Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. VEHE STAOGR ux Finlux ■ BORGARTÚNI 18 I ykjgBff i REYKJAVÍK SlMI 27099 UJk SJÖNVARPSBÚDIN m FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA Flugliðabraut verður starfrækt við Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árinu 1981, ef unntreynist. Inntökuskilyrði eru grunnskólapróf, 17 ára aldur og einka- flugmannspróf í bóklegum greinum. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu skólans eða til Flugmálastjórnarinnar á Reykjavíkurflugvelli í síðasta lagi 31. des. 1980. Skólameistari. 17. leikvika — leikir 13. desember 1980 Vinningsröð 111-1X1-1X1-1XX 1. vinningur: 12 réttir — kr. 1.240.000 1984(3/11)+ 22539 27994(4/11)+ 41392(6/11) + 11314 26043 (4/11) 38108 (4/11) 2. vinningur: 11 réttir - kr. 52.400 1982 + 8892 16071 27531 33301 44365 I983 + 9777 + 16671 + 28002 35983 (2/11) + 2726 (2/ll) + 18023 + 28293 36002(2/11) + 2753 9937 + 22304 28388 36690+ 44610 2865 11867 22642 + 28508 37241 45377 + 4031 12505 25003 28573 38166 4394 13482 25810 29232 41167 4824 + 14813 26017 31150 41716 Kærufrestur er til 5. janúar kl. 12 á fiadegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum oj* á aðalskrifstofunni. Vinninj>supphæðir j>eta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða scnda stofninn oj> fullar upplýs- inj>ar um nafn og heimilisfanu til (íetrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinnl - REYKJAVÍK Teppolomo Grensásvegi 13 Símar83577 - 83430. SABC0 teppahreinsarí ernytsöm jóiagjöf Tilvalið tækií jólahreirt- gerninguna. 2 gerðir teppahreinsara. Sabco teppasjampó 1.0 log2.5 Ibrúsar. Fullkomin varahluta- þjónusta. Andvari 1980 Aðalgrein Andvara er að þessu sinni ævisöguþáttur Árna Friðrikssonar fiski- fræðings (1896—1966) eftir Jón Jónsson en annað efni ritsins eftirfarandi: Vil- hjálmur Hjálmarsson: Á sumardaginn fyrsta 1980; Ludvig Holm-Olsen: Snorri Sturluson og Norðmenn (Tryggvi Gíslason þýddi); Hannes Pétursson: Til góðs vinar (kvæði); Árni Kristjánsson: Franz Schubert; Gils Guðmundsson: Svínaskálabóndi segÍF tíðindi; Eugenia Olhina: Frá Vilhjálmi Stefánssyni (Hall- veig Thorlacius þýddi); Sveinn Skorri Höskuldsson: l minnirigu Guttorms; Guttormur J. Guttormsson: Tvéir minn- ingaþættir; Helgi Sæmundsson: Þor- steinn Erlingsson (kvæði); Magnús Fjall- dal: Kenning Lords og Parrys um tilurð og varðveizlu munnlegs kveðskapar; Finnbogi Guðmundsson: Skalat maðr rúnar rísta, nema ráða vel kunni. Þetta er hundraðasti og fimmti ár- gangur Andvara. Ritstjóri hans er dr. Finnbogi Guðmundsson. Ritið er 143 blaðsíður að stærð, prentað í Alþýðu- prentsmiðjunni. Matthías Jochumsson: Ljóð Bók þessi er úrval úr frumsömdum og þýddum kvæðum séra Matthíasar Jochumssonar (1835—1920) og gefin út í tilefni af sextugustu ártíð skáldsins 18. nóvember. Hefur Ólafur Briem mennta- skólakennari á Laugarvatni búið Ljóð til prentunar og ritað ítarlegan inngang um skáldið og kveðskap þess. Ljóð eru gefin út af Rannsóknarstofnun í bókmennta- fræði við Háskóla lslands og Menn- ingarsjóði og sjötta bókin I flokknum Islensk rit, en stjórn hans hafa á hendi Njörður P. Njarðvík, Óskar Halldórsson ogVésteinnÓlason. lnngangur Ólafs Briem er 93 blað- síður, en hann hefur og samið skýringar og athugasemdir við kvæðin. Skrá um rit Matthíasar Jochumssonar og heim- ildir um hann og verk hans er í bókarlok, tekin saman af Ólafi Pálmasyni mag. art. Ljóð eru alls 399 blaðsíður og bókin sett og bundin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Þeir hugrökku eftir Frithjof Saelen Hagprent hefur gefið út bókina Þeir hugrökku eftir Frithjof Saelen. Bókin tSiF tARSShi fjallar um Leif Larsen, einn fræknasta hermann Shetlandseyjaherdeildarinnar sem var að mestu skipuð landflótta Norðmönnum. Larsen hlaut fleiri brezk heiðursmerki en nokkur annar erlendur hermaður í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir hugrökku er 224 bls. á stærð. Shiriey 09 demanta- smyglararnir eftir Judith Dale Hagprent hf. hefur gefið út bókina Shirley og demantasmyglararnir eftir Judith Dale. Ragnheiður Árnadóttir þýddi. Þessi bók segir frá þvi er Shirley lendir í klónum á alþjóðasmyglurum sem hafa stolið mjög verðmætum dem- anti í Englandi og reyna að smygla honum til Amsterdam í Hollandi. Shirley og demantasmyglararnir er 150 bls. á stærð. Ljóðaþýðingar frá Noiðurlönd- um eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi Höfundur hefur unnið að bók þessari í I5 ár og þýtt 127 ljóð eftir 75 skáld er skiptust þannig eftir löndum: Færeyjar 5, Noregur 15, Svíþjóð 22, Gotland l, Álandseyjar 5, Finnland 11 og Dan- mörk 16. Elztu skáldin eru Svíinn Lars Wivallius (1605—69) og Daninn Johannes Ewald (I743—81) en yngstu Banita Jansson frá Álandseyjum (f. 1943) og Guðrið Hemsdal frá Færeyjum (f. 1941). Um bókina farast höfundi svo orð í eftirmála: „Rangt væri eða villandi að telja þessi ljóð nokkurt úrval úr kveðskap Norðurlanda. Öllu fremur eru ”þau sundur»litt sýnishorn ljóða sem töluðu til mín á frummálunum og voru sál minni skyldust af þeim sem ég las og kynnti mér, enda hygg ég það mála sannast að slík ljóð séu ein þýðanleg, svo að nokkurri list séu gædd. Bók þessi er því engin sýnisbók, enn síður bók- menntasaga Norðurlanda í bundnu máli. Miklu fremur er hún eins konar fagurfræði í Ijóðum, að svo miklu leyti sem þýðandanum kann að hafa tekist að velja úr því takmarkalitla efni sem fyrir hendi var”. Bókin er 198 bls. að stærð. prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Falurí Argentínu (með viðkomu á íslandi) Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur nú sent frá sér nýja bók um Fótbolta- félagið FAL. Nefnist nýja bókin: Falur í Argentínu (með viðkomu á lslandi). Fyrsta bókin um Fal kom út í fyrra og kynntust Islendingar jrar með furðufugl- unum í Fal og ævintýrum þeirra jafnt á knattspyrnuvellinum sem utan hans. í þessari nýju bók leggja Falsmenn iand undir fót og halda til Argentínu þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Ekki gengur ferðalagið þangað þó þrauta- laust fyrir sig, jafnvel þótt ferðast sé með Fluglejðum. Koma Falsrrienn við á lslandi og keppa þar við KR-inga. Er staðan i hálfleik l—Ofyrir KR, en Falur lumar á leynibragði sem beitt er í seinni hálfleik og snýst jná leikurinn við. Þetta bragð reynist FAL líka líka vel í heims- meistarakeppninni. Höfundar texta og teikninga í Fal i Argentinu eru Hollendingarnir Joop og Toon. Ólafur Garðarsson þýddi bókina Bókin var filmuunnin í Prentstofu G. Benediktssonar.en prentuðá Italiu. FOLÖ.. oo voTiy ; txivkvu' i,»o víni í*s HkmuHÍuv Hííirtímiimm Fold og vötn eftir Guðmund Kjartansson Bókin flytur 13 greinar um jarðfræðileg efni, samdar á fjórum áratugum, 1931 — 71, en annað efni er minningargrein um Guðmund Kjartansson úr Náttúru- fræðingnum 1972 og ritskrá hans. Um bókina og höfund hennar segir svo á kápu: „Guðmundur Kjartansson jarð- fræðingur (l 909—72) var i hópi menntuðustu og fundvísustu náttúru- fræðinga okkar. en jafnframt ágætur rit höfundur og vinsæll fyrirlesari. Af ný- mælumhans í visindagrein sinniberhæst tilgátuna um myndunarhætti móbergs- fjallanna, stapakenninguna, sem hann gerði fyrst grein fyrir í Árnesinga sögu 1943, en hún sannaðist í Surtseyjargos- inu tuttugu árum síðar. Fold og vötn hefur að geyma þrettán greinar sem Solveig dóttir Guðmundar og Þorleifur Einarsson jarðfræðingur hafa búið til prentunar. Er bókin merkilegur skerfur til jarðsögu íslands og íslenskra náttúru- fræða, og einkennist af málfegurð, vand- virkni Qg listfengi.” Fold og vötn er 223 bls. að stærð, prentuð og bundin í Eddu. Kápumynd er af Heklugosinu 1947, gerð af Guðmundi Kjartanssyni, en kápuna hannaði Sigurður Brynjólfsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.