Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980.
I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
D
Erfingjar Lennons ekki áflæðiskeri staddir fjárhagslega:
Eigrúr Lemons metnar á 150 milljaiða
Reiðialda vegna morðanna á Lennon og hjartasérf ræðingnum Michale Halberstam:
Heimta strangari lög
um sölu á skotvopnum
—Þingið þykir hins vegar ekki líklegt til að verða við þeim kröfum
(Politiken).
M
Þrátt fyrir, að morðið á John
Lennon hafi á ný beint sviðsljósinu
að daglegum morðum, sjálfsmorðum
og slysum af völdum skotvopna, þá
virðist sem það eigi langt í land í
Bandaríkjunum að tekið verði upp
strangt eftirlit með skotvopnum í
landinu.
Lennon lézt í síðustu viku eftir að
hafa verið skotinn mörgum skotum.
Skammbyssuna hafði morðingi hans
keypt í verzlun í Hawaii þrátt fyrir
að vitað væri að hann ætti við and-
lega vanheilsu að stríða. Morðið or-
sakaði mikla reiði víða um heim.
Washington Post harmaði í
leiðara það frelsi sem ríkti varðandi
skotvopn í Bandaríkjunum og í blað-
inu birtust fjölmörg bréf frá les-
endum sem voru miður sín yfir
morðunum á Lennon og þekktum
hjartasérfræðingi, Michael
Halberstam, aðeins þremur dögum
áður.
Talsmenn þess, að tekið verði upp
mjög hert eftirlit með sölu skot-
vopna, gera sér vonir um að morðin á
þessum þekktu mönnum verði til þess
að barátta þeirra beri árangur.
En þrátt fyrir, að opinberar tölur
sýni að þær 50 milljón skambyssur,
sem í notkun eru í Bandaríkjunum,
hafi leitt til dauða nærri 22 þúsund
manna árið 1979, þá virðist sem bar-
áttan gegn skotvopnunum komi til
með að eiga mjög erfitt uppdráttar á
Bandaríkjaþingi sem er talið íhalds-
samara en áður i þessum efnum eins
og svo mörgum öðrum.
Ronald Reagan, sem tekur við
embætti Bandaríkjaforseta í janúar
næstkomandi, sagði að dauði
Lennons væri harmleikur en bætti
því við að takmörkun skotvopna
væri ekki svarið. Hins vegar sagðist
hann þeirrar skoðunar að bæta ætti
fimm til fimmtán árum ofan á fang-
Yoko Ono kemur yfirbuguð af harmi
út af Roosvelt sjúkrahúsinu I New
York, þar sem maður hennar lézt af
völdum skotsára.
Þó Bítillinn John Lennon hafi
fallið frá á bezta aldri eða aðeins
fjörutíu ára gamall þá eru erfingjar
hans engan veginn á flæðiskeri
staddir fjárhagslega. Talið er að
verðmæti eigna Lennons nemi ekki
undir 150 milljörðum íslenzkra króna
og erfingjar hans geta auk þess átt
von á mjög auknum tekjum á næst-
unni, þar sem dauði Lennons hefur
orsakað það að plötur hans hafa selzt
upp í verzlunum víðast hvar í heim-
inum og verða gefnar út á nýjan leik í
stórum upplögum.
Þegar fregnin barst út um lát
Lennons voru hljómplötur hans
spilaðar nær stanzlaust í flestum út-
varps- og sjónvarpsstöðvum á
Vesturlöndum og fyrir það fá
erfingjar Lennons líka dágóðan
skilding.
Brezka útvarpsstöðin BBC greiðir
viðkomandi listamanni til dæmis 30
þúsund fyrir hvert skipti sem
hljómplata eftir hann er spiluð í út-
varpinu og sjónvarpið greiðir gott
betur eða 150þúsund krónur.
Og það er hreint ekki svo sjaldan
sem BBC hefur leikið tónlist John
Lennons og greitt honum fyrir síðan.
í byrjun sjöunda áratugarins. Þar við
bætast tekjur af sölu milljóna
hljómplatna. Allt í allt er talið að
seldar hafi verið meira en 250 milljón
hljómplötur með The Beatles síðan
hljómsveitin lék inn á sína fyrstu
hljómplötu Love Me Do árið 1962. 1
Bretlandi einu seldust síðustu
mánuðina fyrir dauða Lennons að
jafnaði um 30 þúsurid hljómplötur
Bítlannaámánuði.
Árlegar tekjur Johns Lennons af
hljómplötum og höfundarétti á
textum og hljómlist, sem hann samdi,
námu um sjö og hálfum milljarði
íslenzkra króna. Þar við bættust
tekjur af ýmsum fyrirtækjum og
eignum, sem hann hafði fjárfest í.
Allt í allt er talið að eigur hans hafi
verið orðnar um 150 milljarðar
íslenzkra króna er hann féll frá þrátt
fyrir að hann hafi látið ómældar
upphæðir renna til margs konar
góðgerða- og líknarstarfsemi.
í ljósi alls þessa þykir mörgum
furðulegt að þrátt fyrir margar
tilraunir hefur ekki tekizt að útvega
peninga til að reisa minnismerki af
The Beatles i heimaborg hljómsveit-
arinnar, Liverpool. Nú virðast loks
horfur á að merkið verði reist og það
er kaldhæðni örlaganna að dauði
ókrýnds foringja The Beatles virðist
hafa verið sá herzlumunur sem
vantaði til að ráðamenn í Liverpool
tækju við sér og létu reisa styttu af
þessari þekktustu hljómsveit
heimsins fram til þessa.
Árið 1965 voru Bitlarnir (The Bcatlcs) á hátindi frægðar sinnar og hlutu þá meðal annars orðu brezka heimsveldisins. Hér
ræða þeir við Margaret prinsessu sem var viðstödd frumsýningu Bftlakvikmvndarinnar Help.
John Lennon og Yoko Ono árið 1978.
Yoko, sem nú er orðin ekkja, þarf
iiklega ekki að kviða þvi að hún liði
skort í framtíðinni.
elsisdóma þeirra sem fremdu glæpi
með aðstoð skotvopna.
Skoðun Reagans er í samræmi við
sjónarmið þeirra sem segja: „Það eru
ekki byssurnar sem drepa, heldur
mennirnir”.
Charles Orasin varaforseti félags
þess sem berst fyrir takmörkun skot-
vopna segir, að aðalvandamálið sé
fólgið í því hversu mismunandi reglur
séu í gildi um sölu á skotvopnum
innan Bandaríkjanna. Þar sem
reglurnar væru strangastar gæti eng-
inn keypt skammbyssur eins og til
dæmis í Washingtonríki, og i New
York þarf sérstakt byssuleyfi. En í
mörgum rikjum, sérstaklega suður-
og vesturríkjunum er nægilegt að
hafa ökuleyfi til að geta fengið
keyptabyssu.
The New York Times, sem lengi
hefur verið fylgjandi takmörkun
skotvopna, segir að skoðun Reagans
kunni að vera „næstbezti kosturinn”
og hefur þá vafalaust í huga, að þing-
ið sé ekki líklegt til að samþykkja
heftar reglur um sölu skotvopna.
Blaðið segist telja að aðferð Reagans
geti komið i veg fyrir glæpi og vernd-
að líf.
Fyrir einu ári lagði öldunga-
deildarþingmaðurinn Edward
Kennedy, bróðir Johns og Roberts,
sem báðir féllu fyrir morðingjahendi,
fram frumvarp um samræmda lög-
gjöf fyrir Bandaríkin varðandi sölu
skotvopna. Frumvarpið náði ekki
fram að ganga, þó svo að demókratar
hefðu meirihluta í báðum deildum
þingsins.
Sigur republikana í kosningunum
í nóvember síðastliðnum hefur ekki
orðið til að auka þeim mönnum
bjartsýni, sem berjast gegn strangari
reglum um sölu skotvopna. Þessir
aðilar reyndu að notfæra sér morðin
á Lennon og Halberstram til að
þrýsta á stjórn Carters til að setja lög-
í mörgum suður- og vesturrikja Bandarikjanna þarf aðeins að framvisa ökuskirtcini til að geta keypt byssu. Myndin var
tekin er menn þeir er sýknaðir voru fyrir Greensboro morðin svonefndu tóku skotvopn upp úr fórum sinum. Þykir mörgum
sá dómur vera með stærstu hneykslum i bandariskri réttarsögu.
gjöf um þetta efni áður en stjórn
Reagans tekur við völdum 20. janúar
næstkomandi. Ekki þykir líklegt að
þessi þrýstingur beri árangur.
Talsmenn strangari laga um skot-
vopn benda á að 75 prósent banda-
rísku þjóðarinnar eru fylgjandi
strangari lögum um þetta efni og
segjast bjartsýnir að sú reiðialda, sem
nú gengur yfir vegna morðanna á
Lennon og Halberstam, nægi til að
ný og strangari lög verði sett.
Talsmenn frelsis í þessum efnum
benda nú sem fyrr einkum á það á-
kvæði stjórnarskrárinnar þar sem
segir: „Réttur þjóðarinnar til að bera
vopn skal ekki skertur.” And-
stæðingarnir benda hins vegar á, að
viðhorfin séu mjög breytt frá því að
þetta ákvæði komst á blað stjórnar-
skrárinnar árið 1791.
(Reuter)