Dagblaðið - 17.12.1980, Blaðsíða 11
DAGBLADIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1980.
<11
Hreppsnef nd Hveragerðis deilir um fyrstu hreppsábyrgðir
semveittareru:
Sveitarstjórinn veitti
31 milljón kr. ábyrgð
án samþykkis hreppsnef ndar og án vitundar sýslumanns
„Það er langt síðan veitingahúsið
Berg fór fram á hreppsábyrgð upp á
27 milljónir til að reisa nýjan
grillskála. Hreppsnefnd tók málið
síðan fyrir í lok nóvember og bókaði
að veitt yrði hreppsábyrgð ef
fasteignaveð væri fullnægjandi. Það
kom hins vegar í ljós að svo var ekki,
þar eð þrjár íbúðir sem settar voru að
veði voru ekki þinglýstar á nafn eig-
enda. Hluti af hreppsnefnd taldi þær
því ekki nægjanlegt veð. Sveitar-
stjórinn tók sér það bessaleyfi að
afhenda ábyrgðina án þess að málið
kæmi aftur fyrir hreppsnefndarfund
og án samþykkis sýslunefndar. En
samþykki hennar þarf alltaf þegar
veittar eru hreppsábyrgðir,” sagði
einn af hreppsnefndarmönnum í
Hveragerðishreppi í samtali við DB.
Deila hefur risið upp í hreppnum
vegna hreppsábyrgðar sem sveitar-
stjórinn.-Sigurður Pálsson, veitti án
samþykkis sýslunefndar og hrepps-
nefndar og án nægilegra fasteigna-
veða að mati hreppsmanna.
Upphæðin er sveitarstjórinn veitti er
31 milljón króna, 27 milljónir til
grillstaðarins Bergs og 4 milljónir til
sælgætisverksmiðju í Hveragerði.
Hreppurinn hefur aldrei áður veitt
hreppsábyrgðir, að sögn hrepps-
nefndarmannsins sem DB ræddi við.
Á fundi hreppsnefndar sl.
fimmtudag voru greidd atkvæði um
hvort sveitarstjórinn ætti að víkja úr
starfi. Þrír voru á móti en tveir með.
Sýslumaður Árnessýslu hefur nú
fengið málið í sínar hendur og er
honum ætlað að verðmeta íbúðirnar
sem veðsettar voru. Eftir það verður
málið tekið upp að nýju á hrepps-
nefndarfundi. Ekki náðist í sýslu-
mann né sveitarstjóra i gær til að fá
þeirra svör. -ELA.
Áhöfn ms. Hvassafells sendir útvarpsstjóra bréf:
Slök þjónusta útvarps við
sjómenn og landa erlendis
— útsendingar aldrei verið betri og lengri, segir
fjármálastjóri útvarpsins
Fjölhœfasta vasamyndavélin
VATNSÞETT
á skíðum,
— í sundlauginni,
— heima
ístofu...
MINOLTA^^^H
WEATHERMATIC-A
grmi ri'i ■
TTTfvnvn
FILMUR QG VELAR S.F.
«
uiiiu ■» UiUjmujuum
Skólavörðustfg 41 — Sfmi 202S5
NÝTT! NÝTT! NÝTT!
Nr. 1
Litur: Grátt leður
vínrautt rúskinn
Stærðir 36—41
Kr. 32.100.- nýkr.
Nr.2
Litur Vínrautt rúskinn
Stærðir 36—41
Kr. 31.300.-
Nýkr.313.-
Nr.3
Litur Svart rúskinn
Stæiðir 36-41
Kr. 31.300.-
Nýkr.313.-
„Stuttbylgjuútsendingar hófust er
síldarævintýrið var hér fyrir mörgum
árum og var þá sent út í 50 mínútur í
hádegi. Sl. sumar var þessu breytt í
útsendingu frá kl. 18.30—20 öll
kvöld vikunnar. Þetta var mikil
lenging á útsendingunni og
kostnaðurinn hækkaði. Það hefur
ekki verið rætt um að lengja út-
sendinguna meira, að minnsta kosti í
bili,” sagði Hörður Vilhjálmsson
fjármálastjóri Ríkisútvarpsins.
Áhöfn á m.f. Hvassafelli hefur
sent útvarpsstjóra bréf þar sem segir
að undanfarna mánuði hafi stöðugt
verið dregið úr stuttbylgjusendingu
útvarpsins, nú síðast 1. desember, er
fréttaágrip á morsi til skipa var lagt
niður. „Nú er svo komið,” segir
skipverjarnir, ,,að aðeins eru sendar
út kvöldfréttir á einum gömlum sendi
sem heyrist illa í vegna mikilla
truflana á senditíðni hans.”
„Það hefur verið sent út á 10 Kw
sendi, nýjum sendi. í sumar var sent
út á fjórum mismunandi
bylgjulengdum. Þessar fjórskiptu
bylgjulengdir stöfuðu af því að þá
voru sérstök stefnuloftnet sem sendu
í fjórar áttir. Núna erum við með
hringloftnet sem dekkar allt sviðið,”
sagði Hörður ennfremur.
„Við höfum frétt, að stutt-
bylgjusendingar heyrist þokkalega á
Fleiri ráðnir
til hersins
Aflétt hefur veriö þeim tak-
mörkunum, sem gilt hafa á manna-
ráðningum til bandariska hersins á
Keflavtkurflugvelli síðan 1. marz sl.
Þær takmarkanir þýddu að aðeins var
heimilt að ráða einn mann í stað hverra
tveggja sem hættu. Var þetta liður í
sparnaði Bandaríkjastjórnar í
opinberum rekstri.
Ólafur Jóhannesson átti nýlega
fund með bandarískum embættis-
mönnum og benti . á hvað „ráðstöfun
þessi hefði valdið miklu álagi hjá
íslenzku starfsfólki varnarliðsins,” eins
og það er orðað í fréttatilkynningú frá
utanríkisráðuneytinu t gær. Segir þar
einnig að hernum sé nú heimilt að ráða
íþærstöðursemlosnaðhafa. -ÓV.
austurströnd Bandaríkjanna og allt
til Afríku. Við höfum meira að segja
fengið bréf frá manni sem vinnur á
suður-heimsskautinu, þar sem hann
segir að hann geti hlustað á þessar
sendingar.
Við höfum ekki heimild til að
breyta þessu og við teljum að stutt-
bylgjusendingarnar leysi morsið af.
Öðrum þræði er það gert í sparnaðar-
skyni,” sagði Hörður Vilhjálmsson.
-ELA.
SKÖBÚÐIN SUÐURVERI
Stigahlíð 45-47. Sími 83225.
Gerð: CSB 450-2E ®
Stiglaus hraðastillir
Mótorstærð 450 wött
Stærð patrónu: 13 mm, 1/2
Snúningshraði 1. gír 0-1000
2. gír 0-3300 Tvöföld einangrun
Útsláttarrofi
Höggtíðni: 54.400 pr. mín.
Gerð: CBS 620-2E
Stiglaus hraðastillir
Mótorstærð: 620 wött
Stærð patrónu: 13 mm, 1/2
Snúningshraði 1. gír 0-1100
2. gír 0-3200
Tvöföld einangrun
Útsláttarrofi
Höggtíðni: 51.220
pr. mín.
COMBi
Gerð: CSB 400-E
Stiglaus hraðastillir
Mótorstærð: 400 wött
Stærð patrónu: 10 mm, 3/8
Tvöföld einangrun
Útsláttarrofi
Höggtíðni:52.800
pr. mín.
Borvélar í úrvali.
Ótal fylgihlutir eru
legir, s.s. hjólsagir,
sagir, slípikubbur,
stafíf o. f I., o. fl.
BOSCH
KRAFTUR
GÆÐI OG ÖRYGGI
Sendum í póstkröfu um aHt land.
Suðurlandsbraut 16. — Sími35200.