Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 69

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1970, Side 69
Á Rannsóknarstofu Norðurlands voru gerðir allvíðtækir útreikningar s.l. vor á sambandi K og Mg í þeim heysýn- um, sem fyrir lágu frá og með árinu 1966. Áður hafði Jó- hannes Sigvaldason ritað unr þetta efni í Ársritið (63. árg., 1966, bls. 14), þar sem neikvætt samband fannst á milli K og Mg. í 448 sýnum frá árunum 1966 til 1969 fannst raun- hæft neikvætt samband á milli þessara efna. Með því að athuga mynd 2 kemur þetta að nokkru fram, sem hér hefur verið rakið. Ef litið er á bæði línuritin (mynd 1 og 2) nokkurnveginn í sömu andrá, kemur í ljós, í stórum dráttunr, að þegar fosfórinn vex frá sumrinu 1967, vex einnig Mg og Na, en K minnkar. Allar líkur benda til, að kalíáburðargjöf hafi minnkað frá og með 1967, enda tjáðu viðkomandi bændur mér, að svo væri hjá sér. Ef dæma má eftir sömu grein í ársritinu (bls. 13), þá hefur fosfóráburðargjöf lítil sem engin áhrif á P magn í uppsker- unni, ef frá er talið algjört P áburðarleysi. Verður því að ætla, að hið vaxandi P magn stafi, a. m. k. að verulegu leyti, af minnkandi K áburði. Þótt ekki sé að fullu ljóst, hvað hin minnkandi K áburðar- gjöf hafi í för með sér, ber að forðast öfga í þessa átt. Upp- haf minnkandi kalíáburðamotkunar var hið lága Mg magn töðunnar, og Mg skortseinkenni í nautgripum. Ymis dæmi hafa bent til, að meðalhófið í þessu efni sé vandfundið, sem stafar sumpart af því hversu mismikið losnar af þessu efni úr jarðveginum ár hvert. Bendir ýmislegt til, að veðurfarið sé hér afgerandi. Skal látið nægja að þessu sinni að vísa til þeirra orða síðar í grein þessari, sem vitna, að kalísölt hafi megnað að lækna kýr í Eyjafirði, þar sem K magn var mjög lágt í heyinu. Ljóst er, að mörgum spurningum er enn ósvarað, og má vera að sumu hér að framan hafi verið svarað frjálslegar en efni standa til. Vonandi vekur það þó menn til umhugsunar um þessi mál. Óneitanlega er það galli, hversu fá heysýni berast stofunni ár hvert, og væri það þó ekki það versta, ef þau væru sam- 72

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.