Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980. Meðaumkun hleypur með okkur í gönur Hring»'sinl* milli kl. 13 og 15, eðaskrifið —hefði átt að senda Gervasoni undireins tilbaka Nýju AR hátalarana köllum við „HIGH TEGH“ því þeir sameina „HIGH STYLE“ nýjustu tísku og “TECHNOLOGI" tækni. Hagsýni er tíðarandi okkar, iðnfræði og gáfur hafa því hér verið nýttar til hins ýtrasta til fullkomnunar á hljómgæðum. Notaðar eru nýjar vökvakældar AR hátalaraeiningar, nýjir AR tóndeilar og AR „ACOUSTIC BLANKET“. Öllu ónauðsynlegu skrauti og krómbryddingum er sleppt. Þeir eru klæddir i svart tóndrægt efni sem er hlutlaust gagnvart umhverfinu. AR-93 og AR-94 sameina nútímalegt útlit, frábær tóngæði og hagstætt verð. FÁLKINN* SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Það hefur mikið verið skrifað um þetta svokallaða Gervasoni-mál, og hefur ýmislegt verið um Gervasoni sagt bæði með og móti dvöl hans hér á landi. Eitt er það sem ekki hefur verið bent á nógu ræki- lega, en það er herskyldan í Frakk- landi en undan henni er margnefndur Gervasoni að flýja. Það hafa ýmsir tekið undir það að leyfa Gervasoni að dvelja hér á landi og hefur einum kommaþingmannin- um, Guðrúnu Helgadóttur, fundizt það sæmandi að hóta því að hætta að styðja stjórnina ef Gervasoni fái ekki hér landvistarleyfi. Gervasoni er Frakki, og sem slíkur er hann að koma sér undan frönskum lögum um herskyldu og þar með brjóta lög lands sins. Gervasoni vildi koma til lands okkar, íslands, en var synjað um dvalarleyfi. Hann kemur öðru sinni til landsins, og nú á röngum pappirum, og hefur þar með brotið isienzk lög. Væru hér á landi alvöru dómsmál, hefði átt að stinga honum í tugthúsið og senda síðan til baka undireins. íslendingar eru mestu klaufar í málum sem varða lögbrot eftir alþjóðlegum lögum og venjum. Við rekum ógjarna menn úr landi (það hefur þó verið gert) og lögbrot útlendinga í sambandi við komu til landsins nærri óþekkt. Við erum í þessum málum óttalegir kjánar og látum nteðaumkun hlaupa með okkur í gönur, og er þetta útaf fyrir sig ekki ljótt. í síðustu heimsstyrjöld ríkti á vestrænum löndum herskylda, og það voru þessir hermenn sem voru nauðugir viljugir að berjast fyrir því frelsi sem við njótum nú. Þessir menn börðust og féllu svo milljónum skipti og þótti engum mikið. Allt í einu er það sjálfsagt að Gervasoni neiti herþjónustu í sínu heimalandi, landi sem ásamt öðrum barðist á vígstöðvunum, og barðist fyrir frelsi okkar, gleymum ekki þvi í hita dagsins. Mál Gervasoni var gert að póli- tízku þrætuepli, kannski kærkomið rifrildisefni til þess að draga at- hyglina frá öðrum mikilsverðum málum. í Rússlandi, þessu friðelskandi landi (ef þá ekki á að tala um heims- álfu) er herskylda tii þess væntanlega að verja Rússland (USSR) frá ásælni annarra þjóða? Rússar kalla þetta heimsyfirráðastefnu. En hver er með heimsyfirráðastefnu nema þeir sjálfir? Bandaríkin eru vissulega ekki með slikt. Rússar hafa hjá sér herskyldu. Gegn herskyldu í USSR þýðir ekki að flýja, það er sama sem dauðadómur, eða í bezta tilfelli í útlegð í Siberiu. Það er svo sem skiljanlegt að alþingiskonan hafi eitthvað misstigið sig i afstöðu sinni til Gervasoni, en hún á að muna eitt. Með afskiptum af Gervasoni erum við að skipta okkur af innanríkismálum FRAKKA og það þykir ekki góð latina hjá sumum þjóðum svo sem Rússum sem bregða fyrir sig þessum frasa þegar þeim hentar og liggur mikið á. Herskylda Rússa hefur m.a. barið niður mörg lönd svo sem, Eist- land, Lettland og Lithauen, og nú eru löndin í Austurlöndum fjær í yfirvof- andi hættu. Mér datt þetta (svona) í hug Siggi flug. 7877—8083 Frakkland barðist fyrir frelsi okkar, gleymum þvi ekki, segir Siggi flug. Raddir lesenda Spurning dagsins Sendir þú jólakort? Yngvi Harðarson verkamaður: Já, en þó ekki nema tvö eða þrjú. ». *■- Markús Atlason framkviemdastjóri: Já, já. Ég sendi jólakort, 20 eða 30 stykkieðasvo. Anna Kristin Bjamadóttir, vinnur i Alfa: Já, um 20 stykki, en ég er ekkert farin að pæla í þeim ennþá. Úlfar Slgurðsson, vinnur við múrverk: Já, svona 20 stykki. Ég er búinn að senda þau. Gestur Gamalielsson, vinnur i kirkjugarði Hafnarfjarðar: Já, en ég er ekki farinnaö senda þau. Ég sendi heilan helling, 40—50 kort. Björg Gjlsdóttir neml: Já, um 20 stykki. Ég er búin að senda þau.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.