Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980.
JÓLAGETRAUN DB1980
V. HLUTI
Þá er jólagetraunin okkar hálfnuð
að þessu sinni. Fyrsti hluti hennar var
birtur á föstudaginn var og síðan einn
á dag. Alls er hún í tíu hlutum,
þannig að sá síðasti kemur í síðasta
blaði fyrir jól — á Þorláksmessu.
Getraunin er 1 því fólgin að birt
er ein jólasveinateikning eftir Halldór
Pétursson á degi hverjum. Þátttak-
endur fá síðan þrjá möguleika á því
hvað sveinki heiti. Getraunin er lauf-
létt og ættu því allir að geta verið
með. Til mikils er að vinna. Fyrstu
verðlaunin eru Nordmende mynd-
segulbandstæki að verðmæti rúmlega
fimmtán hundruð þúsund krónur.
Önnúr og þriðju verðlaun eru bókin
Myndir eftir Halldór Pétursson.
Hvor um sig kostar tæplega 39
þúsund krónur.
Jólasveinninn, sem við birtum
mynd af í dag, er mathákur hinn
mesti. Þegar hann kom til bæja í
gamla daga hafði hann þann háttinn
á að fela sig undir rúmi. Þegar
ákveðið matarílát var síðan sett fyrir
hunda og ketti notaði hann tæki-
færið og hrifsaði það til sín. — Nú á
tímum hefur matarílát þetta verið
lagt á hilluna. Jólasveinninn okkar er
þvi líklegastur til að láta sjá sig við
tvo matsölustaði í Reykjavík, annan
á Laugavegi og hinn við Suðurlands-
braut. Hvað heitir þessi jólasveinn?
NAFN...........................................................
HEIMILI........................................................
Strikið undir það nafn, sem ykkur þykir líklegast. Klippið síðan mynd-
ina og lausnina út og geymið með þeim níu, sem á eftir koma. Þegar síð-
asti jólasveinninn hefur birzt á Þorláksmessu, setjið þá allar lausnirnar i
umslag og merkið það:
Dagblaðið „Jólagetraun"
Síðumúla 12 105 Reykjavík
Skilafrestur á jólagetrauninni er til 30. desember.
UNGUNGAR 0G JÓLAUNDIRBÚNINGUR—úharp kl. 20,00:
HVAÐ FINNST UNGL-
INGUM UM JÓLAHALD?
# Askasleikir
# Andrés önd
# Alliríki
„Þetta verða viðtöl við unglinga
um tengsl þeirra við jólahald,” sagði
Kristján E. Guðmundsson sem sér í
kvöld um þátt sem hann kallar
Unglingar og jólahald. Kristján E.
var áður með þætti úr skólalifínu á
þessum tíma. Kristján E. mun spjalla
við Silju Aðalsteinsdóttur cand. mag.
um unglingabókmenntir og þær
bækur á markaðnum sem eru
ætlaðar unglingum. Nokkrir ung-
lingar koma í heimsókn i þáttinn og
mun Kristján spyrja þá um afstöðu
þeirra til neyzlukapphlaupsins og
hvað það sé sem höfðar til þeirra í
jólahaldinu. Nú þegar jólaundirbún-
ingurinn stendur sem hæst hvarflar
oft að fólki hvers vegna verið sé að
standa í öllu þessu tilstandi. Ungling-
ar eru neytendur sem eru á mörkum
þess að vera fullorðnir og börn. Þeir
eru á þeim aldri þegar fólk er oft í
sem mestri uppreisn gegn umhverfi
sínu. Þeir eru óhræddir við að gagn-
rýna. Þó unglingar haft ekki öðlazt
fullan þroska þá eru þeir vel dóm-
bærir á ástandið því að það er svo
stutt síðan þeir voru „plataðir” með
dúkkum sem kúkuðu eða bílabraut-
um sem entust nóttina. -GSE.
Það má renna sér á fleiru en skiðum i snjónum.
ÖÐRUVÍSI—sjónvaip kl. 18,05:
FALLEG J0LAMYND
í dag sýnir sjónvarpið 80 mín. langa
pólska kvikmynd fyrir unglinga.
„Þetta er mynd um og fyrir unglinga,”
sagði Þrándur Thoroddsen sem þýðir
myndina. ,,í jólaleyfinu er nokkrum
unglingum í Varsjá boðið á skíði til
kunningja síns sem á heima í fjalla-
þorpi. Flestir krakkanna hafa þekkzt
áður en einnig er boðið stúlku af
munaðarleysingjaheimili og brátt
kemur í ljós að hún er öðruvísi en hinir
unglingarnir. Það er ekki bara það að
hún er ókunnug í hópnum heldur
kemur þarna líka til að hún telur sig
öðruvisi, betri en hina unglingana. Þá
kemur það upp á að munaðarlausa
stúlkan hnuplar úr verzlun, að visu í
góðum tilgangi, en i kringum þetta
spinnst myndin. Myndin fjallar um
samskipti stúlkunnar við annað fólk.
Þetta er falleg og næm jólamynd,”
sagðiÞránduraðsíðustu. -GSE.
Unglingarnir eru framtíð landsins
— hvers vegna ekki að hlusta á þá?
Vorum að taka upp nýja
sendingu af ítölskum
kjólum og öðrum
vinsælum tískufatnaði.
Líttu við og skoðaðu
úrvalið.
Hárgreióslustota o^tískuverslun
Alftamyri ” simi 31462