Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 57

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 57
137 Um kennslukraftana, sem svo mikið er gumað af, er sama að segja. Mér er ekki kunnugt urn, að þar sé um neina fræði- og vísindamenn að ræða, er gangi atvinnulausir og geti því bætt á sig tímafrekri og erfiðri kennslu. Þvert á móti ætla ég, að flestir þessara manna telji sig störfum hlaðna nú þeg- ar, svo þeir rnuni ekki geta tekið að sér ný störf, nema störf- um, er þeir vinna nú, verði af þeim létt. Þannig hygg ég að þessu sé að minnsta kosti varið með starfsmenn búnaðar- deildar og ráðunauta Búnaðarfélags Islands. Þótt ég telji það bæði hagkvæmt og nauðsynlegt að sam- eina búnaðarháskóla og búnaðardeild í eina stofnun, er ég ekki þeirrar skoðunar, að það sparaði starfskrafta svo nokkru nemi. Sérfræðingar búnaðardeildar, sem kenndu við búnað- arháskólann, yrðu jafnframt forstöðumenn sinna deilda í Búnaðardeildinni, en yrðu að fá aðstoðarmenn til starfa þar. Engu að síður væri sameiningin hagkvæm, því með henni fengi búnaðarháskólinn aðstöðu til æfinga fyrir nemendur sína og aðstöðu til vísindastarfa fyrir kennara sína. A nú- verandi búnaðardeild er aðstaða til æfinga engin og að- staða til vísindastarfa mjög takmörkuð vegna þrengsla, skorts á aðstoðarfólki og óhagræðis vegna staðsetningar deildar- Ó. J. ínnar.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.