á nýársdag 1. janúar 1981. Jólatréssaia Slysavarnadeildin Ingólfur i Reykjavik gengst fyrir jólatréssölu i Gróubúð, Grandagarði I og við Siðumúla (hjá bókaútgáfu Arnar og örlygsl.: Opið verður: kl. 10—22 um hclgar. Kl. 17—22 virka daga. Á boðstólum eru jólatré, greinar og skreylingar. Viðskiptavinum er boðið upp á ókcypis geymslu á trjánum og heimsendingu á þeim tíma, sem þcir óska eftir. Reykvíkingar — styðjið eigin björgunarsveit. Annar félagsfundur um gagnasafnskerf i Skýrslutæknifélag Islands boðar til félagsfundar í Norræna húsinu þriðjudaginn 16. desember kl. 14.30. Á fundinum verður til umræðu SEED-gagnasafns- kerfi Háskólans og skýrð notkun Erfðafræðinefnar á því. Erfðafræðinefnd var fyrstur aðila hér á landi til að taka i notkun gagnasafnskerfi af þessu tagi og er þetta kerfi Háskólans raunar hið eina sem notað er hérlendis, enn sem komið er. Dagskrá fundarins verður þannig: 1. SEED-gagnasafnskerfið. Dr. Oddur Bencdiktsson dósent. 2. Tölvugögn Erfðafræðinefndar. Magnús Magnús son prófessor. 3. Notkun SF.ED-gagnasafnskerfisins. Takako Inaba kerfisfræðingur. 4. Fyrirspurnir og umræður. Stefnteraðþvíaðkomiðverði uppútstöðá fundar stað sem þá veröur notuð til að kynna /yrirspurna mögulcika í SEED-gagnasafnskcrfinu. Nýr sendiherra Ungverja Nýskipaður sendiherra Ungverjalands, dr. Laszlo Nagy, afhenti nýlega forseta Islands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Ólafi Jóhannessyni utanríkisráðherra. Síðdegis þá sendiherrann boð forseta að Bessa- stöðum ásamt fleiri gestum. Annríki í innanlandsflugi fyrir jólin Um jólin sem nú fara í hönd verða óvenjumargir sam- felldir frldagar alls þorra landsmanna. Má því búast við að fleiri hyggi á ferðalög en endranær. Flugleiðir hafa sett upp fjölda aukaflugferða til allra áætlunar- staða innanlands ogeru það tilmæli innanlandsdeildar félagsins að tilvonandi ferðalangar hafi fyrra fallið á meðfarbókanir. Aukaferðir sem hér verða taldar koma.til viðbótar hinu venjulega áæltunarflugi. Alls eru áætlaðar 26 aukaferðir innanlands fyrir jólin. Miðvikudaginn 17. desember verða aukaferðir til ísafjarðar, Egilsstaða, Hornafjarðar og Akureyrar og daginn eftir, 18. desember til Egilsstaða, Norðfjarðar, Patreksfjarðar, ísafjaröar, Hornafjarðar, Húsavíkur og Akureyrar. Föstudaginn 19. desember verður aukaferð til Akureyrar en laugardaginn 20. desember verða sex aukaferðir til Norðfjarðar, ísafjarðar, Pat- reksfjarðar, Egilsstaða, Sauðárkróks og Húsavíkur. Daginn eftir, 21. desember, verða aukaferðir til Pat- reksfjarðar og Egilsstaða og mánudaginn 22. des- ember verða aukaferðir til Akureyrar, Sauðárkróks, ísafjarðar og Egilsstaða. Á Þorláksmessu, 23. desem- ber, verða aukaferðir til Egilsstaða, Norðfjarðar, ísa- fjarðar, Húsavlkur og Akureyrar. Aðfangadag jóla, 24. desember, verður aukaferð til Egilsstaða. Á aðfangadag verður flogið frá Reykjavlk fram til kl. 14 og áætlað að flugi þann dag Ijúki kl. 16.25. Jóladag, 25. desember, verður ekkert flogið innan- lands. Annan í jólum, þann 26. desember, hefst innan- landsflug kl. 11. Þann dag verður flogið til Patreks- fjarðar, Akureyrar, Sauðárkróks, Egilsstaða, Horna- fjarðar, Vestmannaeyja og Húsavikur. Milli jóla og nýárs verður flogið samkvæmt áætlun þar til á gaml- ársdag. Þá verður síðasta ferð frá Reykjavík kl. 14 og flugi á að vera lokið kl. 16.25. Á nýársdag er ekkert flug innanlands en 2. janúar hefst áætlunarflug samkvæmt vetraráætlun að nýju. í framangreindri áætlun er rétt að benda á að flug til Norðfjarðar á þessu timabili er án viðkomu á Egils stöðum og sömuleiðis fljúga flugvélar Flugleiða ekki milli Húsavikur og Akureyrar meðan þessi jólaáætlun er í gildi. Fréttatilkynning frá Sóleyjarsamtökunum Stofnuð hafa verið samtök sem nefnast Sóleyjar samtökin. Sóleyjarsamtökin sem hafa þaðá stefnuskrá sinni að vernda og styrkja efnahagslegt og menningar legt sjálfstæði tslendinga. Samtökin telja að núverandi þróun í efnahags- og menningarmálum þjóðarinnar sé varhugaverð og stefni til ósjálfstæðis þjóðarinnar i þeim efnum. Sóleyjarsamtökin vilja stuðla að efnahagslegri velferð en benda á að fleira séu lífsgæði en það sem metið er í peningum og vilja vinna að breyttu gildis- mati og gegn núverandi lífsgæðakapphlaupi. Stefna samtakanna er að þröng peningasjónarmið séu ekki látin ráða ferðinni i atvinnu- og uppbygging armálum, en að Islendingar miði sina iðnaðar- og at vinnustefnu viðeftirfarandi atriði: 1. Að fullnægja fyrst og fremst þörfinni á innanlands markaði. 2. Að nýta innlend hráefni og orku sem mest. fremur en fá slikt crlendis frá. 3. Að lslendingar stefni að þvi að vera sjálfum sér nógir um sem flestar lifsnauðsynjar, en þurfi ekki að sækja þær til annarra landa. 4. Að lífskjör manna séu ekki einvörðungu metin eftir tekjum eða beinni efnislegri afkomu, heldur sé félagslegt, menningarlegt og náttúrulegt umhverfi tekið með i dæmið og metið að verðleikum i allri á ætlun um atvinnu- og byggðastefnu. Á stofnfundi samtakanna, haldinn 7. des. sl.. var samþykkt eftirfarandi ályktun: Sóleyjarsamtökin vilja sérstaklega vara viö svokallaðri stóriðjustefnu sem felur i sér itök erlendra auðhringa i islenzku efnahagslífi og mjög mikill á róður er nú rekinn fyrir. Þau telja stóriðjustefnuna hættulega efnahagslegu sjálfstæði landins, því með framgangi hcnnar myndi öll mikilvæg ákvarðanataka i efnahagsmálum okkar Islendinga færast i hendur miðstyrðra auðhringa og alþjóðlegra banka, eins og nú er þegar farið að örla á. Sóleyjarsamtökin telja stór- iðjustefnuna lýsa fádaana undirlægjuhætti við erlent fjármálavald og vera algerleg ósamanrýmanlega grundvallarhugsjónum Islendinga um frelsi og sjálf- stæði. Samtökin skora þvi á allan almenning að taka höndum saman og berjast gegn stóriðjustefnunni og ásælni erlendra auðhringa í islenskar orkuauðlindir og vinnuafl. Jólatréssala Kiwanisklúbburinn Elliði verður með jólatréssölu við Fáksheimilið við Bústaðaveg eins og undanfarin ár. Sala þessi er til fjáröflunar fyrir styrktarsjóð klúbbsins. Hlutverk styrktarsjóðs er að styrkja þau málefni sem eru mest aðkallandi hverju sinni. Á siðasta ári var ágóðanum af sölunni varið til kaupa á húsgögnum og sjónvarpi fyrir sambýlið að Auðar Stórar spurningar, yf irborðsleg svör „Við þurfum að auka upplýsinga- streymið, lýðræðið í hreyfingunni og virkni félaganna,” sagði ASÍ-forset- inn Ásmundur Stefánsson við okkur í lok umræðuþáttarins um verkalýðs- hreyfinguna í gærkvöldi. Mér datt strax í hug við að heyra nýja forset- ann segja þetta: Skyldi það þýða að fréttamönnum fari nú loksins að ganga betur að ná sambandi við æðstu forystumenn Alþýðusam- bandsins? Það er nú einu sinni svo að við sem erum að böðlast í frétta- mennsku þurfum oft að ná taii af þeim ASÍ-mönnum og fá upplýs- ingar, bera undir þá umsagnir ann- arra, fréttir o.s.frv. En þetta hefur gengið misjafnlega og sannast sagna er Alþýðusambandið mun lokaðra apparat gagnvart fjölmiðlum — og þar með almennum félögum verka- lýðshreyfingarinnar, en eðlilegt getur talizt. Þetta vandamál barst í tal við hringborð fréttamanna á ASÍ- þingjnu á dögunum og við> vorum sam- mála um að það hlyti stundum að vera auðveldara að ná samtali við páfann suður í Róm en toppa Alþýðusambandsins við Síðumúla. Einn kollegi minn orðaði það svo: Áður var Vinnuveitendasambandið lokað fjölmiðlum en Alþýðusam- bandið opið. Nú er ASÍ lokað en VSÍ galopið! ASÍ-mönnum finnst þetta, held ég, sjálfsagt og eðlilegt: Það sem við erum að gera kemur ykkur ekki við (samanber viðbrögðin þegar blöð spurðu ASÍ hvort það hefði borgað fyrir Danmerkurferð lögmanns Gervasonis á dögunum). En hvað segir fólkið? Aftur að umræðuþættinum í gær- kvöldi. Ég hafði hlakkað ósköpin öll til að setjast við kassann og gleypa í mig fróðleik sem þar yrði á boðstól- um. Það verður að segjast eins og er að þátturinn olli miklum vonbrigðum eins og svo fjöldamargir aðrir umræðuþættir í sjónvarpi. Höfuð- ábyrgðina ber að skrifa á reikr.ing Jóns Baldvins krataritstjóra og stjórnanda. Hann ákvað að taka fyrir mörg svo stór og viðamikil mál að þátturinn allur hefði ekki dugað til að ræða um nema í mesta lagi eitt hvað þá öll! Þess vegna voru þátttakendur í umræðunum eins og svifnökkvar sem þutu um hafið og rétt snertu öldutoppa. Hvergi var ,,kafað” í umræðuefnið, skoðanaskipti voru sáralítil og yfirborðsleg. Ásmundur og Guðmundur Sæmundsson ösku- karl frá Akureyri klóruðu í bakkann og voru málefnalegir eftir því sem færi gafst til. Sigurður reyndar lika, en mér fannst hann samt hálf utan- gátta í umræðunni. Hann horfir eilíf- lega á steinrunninn lagabókstafinn og formið í umræðum. Vilmundur Gylfason fór langt út fyrir efnið í ræðu sinni, hún átti að vera stutt og eingöngu til upplýsingar um frum- varp hans, en varð langlokufram- boðssnakk. Baldur Guðlaugsson kom með þulu sem skildi lítið eftir nema geispa. Þannig gekk þetta allan þáttinn: Stórar spurningar, yfirborðsleg svör. Hlaupið úr einu í annað. Og aum-i ingja við sem heima sátum stóðum upp hálf rugluð i lokin, alveg sama þó að Ásmundur segði okkur i hverju svari að þetta og hitt væri „alveg augljóst mál.” Af öðru sjónvarpsefni í gærkvöldi hef ég það að segja að ég horfði (auðvitað) á Óvænt endalok. Það er firnagóður þáttur sem veitir mikla ánægju og ágætar upplýsingar fyrir þá sem þurfa að losa sig við fólk i óþægilegri stöðu. Á fréttirnar horfði ég líka án þess að græða ýkja mikið á því. Áður hef ég skammazt út í fréttamennsku sjónvarps og þótt hún rýr í roðinu. Ég gagnrýndi kollega mína á fréttastofu sjónvarps fyrir lélega frammistöðu. Á dögunum ræddi ég við fólk sem þar vinnur og eftir það geri ég fyrri ummæli ómerk. Það er hreinasta kraftaverk að svo fáliðuð fréttadeild skuli yfirleitt geta fyllt fréttatímana 6 kvöld í viku — og séð um Fréttaspegilinn að auki. Ég tek ofan fyrir þeim sem halda út að starfa við slíkar aðstæður. 1 útvarpinu hlustaði ég á Vettvang Sigmars og Ástu og mestalla Kvöld- vökuna. Á báðum stöðum var að finna áhugavert efni. Og í fréttatíman- um var framhald á frétt útvarpsins frá í fyrrakvöld um löggu á Króknum sem flæktist í leiðindamál og var samt laganna vörður þar áfram. Skyldi Helgi P. fá jólakort frá sýslu- manninum á Sauðárkróki? Björn lyfti Ásmundi i hásætið á nýafstöðnu ASÍ-þingi — og settist sjálfur i næsta stól. Hápunkturinn i brúðkaupsveizlu Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags á þinginu, flokkanna sem á hátiðarstundum eru „höfuðandstæðingar í íslenzkum stjórnmálum”! stræti is, sem Styrktarfélag vangefinna tóku í notkun nú nýlega. Nassta verkefni sjópðsins er að kaupa leit- artæki fyrir Krabbameinsfélagið en klúbburinn mun gefa það í félagi við Kvenfélagið Hringinn. Jólatréssala verður opin um helgar frá kl. I til 10 o mánudag til föstudags frá kl. 5 til 10. Nasstu tvo sunnudaga kemur Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts í heimsókn á svæðið. Þá koma jóla- sveinar í heimsókn najstu tvær helgar, bæði laugar- daga ogsunnudaga. Ki'wanisklúbburinn Elliði vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem hjálpa við að aðstoða aðra með því að kaupa jólatré og greinar hjá honum við Fáksheimilið. Tónleikðr Jólatónleikar i Bústaðakirkju Tónlistarskólinn i Reykjavík heldur tónleika i Bú- staðakirkju í kvöld, miðvikudaginn 17. desember, kl. 8.30. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Hindemith. Tsjai- kovski, Grieg og Gustav Hols en flytjendur Strengja- sveit Tónlistarskólans og nokkrir nemendur á blásturs- hljóðfæri. Þá mun kór skólans syngja jólalög undir stjórn nemenda tónmenntakennaradeildar. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Iþróttir íslandsmótið í handknattleik Miðvikudagur 17. desember Laugardalshöll Ármann — ÍR 2. deild karla kl. 20. Happdrætti Jólahappdrætti SUF 16. des. þriðjud. 500 17. des. miðvd. 2031 Upplýsingar eru veittar í sima 24480 og á Rauðar- árstíg 18. '-.'ý.-fááááá Fundir Matsveinafélag SSÍ Aðalfundur verður haldinn i dag, miðvikudaginn 17. desember, kl. 17 að Lindargötu 9.4. hæð. Vcnjuleg aðalfundarstörf. Ýmislegt Endurmenntun grunnskóla- kennara 1980 í júni og júlí voru haldin 15 námskeið sem flest stóðu í eina viku. Á námskeiðunum var einkum fjallað um starfshætti og námsefni í grunnskóla og viðhorf í kennslumálum. Þátttakendur voru samtals 639. Ekki reyndist unnt aðsinna öllum umsóknum sem bárust. Einnig stóðu kennurum til boða fræðslufundir um ýmis efni. 89 fundir voru haldnir á árinu og sóttu þá 2259 kennarar. Fastráðnir kennarar við grunnskóla á landinu eru 2513 en stundakennarar 570 svo sjá má að grunnskólakennarar sýna endurmenntun sinni mikinnáhuga. Gaffalbitar til Sovét Nýlega var undirskrifaður samningur milli Sölustofnunar lagmetis og viðskiptafulltrúa Sovél rikjanna á íslandi f.h. „Prodintorg” i Moskvu un kaup á allt að 40.000 kössum af gaffalbitum til af- 'skipunar jafnóðum og varan verður framleidd. Andvirði sölusamningsins er tæplega l ,2 milljarður islenzkra króna. Framleiðendur þessarar vöru verða fyrirtækin K. Jónsson & Company h.f. á Akureyri og Lagmetisiðjan Siglósild á SigluFirði. „Vanvirðing viðokkur jólasveinana” Jólasveinn einn sem komið hefur til bæjarins undanfarin 10 ár og skemmt börnum, hringdi í okkur vegna smá- klausu í dálkinum Fleira-fólk á mánu- dag. Þar sagði frá jólasveini sem var i Blómavali og kunni ekki að syngja lag sem lítill snáði stakk upp á. Jólasveinn- inn sem hringdi í okkur var að vonum mjög sár vegna þessa jólasveins í Blómavali og sagðist hafa verið enn leiðari er hann sá hinn sama jólasvein í sjónvarpsauglýsingu með kolsvartar augabrúnir. „Menn sem eru að stæla okkur jólasveinana verða að gæta vel að því að vera i góðu gervi og helzt verða þeir að kunna öll helztu jóla- lögin. Annars hætta börnin bara að trúa á okkur,” sagði þessi, ágæti jóla- sveinn. GENGIÐ GENGISSKRÁNING FerOamann, NR. 238 - 16. DESEMBER 1980 gjaidayri, Eining kl. 12.00 .-Kaup Saia Sala 1 Bandarfkjodolar 692,40 694,00 653,40 1 Steriingspund 1372,45 1376,16 1513,77 1 KanadadoUar 490,05 491,35 640,48 100 Danskar krónur 9626,10 9651,10 10616,21 100 Norskar krónut 11397,36 11428,15 12570,97 100 Sænskar krónur 13289,20 13345,10 14657,61 10Ó Finnsk mttrk 16147,05 16187,95 16706,76 100 Franskir frankar 12722,00 12766/40 14032,04 100 Bolg. frankar 1832,10 1837,00 2020,70 100 Svissn. frankar 32663,96 32641,85 36906,04 100 Gyllini 27124,50 27197,80 29917,68 100 V.-þýzk mörk 29616,70 29066,40 29556,40 100 Lfrur 62,26 62,41 68,65 100 Austurr. Sch. 4163,00 4274,30 4691,73 100 Escudos 1100,10 1103,10 1213,41 100 Pesetar 738,00 740,00 814,00 100 Yen 282,73 283,50 311,85 1 írskt pund 1097,70 1100,70 1210,77 1 Sérstttk dráttarréttindi L. 748,81 760,64 * Broyting fré sfðustu skráningu. i Símsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.