Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 5
starfa og var innlagt mjólkurmagn það ár rúmlega hálf
milljón lítra, og var meðalverð til framleiðenda 23,26
aurar á ltr.
Á fyrsta ársfundi Mjólkursamlags K. E. A., sem haldinn
var 26. marz 1929, var m. a. rætt um nauðsyn þess að auka
nautgriparækt í héraðinu. Á þessum fundi flutti Olafur
t Jónsson, sem þá var framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Norð-
urlands, erindi um nautgriparækt. Að loknum umræðum
þar að lútandi, var samþykkt með öllum atkvæðum fundar-
manna svohljóðandi ályktun:
„Fundurinn ályktar, að formenn mjólkursamlagsdeild-
anna myndi nefnd, er gjöri tillögur um stofnun og
skipulag nautgriparæktarstarfs á samlagssvæðin,u sem
fyrst“.
Nefndin, sem ársfundurinn kaus til að vinna að stofnun
fleiri nautgriparæktarfélaga, tók nú að vinna að málinu í
samráði við búnaðarfélög hreppanna.
Á aðalfundi Kf. F.yfirðinga 20. apríl sarna ár, var mætt-
A ur Páll Zóphóníasson ráðunautur Búnaðarfélags Islands og
„flutti liann erindi á fundinum um nautgriparækt, sem bæði
var íróðlegt og skörulega flutt“, eins og komist er að orði í
fundargerðinni. Eftir fundinn voru kallaðir saman for-
menn allra samlagsdeildanna til umræðu um stofnun naut-
griparæktarfélaga í þeirn hreppum samlagssvæðisins, þar
sem nautgriparæktarfélög voru ekki starfandi. Á fundi þess-
um var Páll Zóphóníasson mættur til viðræðu og leiðbein-
inga um rnálið. Var þar samþykkt, að heppilegast væri, að
öll nautgriparæktarfélög á mjólkursamlagssvæðinu mynd-
uðu eitt samband, og skyldi stjórn þess sjá um að láta fram-
kvæma leiðbeiningastarf varðandi kynbætur, fóðrun og
skýrslugerð, svo og fjármál fyrir Iieildina. Á þessum fundi
var síðan samþykkt uppkast að lögum og starfsreglum, sem
lagt yrði fyrir stofnfund, er boða skyldi til síðar. Var lagt
til, að nafn þessarar félagsheildar skyldi vera: Samband
nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar og skammstafað með
S. N. E.
7