Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 59

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 59
lega. Sama gilclir ef gera þarf verulegar umbætur á fram- ræslu, sem hefur uppgröft í för með sér, eða ef flytja þarf til jarðveg til þess að breyta halla sléttanna og auðvelda af- rennsli yfirborðsvatns. 3. Langvarandi notkun túna til beitar, veldur oft smáþúfu- myndun og veridegri rýrnun á afrakstri, sem varla verður úr bætt nema með endurvinnslu beitarlandsins, en beit á túnum er nú orðin næsta algeng, þar sem kúabúskapur er stundaður og reyndar líka hjá sauðfjárbændum. Má í því sambandi benda á, að endurvinnsla gæti hamlað nokkuð gegn mengun af innýflaormum, sem oft getur orðið mikil í bithaga. 4. Samanþjöppun jarðvegsins með þungum viiltum eða vélaumferð á öllum tímum árs, getur valdið stórfelldum vaxtartruflunum og uppskerurýrnun. Þetta skeður helzt í leirkenndum jarðvegi, flagmóa- og fokjarðvegi. Oft verður ckki bætt úr þessu ástandi nema með endurvinnslu. 5. Rotnun rætins jarðvegs, svo sem mýrajarðvegs, er mjög hægfara hér á landi, en hún er forsenda þess, að frjóefni jarðvegsins nýtist, og að hann verði hagkvæmur vaxtarstað- ur túngrérðurs. Ástæðan fyrir því hve myldingin er hæg hér, er auðvitað kalt og rakt veðurfar. Helzta ráðið til að flýta molnun jarðvegsins er að bylta honum við og við, og láta hann liggja í plógstrengjum veturlangt. Við það myldist torfið, frjóefni losna úr torleystum samböndum, og vatn og loft fær greiðari leið um jarðveginn. 6. Smáverugróður jarðvegsins flýtir venjulega mjög fyrir myldingu hans, en búfjáráburður, sem plægður er niður í moldina, eykur mjög smáverugróðurinn. Auk þess fæst á þennan hátt allt að þrefaldur árangur af búfjáráburðinum, samanborið við yfirbreiðslu. Þetta eitt ætti í raun og veru að vera nóg til þess að réttlæta endurvinnslu túnanna. 7. Við rannsóknir á kali, virðist meðal annars hafa komið í Ijós, að nýjar sáðsléttur, þ. e. á fyrsta ári, verjast betur kali heldur en eldri sléttur. Talið er, að til þessa geti legið líf- eðlisfræðilegar orsakir, en ég hefd að skýringin geti verið miklu einfaldari. Sem sé sú, að yfirborðsvatnið sígur því 62

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.